Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Spike Lee hefur á þessum áratug sent frá sér níu myndir, sú nýjasta er „Clockers“. Helsta einkenni Spikes Lees sem leikstjóra eru sterkar andstæður, myndimar sýna allar harðan raunvemleikann sem ungt svart fólk í Bandaríkjunum þarf að fást við, en á móti harðneskjunni teflir hann mjúkum húmor og gríni. Dagur Gunnarsson hitti hann að máli þegar Spike Lee var í London til að kynna myndina sem Háskólabíó sýnir nú. OFBELDIÐ er aldrei langt undan í myndum Spike Lee, en það er ekki upp- hafið sem eitthvað eftir- sóknarvert, heldur er það fordæmt og því beitt til að gefa mjög raun- verulega sýn á umheiminn. Hingað til hafa allar myndir hans fjallað um samskipti kynjanna og kynþátt- anna á mjög hráan hátt. Þennan hráa og grófa stíl hefur Spike Lee pússað upp fyrir Clockers, þökk sé auknum fjárráðum og aukinni reynslu og árangurinn er stórgóð- ur. Myndin er mjög „stíliseruð" án þess að vera tilgerðarleg, hún er töff og svöl en hreyfir samt við manni. Spike Lee hefur alla tíð skrifað sjálfur handritin að sínum myndum, „Clockers" er sú fyrsta þar sem hann vinnur með öðrum að gerð handrits, en það er byggt á metsölu- skáldsögu eftir Richard Price. Upp- haflega ætlaði Martin Scorsese að gera myndina með Robert De Niro í aðalhlutverki, en ákvað að gera „Casino" í staðinn og Spike Lee fékk verkefnið í sínar hendur. Spike Lee gerði miklar breytingar á hand- ritinu, hann færði fókusinn frá hinni miðaldra löggu sem er að leysa enn eitt dópsalamorðið í Bro- ________ oklyn yfir á unga dópsal- ann sem er grunaður um morðið. „Clockers" er slangur yfir dópsalana sem eru neðst í metorðastiganum og eru því úti að selja allan sólar- hringinn; stimpla sig aldrei út. Myndin fjallar um tvo bræður sem ólust upp saman í fátækra- hverfinu, en eru jafn ólíkir og svart og hvítt. Victor, sem er leikinn af Isaiah Washington, er fjölskyldu- maður í tveimur vinnum að reyna að skrapa saman til að komast burt úr hverfinu. Yngri bróðirinn, Strike, sem er Ieikinn snilldarvel af Mekhi Phifer, er verkstjóri dóp- salanna í hverfinu. Strike er að vinna sig upp metorðastigann eins og Victor, en er bara röngu megin við lögin, enda þénar hann tífalt meira en bróðirinn. Þegar keppi- nautur Strikes er myrtur stígur inn á sjónarsviðið Harvey Keitel í hlut- verki Rocco rannsóknarlöggu, sem hefur verið í morðdeildinni í tutt- ugu ár og er því vel sjóaður, honum til aðstoðar er Larry sem er leikinn af John Turturro. Það kemur öllum á óvart þegar góði bróðirinn, Vict- or, játar á sig morðið, Rocco er ekki sáttur við þau málalok og fer að kanna málið nánar. Margir kar- akterar koma við sögu málsins, en kjarni myndarinnar snýst um þann kattar- og músarleik^ sem þeir Rocco og Strike leika. Ahorfandinn veit ekki hveiju skal trúa og Strike, sem er burðarásin í myndinni, gef- ur aldrei upp hver hans innri mað- ur er. Spike Lee tekst vel upp í þeim línudansi að sýna Strike í mannúðlegu ljósi án þess að gera hann að sjarmerandi glæpamanni eða sakleysingja, sem er leiksoppur örlaganna, því Strike hefur sjálfur valið sína hálu braut. Ég ræddi við Spike Lee í tilefni frumsýningarinnar á „Clockers" í London. Spike hefur ______________ orð á sér fyrir að vera stuttur i spuna við blaðafólk og kemur yfirleitt sínum skila- boðum til skila í stutt- um ræðum í upphafi viðtala og síðan svarar hann spurn- ingum með einsatkvæðis orðum, jafnframt þessum orðstír hefur hann lofað að tala aldrei framar við hvíta blaðasnápa, en hér er ég samt kominn, hvítingi norðan frá eyju sem ber hvítara nafn en nokk- urt annað land. Nú tókstu við myndinni úr hönd- um Scorseses og gerðir töluverðar breytingar á handritinu; voru þetta breytingar breytinganna vegna eða var einhver önnur ástæða? „Ég gerði breytingar á upphaf- Iega handritinu, en mitt handrit er eigi að síður unnið úr skáldsög- unni. Sagan af dópsalanum Strike höfðaði miklu meira til mín, mér fannst vera meiri ástríða og tilfinn- ingahiti í hans sögu og ég hafði Ofbeldi er ekki eitthvað eftir- sóknarvert eða töff Stoltur að geta veitt hæfileikaríku fólki tækifæri ekki áhuga á að gera enn eina „lögga-í-krísu-af-því-að-hún-er- miðaldra“-mynd, það hefur verið gert milljón sinnum. Mér fannst það ekki þjóna myndinni að sýna prívat- líf löggunnar... Harvey [Keitel] fannst það, en ekki mér.