Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fikt barna með eld í Ölafsfirði Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon Dekkin loguðu Frissa frískaleikarnir haldnir á Akureyri í júní Morgunblaðið/Margrét Þóra REYNIR Hjartarson gefur hrossinu að smakka á eplasafanum Frissa fríska. BETUR fór en á horfðist þegar tvö böm sem voru að fikta með eld og olíu í dekkjastafla við bæjarskemm- una við Námuveg í Ólafsfirði kveiktu óvart í dekkjunum. Eldur- inn náði að breiðast út og í skemm- una. Atvikið varð um kl. 21.30 á laugardagskvöld. Þorsteinn Bjömsson bæjar- KÓR Akureyrarkirkju efnir til söng- og hagyrðingakvölds í veit- ingastaðnum Oddvitanum annað kvöld, miðvikudagskvöldið 15. maí, og hefst dagskráin kl. 21. Kórinn syngur nokkur lög undir stjóm Bjöms Steinars Sólbergsson- ar, „Jón granni og gerræðiskór- inn“, tíu manna kór skipaður félög- um úr Kór Akureyrarkirkju undir stjóm Bjöms Leifssonar, tekur lag- ið, Björg Þórhallsdóttir syngur ein- tæknifræðingur taldi tjónið óvem- legt, skemmdir hefðu orðið á vatns- lagnaefni sem var í skemmunni og reykur farið um hana alla. Eitthvað var af tækjum innandyra en þau sluppu án skemmda. „Þetta hefði getað farið mun verr,“ sagði Þor- steinn. söng og læknarnir Pétur Pétursson og Haraldur Hauksson flytja „glúntasöngva“ með sínu lagi. Þá verður stiklað á stóm í sögu dægur- lagatónlistar í 50 ár í tali og tón- um. Einnig munu hagyrðingarnir í kómum, Bjöm Þórleifsson, deild- arstjóri Öldranardeildar Akur- eyrarbæjar, Pétur Pétursson, heilsugæslulæknir, og Benedikt Sigurðarson, skólastjóri, fjalla um þjóðfélagsmálin í bundnu máli. FRISSA frískaleikarnir í hesta- íþróttum fyrir börn og unglinga verða haldnir á Akureyri dag- ana 7. til 9. júní næstkomandi. Það er hestamannafélagið Létt- ir og íþróttadeild þess sem stendur fyrir leikunum, sem ekki eru í líkingu við venju- bundin hestamannamót heldur er ætlunin að feta í fótspor skíðamanna sem árlega efna til svonefndra Andrésar andar- leika í Hlíðarfjalli. Unnið hefur verið að undir- búningi leikanna frá áramótum, en hugmyndin hefur verið að geijast með akureyrskum hestamönnum um alllangt skeið. Leikarnir hafa verið kynntir í hestamannafélögum víða um land og komu viðtökur félögunum í undirbúnings- nefndinni á óvart. „Við gerum ráð fyrir að mörg hundruð manns leggi leið sína til Akur- eyrar í tilefni leikanna og stefnt er að því að lífga upp á bæjarlíf- ið því auk þess sem leikarnir fara fram á Hlíðarholtsvelli ætlum við að vera með dagskrá á flötinni við Samkomuhúsið,“ sagði Reynir Hjartarson einn undirbúningsnefndarmanna. Enn er ekki Ijóst hversu fjöl- mennir leikarnir verða, en skráningu lýkur næstkomandi föstudag, 17. maí. Leikar fyrir alla Ahersla er lögð á að leikarnir séu fyrir alla, ekki einungs þau börn og unglinga sem eiga eða hafa yfir að ráða úrvalshrossum og miðast keppnisreglur við það að ýta undir leikgleði og félags- anda keppenda. Keppt verður í fimm flokkum, 7 ára og yngri, 8-9 ára, 10-11 ára, 12-13 ára og 14-15 ára. Astæða þess að ekki er farin hefðbundin leið varðandi keppnishald er sú að mótshöld- urum þykir nokkuð á skorta að þátttöku barna og unglinga sé sýndur sá sómi og virðing sem þeim ber, hestamennska sé al- menningsíþrótt og því verði einnig að gefa fjöldanum sem greinina stundar tækifæri. Vænta mótshaldarar þess að innan örfárra ára verði Frissa frískaleikarnir einn stærsti ár- legi viðburðurinn á þessu sviði og stefna að því að skapa þeim nafn svipað og tekist hefur með Andrésar andar leikana. Ollum keppendum verður séð fyrir ókeypis fæði meðan á leik- unum stendur en mötuneyti verður í Verkmenntaskólanum á Akureyri og þar verður einn- ig útbúin gistiaðstaða. Kaupfélag Eyfirðinga er aðalstyrktaraðili leikanna, en Mjólkursamlag KEA framleiðir ávaxtadrykkinn Frissa fríska. Tóbaksvarnarnefnd og Sigur- björn Bárðarson og fjölskylda gefa verðlaun, en verndari leik- anna er sr. Pétur Þórarinsson í Laufási. Söng- og hagyrðingakvöld i i > > > > i Ný álma í notkun við flugstöðina á Akureyrarflugvelli Fyrsti áfangi í heildarendur- skipulagningu flugstöðvarinnar NÝ ÁLMA við flugstöðina á Akur- eyrarflugvelli var tekin í notkun síðastliðinn laugardag, en þar er aðstaða fyrir innritun flugfar- þega, afgreiðslustofur flugrek- enda, farangurs- og tæknirými og aðstaða fyrir starfsmenn. Álman er rúmir 400 fermetrar að flatarmáli og hefur hún verið í byggingu í um tvö og hálft ár. Hún er fyrsti áfangi í heildarend- urskipulagningu flugstöðvarinn- ar, sem er tvíþætt, en auk nýju álmunnar verður sú eldri endur- gerð og eru framkvæmdir þegar hafnar. Ráðgert er að þar verði salur fyrir komufarþega og frí- höfn. Einnig verður í eldra húsinu aðstaða fyrir tollgæslu og útlend- ingaeftirlit. Vinna við síðasta áfanga endurskipulagningarinnar hefst síðan næsta haust, en þar er um að ræða veitingasal, biðsal og aðstöðu fyrir vopnaleit. Með auknu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll undanfarin ár hefur skapast brýn þörf á bættri aðstöðu, m.a. fyrir tollgæslu, út- lendingaeftirlit, öryggisgæslu og fríhöfn. Vagga innanlandsflugsins Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði í ávarpi að 50 þotur hefðu farið um flugvöllinn á liðnu ári og farþegarnir verið um 150 þúsund talsins. Umsvifin væru mikil og stefnan að þau ykjust enn. Þorgeir Pálsson flugynála- HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra klippir á borðann og tekur þar með nýja álmu við flugstöð- ina á Akureyri í notkun. Þorgeir Pálsson flugmálasljóri og Jóhann H. Jónsson, framkvæmdastjóri Flugmálastjórnar, fylgjast með. stjóri nefndi í sínu ávarpi að vagga innanlandsflugsins væri á Akureyri, en þriðji hver farþegi færi um Akureyrarflugvöll enda væru yfir háannatímann farnar 7 áætlunarferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur. Þá væri beint flug til útlanda vaxandi, en um 7.000 farþegar hefðu farið um völlinn í slíku flugi. Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður, Sigfríður Þorsteins- dóttir forseti bæjarstjórnar Ákur- eyrar og Árni Johnsen flugráðs- maður gerðu mikilvægi Akur- eyrarflugvallar einnig að umtals- efni og lýstu ánægju með nýbygg- inguna, sem bætti mjög alla að- stöðu. Morgunblaðið/Margrét Þðra RITA Ddegaard frá Ósló varð fyrst farþega til að skrá sig í flug með Flugleiðum í nýja innritunarsalnum, en Bergþór Erl- ingsson umdæmisstjóri Flugleiða, afgreiddi fyrsta farþegann. Rita hefur verið nemandi á Hvanneyri og var í verknámi á Ytri-Tjömum í Eyjafjarðarsveit en var á leið heim í frí. Sameining dótt- urfélaga Sam- heija og ÚA Viðræður að hefjast FYRSTI eiginlegi viðræðufundur fulltrúa Akureyrarbæjar, Út- gerðarfélags Akureyringa og Sam- heija um hugsanlega sameiningu þriggja dótturfyrirtækja Samheija og Útgerðarfélags Akureyringa verður á morgun, miðvikudag. Meirihluti bæjarstjórnar Akur- eyrar hefur lýst yfir vilja til að selja hlutabréf sín í Útgerðarfélagi Akureyringa en bærinn á um 53% hlut í fyrirtækinu. í síðasta mánuði barst bæjarstjóra, Jakobi Björns- syni, bréf frá eigendum útgerðar- fyrirtækisins Samheija þar sem óskað var eftir viðræðum um hugs- anleg kaup þess á þriðjungshlut hlutabréfa bæjarins í ÚA og sam- einingu þriggja dótturfélaga, Strýtu og Söltunarfélags Dalvíkur sem em rækjuverksmiðjur og Odd- eyrar hf. sem nýlega keypti nóta- skipið Albert GK frá Grindavík og fær það afhent síðar í sumar. Jakob Björnsson bæjarstjóri sit- ur í viðræðuhópnum fyrir hönd Akureyrarbæjar, Jón Þórðarson stjórnarformaður og Björgólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Út- gerðarfélags Akureyringa fyrir ÚA og Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmdastjóri Samheija og Aðalsteinn Helgason fram- kvæmdastjóri Strýtu fyrir Sam- heija og dótturfélög. Flestir vom í útlöndum í liðinni viku og sagði Jakob á fundi bæjarstjómar að kraftur yrði settur í viðræðurnar nú í vikunni. i \ I ! I I \ \ í i t-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.