Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.05.1996, Blaðsíða 1
BMW 520i REYNSLUEKIÐ - NYR TOYOTA LAND CRUISER ISUMAR - TVECO VÖRUBÍLL MEÐ HÁLFSJÁLFSKIPTINGU - SENDIBÍLL FRÁ CITROÉN OG PEUGEOT - VOLVO 850 ALDRIFINN |ltoj0p»tiM*Mfe Aðeins kr. 849.000,- mo's wáÉ rsAMilom hyccist Á Híftnnm Tryggðu þér nýjan fjölskyidubíl núna. Þýsk gæði á ótrúlega lágu verði. 19 4 6-1994 Nfbýlavegur 2 Sími: 554 2600 Sölumeiui \3 bifreiðaumboðanna aimast útvegun lánsins á 15 mínútum SUNNUDAGUR12. MAI 1996 BLAÐ D Tveir nýir Rover bílar verða kynntir í ágúst BIFREIÐAR og landbúnaðarvélar hf. hafa skrifað undir samning við Rover verksmiðjurnar um sölu á bílum þeirra á Islandi. Fyrstu bíl- arnir verða kynntir um miðjan ágúst næstkomandi. Gísli Guðmundsson forstjóri Bif- reiða og landbúnaðarvéla segir að nýr Range Rover og Discovery verði til sölu hérlendis. Hins vegar verður ekki boðið upp á fólksbíla- línu Rover sem Gísli segir að yrði ekki á samkeppnishæfu verði hér- lendis.. „Við vonum að Range Rover og Land Rover Discovery verði á sam- keppnisfæru verði og annars vær- um við ekki að fara út í það að selja þessa bfla hérna," sagði Gísli. íslendingar vilja sjálf skipta bila ÆTLA má að meiri eftirspurn sé eftir sjálfskiptum bílum hér á landi en hjá nágrannaþjóðunum. Hjá Brim- borg er 75-80% allra seldra Volvo 440/460 sjálfskiptir og 20-30% allra Daihatsu Charade bfla. Egill Jó- hannsson framkvæmdastjóri Brim- borgar segir að þessu alveg öfugt farið víða annars staðar í Evrópu þar sem hátt í 95% allra bíla séu bein- skiptir. „Ætli þetta séu ekki amerísk áhrif á íslandi. Langflestir jeppar á íslandi eru sjálfskiþtir og beinskiptir jeppar eru nánast óseljanlegir," segir Egill. Loftur Ágústsson hjá Toyota segir að hlutfallið sé heldur lægra í Toy- ota bílum. Gróflega áætlað taldi hann að nálægt 60% allra Toyota Carina sem seldust hérlendis í fyrra hefðu verið sjálfskiptir en 40% Corolla. Bifreiðaskoðun íslands heldur ekki sérstaka skrá yfir drifbúnað bíla en hjá Heklu hf. fengust þær upplýs- ingar að mun meiri eftirspurn væri eftir sjálfskiptum Mitsubishi Lancer en beinskiptum og Galant væri nán- ast eingöngu tekinn sjálfskiptur. Pajero jeppinn með bensínvélinni og stór hluti dísilbílanna væri einnig mest keyptur með sjálfskiptingu. Audi er eingöngu keyptur með sjálf- skiptingu. Hins vegar er langstærsti hluti VW beinskiptur. Hjá Heklu eru menn þeirrar skoðunar að heldur hafi dregið úr eftirspum eftir sjálf- skiptum bflum í takt við það að vélar hafa minnkað. Hins vegar sé jafnan meiri eftirspurn eftir sjálfskiptingu í dýrari gerðum bfla en ódýrari. ¦ RANGE Rover og Land Rover Discovery verða kynntir hér- lendis á vegum B&L í fyrsta sinn í mðrg á r um miðjan úgúsl. í miklu úrvali Lada 2110 FRAMLEIÐSLA er hafín á nýrri gerð Lödu 2110 stallbaks í verk- smiðjum Lada í Togliatti. Lada nýt- ur aðstoðar við hönnun bílsins frá þýska sportbflaframleiðandanum Porsche. 2110 er framhjóladrifinn bíll og vélin verður annað hvort 1,5 lítra vél með fjölinnsprautun sem hefur verið í boði í Samara, eða ný 1,5 lítra, 16 ventla vél með tveimur yfirliggjandi knastasum. Ekki er búist við að fjöldafram- • y | f ^Hkta ^^Bz" ' X leiðsla hefjist fyrr en í september og líkast til verður bíllinn boðinn til sölu í Evrópu á næsta ári. Búist er við að 2110 verði einnig í boði sem hlaðbakur og langbakur. Þess má geta að finnski framleið- andinn Valmet, sem allt þar til fyr- ir skemmstu framleiddi Opel Cali- bra fyrir Adam Opel í Þýskalandi, hefji framleiðslu á endurbættri g^erð af Samara. Þessi nýi bíll kallast Baltic og er með breyttum fram- enda og nýjum sætum auk þess sem líknarbelgur býðst sem aukabúnað- ur. Líklegt er að bíllinn komi á markað í Evrópu á næsta ári. ¦ ¦Liris Höggdeyfar ® Stílling SKEIFUNN111 • SlMI: 588 9797 mJP BILAHORNK) viiriililiihiveísluii llnfniif(iiirOrii Reykjavlkurvcgi 50 • SlMI: 555 1019

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.