Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Steingrímur BAROSSA-dalurinn í Suður-Ástralíu er mikilvægasta víngerðarhérað Ástralíu og flest af þekktustu víngerðarfyrirtækjum landsins, þar á meðal Penfolds, hafa höfuðstöðvar sínar þar. í Barossa eru vínin unnin og geymd jafnvel þó að vínberin séu ræktuð annars staðar. Ástralía svipti dulúðinni af víninu Hugh Cochrane, aðstoðarforstjórí Southcorp í Evrópu, var fyrír skömmu staddur á íslandi og ræddi hann við Steingrím Sigurgeirsson um Southcorp og áströlsk vín í nútíð og framtíð. - m tr*** HUGH Cochrane, aðstoðar- forstjóri Southcorp Wines, stærsta vínframleiðanda Ástralíu, í Evrópu segir að þrátt fyrir þá gífurlegu söluaukningu sem orðið hafi á síðustu árum á áströlskum vínum séu enn margir sóknarmöguleikar til staðar. „Líkt og svo margir aðrir kom ég bakdyrameginn inn í vínheim- inn. Að loknu námi hóf ég störf hjá föður mínum, sem rak eplavíns- fyrirtæki en fór smám saman að velta því fyrir mér hvort að ekki væri athyglisvert að starfa hjá vín- fyrirtæki. Faðir minn tók vel í þessar hugmyndir og sagðist sann- færður um að vín væri afurð, sem yrði forvitnileg í framtíðinni." Cochrane hóf þá störf hjá stóru víninnflutningsfyrirtæki og síðar hjá víndeild Harrod’s-fyrirtækis- ins. Árið 1973 tók hann vínfræði- próf og náði gráðunni Master of Wine. Þegar ástralska fyrirtækið Pen- fold’s ákvað að hefja starfsemi í Bretlandi var Cochrane boðin þar staða og hefur hann starfað að sölu ástralskra vína síðan. „Skýr- ingarnar á vinsældum áströlsku vínanna held ég að séu nokkrar. Verð þeirra er mjög hagstætt ef miðað er við gæði og við höfum stöðugt gætur á útsöluverði vín- anna. Þá skiptir stíll vínanna miklu máli. Þau eru einstaklega bragð- mikil en jafnframt aðgengileg. Tannísk en ekki hörð. Áströlsku vínin virðast höfða mjög til fólks í dag og þá ekki síst það að hægt er að njóta þeirra þó að þau séu enn tiltölulega ung.“ Vínið gert að almenningseign Cochrane segir Ástralina hafa svipt dulúðinni af víninu og gert það að almenningseign. „Fólk er líka mun opnara en áður fyrir upp- runa vínanna og þá ekki síst ung- ir neytendur." Penfold’s er í dag hluti af South- corp-samsteypunni, sem er stærsta vínfyrirtæki Ástralíu. Meðal ann- arra fyrirtækja í samsteypunni má nefna Lindemans, Wynn’s, Sout- hview og Seppelt’s. Cochrane seg- ir hins vegar að hugmyndafræði fyrirtækisins séu sú að ekki eigi að hugsa um það sem eitt stórfyrir- tæki heldur nokkur sjálfstæð fyrir- tæki með sína eigin stefnu og stíl. Þannig sérhæfir Penfold’s sig í vínum frá Suður-Ástralíu og stfll vínanna er nokkuð eikaður og mjúkur. Lindemans-vínin eru frá suðausturhluta Ástralíu og þau eru ekki eins eikuð og þau frá Pen- fold’s. Wynn’s sérhæfir sig aftur á móti í rauðvínum frá Coonaw- arra og hvítvínum frá Padthaway og S_eppelt’s-vínin eru frá Viktoríu. „Áströlsku vínin hafa yfirhönd- ina í samkeppninni við önnur Nýja- heimsvín í Bretlandi. Við seljum meira magn af víni en Suður-Afr- íka, Norður-Ameríka og Suður- Ameríka samtals. Ástrah'a er einn- ig með mjög sterka stöðu á Norð- urlöndunum. í öðrum ríkjum má hins vegar finna dæmi um að Chile selji meira en Ástralía. Sá markað- ur sem við