Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B tfrttunMafeifr STOFNAÐ 1913 108.TBL.84.ARG. ÞRIÐJUDAGUR 14. MAI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Nýja Silkileiðin opnuð ÚLFALDAREKI í borginni Sar- akhs á landamærum Túrkmen- istans og írans heldur í far- skjóta sinn, í baksýn sést Stolt, fyrsta járnbrautarlestin á nýrri leið milli Túrkmenistan og fr- ans, aka framhjá. Nýju braut- inni,sem er 300 km, er ætlað að auka samskipti milli Asíu og Evrópu og endurlífga gömlu Silkileiðina svonefndu. Um hana fóru öldum saman kaup- mannalestir með silki og annan dýran varning milli Kína og Vesturlanda. Vinna við lagn- ingu brautarinnar tók hálft fjórða ár. Er nú hægt að aka lest milli Persaflóa og kínver- skra hafna við Kyrrahaf. Þjóðhöfðingjar 12 ríkja í þessum heimshluta komu sam- an í gær við hátíðlega athöfn í norðurhluta írans vegna vígslu brautarinnar. Akbar Rafsanj- ani Iransforseti sagði að með járnbrautinni væri nýtt tímabil hafið. „Upplausn Sovétríkjanna hefur fært okkur nýtt skeið samskipta milli landanna á svæðinu," sagði forsetinn. Jeltsín Rússlandsf orseti varar við sigri kommúnista Oskar eftir stuðn- ingi fjölmiðlanna Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, skoraði í gær á fjölmiðla landsins að fylkja sér um hann til að afstýra því að frambjóðandi kommúnista, Gennadí Zjúganov, kæmist til valda í komandi forsetakosningum. For- setinn kvaðst einnig vona að nokkrir af frambjóðendunum féllust á að ganga til liðs við sig og mynda bandalag gegn Zjúganov. Jeltsín ávarpaði fréttamenn rússneska ríkissjónvarpsins RTR í tilefni þess að í gær voru fimm ár liðin frá því útsendingar þess hófust. Forsetinn minnti frétta- mennina á ritskoðunina á valda- tíma kommúnista áður en Sovét- ríkin liðu undir lok. „Þarf ég að segja ykkur að það er hætta á að snúið verði til baka, hætta á hefndum?" spurði forset- inn áður en hann sæmdi nokkra fréttamenn sjónvarpsins heiðurs- merkjum. „Ég reiði mig mjög á stuðning ykkar, á fagmennsku ykkar, hlutlægni ykkar, ástríðu ykkar. Við megum ekki snúa aftur til fortíðarinnar ... Við verðum að fylkja liði." Jeltsín sagði að stofnun frjálsra fjölmiðla væri eitt af helstu afrek- unum sem unnin hefðu verið frá hruni Sovétríkjanna. Kvartað yfir hlutdrægni Kosningabaráttan hefst form- lega í dag á útvarps- og sjónvarps- i, ,iu r stöðvum Rússlands, þeirra á meðal ESB lýsir áhyggjum vegna hrakninga skips með líberísku flóttafólki Grannríki veiti flóttafólk- inu landvist Takoradi. Reuter. SKIP með nærri 4.000 líberíska flóttamenn um borð, er fór frá Ghana á sunnudag, sneri í gær aftur til hafhar í bænum Takoradi vegna vél- arbilunar en var skipað að sigla brott á ný í gærkvöldi. Fréttamaður iíeuí- ers sá skipið halda úr höfn en ekki var vitað hvert ferðinni var heitið að þessu sinni. Evrópusambandið, ESB, hvatti í gær grannþjóðir Líberíu- manna til að veita flóttafólkinu a.m.k. tímabundið landvistarleyfi. Skipið heitir Bulk Challenge og er gamall og hriplekur ryðkláfur. Óljóst var hve margir hefðu fengið að fara frá borði í Takoradi en emb- ættismenn sögðu að flestir væru enn í skipinu. Vitað var að 30 manns voru fluttir frá borði með pramma og í tjaldbúðir skammt frá hafnar- bakkanum þar sem fólkið fékk læknishjálp. Var öflugur hervörður við skipið er fólkið hélt frá borði. Fullyrt var að það hefði neitað að snúa aftur um borð en ekki var vit- að hvernig málinu lauk. Talsmaður hafnaryfirvalda sagði að skipverjar hefðu fengið vatn og vistir. Frakkar heita aðstoð Líberíubúarnir flúðu átökin í Monróvíu fyrir rúmri viku og tróðust þúsundir manna um borð í skipið. Skipinu var fyrst vísað frá höfn í Ghana og stóð til að senda fólkið aftur til Líberíu. Vél skipsins bilaði hins vegar á leið frá Ghana og fékk það þá leyfi til að leggjast að aftur að bryggju. Frönsk stjórnvöld lýstu í gær yfir vilja sínum til að aðstoða fólkið. „Frökkum rennur til rifja þær hörm- ungar sem farþegarnir um borð í líberíska skipinu Bulk Challenge ganga nú í gegnum," sagði talsmað- ur franska utanríkisráðuneytisins. Kvað hann Frakka reiðubúna að kanna óskir sem kynnu að berast um aðstoð til handa fólkinu. Reuter AÐSTÆÐUR um borð í Bulk Challenge eru skelfilegar. Þrír farþeganna hafa látist, þar af tveir í skotbardaga. Aðeins eitt salerni er um borð og hafa margir sýkst af blóðkreppusótt. RTR, sem nærtil 98% af 150 millj- ónum íbúa landsins. Frambjóðend- unum ellefu hafa verið úthlutaðir ókeypis útsendingartímar á morgnana og kvöldin og nokkrir þeirra hafa greitt fyrir aukaþætti sem sýndir verða þegar nær dreg- ur kosningum. Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti for- seti Sovétríkjanna og einn fram- bjóðendanna, kvartaði yfir því á fréttamannafundi í Moskvu um helgina að fjölmiðlarnir drægju taum forsetans í kosningabarátt- unni. Hann skoraði á fjölmiðlana að gæta hlutlægni og sagði að minna prentfrelsi væri nú í Rúss- landi en á valdatíma hans í lok síðasta áratugar. Rússneski kommúnistaflokkur- inn tók í sama streng og tilkynnti um helgina að hann myndi ekki greiða fyrir auglýsingar í stóru fjölmiðlunum í Moskvu en einbeita sér þess í stað að svæðisbundnum fjölmiðlum og dreifingu bæklinga til að kynna málstað sinn. Samkvæmt þremur skoðana- könnunum, sem birtar voru á sunnudag, hefur Jeltsín náð naumu forskoti á Zjúganov fyrir kosning- arnar 16. júní. ¦ Jeltsín með forskot/19 Bandaríkjaforseti Öryggi íflugi aukið Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti fyrirskipaði samgönguráðuneyti landsins í gær að útvíkka rann- sókn á brotlendingu DC-9 þotu ValuJet á Everglades-fenja- svæðinu í Flórída á laug- ardag svo „tryggt verði að öll flugfé- lögin okkar verði rekin með hámarks- öryggi í fyrir- rúmi". Flugriti þot- unnar, svarti kassinn svonefndi, fannst í gærkvöldi og náðist upp úr eðjunni á slysstað, að sögn tveggja sjónvarpsstöðva á Flórída. Hann kann að geyma upplýsingar sem leitt geta or- sakir slyssins í ljós en með þotunni fórust 109 manns, nær eingöngu Bandaríkjamenn. ¦ Nauðlent sjö sinnum/18 Clinton
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.