Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALOG SÉRSTAKAR fuglaskoðunarferðir verða farnar, á sunnudögum, frá Fræðasetrinu í Sandgerði í sumar. Fyrirhyggja á ferðalögum EFTIRFARANDI upplýsingar um réttindi, sem Islendingar hafa fengið, varðandi vinnu og sjúkra- tryggingar í löndum Evrópusam- bandsins í kjölfar samningana um Evrópska efnahagssvæðið, birtust nýlega í fréttablaði Utflutnings- ráðs. ►Ef menn lenda í slysi og þurfa á læknisþjónustu að halda er nauð- synlegt að hafa pappíra frá Tryggingastofnun ríkisins á sér til að sanna þennan rétt. Það get- ur sparað ómælda vinnu að hafa slík eyðublöð í lagi og því ættu allir að hafa þau sem skylduplögg ásamt vegabréfinu og flugmiðun- um. ►Ef menn eru á stuttu viðskipta- ferðalagi eða í fríi hvetur Útflutn- ingsráð menn til að fá eyðublað E-lll frá Tryggingastofnun. Það tryggir að íslenska ríkið endur- greiði viðkomandi heilsugæslu- stöð eða sjúkrahúsi útlagðan kostnað. Þetta eyðublað gildir í sex mánuði. Ef menn starfa eða stunda nám í lengri tima fylla menn út eyðublað E-104 og sýna þegar þeir hefja störf í einhveiju landi EES. Það veitir sömu rétt- indi og E-lll. ►Ef menn setjast að í Evrópu- landi er sótt um E-108. AUar nán- ari upplýsingar um þessi mál veit- ir sjúkratryggingadeild Trygg- ingastofnunar ríkisins, Laugavegi 114, 2. hæð. Síminn hjáþeim er 560-4400 og símbréf 562-4535. ►Þrátt fyrir EES-samninginn er vert að hvetja menn til að van- rækja ekki hefðbundnar trygging- ar eins og farangurstryggingu. Einnig tryggir samkomulagið ekki sjúkraflug heim eins og sum- ar tryggingar íslenskra vátrygg- ingafélaga gera. Farfuglar í Fræðasetrinu FRÆÐASETRIÐ í Sandgerði er vinsæll staður fyrir fuglaskoð- ara. I sumar verður ætlunin að bjóða vikulega upp á sérstakar fuglaskoðunarferðir þar sem leiðsögumenn miðla upplýsing- um til gesta. Ferðirnar verða á sunnudögum. Sú fyrsta verður farin í dag, sunnudaginn 12. maí, og er dagurinn helgaður sanderlunni. Jóhann ÓIi Hilmars- son verður leiðsögumaður fugla- skoðara í þessari ferð, en þrátt fyrir dag sanderlunnar munu aðrir fuglar hljóta verðskuldaða athygli. Ferðin hefst kl. 14 og stendur í tvo til þrjá tíma. Hægt verður að fá leigða sjónauka í Fræðasetninu fyrir 200 kr. á klukkustund. Tjarnaskoðun er verðugt við- fangsefni fyrir fjölskyldur sem heimsækja Fræðasetrið þessa dagana. Þar er hægt að fá háfa og siðan er hægt að komast í víðsjár til þess að skoða það líf sem fært er í hús eftir tjarnar- ferðir. Fastar sýningar í kerjum og búrum er alltaf í gangi í Fræða- setrinu. Opnunartími er um helg- arfrákl. 13-17. Víll auka ferða- f ramboð á Hornstrandir FERÐAMÁLAFULLTRÚI ísafjarð- ar hefur áhuga á að auka íjölbreytn- ina í ferðaframboði á Hornstrandir svo fleiri geti komist þangað. Hann er einnig með hugmyndir um að skipuleggja vinnu- og fræðsluferðir unglinga. „Ég hef orðið vör við að margir láta sig dreyma um Hornstrandir enda blundar einhver ævintýralöng- um í flestum okkar,“ segir Þórunn Gestsdóttir, upplýsinga- og ferða- málafulltrúi Isafjarðarkaupstaðar. Hún segir að margir komist ekki, meðal annars vegna þess frumstæða lífsstíls sem er í þessum ferðum, þar sem fólk þarf að búa í tjöldum og fara í langar gönguferðir með mik- inn farangur. „Ég vildi gjaman að við gætum aukið fjölbreytnina í ferðaframboði til að koma til móts við óskir fleira fólks sem þangað langar að fara,“ segir Þórunn. Vlnna og fræðsla