leggjum mesta áherslu á þessa stundina er Þýskaland, þá Holland og síðan Danmörku. í Þýskalandi hefur sala ástralskra vína tvöfaldast á skömmum tíma og er það ekki síst vegna Linde- mans-vínanna. Þýskaland er stærsti víninnflytjandi í heimi en ákveðin íhaldsemi einkennir einnig markaðinn. Erfiðast er að komast inn á markaðinn. Þrátt fyrir stærð þýska markaðarins ber jafnframt að hafa hugfast að 97% sölunnar eru vín sem kosta undir tíu mörk- um. Ekkert okkar vína er það ódýrt.“ Söluaukning áströlsku vínanna í Evrópu hefur verið ótrúleg og fyrir þremur árum var söluaukn- ingin 70%. „Nú er aukningin um 3% en það ber að hafa í huga að við erum komnir upp í 7 milljónir kassa á ári. Þijú prósent af því er ágætis magnaukning." En hvernig lítur framtíðin út? Cochrane segir nauðsynlegt fyrir Ástrali að halda áfram að fjárfesta mikið í víniðnaðinum og ræktun nýrra svæða til að koma til móts við aukna eftirspurn. Framleiðsla Ástralíu nú sé í magni sambærileg við Bordeaux-héraðið í Frakklandi. „Við horfum til langs tíma og það er ákveðinn styrkur að 85% fram- leiðslunnar er í höndum fjögurra Morgunblaðið/Sverrir HUGH Cochrane ræðir við gesti á sýningunni Vín og drykkir í Perlunni. SÉÐ yfir Seppeltsfield í Barossa eitt víngerðarhúsa Southcorp. VÍNEKRUR í hinu þurra og heita héraði Clare í Suður-Ástralíu. stórra fyrirtækja. Það er auðveld- ara að sjá þróunina fyrir og bregð- ast við breyttum aðstæðum.“ Suður-Frakkland mesta ógnin Hann segir nýsjálensk vín veita áströlskum vínum harða sam- keppni í einstökum flokkum, ekki síst ákveðnum hvítvínstegundum. Lítil framleiðsla og óstöðugt lofts- lag hái hins vegar Nýja-Sjálandi. Mesta ógnin sé hins vegar suður- hluti Frakklands þar sem mjög spennandi þróun eigi sér stað auk þess sem Suður-Afríka eigi mikla möguleika í framtíðinni. „Suður- Afríka gæti orðið mun skæðari keppinautur fyrir Ástralíu en Chile. Vandi Chile er að þar eru engin hágæðavín framleidd. Flest Chilevínin kosta undir tíu pundum í Bretlandi. í Suður-Afríku eru hins vegar góðar forsendur fyrir framleiðslu hágæðavína.“ Cochrane bendir jafnframt á að áströlsku vínin séu ekki ódýr. Með- alverð áströlsku vínanna er pundi hærra á flösku en meðalverðið á markaðnum. Eina framleiðsluríkið sem er með hærra meðalverð á breska markaðnum er Nýja-Sjá- land. „Styrkur okkar er ekki lágt verð heldur hagstætt verð miðað við gæði,“ segir Cochrane og tekur fram að áströlsku vínin séu einnig farin að vinna sér sess í efstu gæðaflokkunum. Penfold’s Grange hafi verið valið vín ársins af tíma- ritinu Wine Spectator í fyrra og rauðvínið Bin 28 vín ársins í Bret- landi af Wine Challenge. Hvítur Grange? „Áströlskum vínum er líka stöð- ugt að fjölga á til dæmis vínlistum bestu veitingahúsanna. Oft miða menn sig við bestu vín Bordeaux og þau eru óneitanlega einstök. Það sem við getum stefnt að er að ná áþekkri virðingu. Nú er ver- ið að þróa nýtt hvítvín hjá Pen- fold’s sem á að vera sambærilegt við Grange. Það hafa verið gerðar nokkrar tilraunir er flestar hafa byggst á Chardonnay. Nú erum við hins vegar að velta því fyrir okkur hvort að einnig þurfi smá Sauvignon til að bæta við sýru.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.