Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir BERGLIND Olafsdóttir og Edda Hrönn Atladóttir í verslun Leðuriðjunnar á Laugavegi 15 í Reykjavík. LEÐURVÖRUR FYRIR LANDSMENNÍ 60 ÁR mssrniKmmiiF Á SUNNUDEGI ►Berglind Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1965. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1986 og prófi sem iðnrekstrarfræðingur áramótin 1991- 1992 frá Tækniskóla íslands. Hún hefur starfað sem fram- kvæmdastjóri Leðuriðjunnar síðastliðin þrjú ár, en hóf þar störf sem markaðsstjóri strax að námi loknu. í VINNUSAL Leðuriðjunnar á Hverfisgötu 52. Við saumavélina situr Brynhildur Sigtryggsdóttir. Eftir Guðrún Guðlaugsdóttir EÐURIÐJAN á sextíu ára afmæli um þessar mund- ir. Fyrirtækið var stofn- að af Atla Ólafssyni ár- iðl936.„Þá voru þeir tímar á ís- landi að allt þótti betra sem kom frá útlöndum. Þess vegna gaf Atli vörum sínum nafn sem hljómaði mátulega útlendingslega í eyrum,“ segir Berglind Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Leðuriðjunnar, þessa fyrirtækis sem hefur fram- leitt buddur og seðlaveski fyrir Islendinga í 60 ár við góðan orðs- tír. í raun er vörumerkið dregið af nafni stofnandans, fyrstu stafirnir eru úr Atli og svo bætti hann son við - Atson. „Um tíma kallaði hann fyrirtækið meira að segja Atson umboðið," bætir Berglind við. Áður en Atli Ólafsson stofn- aði Leðuriðjuna hafði hann verið um tíma erlendis við nám í leður- smíði. „Fyrstu árin var hann með fyrirtækið á heimili sínu og fyrsta framleiðsluvaran var smápeninga- pyngja,“ segir Berglind.„Nú er af sú tíð að íslendingar vilji helst það sem útlent er. Þvert á móti vilja menn hér fremur kaupa íslenskar vörur, séu þær sambærilegar hin- um útlendu að verði og gæðum,“ heldur Berglind áfram.„íslending- ar eru mjög kröfuharðir neytend- ur, við fögnum því og reynum að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til okkar, teljum okkur raunar gera það.“ Atli Olafsson lést árið 1985 en ekkja hans Margrét Sigrún Bjamadóttir og dætur þeirra þrjár, Nanna Mjöll, Gyða og Edda Hrönn^ eiga og reka fyrirtæk- iðnú.„Eg er fyrsti utanaðkomandi framkvæmdastjórinn sem hér hef- ur starfað," segir Berglind. „Ég hef starfað hér í þijú ár sem fram- kvæmdastjóri, í náinni samvinnu við tvo af eigendunum sem hér starfa, þær Margréti sem unnið hefur hjá fyrirtækinu í fimmtíu ár og Eddu Hrönn sem er hönnuð- ur fyrirtækisins." Enn framleiddar fyrstu framleiðsluvörurnar Leðuriðjan framleiddi, undir nafninu Atson, peningabuddur fyrst, en færði fljótlega út kvíam- ar og fór að framleiða seðlaveski. „Enn í dag framleiðum eina af fyrstu framleiðsluvörum fyrirtæk- isins, það eru stórar buddar með seðlahólfí fyrir eldri menn. Það eru sumir sem kynntust þessum budd- um fyrir 40 til 50 ámm og vilja bara þær. Buddumar eru því alltaf framleiddar öðru hverju fyrir þennan hóp,“ segir Berglind. Fyrst vann Atli einn við fyrirtæki sitt en svo flutti hann fyrirtækið í stærra húsnæði og fjölgaði starfs- mönnum. Fyrirtækið hefur starfað á ýmsum stöðum í áranna rás, svo sem á Vatnsstíg, á Ægissíðunni, í Brautarholti en árið 1985 keypti fyrirtækið sér húsnæði að Hverfis- götu 52 og hefur framleitt vörur sínar þar síðan. Verslun var líka starfrækt þar á götuhæð en hún var flutt á Laugaveg 15, í hús Ludvigs Storr sem Háskóli íslands á. „Við erum mjög ánægð að leigja hjá Háskólanum," segir Berglind. Hún gekk með blaðamanni um verslunina og sýndi bæði hús- næðið og vömr þær sem þar eru á boðstólum. „Við fengum innan- hússhönnuðina Guðrúnu Margréti og Oddgeir til þess að hanna versl- unina að innan og erum mjög ánægð með árangurinn,“ segir Berglind. Ljóslega hafa hönnuðir lagt sig fram um að hafa umhverf- ið í takt við þær vömr sem þar eru seldar. Gólfið er lagt fállegum ljósleitum steinflísum sem mynda munstur og litir veggja og lýsing eru fallegur bakgrunnur fyrir allar þær leðurvörur sem liggja frammi í glerkössum og hillum. Þama eru innfluttar töskur til sölu, frá ítal- íu, Hollandi og Danmörku. „Leður- iðjan framleiddi um tíma kven- töskur en það er mjög langt síðan þeirri framleiðslu var hætt, mark- aðurinn er of lítill til að það geti gengið upp,“ segir Berglind. í gler- borði eru hanskar frá Ungveija- landi. „Ungveijar standa mjög framarlega í hanskagerð,“ heldur Berglind áfram. 