Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 B 21 ATVIN N U A UGL YSINGAR Starfsmannafélag Akureyrarbæjar Spennandi þróunarverkefni Auglýst er eftir starfsmanni á skrifstofu STAK í hálft starf eftir hádegi. Við erum að leita að starfsmanni með góða íslensku- og tölvukunnáttu (Word og Excel). Hann þarf að hafa ánægju af mannlegum samskiptum og áhuga á félagsstörfum. í boði er spennandi starf hjá stéttarfélagi sem er í öflugri sókn. Byrjunardagur er samkomulagsatriði, þó ekki síðar en 1. september nk. Umsóknarfrestur er til 23. maí nk. Nánari upplýsingar veitir formaður STAK í síma 461 1599. Stjórn STAK. Hátækni til framfara Tæknival Tœknival hf er 13 ára gamalt framsœkið tölvufyrirtœki með u.þ.b. 130 starfsmenn. Fyrirtcekið býður viðskiptavinum sínum heildarlausnir í iðnaði, sjávarútvegi og verslunarrekstri. Vegna aukinna umsvifa óskar Tœknival hf. eftir að ráða starfsmann til viðbótar í lðnstýrideild fyrirtœkisins, en innan deilarinnar starfa nú 9 starfsmenn.. RAÐGJOF & SALA í IÐNSTÝRIDEILD STARFIÐ felst í ráðgjöf og sölu á heildar- lausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Heildarlausnir Iðnstýrideildar byggja á sjálfvirknibúnaði, strikamerkjatækni og handtölvum. Iðnstýrideild Tæknivals er leiðandi hérlendis á sviði sjálfvirknilausna og lagerstýringa. Markvisst er unnið að þróun og markaðssetningu heildarlausna í samvinnu við aðrar deildir Tæknivals. VIÐ LEITUM AÐ sjálfstæðum og drífandi einstaklingi, sem hefur góða tækniþekkingu og burði til að veita ráðgjöf í tengslum við rekstrartæknilega þætti. Starfinu fylgja mikil samskipti við erlenda og innlenda viðskiptaaðila. ÁHERSLA ER LÖGÐ Á lipurð mannlegum samskiptum og samningatækni, örugga og þægilega framkomu auk reynslu og þekkingar á sölu- og markaðsmálum. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 21. maí n.k. Ráðning verður sem fyrst. Vinsamlega athugið að fyrirspurnum varðandi ofangreint starf verður eingöngu svarað hjá STRÁ Starfsráðningum ehf. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem opin er frá kI.10-16. Viðtalstímar frá kl.10-13. Starfsráðningar ehf Mörkinni 3 ■ 108 Reykjavík Sími: 588 3031 ■ Fax: 588 3044 ST RA Guðný Harðardóttir Mosfellsbær Leikskólar Mosfellsbæjar Lausar stöður leikskólastjóra Staða leikskólastjóra við Reykjakot er laus til umsóknar. Ennfremur afleysingarstaða leikskólastjóra við Hlíð vegna námsleyfis. Leikskólamenntun áskilin. Umsóknarfrestur um stöðurnar er til 31. maí nk. Nánari upplýsingar veitir undirrituð í síma 566 8666, mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8-13. Leikskólafulltrúi Mosfellsbæjar. Þjóðskjalasafn íslands Laus staða Laus er til umsóknar staða skjalavarðar, sem er forstöðumaður upplýsingasviðs Þjóð- skjalasafns íslands. Undir upplýsingasvið fellur m.a. umsjón með sýningum, útgáfu- málum, margmiðlun, skipulagning safn- kennslu. Umsækjendur skulu hafa sagn- fræðimenntun og reynslu af útgáfustörfum og sagnfræðirannsóknum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi opin- berra starfsmanna. Umsóknir sem tilgreini menntun og fyrri störf skal senda til Þjóðskjalasafns íslands, Lauga- vegi 162,105 Reykjavík, fyrir 26. maí 1996. Reykjavík 26. apríl 1996. Þjóðskjalavörður. ÞROUNARSTARF A HEIMSMÆLIKVARÐA vantar 9 starfsmenn