Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Vísitala neysluverðs rýkur upp vegna bensínhækkana Verðbólga undanfarinna þríggja mánaða 4% VERÐLAG tók kipp upp á við í apríl og vega þar þyngst þær miklu hækkanir sem urðu á bensínverði í mánuðinum, en þær námu 5,6%. Bensínhækkanirnar oliu um 0,23% hækkun á vísitölu neysluverðs, en alls hækkaði vísitaian um 0,6% í apríl. Þessi hækkun svarar til rösk- lega 7% verðbólgu á ársgrundvelli. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hins vegar hækkað um 1% eða sem samsvarar 3,9% verðbólgu á ársgrundvelli. Verðhækkanir á kjöti og græn- meti vega einnig þungt í þessari hækkun. Að sögn Rósmundar Guðnasonar hjá Hagstofu íslands, stafa hækkanir á grænmeti fyrst og fremst af því að innlendar ag- úrkur og tómatar voru að koma á markaðinn. Hækkanir á kjötverði skýrast hins vegar fyrst og fremst af því að afsláttartilboð sem í gangi voru um páskana eru fallin úr gildi og því hafi verð á kjöti hækkað á ný. BIODROGA Lífrænar jurtasnyrlivöru Engin auka ilmefni. BIODROGA Þessi hækkun vísitölunnar er umtalsvert meiri en verið hefur framan af á þessu ári, en undan- farna þrjá mánuði á undan hafði vísitalan hækkað um samanlagt 0,6%. Rósmundur segir þó engin teikn á lofti sem bendi til þess að verðbólga sé að fara af stað á nýjan leik. Hins vegar séu áhrif bensínhækkana undangenginna vikna ekki að fullu farið að gæta í vísitölunni. Hækkun bensíns um 2,5% í síðustu viku reiknist ekki inn í vísitöluna fyrr en í næsta mánuði. Sú hækkun muni leiða til u.þ.b. 0,1% hækkunar á vísitölu neysluverðs. Áhrif launahækkana í janúar enn lítil Launahækkanir þær sem urðu í byijun þessa árs virðast enn ekki hafa skilað sér út í verðlagið að neinu marki. Rósmundur segir þó að verðhækkana hafí orðið vart í ýmsum þjónustugreinum sem hugsanlega megi rekja til hækkana launa, en áhrifa þeirra hafi hins vegar lítið orðið vart í vöruverði. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,8% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,3%. Meðalverð- bólga í aðildarríkjum Evrópusam- bandsins á sama tíma var 2,7%. Lægst var hún í Finnlandi, 0,6%, en þar á eftir komu Lúxemborg og Austurríki með 1,2% og 1,5% verðbólgu. Verðbólga í helstu við- skiptalöndum íslendinga á sama tíma var 2,0%. Vísitala neysluverðs íman996(176,9 sti9) 0 Matvörur (17,1 %) | '| ^ Maí 1988 = 100 01 Kjöt og kjötvömr (4,2%) I |+1,8% 02 Fiskur og fiskvörur (1,1 %) ^□+1,9% 04 Feitmeti og olíur (0,7%) 1+2'6% 05 Grænmeti, ávextir og ber (2,1 %) I— m □' I+2,7% 1 08 Kaffi, te, kakó og súkkulaði (0,5%) -0,8% 1 Drykkjarvörur og tóbak (4,3%) I o,o% Breyting frá 2 Föt og skófatnaður (6,3%) K'1% fyrri mánuði 3 Húsnæði, rafmagn og hiti (18,5%) □ +0,4% 3 . i 1+1,1% ( n 32 Rafmagn og hiti (3,0%) 4 Húsgögn og heimilisbúnaður (6,8%) □ +0,2% 43 Raftæki (0,8%) l .111+1,6% 5 Heilsuvernd (2,5%) 0 +0,1% 6 Ferðir og flutningar (18,6%) wraaiBH+i.7% 61 Eigin flutningatæki (16,5) | |+1,8% 7 Tómstundaiðkun og menntun (11,5%) □ +0,2% 8 Aðrar vörur og þjónusta (14,3%) 0,2% E 84 Orlofsferðir (3,3%) -0, 5%l I Töturísvigum VÍSITALA NEYSLUVERÐS (100,0%) i—-| .... vísatilvægis 1 1 +0>6 /o einstakra tiða. Hlutafjár- aukning samþykkt hjá Softis HLUTHAFAR Softis hf. veittu stjórn félagsins heimild til þess að auka hlutafé þess í allt að 65 milljónir króna að nafnvirði, eða um rúmar 22 milljónir, á aðalfundi Softis í gær. Nokkrar umræður spunnust um þetta ákvæði þar sem tillögur stjóm- ar gerðu ráð fyrir því að heimildin gilti til tæpra 5 ára eða 31. desem- ber 2000 og að núverandi hluthafar hefðu ekki forkaupsrétt. Svo fór að sú tillaga var dregin til baka en ný tillaga lögð fram þar sem sá tími sem heimildin gilti var styttur í 18 mánuði eða til ársloka 1997. Ákvæðum varðandi forkaups- rétt var þó haldið óbreyttum. Á fundinum var stjórn Softis end- urkjörin en hana skipa Grímur Lax- dal, Páll Guðjónsson, Snorri Agnars- son, Bjöm Rúriksson og Óii Laxdal. Tillögur að fæðast um stuðning ríkisstjórnarinnar við fjárfestingar eða