Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 10
/ MORGUNBLAÐIÐ 10 B SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 •1 M Skuldafrí SKULDIR heimilanna á Islandi jukust um 26 millj- arða króna á síðasta ári og enn er mikil gróska í skuldaræktun þeirra, meðan fyrirtækin á íslandi og heimilin í öðrum Evrópulöndum eru farin að greiða niður skuld- ir. Og nú er einmitt blómatími skuldasöfnunar, aðfaratími sumarleyfanna. Á þessum árstíma streymir fólk í bankana til að slá lán fyrir sumarleyfinu. Stór hópur er nokkurs konar fastakúnnar. Koma eins reglulega og far- fuglarnir að fá árslán fyrir sumarleyfisferð til útlanda. Stendur á endum að þeir eru rétt að ljúka við að greiða lán- ið frá í fyrra. Og staurblankir. Hafa enda verið allt árið að borga gamla lánið með vöxtum og lántökugjaldi. Tökum manneskju, sem hef- ur legið í bæklingum og valið hófsamlega pakkaferð til Flórída eða sólarlanda Evrópu í 2-3 vikur. Og hún „ætlar engu að eyða“. I ferðina, flug, hótel og fæði, er varla hægt að gera ráð fyrir minna en 200-250 þúsund krónum, að því er vanir fararstjórar segja mér. Segjum að ferðalangurinn taki aðeins lán fyr- ir þeirri upphæð, enda ætlar hann ekki á þeirri stundu í neinar ferðir eða að kaupa neitt. Þá þarf fyrst að borga ofan á upphæðina lántökugjaldið 7.500 krónur, hvor upphæðin sem er. Síðan bætast auð- vitað ofan á um 13% vextir. Áður en síðasta greiðsla er innt af hendi hafa bæst ofan á 200 þúsund krónurnar 23 þús- und krónur eða ofan á 250 þúsund krónurnar 28 þúsund. Fyrsti gjalddagi er mánuði seinna eða rétt þegar ferða- langurinn er að koma heim aftur. Og síðan reglulega um mánaðamót fram að næsta sumarleyfi. Fáir standa við góð áform um að fara ekki í neinar ferðir þegar á staðinn er komið, veita sér ekkert auka eða falla ekki í þá freistni að kaupa sér eitt- hvað. Þá er handhægt að grípa til greiðslukortsins. Fljótt er að safnast upp í 50-100 þúsund krónur. Sem betur fer er orðið nokkuð stöðugt gengi, svo að lítil áhætta er á hækkun þótt greiðslan miðist við dollara. Samt sem áður þarf fólk líka að lifa þegar heim er komið og þá er hægt að grípa til þess að skipta þessari úttekt vísa- kortsins á sex greiðsludaga. Borga strax þriðjung, enda 33 þúsund krónur venjulega nógu erfiður skammtur. Lánið er með 15,5% vöxtum mánaða- lega og bætast þá við 1.290 krónur á mánuði eða enn 7.740 krónur. Ef maður hefur notað kortið til að taka út peninga úr banka erlendis, þá þarf að greiða fyrir það 2 '/2%. Auðvit- að gengur fólki misjafnlega, en ég held að ferðavant fólk samþykki að hér sé hóflega áætlað. Nú segir hver um annan við þessi skuldagróskutíðindi: Aumingja fólkið! Það eru orð að sönnu. Afleitt að standa hver mánaðamót andspænis því að greiða af lánunum 0g skiptigreiðslunum ofan á önnur útgjöld. Og um 40-50 þúsund krónur að auki í til- kostnað. Ef þessi ágæti sumarleyfis- hafi kysi nú að eiga ekki í vændum að standa andspænis aukaskuldinni í hveijum mán- uði og sleppa úr þessum víta- hring, þá þyrfti hann þó ekki annað en að sleppa einni ferð og um leið lántökunni eitt árið. Þá kæmist hann á sléttan sjó. Greiddi næsta sumarfrí af þess árs tekjum, og ætti væntanlega aukakostnaðinn, 40-50 þúsund krónur, óeyddan, sem ýmislegt má skemmtilegra gera við en að greiða bankanum þær. Ráð- gjafar segjast jafnan benda fólkinu á þetta. En lántakinn vill endilega láta sitt skulda- blóm blómstra. Ætli þetta sé þjóðarein- kenni? Þegar farið var að tala um erfiðleika í efnahagsmál- um um sl. áramót, dró strax úr pöntunum í sumarleyfis- ferðir í Þýskalandi og í Frakk- landi. Hér skilst mér að aldrei hafi verið meiri ásókn í utan- landsferðir en í ár. Breytir engu þótt skuldir heimilannna séu að margra mati komnar að þeim mörkum að þær geti ekki vaxið