Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 15 Samsburys með minni hagnað London. Reuter. 1* HAGNAÐUR Sainsbury verzlana- keðjunnar í Bretlandi hefur minnk- að í fyrsta skipti í 22 ár, en hluta- bréf í fyrirtækinu hafa hækkað í verði af því að vonað er að afkom- an batni. Sainsbury hefur verið voldugasta verzlanakeðjan í Bretlandi, en varð að víkja úr því sæti fyrir Tesco seint á síðasta ári. Sainsburys segir að hagnaður fyrir skatta á síðasta fjárhagsári til 9. marz hafí minnkað í 764 millj- ónir punda úr 808 milljónum og greiddur hafí verið 12,1 pens arður á hlutabréf í stað 11,7 pensa áður. Niðurstaðan kemur sérfræðingum ekki á óvart vegna þess að Sainsburys hafði varað við versn- andi afkomu í janúar. Nú er því spáð að hagnaður á þessu ári verði 785-805 milljónir punda, en ekki 810-825 milljónir eins og áður var talið. Söluaukning virðist hæg, kostnaður mun líklega aukast og áhrifa olíuverðstríðs mun gæta að sögn sérfræðinga. Hlutabréf í Sainsburys hækkuðu um 15 í 372 pens vegna ánægju með að afkoman í fyrra var ekki verri en búast mátti við. Vonað er að sala muni aukast með útgáfu viðskiptakorta til tryggra viðskipta- vina. Markaðshlutdeild Sainsburys er 12,4% eða álíka mikil og Tescos. Luxemborg valið sölusvæði ársins hjá Flugleiðum FLUGLEIÐIR hafa útnefnt Lúx- emborg sölusvæði ársins 1995. Á síðasta ári jukust tekjur vegna farmiðasölu um 23% á svæðinu og hvergi jókst sala á Saga Ciass- farmiðum eins mikið, að því er segir í frétt frá Flugleiðum. Sig- urður Helgason, forstjóri Flug- ieiða, sagði við afhendingu þess- arar viðurkenningar að þennan árangur mætti þakka dyggu starfsfólki sem sett hefði stefn- una á mjög háleit markmið og ekki hvikað frá henni. Fiugleiðir verðlauna eitt söiu- svæða sinna á hveiju ári og við mat á frammistöðu er tekið tillit til fjölgunar farþega, tekjuaukn- ingar, framlegðar frá sölu, fjölda farþega á starfsmann og tekna á starfsmann. Sölusvæði Flugleiða í Svíþjóð og Finnlandi var númer tvö í röðinni á eftir Lúxemborg og Norðvestursvæðið, þ.e. ísland, Grænland, Færeyjar og Austur Asía varð númer þijú. I dag fljúga Flugleiðir daglega til Lúxemborgar en markaðurinn hefur breyst mjög mikið á undan- förnum árum, að því er segir í fréttatilkynningunni. Viðskipta- mannamarkaðurinn þar hefur vaxið mjög, m.a. vegna alþjóð- legrar bankastarfsemi í landinu og náinna samskipta við banka í Bandaríkjunum. Þá kemur auk- inn fjöldi ferðamanna frá Lúx- emborg til íslands. Á myndinni má sjá Sigurð Helgason afhenda Emil Guð- mundssyni, umdæmisstjóra i Lúx- emborg verðlaun sölusvæðis árs- ins 1995 við athöfn í Lúxemborg. Með þeim á myndinni eru starfs- menn Flugleiða í Lúxemborg, auk gesta frá Frankfurt og Islandi. Statoil með minni hagnað Ósló. Reuter. HAGNAÐUR Statoil eftir skatta minnkaði á fyrsta ársfjórðungi í 1.2 milljarða norskra króna úr 1.8 millj- örðum á sama tíma í fyrra. Hagnaður fyrir skatta minnkaði í 3.8 milljarða norskra króna úr 5.3 milljörðum. Rekstrartekjur jukust í 24.3 milljarða króna úr 21.2 millj- örðum. Bandaríkjadollar hækkaði gegn norskri krónu fyrstu þijá mánuði 1966, segir í tilkynningu frá Statoil. Útgefandi: Sölutímabil: Forkaupsréttur: Nafnverð hlutabréfanna: Sölugengi: Söluaðilar: Skráning: Umsjónaraðili útboðs: SILDARVINNSLAN HF. NESKAUPSTAÐ Almennt hlutafjárútboð Síldarvinnslan hf. 14. maí - 15. júlí 1996. Hluthafar hafa forkaupsrétt að hlutabréfum félagsins á tímabilinu 14. maí - 28. maí 1996. Þau hlutabréf sem óseld kunna að verða að loknu forkaupsréttartímabili mun félagið selja á almennum markaði frá 31. maí 1996. 48.000.000 kr. 5,30 á forkaupsréttartímabili og á fyrsta degi almennrar sölu. Gengið getur breyst á sölutímabilinu verði breytingar á markaðsaðstæðum. Kaupþing hf., Kaupþing Norðurlands hf., Landsbréf hf., Fjárfestingarfélagið Skandia hf., Handsal hf., Verðbréfamarkaður Islandsbanka hf., og afgreiðslur sparisjóðanna. Óskað er skráningar hins nýja hlutafjár á Verðbréfaþingi íslands. Kaupþing hf. Útboðs- og skráningarlýsing liggur frammi hjá söluaðilum og útgefanda. m KAUPÞING HF löggilt verðbréfafyrirtœki Ármúla 13a, 108 Reykjavík - Sími 515-1500, fax 515-1509 Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Tónlistarvor í Fríkirkjunni Orgeltónleikor þriðjudaginn 14. maí kl. 20.30. Nils Henrik Nilsen, dómorganisti í Kaupmannahöfn. Á efnisskrónni verk eftir: J.S. Bath, C. Franck, Leif Kayser, J.P.E. Hartmann og 0. Messiaen. Sf 1 Rýmingarsölunni lýkur á miðvikudaginn 15. maí. Skrifstofuhúsgögn, stólar, borð, skápar, hillur, skermveggir og margt fleira. Enn meiri afsláttur. Húsgagnagerð í 88 ár Smiðjuvegi 2 .Kópavogi Sími 567 21 1 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.