Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 21 Eftirmenntun í plastviðgerðum Iðnnám í bílamálun Bílaumboð með kynningu á nýjum bílum \ Grunnskólancmar í starfskynningu Skoðunartyrirtæki að atkastaprófa i Iðnnám í bifvélavirkjun á fiutninga- og hópbifreiðasviði Nám skeið: Bílasala Kennslustofa Eftirmenntun í notkun hemlaprófara FMB aðstoðar við skipulagningu á verkstæði Námskeið: garí bílamálun FRÆÐSLU- MIÐSTÖÐ BÍLGREINA Kynnmgar z efnum/tækjum FRÆÐSLUMIÐSTOÐ BILGREINA býður upp á mörg sjálfstæð vinnusvæði, þar sem hægt er að koma 14 hópum fyrir í einu Samstarfsverkefni atvinnulífs o g skóla áhugasvið þeirra og hæfileikar liggja með tilliti til frekara náms.“ Eygló segir að ratvísiáfanginn sé í mótun um þessar mundir en hugmyndir eru uppi um að kenna siðfræði, tjáningu og námsráðgjöf og að fræðsla verði um fjölskylduna og umhverfið, þ.e. að læra að njóta landsins, svo dæmi séu nefnd. _________ í verklega hlutanum geta nemendur valið tvo til þrjá áfanga í list- og verkgreinum. „Um er að ræða myndlist, fatasaum, prjónaskap, málm- og bíl- Skóll á að ein- kennast af mannvirð- ingu greinar. Til dæmis eiga nemendur að geta tekið áfanga í léttum bílavið- gerðum." Að læra að njóta Athygli vekur einnig í þessum áfanga að nemendum gefst kostur á að læra að njóta tónlistar og mynd- listar. Þegar haft er orð á því segir Eygló að heilmikið nám sé að læra að njóta og á það þyrfti að leggja mun meiri áherslu á skólakerfinu. „Skortur á því er einmitt ákveðin firring hjá ungu fólki að mínu mati. Margir þurfa þjálfun í að hlusta á tónlist, skoða málverk og bygging- ar, að njóta náttúru, útivistar og fjölskyldulífs. Allt þetta munum við leggja áherslu á til að opna augu nemenda fyrir hinu fallega og skap- andi þættinum í mannlífinu.“ Ein nýjungin sem geta má um er tveggja ára námsbraut fyrir þroska- hefta fjölfatlaða. í upphafi verður um 5-7 nemendur að ræða í sérstöku námi undir stjóm sérþjálfaðra kenn- ara. Skólinn býður einnig upp á eins árs fomám. Skilgreiningin er yfirleitt sú að nemandi sem hefur fengið undir 5 í tveimur náms- greinum á grunnskóla- prófi telst ekki geta hafið nám í framhaldsskóla. „Hafi nemandi undir 5 í einni grein skoðum við ______________ hvort hann geti hafið nám á fjölmenntabraut, því ekki er ólík- legt að hann geti náð árangri þar.“ Málm- og bíliðngreinar Þegar gerðar vora áætlanir um Borgarholtsskóla kom strax upp sú hugmynd að þar yrði lögð áhersla á málm- og bíliðngreinar. Verður öll slík kennsla lögð niður í FB og sömu- leiðis í Iðnskólanum í Reykjavík nema í grunndeild málmiðnaðar. Ekki er fyrirséð að öldungadeild verði við skólann til að byrja með nema í málmiðngreinum, þar sem hópur slíkra nemenda er nú við nám í FB. „Okkur finnst eðlilegt að þeir fái að ljúka því námi á sama hátt hjá okkur,“ segir Eygló. Búist er við að 350-400 manns verði teknir inn í skólann á fyrsta ári en fullbyggður tekur hann 1.000 nemendur. Aætluð verklok eru árið 1998. Um 35 kennarar verða ráðnir við skólann í vetur og var gengið frá ráðningu flestra þeirra í vik- unni. Eygló segir þó að varfærnar áætlanir hafi verið gerðar