Hún nefnir sem dæmi að áhuga- vert væri að bæta dagsferðum á Hornstrandir við það framboð sem nú þegar er fyrir hendi. Bendir í Sérferð til is ffyrir Vis ÚRVAL-ÚTSÝN stendur fyrir sér- stakri ferð til Austurríkis fyrir kort- hafa Visa íslands, dagana 24. júní til 2. júlí í sumar. Eftir flug frá Keflavík hefst ferð- in í Klagenfurt í suðurhluta Austur- ríkis í langferðabifreið og haldið til Zell am See, sem er bær í faðmi Alpanna. Þar verður gist, haldið Týrólakvöld, siglt á vatni við bæinn og farið með kláf upp á tindinn Schmittenhöhne. Fararstjóri verður Lilja Hilmars- dóttir og mun hún meðal annars fylgja farþegum til Salzborgar og Vínarborgar og upplýsa um þessar þekktu borgir. Farþegar gista á þriggja stjörnu hótelum bæði í Vínarborg og Zell am See. Ferðin kostar almenna korthafa 57.960 krónur, Farkorthafa 56.960 því sambandi á ferðir sem skipu- lagðar hafa verið á Skíðaviku á Ísafirði, þar sem Fagranesið hefur skilið fólkið eftir á Hesteyri og tek- ið það í Aðalvík síðar um daginn. Fólkið renni sér á skíðum á milli fjarðanna og á sumrin er gengið á milli. Þórunn segir að Vesturferðir hafí skipulagt ferðir á Hornstrandir með Fagranesi og þær hafa verið nokkuð eftirsóttar. Þórunn Gestsdóttir hefur áhuga á „grænni“ ferðamennsku. Hún tel- ur að Vestfírðir henti vel til slíkrár starfsemi. Til þess þurfí að bæta aðstöðu til þess að minnka álagið á náttúrunni. Veltir hún því fyrir sér hvort ekki sé hægt að skipuleggja ferðir unglinga úr vinnuskólanum á Homstrandir til þess að vinna við þrif, lagfæringar og merkingu gönguleiða, um leið og þeim verði kennt að umgangast náttúruna og bera virðingu fyrir henni. Segir hún að famar hafí verið slíkar ferðir undir forystu Jóns Bjömssonar for- stöðumanns félagsmiðstöðvar á ísafirði. ALPABÆRINN Zell am See í Austurríki. krónur og Gullkorthafa 55.960, og er innifalið beint leiguflug til Aust- urríkis, flugvallaskattur, gisting með morgunverði, akstur og farar- stjóm. Áning á alnetið ÁNING, gististaðir á íslandi, hefur opnað nýja heimasíðu á alnetinu. Þar er finna upplýs- ingar um alla gististaði sem skráðir era i Aningu 1996; nafn, heimilisfang, síma og fax auk upplýsinga um stað- setningu gististaðanna á landshlutakortum. í tengslum við útgáfu Án- ingar 1997, sem verður gefín út í september nk. munu allir gististaðir sem þess óska, eiga þess kost að skráðar verði frekari upplýsingar á alnetið, t.d. mynd af viðkomandi stað og upplýsingar um þá þjónustu sem þar er í boði. Heimasíðan kallast Accommmodation in lceland og hefur netfangið http://www. mmedia.is/aning LOKAUTKALL , Upplýsingar ekki gefnar í síma! x____________:......................:_____________— Fylgist með LOKAUTKALLI URVALS-UTSYNAR I sumar munum við selja síðustu sætin í ókveðnar ferðir til Portúgals og Mallorca með stuttum fyrirvara með M I K L U M Ferð i LOKAÚTKALLS -kjömm er einungis hægt að staðfesta með fullnaðargreiðslu við pöntun. í ITvnyíTyrffnfTyt áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að ráðstafa á hvaða gististöðum farþegar munu dvelja. Aðeins góðir gististaðir koma til greina. Upplýsingar umlt«Jl^\mifim eru ekki gefnar í síma heldur einungis á söluskrifstofum ÚRVALS-ÚTSÝNAR og hjá umboðsmönnum. 4 * M/V ÚRVAL-IÍTSÝN EBB3 (D QATXA5/® Lágmúla 4, ( Hafnarfírði, t Keflavík, á Akureyri, á Selfossi - oi> bjá umboðsmbnnum um lund alll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.