Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásmundur Þórðarson Tvö skip dregin á land í SUNDAHÖFN blasti sú sjón nýlega við vegfarendum að Skipabrot dró á land tvö stálskip, 150 og 250 tonna. Grafin var renna í uppfyllinguna við Skarfaklett og dráttarbátar drógu skipin að landi þar sem kranar tóku við og drógu skipin á þurrt á háflæði klukkan 18. Þetta er í annað skipti sem fyrir- tækið dregur skip á land til niðurrifs. Sandey, 600 tonna sanddæluskip Björgunar hf., hefur verið klippt niður í brotajám. Hringrás ehf. stofnaði félagið Skipabrot ehf. með það að markmiði að stunda niðurrif stálbáta og skipa og selja stálið til endur- vinnslu. Til stendur að koma upp full- kominni aðstöðu til að draga skip á þurrt og vinna að niðurrifi við at- hafnasvæði Hringrásar í Sundahöfn. Bráðabirgðaaðstöðu hefur verið komið upp við Skarfaklett í Sunda- höfn. Fjárfest hefur verið í öflugum tækjum til að vinnsla þessi verði sem arðbærust og lítur út fyrir að fjárfest- ingarinnar hafí verið þörf því að und- irtektir hafa verið mjög góðar. Hrin- grás hefur í gegnum árin rifíð fjölda stálskipa en Skipabrotum er ætlað að vinna að þessum þætti með mark- vissari og hagkvæmari hætti. Þessi viðbót við starfsemina mun styrkja fyrirtækið og endurvinnslu málma á íslandi enn frekar. Mikiil fjöldi úreldra stálskipa er í höfnum landsins og sums staðar í fjörum og hefur Skipabrot tryggt sér mörg þessara skipa til niðurrifs. Fyrir- tækið tekur einnig á móti trollvír sem hefur safnast í miklum mæli hjá mörgum útgerðarfélögum. Það hefur viðgengist í áraraðir að stálskip séu dregin á haf út og þeim sökkt. Með aukinni vitund um umhverfísvemd eru það ekki lengur viðunandi vinnu- brögð. Markmið Skipabrota er að skapa gjaldeyristekjur og vinnu í landinu með endurvinnslu í stað þess að menga hafið með því að sökkva skipunum. Aukin sam- keppni á vinnumarkaði HANSÍNA B. Einarsdóttir fram- kvæmdastjóri flytur fyrirlestur á veg- um jafnréttisnefndar Akureyrar í Deiglunni, Kaupvangsstræti þriðju- dagskvöldið 14. maí kl. 20.30. Fyrir- lesturinn nefnist „Betri störf, mögu- leikar okkar beggja." í fyrirlestrinum fjallar hún um aukna samkeppni á vinnumarkaði, þarfír vinnumarkaðar og hvaða möguleika kynin hafa til að mæta auknum kröfum og harðnandi sam- keppni. Hún mun einnig velta því upp um hvað jafnréttisumræða framtíðar- innar eigi að snúast. Hansína rekur eigið fyrirtæki, Skref fyrir skref sem sérhæfír sig í vinnumarkaðsmálum, námskeiðahaldi og stjómun. ♦ ♦ ♦------ Kirkjudagur í Kálfatjarnar- kirkju KIRKJUDAGUR safnaðar Kálfa- tjamarkirkju verður haldinn i dag, sunnudaginn 12. maí, og hefst með guðsþjónustu kl. 14. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson, sóknarprestur Njarðvík- urprestakalls, prédikar. Félagar úr kórum Njarðvíkursókna syngja ásamt Kór Kálfatjarnarkirkju undir stjóm Franks Herlufsen og Steinars Guðmundssonar. Kaffisala Kvenfélagsins Fjólunnar verður i Glaðheimum að athöfn lokinni þar sem kóramir munu syngja nokkur lög. Rccboh Markviss undirbúningur fyrir Reykjavíkurmaraþon Hlaupaáætlanir og leiðbeiningar um útbúnað Fagmenntaðir þjálfarar hlaupa með Upphitun, líkamsmælingar, teygjur og styrktaræfingar Góður félagsskapur Þátttakendum stendur til boða öll aðstaða í Mætti Hópur A: Byrjendur og þeir sem ætla styttri vegalengdir í Reykjavíkurmaraþoni þ.e. skemmtiskokk og 10 km. Þjálfari: Ragnheiður Sæmundsdóttir, íþróttakennari. Hópur B: Vanir skokkarar og þeir sem stefna á hálft eða heilt maraþon. Þjálfari: Heimir Bergsson, íþróttafræðingur. Kynningarfundur og fyrsta æfing 13.maí kl. 18.00. Upplýsingar í síma 568 9915 SUNNUDAGUR 12. MAI1996 Frekari upplýsingar: Aðalræðisskrifstofa Kanada, Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík. Merkt: Nova Scotia Tourism. Sirni: 568 0820. Fax: 568 0899 íslendingum opnast nú nýr heimur rneð spennandi og hagstæðum ferða- möguleikum í Nova Scotia á austur- strönd Kanada. Flugleiðir hefja flug þangað 14. maí, tvisvar í viku. Nova Scotia er stórfagurt landsvæði og stendur menningin þar með ntiklum blóma: götulíf, leikhús, veitingastaðir og hátíðir afýmsu tagi. Síðast en ekki síst er verðlagið sérlega hagstætt: - Bensínlítrinn 30 kr. - Máltíð fyrir tvo á fínum veitingastað; fordrykkur, aðalréttur, kaffi/te og eftirréttur 2.450 kr. ■ Skyndibiti: Haniborgari, franskar og gos 172 kr. ■ Gosdós 49 kr. Öl, 6 dósir 392 kr. Láttu sjá þig á Nova Scotia dögunum sem haldnir verða dagana 22. - 24. maí nk. Hingað fjölmenna fulltrúar ferða-, viðskipta- og menntamála með ítarlegar upplýsingar um land og þjóð í máli og myndum. VJS / QISQH ViJAH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.