Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDÁGUR 12. MAÍ 1996 B 23 ATVINNUA UGL YSINGA R AKUREYRARBÆR Félagsráðgjafi Félagsmálastofnun Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða félagsráðgjafa til starfa sem fyrst eða eftir samkomulagi. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Akureyrarbæjar. Upplýsingar um starfið veita Guðrún Sigurð- ardóttir deildarstjóri ráðgjafardeildar í síma 460-1420 og starfsmannastjóri Akureyrar- bæjar í síma 462-1000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 24. maí nk. Starfsmannastjóri. Forritun Þjónustufyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða starfsmenn til starfa í stóru tölvuum- hverfi. Starfið feist í forritun, gerð kerfislýsinga og rekstri hugbúnaðarkerfa. Hæfniskröfur: Kunnátta í forritun skilyrði. Æskilegt er að viðkomandi sé verk- eða tæknifræðingur. Störfin eru laus nú þegar. Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 1996. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Liðsauka, sem opin er kl. 9-14. Lidsauki !t Skólavörðustíg 1a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729 Sérkennari Gerðaskóli, Garði, óskar eftir að ráða sér- kennara til starfa. í Gerðaskóla eru 235 nemendur í 1.-10. bekk þar sem góður starfsandi ríkir. Aðstaða til sérkennslu er góð. Gerðahreppur aðstoð- ar við útvegun húsnæðis. Umsóknarfrestur er til 25. maí 1996. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 422 7380. Skólanefnd Gerðaskóla. AKUREYRARBÆR Leikskólakennarar Leikskóladeild Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða leikskólastjóra við leikskólann Iða- völl frá 1. ágúst 1996. Einnig er auglýst eftir aðstoðarleikskóla- stjóra við leikskólann Holtakot og leikskóla- kennurum í síðdegisstöður á ýmsum leikskól- um. Nánari upplýsingar gefa deildarstjóri leikskóladeildar eða leikskólaráðgjafar í síma 460-1450. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Akureyrarbæjar eða launanefndar sveitarfé- laga og Félags íslenskra leikskólastjóra. Nánari upplýsingar um kaup og kjör gefur starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 462-1000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar á Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 23. maí 1996. Starfsmannastjóri. 1. stýrimaður - afleysingaskip- stjóri FRIOSUR SA. útgerðarfyrirtæki í Chile, sem gerir út fjóra ísfisktogara og rekur frystihús í suðurhluta Chile, óskar eftir að ráða vanan 1. stýrimann og afleysingaskipstjóra á skip félagsins. Fjórir íslendingar eru starfandi hjá fyrirtækinu í dag. Ráðningartími verður sex mánuðir til reynslu. Nánari upplýsingar gefur útgerðarstjóri Granda hf. í síma 5501080. Eitthvað fyrir þig! Ef þig vantar góða vinnu þá þurfum við fólk til að vinna við söluverkefni í tengslum við Matreiðsluklúbbinn Nýja eftirlætisrétti. Góð vinnuaðstaða og góðir tekjumöguleikar í boði fyrir gott fólk. Vinsamlegast hafið samband við Sigríði Jónasdóttur í síma 550 3000 kl. 13-17 mánudag og þriðjudag. REXTIR IMATREIÐSLUKLÚBBUR 8 VÖKU-HELQAFELLS | Éfe SANDGERÐISBÆR Grunnskólinn fSandgerði Kennarar Okkur vantar kennara fyrir næsta vetur. Kennslugreinar: Almenn kennsla, danska, raungreinar, sérkennsla og tónmennt. Einnig vantar forfallakennara fyrri hluta árs- ins. Við skólann á sér nú stað mikil uppbygging, bæði í aðstöðu og innra starfi. Við leitum að áhugasömu fólki sem er tilbúið að taka þátt í skipulagsstörfum. Upplýsingar veita: Guðjón Þ. Kristjánsson, skólastjóri, og Þórunn B. Tryggvadóttir, að- stoðarskólastjóri, í síma 423 7439. Viðskiptafræðingur Bókhaldsdeild Reykjavikurborgar óskar að ráða viðskiptafræðing til starfa sem fyrst. Starfssvið: Upplýsingagjöf og samskipti við stofnanir þorgarsjóðs. Margvísleg uppgjör þ.m.t. vinna við ársuppgjör. Almenn skrif- stofustjórnun ásamt úrvinnslu og umsjón með bókhaldsskrám borgarsjóðs. Leitað er að viðskiptafræðingi með starfs- reynslu og góða bókhalds- og tölvuþekkingu. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfs- mannafélags Reykjavíkurþorgar. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Háteigsvegi 7 og skal umsóknum skilað á sama stað. Umsóknarfrestur er til 24. maí. Rétt er aö vekja athygli á að þaö er stefna borgaryfirvalda að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum á vegum borgarinnar, stofnana hennar og fyrirtækja. QmNlIÓNSSON RÁDCIÖF & RÁDNINGARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22 Sálfræðingur Staða sálfræðings við skólaskrifstofu Skag- firðinga. Leitað er eftir sálfræðingi til starfa við skóla- skrifstofu Skagfirðinga. Meðal verkefna er fræðsla og ráðgjöf til starfsmanna grunnskóla og foreldra/forráða- manna svo og greining nemenda sem eiga í sálrænum, félagslegum og/eða námslegum erfiðleikum. Umsóknarfrestur er til 31. maí 1996. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Allan Morthens, í síma 453 5002. verkstjori Traust verktakafyrirtæki óskar eftir að ráða verkstjóra til starfa á viðgerðarverkstæði. Starfið felst í stjórn viðhalds á vinnuvélum. Leitað er eftir aðila með menntun á sviði málmiðnaðar. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, vera kraftmikill og lipur í mannlegum samskiptum. Starfsreynsla áskilin. Umsóknarfrestur er til og með 17. maí nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Liðsauka sem opin er kl. 9-14. Lidsauki Skólavörðustíg 1a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729 Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum Lausar kennarastöður Umsóknarfrestur um áður auglýstar kenn- arastöður við Framhaldsskólann í Vest- mannaeyjum framlengist til 24. maí. Um er að ræða stöður í íslensku, sögu, tölvu- fræði og vélritun, ásamt dönsku, raungrein- um, stærðfræði, sérgreinum vélstjóra, málm- smíði og sérgreinum sjúkraliða. Nánari upplýsingar gefur skólameistari í síma 481 1079 eða 481 2190. Umsóknir skal senda skólameistara Fram- haldsskólans í Vestmannaeyjum, pósthólf 160, 902 Vestmannaeyjum. Skólameistari. Lausar kennarastöður Við Grunnskólann á Djúpavogi vantar kenn- ara fyrir næsta skólaár. Eftirtaldar stöður eru lausar: Kennsla yngri barna, tölvukennsla, (við skólann er kennt á Macídntosh tölvur), kennsla tungumála á unglingastigi og íþrótta- kennsla. Nýtt og vel útbúið íþróttahús er við skólann. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í vs. 478-8836 og hs. 478-8140. Einnig vantar tónlistarkennara við Tónskóla Djúpavogs. Æskilegt er að hann geti tekið að sér organistastarf við Djúpavogskirkju en á Djúpavogi er nýbyggð kirkja sem verður vígð nú í maí. Nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 478-8834.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.