Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 39 FRETTIR Dagbók Háskóla Islands Mánudagur 13. maí: Á VEGUM málstofu efnafræðiskor- ar flytur Steven DeFeyter frá kaþ- ólska háskólanum í Leuven í Belg- íu, fyrirlestur sem nefnist „The Use of Scanning Probe Techniques in the Study of Supramolecular Syst- ems“. VR II, stofa 158, kl. 16:15. Allir velkomnir. Dr. Martin Schwab, prófessor f heimspeki við Kaliforníuháskóla í Irvine, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar sem nefnist „Unsociable Sociability“. Reflecti- ons on Kant’s Idea of History, og verður fluttur á ensku. Oddi, stofa 101, kl. 20:15. Aðgangur er ókeyp- is og öllum heimill. Þriðjudagur 14. maí: Jesper F. Andreasen frá Árósa- háskóla, flytur erindi á vegum mál- stofu í viðskiptafræði um gjaldeyr- isívilnanir. Oddi, kennarastofa 3. hæð, kl. 16:15. Allir velkomnir. Föstudagur 17. maí: Fyrirlestrar um lokaverkefni í lyfjafræði. Hagi við Hofsvallagötu, stofa 104, kl. 9:00-14:30. Öllum heimill aðgangur. Háskóli íslands og Rannsóknar- ráð íslands boða til fundar um for- gangsröðun áherslusviða í rann- sóknum. Tveir þekktir sérfræðingar á sviði stefnumótunar í vísindum munu halda framsöguerindi. Oddi, stofa 101, kl. 14:00. Á vegum málstofu í hagfræði flytur Larry Singell, University of Oregon, fyrirlestur um efnið „For- eign Born in the US Economics Profession; Further Evidence of Declining Immigrant Quality". Oddi, kennarastofa 3. hæð, kl. 15:15. Allir velkomnir. Laugardagur 18. maí: Ráðstefna um ungbarnavernd haldin á vegum læknadeildar H.í. í samvinnu við Félag íslenskra barnalækna og Félag íslenskra heimilislækna. Hótel Saga, fundar- salur A, kl. 9:00. Þátttaka tilkynn- ist í síma 552 2400 eða 567 0440 fyrir 15. maí. Námskeið á vegum Endur- menntunarstofnunar: 13. -15. maí kl. 9:00-12:00 og 17. maí kl. 9:00-12:00 og 13:00-16:00. Námskeið um nýtingu rannsókna í klínísku starfi hjúkrunarfræðinga. Leiðbeinandi: Dr. Karin Kirchhoff, prófessor og deildarforseti við há- skólann í Utah í Bandaríkjunum. 14. maí kl. 15:00-19:00. Upplýs- ingaöflun við verðbréfaviðskipti á markaði. Námskeið í samstarfi við Verðbréfaþing íslands. 17. maí kl. 9-16 og 18. maí kl. 9:00-13:00. Fötlun, langvarandi veikindi og meðvirkar fjölskyldur - Nálgun fagfólks, breyttar áherslur, nýjar hugmyndir. Leiðbeinendur: Andrés Ragnarsson og Wilhelm Norðfjörð, sálfræðingar. ♦ ♦ ♦------ Okeypis nám- skeið í hug- leiðsluviku HUGLEIÐSLUVIKA hefst mánu- daginn 13. maí en það er röð ókeyp- is kynningarnámskeiða i hugleiðslu á vegum Sri Chinmoy-miðstöðvar- innar. Á námskeiðunum verða til sölu bækur tengdar efni námskeiðanna og tónlist til hugleiðsluiðkunar á spólum og diskum. Námskeiðin fara fram í Sri Chinmoy-miðstöðinni, Hverfisgötu 76, Reykjavík. Þau eru haldin á eftirmiðdögum frá kl. 15-17 frá mánudegi til sunnudags, á kvöldin kl. 20-22 öll kvöld nema miðviku- dags- og sunnudagskvöld og á morgnana frá kl. 10-12 á laugar- dag og sunnudag. Og það skal að lokum tekið fram að það nægir að koma í eitt skipti á eitthvert þess- ara námskeiða. Morgunblaðið/Kristinn Veiðiferð til Svíþjóðar SENDIHERRA Svíþjóðar á Is- landi, Par Kettis, dró vinnings- hafa í verðlaunaleik ABU GARC- IA í versluninni Veiðimanninum í Hafnarstræti sl. miðvikudag. Verðlaunin voru laxveiðiferð fyrir tvo til lendna ABU GARC- IA í Svíþjóð. Vinningshafar eru Svanborg Ingvarsdóttir úr Keflavík og Olafur Svavarsson 10 ára úr Grafarvogi. Á mynd- inni eru f.v.: Par Kettis, sænski sendiherrann, Arna Ormarsdótt- ir, fulltrúi Flugleiða, og Paul D. A. O’Keiffe, eigandi Veiði- mannsins ehf. AÐALFUNDUR VSÍ1996 Aðalfundur Vinnuveitendasambands Islands verður haldinn þriðjudaginn 14. maí á Hótel Sölu, Súlnasal. Dagskrá: Kl. 12.00 Setning aðalfundar. Kl. 12.10 Ræða formanns VSÍ, Ólafs B. Ólafssonar. Kl. 12.30 Hádegisverður aðal- fundarfulltrúa og gesta. Kl. 13.15 Ræða forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar. Kl. 13.40 Aðalfundarstörf. Kl. 15.00 Fundarslit. m FYRIRTftKJASALA Skipholli SOb \/ 2-haeö ★★★★★★★★ SPENNANDI FYRIRTÆKI FYRIRTÆKJASALA Skipholti SOb \/ 2.hæð TT 551 9400 Opið virka daga kl. 9-18 Veitingastaður 13061 Um er að ræða góðan, öflugan, vel tækjum búinn og þó nokkuð sérhæfðan skyndibitastað sem býður upp á mikla ónýtta mögulega. Frábær staðsetn. Uppl. aðeins gefnar á skrifstofu. Bifreiðaverkstæði 19013 Vorum að fá í einkasölu lítið en vel tækjum búið bifreiðaverk- stæði sem gæti hentað 2-3 starfsmönnun. Fyrirtækið er vel staðs. á Höfðabakka. Nánari uppl. á skrifstofu. Matvöruverslun 11002 Falleg, góð og öflug matvöruverslun, vel tækjum búin, er á söluskrá hjá okkur. Góð staðs. í fjölmennu hverfi, þar sem rekstrarskilyrði eru góð. Söluturn í eigin húsn. 10042 Þama er á ferðinni góður söluturn sem staðs. er við eina af sundlaugum Rvíkursvæðisins. Um er að ræða sölu á rekstri og húsn. Allar nánari uppl. aðeins gefnar á skrifstofu. Skiltagerð 14008 Vel staðsett þjónustufyrirtæki sem gefur mikla möguleika á auknum umsvifum. Þetta fyrirtæki hentar vel handlögnu fóiki. Nánari uppl. aðeins gefnar á skrifstofu. Útgáfustarfsemi 55555 Spennandi blaðaútgáfa með óendanlega möguleika. Þetta fyrirtæki er á hraðri uppleið og myndi henta fólki með hug- myndaflug og áræðni. Nánari uppl. aðeins gefnar á skrifstofu Hóls. Farsi David Waisglass Gordon Coulthart ufrænn húsdVra- ÁBUROOR O &F|T \ & m 3 / þurfum, vi& tfírkLLega, s tjrúngctrStSLt ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.