Morgunblaðið - 12.05.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.05.1996, Qupperneq 1
Ástralía svipti dulúðinni af víninu 4 SUNNUPAGUR 12. MAI1996 SUNNUDAGUR mMI B ifppigg í í milli KRÍAN er komin! Fréttin flýgur um landið í bytj- un maí, þegar fyrstu kríurnar sjást við ströndina, sú fyrsta ' norður í Eyjafirði á þessu vori. Nokkrum dögum síðar eru þær komnar á varpstöðvarnar, þar á meðal Reykjavíkurtjörn. Með mikilli eftirvæntingu er beðið þessa hvíta litla fugls sem rennir sér af reisn á löngum vængjum um loftið heimskauta í milli. Krían verður að halda á spöðunum, því hún ferðast lengra árlega en nokkur annar fugl, hefur hvergi viðdvöl nema á varp- stöðvunum og heldur betur áætlun en flestir ef ekki allir aðrir ferða- langar jarðar. Þrátt fyrir allt vitum við þó lítið um kríuna, sem m.a. kom nýlega fram í því að skólalið í spurninga- keppni fékk rangt fyrir að segja að hún hefði vetursetu við Suður- skautið. í fuglabókum segir nefni- lega að merkt kría á íslandi hafi ekki fundist sunnar en á suðurodda Afríku, sem er ekki nema sagan hálf, því þar hverfa kríurnar á flugi sínu suður yfir hafið. Og ekki eru margir á Suðurskautslandinu til að fínna merktar kríur úti á ísnum. Sá íslendingur sem einna mest veit um ferðir kríunnar, og raunar fleiri farfugla, er Guðmundur A. Guðmundsson fuglafræðingur. En hann hefur með radarmælingum verið að fylgja henni eftir að undan- förnu. Því var leitað í smiðju til hans á Náttúrufræðistofnun. Dokt- orsritgerð Guðmundar við Háskól- ann í Lundi var í fari fugla, sem er hans sérgrein. Þar tók hann fyr- ir nokkra umferðarfarfugla á ís- landi, auk kríunnar, rauðbrysting, tildru, sanderlu og margæs og einn- ig fugla í Sviþjóð. Vistfræðinámið í Lundi stundaði hann undir leið- sögn prófessors Thomasar Alerst- am 1986-92 og vinnur m.a. að rann- sóknunum á fari kríunnar í sam- starfi við hann. Til upplýsingaöflun- ar um flugsjófuglana með ratsjár- mælingum hefur hann tekið þátt í tveimur sænskum leiðöngrum á rannsóknaskipum, til Suðurskauts- landsins 1989, norður fyrir Síberíu 1994, og mun í sumar fara með sænskum ísbijóti norður í ísinn við norðurskautið. Árlegt ferðalag kríunnar samsvarar flugi kringum hnöttinn. Á einni kríuævi eiga elstu kríur að baki flug er samsvarar ferð til tunglsins, tilbaka og þangað aftur. Guðmundur A. Guðmundsson fuglafræðingur segir Elínu Pá makalau aðk sem og se varpstoc hefur hitt við Suðurskautslandið, á hafinu við miðbaug og væntanlega í sumar við norðurheimslcautið. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.