“ Hvers vegna ekki? „Mér fannst að það væri ekkert á því að græða, að við myndum ekki læra neitt á því að sjá Rocco vera heima í stofu hjá sér með krakkanum eða að rífast við konuna sína, mér persónulega fannst það ekki bæta neinu við, eða gera neitt fyrir söguþráð myndarinnar." Hvað fannst Harvey Keitel um málið? „Hann var ósammála mér, en það var bara af því að atriðunum hans fækkaði, minni tími á tjaldinu, maður!“ Hvert var þitt markmið með myndinni? „í fyrsta lagi vildi ég sýna að ofbeldi er ekki eitthvað eftirsóknar- vert eða töff, ég vildi gera bjart- sýna mynd, sem sýnir hiutina eins og þeir eru, og jafnframt koma á framfæri gagnrýni á afþreyingar- menningu svo sem tölvuleiki, tón- listarmyndbönd og rapptexta, sem upphefja ofbeldi og eitur- lyf. Ég vildi sýna fram á að það væru aðrar lausn- ir, það er hægt að hefja nýtt líf og að tækifærin eru fyrir hendi og það er þetta sem ég er að reyna að segja í lok myndarinnar. Núna er „Clockers" drifin áfram af söguþræðinum í meiri mæli en þínar fýrri myndir, var það áskorun fyrir þig að takast á við öðruvísi form? „Já, ég myndi að vísu vilja undan- skilja Malcolm X, sú mynd var líka drifin áfram af söguþræðinum að miklu leyti, en það er rétt það var áskorun að takast á við þetta verk- efni. í fyrsta lagi af því að myndin er byggð á efni, sem er ekki komið frá mér sjálfum, það var líka áskor- un að vinna með leikurum eins og Mekhi Phifer, sem hefur aldrei leik- ið áður og það var áskorun að vinna með kvikmyndatökumanni, sem hefur aldrei tekið leikna kvikmynd í fullri lengd. Þetta voru áskoranir, sem gerðu það að verkum að ég hlakkaði mikið til að vinna að þess- ari mynd.“ Hvernig vildi það til að þú settir jafn ungan og óreyndan leikara í aðalhlutverkið? „Það bar þannig til að við buðum uppá svokallað „opið viðtal“, þ.e.a.s. allir sem vildu gátu mætt í stutt inntökupróf til að sýna Ieiklistar- hæfileikana. Mekhi mætti til að kanna málið, frændi hans hafði sagt honum frá þessu og fólkið, sem var að skipa í hlutverkin fyrir mig, benti mér á hann. Ég fékk hann til að koma í fleiri viðtöl, ég held að hann hafi komið einum tíu sinn- um til að lesa upp úr handritinu. Mér þótti mikið til þess koma að hann var ekkert feiminn við stór- stjömuna Harvey Keitel, ég lét þá lesa nokkur atriði saman þar sem kastast í kekki milli þeirra tveggja og Mekhi var hvergi banginn og _____ stóð uppí hárinu á honum." Mér fannst margt í bygg- ingu myndarinnar minna á mynstrið í sígildum harm- leikjum, er þetta eitthvað, sem þú hafðir í huga við . gerð myndarinnar? „Nei, ekki beinlínis, ég held að ef að þú hafir séð þetta út úr mynd- inni, þá sé það eitthvað sem hefur flotið með úr skáldsögunni hans Richard Price.“ Þú færð gjarnan ungt og óreynt fólk til að vinna að myndunum þín- um, er þetta ákveðin stefna sem þú hefur tekið? „Já, að sjálfsögðu, ég er stoltur af því að geta veitt hæfileikaríku fólki tækifæri til að sýna hvað það getur og geri mitt besta til að styðja við bakið á fólki, sem er að hefja sinn feril, eins og t.d. kvikmynda- tökumaðurinn Malik Hassan Saye- ed, sem hefur aldrei tekið mynd í fullri lengd áður.“ Nú er myndatakan allsérstök í „Clockers", myndin er ekki öll tekin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.