atvinnurekstur fyrirtækja erlendis FJÖLMENNT var á hádegisverðarfundi utanríkisráðherra um starfsemi íslenskra fyrirtækja erlendis í gær. Morgunblaðið/Þorkell f ( i ( ■ < I í ( t > I > AÐALFUNDUR VSÍ1996 Aðalfundur Vinnuveitendasambands Islands verður haldinn þriðjudaginn 14. maí á Hótel Sölu, Súlnasal. Dagskrá: Kl. 12.00 Setning aðalfundar. Kl. 12.10 Ræða formanns VSÍ, Ólafs B. Ólafssonar. Kl. 12.30 Hádegisverður aðal- fundarfulltrúa og gesta. Kl. 13.15 Ræða forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar. Kl. 13.40 Aðalfundarstörf. Kl. 15.00 Fundarslit. Ríkisfyrirtæki vinni að ný- , sköpun með einkaaðilum • FJÖLDI ríkisfyrirtækja og stofnana telja sig eiga möguleika á að flytja út sérhæfða þekkingu sína, annað- hvort í samstarfi við einkaaðila eða með því stofna fyrirtæki erlendis með útlendingum. Jafnframt hafa einkafyrirtæki, ekki síst á sviði hugbúnaðar, sýnt áhuga á sam- starfi við ríkisstofnanir um útflutn- ing. Þetta kom fram í ræðu Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra á hádegisverðarfundi á Hótel Sögu í gær þar sem fjallað var um varan- lega atvinnustarfsemi íslenskra fyr- irtækja erlendis. Hann minnti á að nokkur opinber fyrirtæki hefðu nú þegar tekið þátt í íslenskri útrás með einkafyrirtækj- um þ.á m. SKÝRR, Póstur og sfmi, Vegagerð ríkisins, Hitaveita Reykjavíkur, Flugmálastjórn og Vita- og hafnamálastofnun. For- ráðamönnum sumra þessara stofn- ana hefði hins vegar þótt skorta skýrar lagaheimildir til þátttöku í áhætturekstri. Með hliðsjón af þessu þyrfti m.a. að skoða hvort unnt væri að veita ríkisfyrirtækjum heimild til að taka beinan þátt í vel skilgreindum ný- sköpunar- og þróunarverkefnum með einkaaðilum á sínu sviði. Sérstök nefnd á vegum utanríkis- ráðuneytisins hefur að undanförnu fjallað um þessi mál og hvernig rík- isstjórnin geti stutt við bakið á ís- lenskum fyrirtækjum sem stunda atvinnurekstur erlendis eða hafa hug á að fjárfesta erlendis. I máli Halldórs kom fram að ís- lensk fyrirtæki búa ekki við nægi- lega góða samkeppnisstöðu á mörg- um sviðum. I fyrsta lagi þykir fyrir- tækjunum bagalegt að starfsfólkið sem þarf að dvelja langdvölum í fjarlægum löndum skuli missa ýmis réttindi sem tengdust almanna- tryggingum, t.d. hvað varðar greiðslu sjúkrakostnaðar. í öðru lagi ríkir óvissa um skattlagningu starfsmanna íslenskra fyrirtækja erlendis, meðal annars varðandi kostnað sem dreginn er frá dagpen- ingum sem greiddir eru vegna langdvalar erlendis. Mál af þessu tagi hafa verið til meðferðar hjá skattyfirvöldum og kjör fólksins er óvissu háð. Halldór kvað slíkt ekki ganga til lengdar, bæði fyrir starfs- fólkið og fyrirtækin sem mörg væru í alþjóðlegri samkeppni. Of fáir tvísköttunar- samningar í fjórða lagi nefndi hann að ís- land hefði gert of fáa tvísköttunar- samninga sem gætu haft veruleg áhrif á samningsstöðu fyrirtækja. En hvað geta stjómvöld gert til að greiða fyrir áformum fjárfest- ingaraðila? I því sambandi eru uppi hugmyndir um að ráðuneytin geri sameiginlega áætlun um ráðherra- heimsóknir á helstu markaði ís- lenskra fyrirtækja. Erlendum opin- berum heimsóknum yrði beitt í þágu j atvinnulífsins og opinberar heim- sóknir farnar með þarfir fyrirtækj- anna að leiðarljósi. Varðandi fjármögnun sagði Hall- dór að íslensk fyrirtæki ættu erfitt með að afla áhættufjár hjá fjöl- og alþjóðlegum fjármálastofnunum vegna skorts á áhættufé hér heima. Gera þyrfti þeim kleift að afla hluta j áhættufjár á íslandi en slík fjár- mögnun væri lykillinn að áhættufjármögnun frá mörgum | fjöl- og alþjóðlegum fjármálastofn- unum. Með hliðsjón af þessu þyrfti að huga að því við yfirstandandi upp- stokkun sjóðakerfisins að gert yrði ráð fyrir því að sjóðirnir hafi það hlutverk að örva þátttöku íslenskra fyrirtækja í atvinnustarfsemi á er- lendri grund. Viðkomandi sjóði yrði | heimilað að leggja fram áhættufé i í formi hlutaíjár í varanlega at- vinnustarfsemi erlendis á móti hlut ' traustra íslenskra fyrirtækja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.