Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 1
SUNNUDAGUR SUNNUPAGUR 12. MAI1996 jttgySttttMaftift BLAÐ B i Árlegt ferðalag kríunnar samsvarar flugi kringum hnöttinn. Áeinni kríuævi eiga elstu kríur að baki f lug er samsvarar ferð til tunglsins, tilbaka og þangað aftur. Guðmundur A. Guðmundsson fuglafræðingur segir Elínu Pálmadöttur f rá þessum makalausa fugíi sem nú er að koma á varpstöðvarnar á íslandi og sem hann hefur hitt við Suðurskautslandið, á hafinu við miðbaug og væntanlega í sumarvið norðurheirhskautið. RÍAN er komin! Fréttin flýgur um landið i byrj- un maí, þegar fyrstu kríumar sjást við ströndina, sú fyrsta norður í Eyjafirði á þessu vori. Nokkrum dögum síðar eru þær komnar á varpstöðvarnar, þar á meðal Reykjavíkurtjörn. Með mikilli eftirvæntingu er beðið þessa hvíta litla fugls sem rennir sér af reisn á löngum vængjum um loftið heimskauta í milli. Krían verður að halda á spöðunum, því hún ferðast lengra árlega en nokkur annar fugl, hefur hvergi viðdvöl nema á varp- stöðvunum og heldur betur áætlun en flestir ef ekki allir aðrir ferða- langar jarðar. Þrátt fyrir allt vitum við þó lítið um kríuna, sem m.a. kom nýlega fram í því að skólalið í spurninga- keppni fékk rangt fyrir að segja að hún hefði vetursetu við Suður- skautið. I fuglabókum segir nefni- lega að merkt kría á íslandi hafi ekki fundist sunnar en á suðurodda Afríku, sem er ekki nema sagan hálf, því þar hverfa kríurnar á flugi sínu suður yfir hafíð. Og ekki eru margir á Suðurskautslandinu til að finna merktar kríur úti á ísnum. Sá Islendingur sem einna mest veit um ferðir kríunnar, og raunar fleiri farfugla, er Guðmundur A. Guðmundsson fuglafræðingur. En hann hefur með radarmælingum verið að fylgja henni eftir að undan- förnu. Því var leitað í smiðju til hans á Náttúrufræðistofnun. Dokt- orsritgerð Guðmundar við Háskól- ann í Lundi var í fari fugla, sem er hans sérgrein. Þar tók hann fyr- ir nokkra umferðarfarfugla á ís- landi, auk kríunnar, rauðbrysting, tildru, sanderlu og margæs og einn- ig fugla í Svíþjóð. Vistfræðinámið í Lundi stundaði hann undir leið- sögn prófessors Thomasar Alerst- am 1986-92 og vinnur m.a. að rann- sóknunum á fari kríunnar í sam- starfí við hann. Til upplýsingaöflun- ar um flugsjófuglana með ratsjár- mælingum hefur hann tekið þátt í tveimur sænskum leiðöngrum á rannsóknaskipum, til Suðurskauts- landsins 1989, norður fyrir Síberíu 1994, og mun í sumar fara með sænskum ísbrjóti norður í ísinn við norðurskautið. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.