TAUGAGREINING HF. FYRIRTÆKIÐ I DAG Taugagreining hf er ungt og framsækið íslenskt fyrirtæki, í örum vexti. Fyrirtækið þróar hug- og vélbúnað fyrir taugalífeðlisfræði og selur til flestra landa Vestur Evrópu. I dag starfa hjá fyrirtækinu tíu manns, átta á íslandi og tveir hjá nýstofnuðu dótturfyrirtæki í Englandi. Taugagreining hefur á þessu ári gert stóra þróunar- og sölusamninga erlendis og var velta fyrstu fjóra mánuði þessa árs þegar orðin tvöföld velta alls ársins í fyrra. I’róun hugbúnaðar fer fram hérlendis en þróun vélbúnaðar, ásamt þjónustu og markaðsstarfsemi er sinnt frá Englandi. Með opnun útibús í Fnglandi er markaðsstaðan í Evrópu að verða mjög traust og mögulcikar eru einnig að opnast á Bandaríkjunum. ÞROUNARUMHVERFI Þróunarumhverfið er MS Visual C++ og MS Visual Basic. í hönnun er notast við innanhúsútgáfu af OMT. Flest C++ viðmót eru skrifuð eftir hlut- bundnu módeli Microsoft, „Component Object Model". MARGMIÐLUN Helsta afurð Taugagreiningar er Nervus, hugbúnaö- ur til upptöku og úrvinnslu heilarits. Heilarit er mæling á spennumismun á milli rafskauta sem límd eru á höfuðleður. Nervus hugbúnaðurinn hefur þá sérstöðu að hann er margmiðlunar hugbúnaður sem styður stafræna videó-upptöku af sjúklingnum samhliða heilaritsupptöku. FORRITARAR leitað er eftir fimm starfsmönnum til start'a við hönnun, forritun og prófun hugbúnaðar. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið B.S gráðu í tölvunarfræði, tölvuverkfræði eða rafmagnsverk- fræði og hafi grunnþekkingu á hlutbundinni forrit- un í C++ og þróun hugbúnaðar fyrir Microsoft Windows umhverfið. HÓNNUN leitað er eftir einum starfsmanni til starta við útlits- hönnun forrita, gerð handbóka, hjálparkerfa og vefsíðu fyrirtækisins. Nauðsynlegt er að umsækjendur tali og skrifi góða ensku og hafi reynslu í ofantöldum verkþáttum. GÆÐASTJÓRI Mar sem fyrirtækið er á lækningamadivækja- markaði, er gæðavottun nauósynleg fyrir alla þætti þróunarinnar. Því viljum við ráða gæóastjóra til að hafa umsjón með innri gæðamálum fyrirtækisins. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið háskóla- gráðu tengdri hugbúnaðargerð, rafmagnsverkfræði eða gæðastjórnun og hafi einhverja reynslu á þessu sviði. ÞJONUSTA í ENGLANDI Leitum að tveimur starfsmönnum í notenda- þjónustu hjá útibúi okkar í Englandi. Umsækjendur þurta að hafa reynslu af uppsetningu hug- og vélbúnaðar fyrir Microsoft Windows umhverfið. Þekking á uppsetningu netkerfa er nauðsynleg. UMSOKNIR Spennandi tækifæri til að taka þátt í þróunarstarfi á heimsmælikvarða og nota við það nýjustu og virtustu útgáfur þróunartóla sem á boðstólum eru hverju sinni. Starfsmenn eru sendir á áhugaverðar ráðstefnur hér- og erlendis, svo sem Microsoft TechEd og Microsoft Professional Developér Conference. Boðið er upp á góð laun, gott vinnuumhverfi, hlutabréfa-kosti og síðast en ekki síst spennandi umhverfi hérlendis sem erlendis. Nánari upplýsingar aðeins veitlar lýá Ábendi. Farió verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sækið um á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar sem fyrst, en í síðasta lagi fyrir hádegi 21. maí 1996 A h A B E N D I R Á Ð G I O F & RÁÐNINCAR 4. AUGAVEGUR 178 SÍMI: 568 90 99 r A X : 568 90 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.