Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson 25 milljón króna vinnutæki, maðurinn er ansi smávaxinn í samanburði við nýjar vinnuvélar, sem fluttar hafa verið til landsins vegna gerðar Hvalfjarðarganga. Risavaxnar vinnuvélar keyptar vegna Hvalfj arðarganga FJÓRAR risavaxnar vinnuvélar, sem nota á til grjót- flutnings vegna smíði Hvalfjarðarganganna, hafa verið fluttar til landsins. Tvö tækjanna eru ný og kostar hvort um sig 25 miHjónir króna. Þetta eru sérhannaðar Euclid-gijótflutningsvinnuvélar, sem eru 32 tonn að þyngd og geta borið 23 tonn af gijóti. Það er tvisvar til þrisvar sinnum meira en hefðbundn- ir 10 hjóla flutningabílar anna. Tækin eru þó aðeins sex hjóla og knúin áfram af 12 cylindra Volvo-vél. Brimborg hf. flutti tækin inn fyrir Fossvirki hf. Tillögur VST um snjóflóðagarða á Flateyri Ekkí gert ráð fyrir vörn við Sólbakka Á BORGARAFUNDI á Flateyri fyr- ir skemmstu voru kynntar teikning- ar af snjóflóðagörðum fyrir ofan byggðina, en alls verða garðarnir um 1.550 metrar á lengd. Ekki er gert ráð fyrir að húsið Sólbakki við Skollahvilft verði varið sérstaklega. Það er Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen, VST, sem hefur hann- að snjóflóðavarnirnar í samstarfi við snjóflóðadeild norsku jarðtækni- stofnunarinnar. Flosi Sigurðsson verkfræðingur hjá VST segir að um þijá garða sé að ræða sem tengjast saman. Leiði- garðarnir eru tveir, ytri garður og innri garður, sem hvor um sig eru rétt rúmlega 600 metrar, og 350 metra langur þvergarður er á milli þeirra. Leiðigarðarnir eru frá því að vera 15 metrar á hæð upp í það að vera 20 metrar á hæð en þver- garðurinn er tíu metrar á hæð. Efnið er allt tekið úr skriðum á staðnum, alls um 600 þúsund rúm- metrar. Heildarkostnaður við sjálfa snjóflóðagarðana er áætlaður um 300 milljónir króna. Framkvæmdatími 30-50 vikur FIosi sagði að markmiðið væri að hefjast handa í sumar en ákvörð- un lægi þó ekki fyrir nú um annað en að ganga frá hönnun og útboðs- gögnum. Á þessu stigi hefur ekki verið samþykkt að hefja fram- kvæmdina. Þær eru háðar fjárveit- ingu úr Ofanflóðasjóði sem fjár- magnar 90% af framkvæmdinni en bæjarfélagið 10%. VST hefur gert lauslega áætlun um framkvæmdatíma og hljóðar hún upp á 30-50 vikur. „Við von- umst til þess að framkvæmdin verði komin á verulegt skrið næsta haust og fyrir næsta vetur verði búið að reisa garða úr yfir 300 þúsund rúm- metrum af efni,“ sagði Flosi. Verkið er ekki mjög mannafla- frekt og er að mestu unnið með stórvirkum tækjum. Hugsanlega verða um 20 manns í vinnu við byggingu garðanna. Hugsanlega þyrfti að skipta um jarðveg undir görðunum á nokkrum köflum vegna bleytu. Einnig verður svæðið ræst fram með skurðum fyrir ofan og neðan garðana til að varna því að vatn komist undir þá. VST og snjóflóða- deild norsku jarðtæknistofnunar- innar, NGI, unnu tillöguna að snjó- flóðagörðunum saman og þurfti hún að uppfylia þau öryggismarkmið sem Veðurstofan hefur sett í sam- ráði við umhverfisráðuneytið. Ströngustu öryggiskröfur í heimi „Við það er miðað að varnargarð- arnir stöðvi flóð sem búast má við að geti átt sér stað að meðaltali einu sinni á 500 til 1.000 árum. Þá er yerið að tala um mun stærra flóð en það sem féll á Flateyri, eða 150 metrum lengra. Við erum að tala um öryggi sem er alveg sam- bærilegt við það sem mest gerist í heiminum. Oryggiskröfurnar eru sambærilegar við þær norsku, sem eru ströngustu öryggiskröfur sem gerðar eru í dag í þessum málum,“ sagði Flosi. I verklýsingu var gengið út frá því að byggðin yrði varin. Flosi segir að fyrirhugaðir garðar muni ekki veija íbúðarhúsið á Sólbakka. Það lægi ekki fyrir nein ákvörðun um hvernig yrði staðið að því. „Við höfum sagt að við óttumst að við höfum aukið hættuna við Sólbakka,“ sagði Flosi. Hann sagði að álitamál væri hvort yrði dýrara að kaupa eignirnar upp eða reisa þar vamir. „Við bentum bara á að það þyrfti að skoða þetta nánar og það yrði að gera strax. En það hefur enginn tekið þá ákvörðun og þessi mál eru nú til skoðunar hjá sveitarfélaginu," sagði Flosi. VST benti á það sem eina mögu- lega lausn að reisa vegg við íbúðar- húsið á Sólbakka þannig að snjóflóð sem félli á þessum slóðum færi yfir húsið. Hlutverk frjálsra félaga í samfélaginu Opnari sam- skipti við stjórnvöld Ágúst Þór Árnason Mannréttindaskrif- stofan ásamt aðild- arfélögum mun standa fyrir ráðstefnu um hvert sé hlutverk fijálsra félagasamtaka í samfélag- inu þann 13.