Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐRIK Þ. JÓNSSON fyrrv. verkstjóri, Sólvangsvegl 1, Hafnarfirði, lést í Landspítalanum að kvöldi 10. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Guðbjörg J. Guðmundsdóttir, Marvin H. Friðriksson, Kolbrún Sigurbjörnsdóttir, Hilmar Friðriksson, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Jón Örn Friðriksson, Guðbjörg M. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BIRGIR STEINDÓRSSON, lést í Sjúkrahúsi Siglufjarðar 9. maí. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju fimmtudaginn 16. maí kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á björgunarsveitina Stráka. Ásta Margrét Gunnarsdóttir, Halldór Birgisson, Esther Ingólfsdóttir, Jónas Birgisson, Ásta Björk Halldórsdóttir, Steindór Birgisson, Þórður Birgisson. Elskuleg eiginkona mín, ELÍSABET SVEINSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 14. maí kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast af- þakkaöir, en þeim sem vildu minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Fyrir hönd barna, tengdabarria og barnabarna, Davið S. Jónsson. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLBERA PETRÍNA HJÖRLEIFSDÓTTIR, áðurtil heimilis íErluhrauni 11, Hafnarfirði, sem lést á Sólvangi 6. maí, verður jarð- sungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 14. maí kl. 13.30. Guðbjörg Jónsdóttir, Hjörleifur Jónsson, Erna Guðlín Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG EINARSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áðurtil heimilis á Kleppsvegi 4, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 14. maí kl. 13.30. Inga G. Sumarliðadóttir, Svavar Jónsson, Ragnheiður Sumarliðadóttir, Jón G. Valdimarsson, Einar R. Sumarliðason, Ásdís M. Gfsladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR -4- Guðrún Jóns- * dóttir frá Prest- bakka var fædd á Staðarhóli í Saurbæ i Dalasýslu 18. júlí árið 1916. Hún lést á Landakotsspítala í Reykjavík 5. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin séra Jón Guðnason og Guðlaug Bjart- marsdóttir. Guðrún var elst sjö systkina og eru þijú þeirra enn á lífi. Hinn 25. júlí 1954 giftist Guðrún Guðmundi Steini Einarssyni, f. 28. mai 1917, kennara við Heymleysingja- skólann í Reykjavík, en hann lést 1985. Þau eignuðust tvo syni, Jón Armann, f. 1955 sem kvæntur er Gunnhildi Hreins- dóttur og eiga þau einn son, en fyrir á Jón Armann annan son með írenu Kojic, og Halldór, f. 1956, sem kvæntur er Maríu Julisu Orongan og eiga þau eina dóttur. Guðrún lauk prófi frá Héraðs- skólanum á Reykjum í Hrúta- firði árið 1932 og var síðan við kennaranám og fékkst við kennslu uns hún fór til náms í Danmörku vorið 1939. Hún var við nám og störf erlendis með hléum í á annan áratug, en kom heim til íslands árið 1953 og starfaði við kennslu og við rita- rastörf hjá Trygg- ingastofnun ríkis- ins, á Náttúrufræði- stofnun Islands og á jarðvísindastofu Raunvísindastofn- unar Háskóla ís- lands þar til hún komst á eftirlaun árið 1984. Eftir að Guðrún komst á eftirlaun hóf hún nám í mannfræði við Há- skóla íslands og útskrifaðist með BA-gráðu í greininni í mars árið 1990. Árið eftir hélt hún til framhaldsnáms í Bergen í Nor- egi og lauk þar cand.mag.-prófi í sömu grein í árslok 1992 og vann að því að skrifa doktorsrit- gerð um krabbameinslækningar fyrir daga nútímalæknavisinda er hún lést. Guðrún fékkst ætíð mikið við ritstörf. Meðal annars skrifaði hún tvær skáldsögur á yngri árum, auk þess. sem margar smásögur hennar birtust í blöð- um og tímaritum hér heima og erlendis. Útfðr Guðrúnar fer fram frá Kristskirkju í Landakoti á morg- un, mánudag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Fráfall Guðrúnar Jónsdóttur frá Prestbakka hefði ekki átt að koma á óvart, svo veik sem hún var orð- in. Samt var það svo, að ég trúði því varla að hún gæfi sér tíma til þess að deyja, svo full var hún af fjörugu innra lífi, forvitni og visku. Það er erfitt að hugsa sér að ekki skuli lengur vera hægt að spjalla við hana um hvaðeina sem marg- breytileiki tilverunnar hefur upp á að bjóða. Ekki eru nema rúmlega tvær vikur síðan ég sat hjá henni þar sem hún lá undir bunkum af blöðum, tímaritum, bókum og ljós- ritum og hún ræddi um nýja vitn- eskju sem hún hafði rekist á, upp- lýsingar sem henni höfðu borist frá einhverjum þeirra mörgu karla og kvenna sem hún skrifaðist á við um heim allan, hugdettur sem hún prófaði á mér og öðrum viðmælend- um, og jafnframt lét hún í ljósi álit sitt á dægurmálum og atvikum daglegs lífs af einurð og skarp- skyggni. Fyrir um það bil áratug kom Guðrún til mín og spurði mig ráða um hvaða bækur hún ætti að lesa á tilteknu námskeiði. Hafði hún hug á að stunda fjamám við The Open University á Englandi. Guð- rún rakti