Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ1996 7 FRÉTTIR lT órY99‘,5belta drogo Skoðanakönnun Stúdentablaðsins 46% nema í HÍ styðja Olaf Ragnar Öákveðnir eru 43,9% í NIÐURSTÖÐU skoðanakönnunar á vegum Stúdentablaðsins á fylgi forsetaframbjóðenda kemur fram að 46% styðja Ólaf Ragnar Gríms- son, 27% styðja Guðrúnu Péturs- dóttur, 12,9% Pétur Kr. Hafstein, 8,9% Guðrúnu Agnarsdóttur og 0,6% Rafn Geirdal en 4,6% ætla ekki að kjósa eða hyggjast skila Auglýsingar Friðar 2000 stöðvaðar EUREKA hf. hefur rift auglýsinga- samningi við fyrirtækið Friðarland hf., sem sér um auglýsingaherferð fyrir Astþór Magnússon hjá Friði 2000. Júlíus Þorfinnsson, fram- kvæmdastjóri Eureka, segir að ástæða riftunarinnar séu vanefndir af hálfu Friðarlands. Friðarland hf. hefur undanfarna daga og vikur staðið fyrir auglýs- ingaherferð, en á bak við hana stendur Ástþór Magnússon. Aug- lýsingarnar hafa birst í flettiskilt- um, á strætó, í blöðum og í ljósvaka- miðlum. Eureka selur auglýsingar á umhverfisskiltum, þ.e. flettiskilt- um og strætó. Birtingu þessara auglýsinga hefur verið hætt. Júlíus sagði að óformlegar við- ræður stæðu yfir á milli Eureka og Friðarlands um lausn málsins. Hann sagði að annaðhvort myndu þær viðræður leiða til lausnar bráðlega eða að ágreiningnum yrði vísað til dómstóla. Innbrot í sumarbústað TVEIR menn voru handteknir að- fararnótt laugardags grunaðir um innbrot í sumarbústað við Vatns- enda í Kópavogi í fyrradag. Menn- irnir stálu m.a. tólf manna kaffi- stelli. Ekki er talið að þeir hafi unnið spjöll á bústaðnum. Til mann- anna sást við sumarbústaðinn og náði lögreglan þeim á grundvelli lýsingarinnar. Lögreglan í Kópavogi handtók einnig á laugardag mann sem er grunaður um landasölu. Hann var með í fórum sínum lítilræði af landa. Hann var einnig með bensín- kort, sem var í eigu fyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu. Grunur leikur á að maðurinn hafi tekið út bensín og vörur fyrir umtalsverðar upp- hæðir með kortinu. auðu. Könnunin náði til 604 há- skólanema og svöruðu 73,2%. Þar af voru óákveðnir 43,9%. Spurt var, hvern ætlar þú að kjósa í kosningum til forseta ís- lands? Miðað við allt úrtakið sögð- ust 28,1% styðja Ólaf Ragnar Grímsson, 11% styðja Guðrúnu Pétursdóttur, 7,3% styðja Pétur Kr. Hafstein, 4,6% styðja Guðrúnu Agnarsdóttur og 0,5% styðja Rafn Geirdal. Óákveðnir voru 43,9%. Þegar óákveðnir voru spurðir hver væri líklegasti kosturinn sögðu 23,8% að þeir myndu kjósa Guðrúnu Pétursdóttur, 19,2% Ólaf Ragnar Grímsson, 6,7% Pétur Kr. Hafstein, 5,7% Guðrúnu Agnars- dóttur en 44,6% voru óákveðnir. Þegar niðurstöður spurninganna eru lagðar saman styðja 36,6% Ólaf Ragnar Grímsson, 21,5% Guð- rúnu Pétursdóttur, 10,3% Pétur Kr. Hafstein, 7,1% Guðrúnu Agnars- dóttur, 0,5% Rafn Geirdal og 19,5% eru óákveðnir. 3,7% hyggjast skila auðu og 0,9% svara ekki. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Heimsins laun eru ekki alltaf vanþakklæti Blönduósi. Morgunbiaðið. BÖRNIN á leikskólanum á Blönduósi hlutu óvænta umbun fyrir hreinsunarátak sitt á íþróttavelli bæjarins ekki alls fyrir löngu. Þúsund krónu seð- ill leyndist meðal sælgætisbréfa og öídósa sem þau voru að safna saman til að fegra umhverfi sitt. Töluverðar umræður urðu á meðal barnanna um þennan mikla fjársjóð sem í sorpinu fannst og kannaðist að minnsta kosti eitt barnanna við að slík upphæð hefði sést á heimili þess. Eftir töluverðar vanga- veltur um ráðstöfun fjárins var ákveðið að leggja þessa upphæð inn á reikning Rauða krossins ef það mætti verða til þess að létta undir með þeim börnum sem við hverskyns erfiðleika eiga að stríða á hinni gæða- skiptu móður jörð. jk Í^enault Mégane er einn öruggasti bíll sem þú getur keypt. Öruggt farþegarými með tvöföldum styrktarbitum í hurSum og sérstaklega styrktum toppi og botni er bara grunnurinn sem öryggi bílsins byggist á. li eltin í framsætum eru með strekkjara og sérstökum höggdeyfi sem er eini sinnar tegundar í heimi og í aftursæti eru þrjú þriggja punkta belti. Einnig er loftpúði í stýri* og höfuðpúðar í fram- og aftursætum* og barnalæsingar á afturhurðum sem auka öryggi þeirra sem ferðast í bílnum. Þokuljós að framan* og aftan, upphituð afturrúða með stórri rúðuþurrku og bremsuljósi gera Mégane enn öruggari. O flugt hemlakerfi með gaumljósi fyrir bremsuklossa í mælaborði og rómuð fjöðrun Renault tryggir bílnum öryggi, veggrip og rásfestu þegar mest á reynir. Einstök þægindi fjöðrunar, sæta, innréttingar og stjórntækja Mégane tryggja ökumanni og farþegum vellíðan og stuðla þannig að ánægjulegri og öruggari ökuferð. Vilja ein- stefnu á Laufásveg ÍBÚAR við Laufásveg milli Skál- holtsstígs og Skothúsvegar hafa óskað eftir því við borgarráð að einstefna verði sett á þennan hluta götunnar. Undirskriftarlistar íbúanna hafa verið lagðir fram í borgarráði. Bent er á að brýnt sé að einstefnan verði sett á hið fyrsta vegna fram- kvæmda við fyrirhugað hringtorg á gatnamótum Hellusunds, Þing- holtsstrætis, Skothúsvegar og Laufásvegar. Einstefna er á Laufásvegi milli Bókhlöðustígs og Skálholtsstígs. V - J RENAULT FER K KOSTUM MEISTARAVíRK ‘Búnaður er mismunandi eftir gerðum. ÁRMÚLA 13, SlMI: 568 1200, BEINN SÍMI: 553 1236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.