um ráðn- ingu kennara fyrir næsta vetur því ekki sé endanlega vitað um nem- endafjölda. Það komi ekki í ljós fyrr en í júníbyrjun. Ekki hefur verið ráðið í stöðu aðstoðarskólameistara en umsóknarfrestur rennur út á morgun, mánudag. Hins vegar hefur Lárus H. Bjarnason verkefnisstjóri verið Eygló til aðstoðar við undir- búning skólastarfsins og er hann ráðinn til 1. ágúst næstkomandi. Gefandi að kenna Þegar komið er undir lok viðtalsins og kominn tími fyrir Eygló að halda á næsta fund langar blaðamann aðeins að for- Fjölmennta- brautin verður góður val- kostur vitnast um hana sjálfa. I ljós kemur að eftir að hún kenndi þýsku við MH i nokkur ár fluttist hún til Kenýa með eiginmanni sínum, Steinari Höskuldssyni, en hann vann þar á vegum Danida, dönsku Þróunarsam- vinnustofnunarinnar. Hún kom aftur að Hamrahlíða- skólanum þegar hún fluttist heim 1977 og tók við starfi áfangastjóra 1984. Tveimur árum síðar varð hún konrektor við skólann. „Meðan ég gegndi því starfi fékk ég ársleyfi og fór til Minnesota í Bandaríkjunum og lærði skólastjómun. Ég lauk mastersprófi 1991 en var einungis eitt ár í burtu. Sama ár og ég lauk mastersprófinu sagði ég upp sem konrektor," segir Eygló og hlær. „Það var gert mikið grín að mér fyrir að hafa lært að verða skóla- stjórnandi og segja svo upp starfinu. Þá svaraði ég þessu hefðbundna svari: „Það er svo auðvelt að kenna en erfitt að framkvæma". Ég fór að kenna vettvangsnám fyrir skóla- stjórnendur í endurmenntunardeild HI, framhaldsdeild_ Fósturskólans og í viðskiptadeild HÍ ásamt kennslu í MH. Þetta er nú það helsta sem ég hef afrekað á ævi minni fyrir utan að eiga tvö full- orðin börn og þijú barna- böm.“ Aðspurð hvaða tímabil ævinnar henni sé hug- leiknast svarar hún að hver tími hafi sinn sjarma. „Ég hef verið einstaklega heppin og mér gengið vel. Það er kannski sérstakt að á þessum árum, sem kennarar hafa almennt verið óánægðir með kjör sín, hef ég alltaf verið mjög ánægð og mér hefur fundist gaman að kenna. Kennsla er mjög gefandi þótt hún sé líka mjög krefj'andi.“ Hlutverk skólastjórans - Nú fer áhugi nemenda á við- fangsefninu að miklu leyti eftir því hversu góðan kennara hann hefur. Sérð þú fyrir þér leið til að starf kennara sé ekki „happa-glappa“ aðferðin? „Allt starfsfólk skiptir máli en kennari er lykilmaður í öllu námi sem fram fer í skólanum. Það er hlutverk skólastjórans að velja áhugasama og góða kennara. Ekki síst þarf að halda þeim við með því að ýta undir áhuga þeirra og veita þeim endurgjöf frá stjómendum. Mér er mjög minnis- stætt að þegar ég var að byija að kenna í MH kom Guðmundur Am- laugsson óundirbúið inn í stofuna og fylgdist með kennslu. Síðan kom hann fljótlega eftir tímann og ræddi um það sem verið var að kenna á mjög elskulegum nótum. Þama feng- um við viðbrögð við starfinu og það finnst mér vanta í skólana núna. Það verður til þess að kennarar brenna út eða lenda í þroti með starf sitt. Þótt þeir fái endurgjöf frá nemendum er skortur á að sá sem er yfir þá settur meti það sem vel tekst og finni að því sem ekki er eins vel gert.