-15. júní n.k. í Norræna húsinu og í Við- ey. Ágúst Þór Árnason framkvæmdastjóri Mann- réttindaskrifstofunnar hef- ur skipulagt ráðstefnuna. ^Um hvað munu umræðurn- ar fyrst og fremst snúast? „Állt frá lokum seinni heimstyijaldarinnar hefur vægi fijálsra félagasam- taka verið að aukast. Við fall Berlínarmúrsins hljóp meiri vöxtur í starfsemi slíkra samtaka en dæmi eru um áður. í stofnskrá Sam- einuðu þjóðanna er frjálsum félagasamtökum ætlað það hlutverk að upplýsa emb- ættismenn samtakanna um það sem miður fer í mannréttindamál- um víða um heim. I hinum vest- ræna heimi hafa félagasamtök af öllu tagi verið að taka að sér mörg þau verkefni sem hefur fram til þessa verið álitið í verka- hring ríkis og sveitarfélaga. í framhaldi af því vakna spumingar um ábyrgð og skyldur beggja aðila og hvort félagasamtök geti talist fijáls ef meginhluti starfs þeirra felst í því að sinna verkefn- um sem stjómvöld eiga óbeina aðild að. Á ráðstefnunni verður rætt um grundvallaratriði af þessu tagi og reynt að smíða ramma um samskipti fijálsra fé- lagasamtaka og ríkisvaldsins. Eru fijáls félagasamtök mjög undir hælnum á ríkisvaldinu hér á landi að þínu mati? „Nei, ég myndi ekki segja það. Aftur á móti er samskiptaformið að mestu leyti óskilgreint og fé- lagasamtök vita lítt hvaða skilyrði þau þurfa að uppfylla til að stjórn- völd telji jiau alvöm „fyrirbæri". Auk Asmundar Stefánssonar er Birgit Lindsnæs frá Danmörku annar frummælandinn á ráðstefn- unni. Hvað mun hún ræða um? „Birgit Lindsnæs er aðstoðar- framkvæmdastjóri Mannréttinda- skrifstofu Danmerkur. Sú skrif- stofa hefur staðið að ijölmörgum ráðstefnum í Eystrasaltsríkjunum og öðrum fyrrum kommúnista- ríkjum Austur-Evrópu, þar sem hlutverk frjálsra félagasamtaka i lýðræðislegri uppbyggingu samfélagsins hefur verið krufíð til mergjar. Hugmyndin að ráð- stefnunni hér kviknaði þegar ég var fengin til að segja frá aðdrag- anda stofnunnar mannréttinda- skrifstofunnar hér, en í nágranna- löndum okkar þykir til mikillar fyrirmyndar að frjáls félagasam- tök skuli sameina krafta sína um svo verðugt málefni. Birgit mun segja frá reynslu dönsku mannréttinda- skrifstofunnar í fyrir- lestri sínum." Hvar standa verkalýðsfélögin í þessari umræðu, mun Ásmundur Stefánsson koma inn á það ífram- sögu sinni? „Væntanlega, en þó er við því að búast að hann fjalli um félaga- samtök í mun víðara samahengi, enda hafa fáir íslendingar kynnt sér málefni félagasamtaka, stjómmálaflokka og verkalýðsfé- laga betur en Ásmundur. Einn vinnuhópanna á ráðstefnunni ►Ágúst Þór Árnason er fædd- ur í Lágu- Hlíð í Mosfellssveit 26. maí árið 1954. Hann lauk stúdentsprófi frá Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlið 1983 og fyrri hluta meistara- gráðu í heimspeki, lögfræði og stj órnmálaf ræði frá Die Freie Universitat í Vestur-Berlín 1988. Hann var fréttaritari Bylgjunnar árin 1986-89, fréttarhari Ríkisútvarpsins frá 1989-91. Fréttamaður á Frétta- stofu Ríkisútvarpsins 1991-93 og blaðamaður á Tímanum 1993-94. Hann hefur stýrt Mannréttindaskrifstofunni frá því hún tók til starfa fyrir tveimur árum. Ágúst Þór er kvæntur Margréti Rósu Sig- urðardóttur umbrots- og útlits- hönnuði á Viðskiptablaðinu. Þau eiga eina dóttur og tvo syni átti Ágúst áður. mun fjalla um stjórnmálafélög og verkalýðsfélög en staða slíkra fé- laga í félagasamtakaflórunni hef- ur löngum verið umdeild. Þau eiga þó óneitanlega heima í hópi frjálsra félagasamtaka og það væri örugglega af hinu góða að slík félög tengdust samfélagi fijálsra félagasamtaka traustari böndum en nú er. Því miður hefur alltof lítið verið um það rætt hvert sé hlutverk verkalýðsfélaga og stjórnmálafélaga í lýðræðislegu uppeldi landsmanna. Umræðan á ráðstefnunni verður vonandi skref í áttina til nánari tengsla." Hvaða félög eiga heima í svona umræðum eins og fram eiga fara á ráðstefnu Mannréttindaskrif- stofunnar? „í sjálfu sér öll félög sem telja sig vinna að þeim málefnum sem vinnuhópamir munu §alla um, þ.e.a.s. mannúðarmálum og réttindum einstaklinga og hópa. Svo og fulltrú- ar stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga sem telja það af hinu góða að koma á meiri festu í samskiptum við fijáls fé- lagasamtök.“ Hvaða árangri vonist þið til að ná með þessari ráðstefnu? „Umræðan er árangur í sjálfu sér, en að auki vonumst við til að með þessu verði lagður grunn- ur að opnari og uppbyggilegri samskiptum stjórnvalda og fé- lagasamtaka og félagasamtaka innbyrðis.“ Lítið rætt um hlutverk verkalýðs- félaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.