Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 B 5 SKUGGfl- HEIMIIR KOONTZ Erfíð æska hefur veitt bandaríska metsöluhöfundinum Dean Koontz innblástur í um 60 spennu- og hryll- ingssögur. Hann er orðinn einn vin- sælasti glæpasagnahöfundur í heim- inum en alls hafa selst 160 milljón eintök af bókum hans um heim allan að sögn Amalds Indriðasonar. Sú nýjasta heitir „Intensity“. E INN afkastamesti og víðlesnasti spennu- sagnahöfundur Bandaríkjanna og um heim allan heitir Dean Koontz. Hann er um fimmtugt og sendi nýlega frá sér bókina „Intensity" sem setið hefur vikum saman á metsölulist- anum vestra. Hún er önnur bókin af þremur sem hann skrifar samkvæmt samningi við Knopf-útgáfuna. Samn- ingurinn gefur honum 18,5 milljónir dollara eða tæpa 1,3 milljarða ísl. króna í aðra hönd. Það er dágott fyrir hvaða rithöfund sem er en Koontz hefur svo sem unnið fyrir því. Alls hafa 160 milljón eintök af bókum hans selst um allan heim. Fyrsta metsölubók Ko- ontz var „Whispers" sem út kom árið 1981 en síðan hefur hann selst í tonnatali. Þótt þú hafir aldrei lesið staf eftir hann má vera að þú hafir séð eitthvað af bíó- og sjónvarpsmyndunum sem gerðar hafa verið eftir bókum hans með æði misjöfnum ár- angri. Ein sú elsta var sýnd í ríkissjónvarpinu í vetur ef minnið bregst ekki og hét „Demon Seed“. Önnur kom í kvikmyndahús nýlega undir heitinu „Hideaway“ og var með Jeff Goldblum í aðalhlut- verki. „Skelfileg bíómynd,“ er haft eftir Koontz. „Ég eyddi jafhmiklum peningum í lögfræðikostnað til að slíta tengsl mín við myndina og ég fékk fyrir kvikmyndarétt- inn.“ Hann kvartar undan því að Hollywood hafi engan skilning á því sem hann geri. „Þeir hafa gert hryllilega lé- legar myndir úr bókum mín- um.“ SVIPIR fortiðar; bandariski metsöluhöfundurinn Dean Koontr. Kvenhetja Mjög er í tísku meðal spennusagnahöfunda vestra um þessar mundir að nota kvenhetjur í bókum sínum. Kannski er það vegna áhrifa frá ókrýndum konungi fjöldamorðingjasögunnar, Thomas Harris (Lömbin þagna), og kannski vegna áhrifa frá kvenhöfundum eins og Patricia Comwell og Carol O’Connell en Koontz er einn af mörgum rithöfund- um sem hafa á stuttu tíma- bili sent frá sér spennusögur þar sem kona er í aðalhlut- verki. „Intensity" segir af Chyna Shepherd. Hún slepp- ur ein lifandi undan fjölda- morðingja sem drepur alla í húsinu þar sem hún er gest- komandi. En í stað þess að hringja skelfingu lostin á lög- regluna felur hún sig í bif- reið morðingjans, nokkurs- konar heimili á hjólum. Ekki líður á löngu áður en morð- inginn finnur Chyna og fer með hana í felustað sinn í ijöllunum og geymir niður í kjallara ásamt öðru fórnar- lambi sínu og skemmtir sér við það til söguloka að segja þeim hvernig hann ætlar að kvelja þær til dauða. Verður honum kápan úr því klæðinu? Varla. í sögum Koontz stend- ur fórnarlambið einatt uppi sem sigurvegari. Ofbeldisfullur faAir Rétt eins og í lífi Koontz. Sögur hans úr skuggaheimi geðsjúkra morðingja eða yf- irnáttúrulegra afla eru að einhveiju leyti sprottnar úr hans eigin lífsreynslu bæði frá því að hann var barn og seinna fullorðinn. Hann ólst upp með illmenni og lifði í stöðugum ótta. Illmennið var faðir hans, Ray Koontz. „Ég var alltaf hræddur þegar hann var nærri. Á hveiju kvöld hugsaði ég með mér: Nú ætlar hann drepa okkur mömmu.