0g hanskarnir sjálfir staðfesta orð hennar. Allar framleiðsluvörur Leðuriðj- unnar em þarna til sölu. Athygli vekur hve vandað handbragð er á öllum þessum seðlaveskjum, budd- um, símahulstmm, lyklakippum og Dagskinnum, sem í em seld sérstök dagbókarblöð framleidd á íslandi. „Við vorum snögg að taka við okkur hér þegar farsímamir komu og hönnuðum fljótlega og framleiddum hulstur utan um þá og GSM símana. Þau em gott dæmi um framleiðslu sem þörf markaðarins skapar, og hafa verið þróuð í náinni samvinnu við við- skiptavini okkar,“ segir Berglind. Algert kvennaríki Leðuriðjan Atson hefur til um- ráða 270 fermetra húsnæði á ann- arri hæð að Hverfisgötu 52 og þar fer framleiðslan fram. Berglind gengur með blaðamanni um fram- leiðslusalinn. Þar inni eru flestir starfsmenn fyrirtækisins, níu kon- ur, það tekur langan tíma að þjálfa hvern starfsmann og kenna honum réttu handtökin, allt upp í eitt til tvö ár. Alls eru starfsmenn Leður- iðjunnar 14. „Þetta er algert kvennaríki, hér starfar bara einn karl, hann er sölumaður," segir Berglind og hlær.„Sjáðu, hér er verið að stansa leðrið,“ segir hún og bendir blaðamanni á stóra vél sem dökkhærð kona stendur við. Með vissu millibili skelfur gólfið undan höggum þessarar „þung- hentu“ vélar sem klippir sundur leðrið undir stjórn stúlkunnar sem við hana stendur. Verið er að búa til viðhengi á lyklakippur. Augljós- lega er leðrið vel nýtt, það sýna hinir mjóslegnu leðurafgangar sem eru í ruslafötunni fyrir neðan. „Fyrst eru hönnuð mót að viðkom- andi framleiðsluvöru, síðan eru mótin smíðuð í járn sem er beitt að neðan og vélin sér svo um með þunga sínum að láta þau sníða leðrið eins og vera ber,“ segir Berglind. Á næstu grösum er svo vél sem sér um að brenna stafí í leðrið og gylla þá ef beðið er um það. „Dagskinnan okkar er mjög vinsæl gjöf, henni fylgir ókeypis nafngylling, eins og öllum Atson seðlaveskjum. Slíkt vekur alltaf ánægju." Berglind sýnir blaða- manni hvernig stöfum er raðað, gyllingarspjald sett undir og nafn- ið svo brennt á leðrið. Ekki langt frá sitja tvær konur og klippa spotta af lyklakippunum og sprot- um sem ætlaðir eru á hina vin- sælu Dagskinnu. Fremst í salnum situr saumakonan. „Margir halda að hér sé aðallega saumað, en eins og þú sérð er hér ein saumakona, alla jafna hefur hún undan að sauma það sem hinar sníða og setja saman. Það eru mörg hand- tök við framleiðslu á einu seðla- veski t.d.,“ segir Berglind og hand- leikur eitt slíkt sem er nánast til- búið. Saumakonan saumar renni- lása á leðurstykki sem senn mun leggjast saman við önnur stykki og mynda til samans seðlaveski af fyrrnefndu tagi. Skinnin eru flest frá Ítalíu Innst í salnum er grind, full af samanvöfðum, sútuðum kálfskinn- um. Líklega hefðu forfeður vorir, hinir ritglaðari, fagnað því að komast í slíkan fjársjóð. En þessi skinn eru ekki ætluð til að rita á ódauðlegar bókmenntir heldur til þess að framleiða úr margvíslegar nytjavörur. Hönnuðurinn, Edda Hrönn Atladóttir, er þegar búin að finna þessum skinnum hlut- verk. „Við Berglind sækjum sýn- ingar erlendis og reynum að fylgj- ast með því sem verið er að gera þar og auðvitað líka því sem ger- ist hér, en við flytjum ekki heim með okkur hugmyndir í „heilu lagi“ heldur kannski einn „vasa“ þar og einn „sprota" hér,“ segir Edda. Hún hefur nánast alist upp í þessu fyrirtæki. „Ég vissi varla hvar voru skilin milli heimilis og fyrirtækis hjá fjölskyldunni,“ segir hún og hlær. Edda Hrönn er menntuð í leikhúshönnun frá Bandaríkjunum. „Þegar ég kom heim frá námi fór ég að vinna hér og námið ytra hefur nýst mér mjög vel í starfi mínu. Það er svo margt sameiginlegt með ýmiss konar hönnunarvinnu," segir hún. „Satt best að segja erum við Edda fullar af stolti þegar við komum á erlendar sýningar og sjáum hve vel okkar framleiðslu- vörur standast samanburðinn," segir Berglind. Skyldi standa til að selja eitthvað að framleiðslu Leðuriðjunnar á útlendan markað?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.