Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ Samningar um notkun verðbréfa, hvort sem þau heita debet eða kred- it, eiga að vera alfarið milli banka/verðbréfafyrirtækja annars vegar og korthafa hins vegar. Ef handhafar korta kjósa að nota þau ber þeim að greiða allan kostnað. Bankar og verðbréfafyrirtækin eiga að semja beint við handhafa greiðslukorta og hvernig þeir verð- leggja sína þjónustu kemur söluaðil- um ekkert við. Þá fyrst sjáum við raunverulegan kostnað við hveija færslu. Þá fyrst verður kostnaður- inn gagnsær. Þá fyrst sjáum við eðlilega samkeppni milli greiðslu- miðla. Þá fyrst lækkar sá virðis- aukaskattur sem ríkið hefur í raun haft að tilefnislausu þar sem enginn raunverulegur virðisauki átti sér stað. Þá fyrst getur orðið raunveru- leg sátt milli greiðslumiðla. Orsök og afleiðing Tilhneigingar bankakerfisins til að auka hjá sér tekjur í kjölfar þrenginga í þjóðarbúskap okkar ís- lendinga hafa komið hart niður á afkomu einstaklinga, heimiia og fyrirtækja. í þessum þrengingum höfum við horft á fjöldagjaldþrot einstaklinga, heimila og fyrirtækja. Leið bankakerfisins í þessum vanda hefur verið: * Halda vöxtum háum. * Taka upp þjónustugjöld af tékk- um, ávísunum og millifærslum. * Markaðssetja verðbréf (Visa/E- íng$gnum dótturfyrirtæki. * Markaðssetja debetkort. * Gera söluaðilum að vinna fyrir sig störfin með aðstoð skanna (posa) og láta þá jafnframt borga með sér. Um leið og bankakerfið kýs að veija þessa leið fremur en að sníða sjálfu sér stakk eftir vexti, spara og draga saman seglin, er það að auka enn þá erfiðleika sem fólkið í landinu, heimilin og fyrirtækin búa við. Eftir því sem álögumar aukast því erfiðara verður fyrir þjóðarbúið að rétta úr kútnum. Gjaldþrotahrin- unni mun ekki ljúka fyrr en banka- kerfið losar tökin. Eftir því sem gjaldþrotum fjölgar því færri verða bökin sem bera byrðamar. Banka- kerfið má með öðrum orðum ekki slátra gæsinni sem verpir gulleggj- um. Bankakerfið verður að gera sér grein fyrir hvað er orsök og hvað er afleiðing. Lokaorð Ég skora á fræðimenn s.s. hag- fræðinga og aðra að gera fræðilega úttekt á þessum málaflokki. Við- fangsefnið er margslungið og áhrif þess á þjóðfélagið, þjóðarbúskap, hagkerfí, fjármál heimilanna, fyrir- tæki, þróun verðlags, ríkisfjármál og margt margt fleira er verðugt og spennandi. Ég skora á hagsmunasamtök að taka þetta mál til skoðunar. Ég skora á Kaupmannasamtökin að semja ekki um frekari notkun verðbréfa að óbreyttum forsendum. Ég skora á verkalýðshreyfinguna að kanna áhrif verðbréfakostnaðar á kaupmátt launa. Ég skora á verkalýðshreyfínguna að við næstu kjarasamninga verði gerð krafa um launahækkanir til þeirra sem reiðubúnir eru til að klippa sín verðbréf og hætta notkun þeirra að óbreyttum forsendum. Ég skora á vinnuveitendur að taka tillit til kröfu verkalýðshreyfingarinnar um launahækkanir til þeirra sem reiðubúnir eru til að klippa sín verð- bréf og hætta notkun þeirra að óbreyttum forsendum. Ég skora á alla söluaðila að taka sjálfstæða ákvörðun í samræmi við eigin réttlætiskennd, um hvort rétt sé að bjóða verðbréfaþjónustu að óbreyttum forsendum. Ég skora á alla einstaklinga að losa sig við verðbréfin og hætta að greiða þóknun til bankakerfisins að óbreyttum forsendum. Ég skora á neytendasamtökin að kanna hvaða áhrif verðbréfanotkun hefur á vöruverð í landinu og skoða og kynna síðan það óréttlæti sem viðgengst með núverandi fyrir- komulagi. Plastkortin eru lyklar bankakerf- isins að buddum landsmanna! ENGLABÖRNIN SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 31 ...nú eru þær loksins komnar „buxurnar“ sem gera það sama fyrir „bossann" og Wonderbra gerði fyrir „barminn“... THF ONE AND OIMLY nmdeibody SHAPEWEAR Frá framleiðendum Fjórar geröir, sem lyfta, yngja, þétta, grenna og gera hann kynþokkafyllri: Háskornar, lágskornar, með eöa án magabeltis og mittisformara. Þrír litir: kremaö, hvítt og svart gljásatín. Stæröir: S-M-L-XL. • AKRANES: HJÁ ALLÝ • AKUREYRI: ÍSABELLA •EGILSTADIR: OKKARÁMILU • 6ARÐABÆR: SNYRTIHÖLUH • HAFNARFJÖRÐUR: HB-BÚÐIN • HÚSAVÍK ESAR • HÖFN:TVÍSIŒR • ÍSAFJÓRÐUR: SNYRnHÚS SÓLEYJAR • KEFLAVÍK: SMART • KÓPAVOGUR: SNYRTISTOFAN SNÓT • REYKJAVÍK: ÁRSÓL, DEKDRHORNi & SPES • STYKKISHÓLMUR: HDMAHORNi Einkaumboð og heildsöludreyfing: HB-búðin S: 555 0070 Verðdæmi: Boðið er upp á gistingu í hinum glæsilegu íbúðar hótelum Club Praia D a Rocha og Club Poente De AI d e i 2 37.000 53.200 69.400 85.600 Flug á vegum Virgin Atlantic/CityJet Dagflug • Brottfarir frá Keflavík kl. 12:00 *Staðgreitt á mann miðað við 4 í íbúð. innifalið er: flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli og fararstjórn. Án flugvallaskatta. Forfallagjald kr. 1.200 Takmarkað sætaframboð. Gildir3og 10júní. RATVÍS HamraborglO 200 Kópavogur S. 5641522 F. 5641707 Afgreiðslutími Mán. - Fös. 08 - 20 Laug. -Sun. 10-16 Höfundur er kaupmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.