“ Þegar Dean full- orðnaðist og gerðist rithöf- undur varð faðir hans honum „efniviður" í spennusögur. Ray var haldinn persónu- leikatruflun sem braust út í ofbeldi og siðblindu. Hann hélst hvergi í starfi og fékk skapofsaköst og barði eigin- konu sína og molaði hús- gögn. „Yfirleitt kom hann heim drukkinn og því drukknari sem hann var því reiðari var hann,“ er haft eftir Koontz. Dean tileinkar móður sinni, Florence Koontz, nýju bókina en hún lést árið 1969. „Þegar faðir minn reyndi að beija mig stóð hún á milli okkar." Faðir hans lést árið 1990, orðinn 81 árs, og Dean hugsaði um hann fram í and- látið. Það var ekkert auðvelt mál. Tvisvar sinnum reyndi faðir hans að drepa hann með hnífi. í annað skiptið gerðist það árið 1989 þegar Dean hafði vistað föður sinn á hjúkrunarheimili. Gamli maðurinn kýldi niður sjúkling í göngugrind og þegar Dean mætti á staðinn að róa hann teygði hann sig eftir hnífi og reyndi að stinga son sinn. Dean slóst við föður sinn um hnífinn og þegar lögreglan birtist reyndi hún að hand- taka Dean. „Það var það fyndna við þetta. Ég notaði þetta atvik í „Mr. Murder“.“ Dean tryggði föður sínum bestu aðhlynningu sem völ var á, ekki af því hann unni honum heldur af því hann kærði sig ekki um að vera eins og hann að neinu leyti. „Hvernig getur maður elskað einhvern sem ekki sýnir manni nokkra ástúð? Eigin- girni mín réð ferðum. Frá því ég var krakki sagði ég við sjálfan mig að ég skyldi aldr- ei að verða eins og faðir minn, sem aldrei aflaði neins til heimilisins, var aldrei með mér en niðurlægði mig við hvert tækifæri. En ég leit svo á að ef ég yfirgæfi hann væri ég að gera nákvæmlega það sama og hann gerði mér sem barn. Svo ég sá frekar um hann.“ Sögur á methraAa Dean er fljótur að vinna og sendi frá sér sögur á methraða á þessu tímabili: „Mr. Murder", „Phantoms", The Face of Fear“, „Night Chills" og „Dark Rivers of the Heart“ svo aðeins fáeinar séu nefndar. Árum saman sat hann við skriftir á milli 60 og 80 tíma í viku hverri. Hann vann að því hörðum höndum að losna við það orð- spor að hann væri síðri Step- hen King. Hann hefur notið geysilegra vinsælda en enn hefur honum ekki tekist að komast með tærnar þar sem King hefur hælana í sjón- varps- og kvikmyndaheimin- um. Og mun sjálfsagt aldrei gera. „Hollywood skilur ekki það sem ég er að fást við,“ er haft eftir Koontz. Ef marka má þær myndir sem gerðar hafa verið eftir bókum hans hefur hann nokkuð til síns máls. Samningaviðræð- ur standa yfir vegna kvik- myndunar „Intensity" og Koontz er vongóður um að nú verði loksins gerð al- mennileg kvikmynd. Hann vildi helst fá Söndru Bullock í hlutverk hinnar 26 ára gömlu Chyne Sheperd. Koontz vinnur við enn eina bókina þessa dagana. Hún er væntanleg í bókabúðir árið 1997 og mun heita „Sole Survivor". Byggt á Entertainment Weekly, Time ofl. HONDA ClVlC 1.4 Si Boddy- varahlutir Nýkomið mikið úrval í flestar tegundir bifreiða Fiábaut verð Tangarhöfða 8-12* Sími 587 8510 sameinar glœsilegt útlit óviðjafnanlega aksturseiginleika, ríkulegan staðalbúnað. mikil §C&ðÉ og einstaka hagkvœmni í rekstri. Verðið stenst allan samanburð Honda Clvlc 1.4 Si er búinn 90 hestafla 16 ventla vél með tölvustýrðri fjölinnsprautun. Upptak er 10.8 sek. í 100 km/klst meðan eyðslan við stöðugan 90 hraða er aðeins 5,4 lítrar á 100 km. Honda Civic fylgja rafdrifnar rúður og speglar, þjófavörn, samlæsingar, vökva- og veltistýri, útvarp/segulband, sportinnrétting, samlitir stuðarar og spoiler, sem er með innbyggðu bremsuljósi, o.fl. Styrktarbitar eru í huröum. Lengd: 419**cm. Breidd: 169,5 cm. Hjólhaf: 262***cm. Tveggja ára alhliöa ábyrgð fylgir öllum nýjum Honda bifreiðum og þriggja ára ábyrgð er á lakki. Tökum aöra bíla uppí sem greiöslu og lánum restina til allt að fimm ára. *álfelgur eru aukabúnaður á mynd. **stærstur í sýnum flokki. ***mesta hjólhaf í millistærðarflokki. 1.384.000,- M VATNAGARÐAR24 S: 568 9900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.