meira, miðað við ráðstöfunartekjur, að ekki sé talað um óöryggi á atvinnu- markaði. Við erum víst bara svona. Af hveiju þá þessi vor- kunnartónn? Og tal um að ein- hveijir verði að létta byrðun- um af aumingja fólkinu? Talandi um ferðalög er mjög áberandi hve miklu meiri kynning er á því hvernig eyða megi á ferðalögum en hvernig megi spara. Fylgir vísast áhuganum. Nú í vor kynnti Vísa ferða- tengd fríðindi, sem hófust í Frakklandi. Til þess að fá af- slátt út á kortið þarf maður að sækja sér lista yfir afsláttar- staði hjá Vísa eða Flugleiðum. Þar má m.a. sjá afslætti í tveimur af frægustu magasín- unum í París. Islensk kona sagði að konurnar við kassana hefðu ekkert kannast við þetta. Ég vildi sannreyna það. Til þess að fá slíkan afslátt þarf bara að gefa sig fram við mót- tökuna eða upplýsingar á götu- hæð, framvísa skilríkjum'*og fá stimpil sem gildir út dvalartím- ann til framvísunar við kass- ana. Nú standa yfir íslensku vorferðirnar með beinu flugi Flugleiða til Parísar. Og sjálf- sagt að fararstjórar útskýri slíkt. Sama er um svo fjölmargt annað, svo sem að nota korta- síma en ekki hótelsíma, sem eru rándýrir, og að skipta ferðatékkum ætíð í þeim banka eða stofnun, sem þeir eru gefn- ir út á, í Bacleysbanka eða hjá Cooks. Annars er hátt gjald lagt á hvern tékka. Fleira mætti telja til, en nú er tíminn okkar útrunninn eins 0 g kolleg- arnir á ljósvakamiðlunum segja alltaf. Gárur eftir Eltnu Pálmadóttur ___________MANNLÍFSSTRAUMAR VÍSlND'l/Hvad tengir efni vetrarbrauta? Efhisstretigur herm þú mér EF VIÐ horfum út í geiminn sjáum við reikistjörnur sólkerfisins, aðrar sólir, vetrarbrautir og jafnvel heil kerfi og þyrpingar vetrarbrauta. Það er eitt af óleystum vandamál- um nútíma stjarnfræði að skýra tilkomu og innbirðis afstöðu þeirra efnisstrúktúra sem tengja arma . sína um víðáttur alheimsins. Til- raunir til að þróa líkön af efnisupp- byggingu alheimsins skiptast gróf- lega í tvo flokka sem hvor á sér sína áhangendur. Annar hópurinn gerir ráð fyrir „upp á við þróun“ þar sem fyrst hafi myndast smærri efniseiningar s.s. vetrarbrautir, sem síðan hafi runnið saman í stærri einingar vetrarbrauta kerfa. Gegn þessari hugmynd er telft „niður á við þróun“ sem telur að fyrst hafi myndast risastórir efnis- klasar sem síðan hafi klofnað niður í smærri einingar. í nýlegri grein í vísindatímaritinu Nature settu þrír vísindamenn fram tilgátu um það hvernig hægt er að sameina sjónarmiðin tvö. Ef dregin er upp mynd af dreif- ingu efnisstrúktúra um al- heimsrúmið kemur í ljós að vetrar- brautir og kerfi þeirra hafa raðað sér niður í hárfína efnisþræði sem iðulega tegja arma sína yfir svæði sem eru milljónir ljósára að lengd. Vísindamenn hafa eytt miklum tíma í rannsókir á til- komu slíkrar efn- isdreifingar. Þeir hafa framkvæmt flókna og tímafreka tölvureikninga sem stundum leiða til myndunar efnisdreifingar sem getur verið svipuð því sem finnst í alheimnum. Þrátt fyrir þetta hefur fræðilegan grundvöll þessara reiknilíkana skort og þar af leiðandi raunveru- legan skilning á því sem er að gerast. Það er meir en hálf öld síðan fyrstu hugmyndirnar um það hvernig vetrarbrautir og kerfi þeirra myndast. Flestar þessara hugmynda gera ráð fyrir því að í upphafi, stuttu eftir frumspreng- inguna miklu (big bang), hafi efni og orka verið mjög jafn dreifð um rúmið. Smávægilegar raskanir á þessari efnisdreifingu hafa magn- ast fyrir tilstuðlan aðdráttarkrafts- ins sem virkar á allt efni alheims- ins. Svæði sem einkennast af til- tölulega miklum efnisþéttleika hafa því haft tilhneigingu til að draga til sín enn meira efni frá nærliggjandi svæðum. Á þennan hátt hefur efni þéttu svæðanna vaxið saman og mundað uppistöðu sóla, vetrarbrauta og vetrarbrauta- kerfa. Jafnvel þótt líkan þetta