þegar í stað ætt mína og uppruna við Breiðafjörð og á Skóg- arströnd, en ég gat hins vegar sagt henni að séra Jón Guðnason faðir hennar og Eiríkur bróðir hennar hefðu kennt mér ungum fræði sín. Umræður okkar snerust upp í að ræða möguleika hennar á að helja nám við Háskóla íslands. Taldi hún þess engan kost þar eð hún hefði ekki stúdentspróf, en ég taldi að sökum menntunar og þekk- ingar væru ekki margir stúdentar jafnvel færir sem hún að hefja háskólanám. Það varð úr að hún hóf nám í mannfræði og þjóðfræði við Félagsvísindadeild og lauk BA prófí með glæsibrag. Þó að Guðrún væri komin nokkuð á áttræðisaldur er hún lauk þessu prófí lét hún ekki þar við sitja heldur fór til Bergen, lauk þar cand.mag. prófí og vann síðan að doktorsritgerð um þekkingu á sjúkdómum og lækningum á fyrri tíð, einkum krabbameini í samfélagslegu og vistfræðilegu samhengi. Fram á síðasta dag vann hún að því að safna tiltækum upplýsingum um þetta efni og vinna úr þeim með aðferðum mannfræðinnar. Guðrún Jónsdóttir var kona mik- illa ævintýra. Ung fór hún til Dan- merkur og dvaldist þar við kennslu öll stríðsárin. Leið hennar lá til Rómar enda hafði hún gerst kat- ólsk og þekkti vel til guðfræði og trúarsiða hinnar heilögu almennu kirkju. Lengri og ævintýralegri ferðir fór hún þó um svið þekking- ar og menntunar. Sjötug hóf hún háskólanám og nær áttræðu vann hún að doktorsritgerð. Hún var allá ævi að læra tungumál sem opnuðu henni nýja heima menning- ar og skilnings. Allt varð að spurn- Lokað frá hádegi þriðjudaginn 14. maí vegna útfarar ELÍSABETAR SVEINSDÓTTUR. Kápan hf., Laugavegi 66. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts móður okkar, BERGÞÓRU JÚLÍUSDÓTTUR áður Hjarðarhaga 58. Ingveldur Jóhannesdóttir, Þorkell Jóhannesson. Lokað frá hádegi þriðjudaginn 14. maí vegna útfarar ELÍSABETAR SVEINSDÓTTUR. Davíð S. Jónsson & co hf., Þingholtsstræti 18. ingum og svar leiddi af sér nýja spumingu. En fyrst og síðast var hugsun hennar þó helguð meðlíðan- inni með manneskjunni, einkum þeim sem vamarlausastir eru og viðkvæmastir, bömum og ungling- um. Skáldsögur hennar tvær, Fyrstu árin og Ekki heiti ég Eirík- ur segja frá kröppum kjömm bama og hve mikilvæg ást og umhyggja er fyrir uppeldi þeirra og þroska. Það var gott að njóta vináttu og velvildar Guðrúnar frá Prestbakka, og ævintýri að fá að hlusta á hana segja frá lífí sínu og áhugamálum. Ég minnist hennar með söknuði og mikilli virðingu. Sonum hennar og ástvinum sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Haraldur Ólafsson. Guðrún Jónsdóttir kennslukona er látin, en undir því nafni gekk hún ávallt hjá okkur nágrönnum hennar á Kópavogsbrautinni. Guðrún var frænka mín, en hún sagði mér eftir Jóni Guðnasyni ættfræðingi föður sínum, að hann ásamt móður minni, Sigurást Krist- jánsdóttur, Steini Steinar, Jóni frá Ljárskógum og Stefáni frá Hvíta- dal væm fimmmenningar._ Við hjónin, ég og Karl Árnason, ásamt bróður hans Valdimar og Maríu, konu hans, bjuggum með sex böm í tvíbýlishúsi við hliðina á Guðrúnu og Guðmundi Steini Einarssyni, kennara við Heyrnleys- ingjaskólann í Reykjavík, og sonum þeirra, Jóni Ármanni og Halldóri, ásamt föðurafa þeirra, Einari, sem farinn var að heilsu og kröftum en vildi hvergi búa nema hjá þeim. Við vorum nágrannar frá 1955 í 12 ár, það var gott að búa við hliðina á þeim og bömin okkar léku sér mikið saman. Einu sinni man ég eftir því að ég fékk hænsnafjaðr- ir á hænsnabúi Ingólfs Hannesson- ar, þvoði þær vel og litaði og bjó til indíánabönd handa krökkunum. Þetta fannst Guðrúnu skemmtilegt og krakkarnir voru alsælir. Guðrún stofnaði smábarnaskóla á heimili sínu meðan börnin hennar voru ung en á þeim tíma var skóla- skylda ekki fyrr en við sjö ára ald- ur. Guðrún kenndi lestur, skrift og reikning. Hún var með Gagn og gaman og svo fjölritaði Guðmund- ur, maður hennar, fyrir hana blöð fyrir krakkana til að skrifa á og reikna. Helmingurinn af blaðinu var með myndum sem krakkarnir gátu svo litað. Þetta þótti krökkun- um gaman. Guðmundur var líka vanur að búa til kennslubækur því það gerði hann í Heyrnleysingja- skólanum. Guðrún var með tvo hópa fyrir hádegi og tvo eftir há- degi, en krökkunum þótti svo gam- an að þau sem voru fyrir hádegi fóru of seint heim og þau sem voru eftir hádegi komu of snemma, þannig að Guðrún hafði oftast nær ekki nema fimm mínútur til að borða í hádeginu og það var oftast hamborgari, því það tók stystan tíma. Ég fékk eitt vor að vera próf- dómari í forföllum hjá henni og þá fyrst gerði ég mér ljóst hvílíkt menningarafrek þetta var hjá Guð- rúnu að kenna bömum. Það hafa INGÓLFS APÓTEK Kringlunni 8-12 HRAUNBERGS APÓTEK Hraunbergi 4 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Ingólfs Apótek
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.