“ - Hyggst þú taka upp þessa aðfefi? „Já, ég er komin með drög að starfsmannastefnu og þar er til dæmis talað um starfsmannaviðtöl, þ.e. skipulögð persónuleg samskipti milli mín og kennara um það hvem- ig gengur, hvað megi betur fara, möguleika á námskeiðum og hvernig kennari geti þróað sig áfram. Hvort ég geng inn í kennslustundir verður að koma í ljós.“ LAUGAVEGI63 R E Y K J A V ( K S f M I 5 5 1 4 4 2 2 FRÆÐSLUMIÐSTOÐ bílgreina er tilraunaverkefni, sem snýst um að tengja saman atvinnulíf og skóla og byggja upp einn öflugan bílgreinaskóla á landinu. „Fræðslumiðstöðin er ekki ein- ungis skóli heldur í raun þjón- ustuvettvangur að öllu leyti fyrir bílgreinar. Með tímanum verður boðið upp á nám sem með einum eða öðrum hætti er þörf fyrir í bílgreinum. Auk þess stendur til að bjóða fyrirtækjum upp á að- stöðu til eigin kynninga og nám- skeiðahalds,“ sagði Jón Garðar Hreiðarsson verkefnisstjóri. Sjálfstætt starfandi Fræðslumiðstöðin er hluti af Borgarholtsskóla en starfar sjálfstætt undir stjórn sérstaks stýrihóps. Nám í almennum greinum verður sótt í Borgar- holtsskóla en allar faggreinar verða í Fræðslumiðstöðvarhús- inu og reknar undir stjórn fram- kvæmdastjóra. Sá mun hafa með alla daglega starfsemi að gera s.s. iðnnám, meistaranám, endur- menntun og aðra þjónustu við atvinnulífið. Framkvæmdastjóri mun jafnframt sinna starfi kennslustjóra. Jón Garðar tekur fram að sam- tenging með þessum hætti geri skólanum kleift að vera búinn bestu tækjum á hverjum tíma. „Það stefnir í að samningar verði gerðir við einstök fyrirtæki í bíl- greinum um stöðuga endurnýjun á tækjum og búnaði. Með nám- skeiðum bílaframleiðenda í Fræðslumiðstöðinni fer þar sjálf- krafa inn sú þekking, gögn og búnaður sem notaður er. Slíkt hefur alveg vantað,“ sagði hann. . Nýjungar koma fram Auk framangreindrar starf- semi mun efirmenntun atvinnu- lífsins fara fram í miðstöðinni. Jón Garðar bendir á að takist vel til með hana þurfi ekki að hafa áhyggjur af iðnnáminu, því nýj- ungar smiti sjálfkrafa út frá sér. I haust verður boðið upp á iðn- nám, meistaranám og eftirmennt- un. „Einnig stendur til að bjóða upp á stutt nám fyrir ófaglærða í bílgreinum eins og starfsfólk á bensínstöðvum, bilasala, o.s.frv. Það mun hins vegar koma inn síðar í áföngum." Spurður hvort auðveldara verði að koma nemum á samning en verið hefur þar sem atvinnu- rekendur eru í tengslum við skól- ann sagði Jón Garðar að fyrir- tækin taki með þessari starfsemi beinan þátt í ábyrgðinni og hafi þvi ákveðnar skyldur. „Við bind- um líka vonir við að skipulagið á náminu henti atvinnulifinu betur, því búið er að breyta starfsþjálf- unartímabilinu." Hann sagði að ekki væri reikn- að með því að starfsþjálfunin færi fram innan Fræðslumið- stöðvarinnar, þó svo að fagnámið yrði sambland af verklegri kennslu og þjálfun. „Hugsanlega verður boðið upp á að nemendur sinni ákveðnum verkefnum á sumrin ef þeir komast alls ekki að þjá fyrirtækjum. Það er ekki meiningin að fara í samkeppni við starfandi fyrirtæki heldur yrðu nemar látnir vinna í eins raunhæfu umhverfi og hægt er.“ mf ’ • ; JsrfBriaaKæSí#..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.