virðist einfalt er enn langt í að um full- komna kenningu sé að ræða. Það er til dæmis óljóst, í smáatriðum, hvernig efnis- og orkudreifing al- heimsins hefur haft áhrif á stærð og stöðuleika þeirra efnisstrúktúra sem mynduðust fyrir tilstuðlan aðdráttarkraftsins. Til þess að at- huga vandamálið nánar þarf að ganga út frá gefnum forsendum um ástand efnisins á frumstigi al- heimsins. Nokkrir fræðimenn hall- ast að því að í upphafi hafi áhrifa- mesti efnis þátturinn verið ’hot dark matter’ (HDM). Mikil orka þessa efnis hefur valdið því að engir stöðugir efnisstrúkturar hafa myndast innan smárra lengdarein- inga. Orkumikil hreyfing efnisins hefur einfaldlega „þurkað þá út“. HDM-tilgátan leiðir því til niður á eftir Sverri Ólafsson ÞJÓDLÍFSÞANKAR /Getum vid ekkigert betur? Erdottiðaf þér allt hárið? FYRIR margt löngu fór ég einu sinni með vinkonu minni til þess að passa ömmu hennar, sem þá var farið heldur að förlast. Mér er í minni hvað amman var fjarskalega falleg gömul kona, með blíðan andlitssvip og hvítt liðað hár. Við sátum nú saman þijár og tíminn leið við það að amman söng fyrir okkur gamla slagara sem höfðu verið í tísku þeg- ar hún var ung stúlka vestur á fjörð- um. Segir svo ekki af högum okkar fyrr en afi vinkonu minnar kemur í gættina, hann hafði verið í búðar- ferð í bænum. Kona hans leit upp þegar hann kom, hætti snöggvast að syngja og sagði með miklum undrunarsvip á andlitinu: „Hvað er að sjá þig, maður, er dottið af þér allt hárið?“ Gamli maðurinn varð æði langleitur við þetta ávarp en svaraði svo: „Ja, það er nú orðinn æði tími síðan, elskan mín.“ Það er stundum hægt að brosa og jafnvel skellihlægja að ýmsu því sem þeir taka sér fyrir hendur sem farnir eru að tapa minni fyrir aldurs sakir. En það er ekki lengur hlægilegt þegar fólk, sem n eftir Guðrúnu Guölaugsdóttur svona er á sig kom- ið, er látið dvelja eitt á heimili sínu þótt fólki í um- hverfinu sé mæta vel ljóst að það kann ekki fótum sínum forráð nema að takmörkuðu leyti. Ég hitti mann sem ég þekki um daginn og hann fór að segja mér frá frænku sinni einni sem orðin er meira en lítið léleg . „Við skiptumst á að vera hjá henni, stórfjölskyldan," sagði hann. „Af hverju er konunni ekki komið á einhvern góðan stað þar sem hún fær viðeigandi aðhlynn- ingu,“ spurði ég.„Það vantar ekki að við höfum reynt að koma henni á slíkan stað, en það hefur ekki tekist ennþá,“ svaraði maðurinn. Hann sagði mér síðan undan og ofan af baráttu þessarar gömlu frænku sinnar. Hún er haldin ýms- um alvarlegum sjúkdómum og er hálfblind, auk þess sem henni er farið að förlast minni. Þegar hún fær veikindaköst er hún sett á spítala en varla eru verstu einkennin geng- in yfir þegar hún er send heim á ný, þótt öllum sé vel ljóst að hún getur engan veginn hugsað um sig. Kona þessi er barnlaus en er svo lánsöm að eiga ræktarsaman frænd- garð sem reynir að hlúa að henni eftir föngum. „Er hún ekki með öryggishnapp?" spurði ég. Maðurinn játti því. „Ér það nú ekki mikill rnunur?" spurði ég. „Ég veit varla hvað segja skal, ég prófaði hnappinn einu sinni og ekkert gerðist, það jók ekki öryggistilfinningu gömlu kon- unnar,“ svaraði hann. Ég hef stundum hugsað um örlög þessarar konu síðan. Ég hef sett hana mér fyrir sjónir unga og fríska með manninum sínum, séð þau í anda eldast og slitna ár frá ári, þar til loks að hann varð algerlega far- lama og lagðist á sjúkrahús. Þá hafði konan hans annast hann af veikum mætti árum saman. Sjálf er hún nú orðin svona heilsulaus sem fyrr greindi en fær hvergi inni á neinni elli- eða hjúkrunarstofnun. Það er eitthvað athugavert við það samfélag sem lætur gamalt fólk búa við svona aðstæður. Við flest sem þeytumst nú út um borg og bý og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.