Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Engin skýring fundin á brotlendingu DC-9 þotu ValuJet í Flórída Þotunni nauðlent sjö sinnum vegna bilana Miami. Reuter, Daily Telegraph. ÞOTA ValuJet-flugfélagsins, sem fórst á Everglades-blautlendinu í Flórída á laugardag, hafði á síðustu tveimur árum orðið að snúa sjö sinn- um til næsta flugvallar og lenda þar vegna bilana sem vörðuðu flugöryggi hennar. Enn þykir ekkert benda til að aldur hennar hafi ráðið einhveiju um að hún fórst en þotan, sem var af gerðinni McDonnell Douglas DC-9, var 27 ára gömul. Stóðst hún sér- staka öryggisskoðun eftirlitsmanna bandaríska loftferðaeftirlitsins (FAA) sl. þriðjudag. Engin skýring hefur fundist á því hvers vegna þotan fórst. Einkaflugmaður, Daniel Muel- haupt, sem var á flugi skammt frá slysstaðnum, varð vitni að því er þota ValuJet-félagsins fórst. Hann sagði að hún hefði fallið nánast lóð- rétt til jarðar og stungist á nefið í jörðina. „Hún stakkst niður eins og spjót. Upp steig vatns- og eðjusúla, eins og sprengja hefði fallið,“ sagði einkaflugmaðurinn. Slysstaðurinn er á 13.000 ferkíló- metra blautlendi og er seigfljótandi jarðvegs- og gróðureðja talin 10 metra þykk þar sem þotan kom nið- ur. Þar eru heimkynni mörgþúsund krókódfla, fugla og annarra dýrateg- unda og ógerlegt um að fara nema á litlum flatbytnum með loftskrúfu. Aðstæður aldrei erfiðari BJÖRGUNARMENN kemba leitarsvæðið í Everglades-blautlendinu á Flórída í gær en þar fórst DC-9 þota ValuJet-félagsins á laugardag. Menn, sem rannsakað hafa tugi flugslysa í snarbröttum fjallshlíðum og í vetrarstormum, sögðu aðstæður í Everglades til að finna brak úr þotunni og ná því upp væru þær erfiðustu sem þeir hefðu komist í. Robert Francis, aðstoðarforstjóri Öryggisstofnunar samgöngumála (NTSB), sagði að langan tíma gæti tekið að finna og ná upp braki. Aukinheldur væri það sérstök þraut og erfið úrlausnar að koma tækjum til björgunar á slysstað. Rætt hefur verið um að leggja flotbryggjuveg að slysstaðnum, en hann er um 300 metra frá næsta fastalandi, þilja síðan slysstaðinn af og dæla vatni og eðju burt. Hreyflar þotunnar fundust á sunnudag, en annars hefur lítið fundist af flakinu. Því leitaði NTSB eftir því við bandaríska flotann að hann legði til hljóðsjársérfræðinga til að leita að brakinu, einkum flug- og hljóðritum hennar, með hátækni- búnaði. Slík tæki eru þó smíðuð til leitar i hafi en ekki forarvilpum. í gærkvöldi höfðu fundist líkams- hlutar nokkurra farþega en ekkert heillegt lík. Svarti kassinn ófullkominn Kafarar freistuðu þess að leita á slysstað en sáu ekki handa sinna skil. Héldust þeir í hendur nokkrir í hóp og þreifuðu með höndunum í eðjunni en án árangurs. New York Times sagði í gær, að leitarmenn, sem notuðu stangir eins og gert væri við leit í snjóflóði, hefðu fundið 20 metra langan og um sex metra breiðan hlut sem talinn væri hluti af búk þotunnar. Orsök flugslyssins er það sem rannsóknaraðilar hafa mestan áhuga á að komast að. Lausn á þeirri ráðgátu kann að finnast á flugrita hennar, svarta kassanum, sem fannst í eðjunni á slysstað í gær- kvöldi. Þó er talið að vegna aldurs þotunnar hafi flugritinn verið af gömlu gerðinni en svartir kassar af því tagi veita ekki eins fúllkomnar upplýsingar um starfsemi stjórn- kerfa og hreyfla eins og seinni tíma tækni. 109 fórust Þotan var á leið til ólympíuborgar- innar Atlanta í Georgíu-ríki frá Miami með 104 farþega og fimm manna áhöfn. Eftir um 100 mílna flug tilkynnti flugstjórinn, Candalyn Kubeck, að farþegaklefinn og stjórn- klefinn hefðu fyllst af reyk. Sagðist hún ætla freista þess að snúa aftur til Miami og átti ófarnar um 15 mflur, eða 25 kílómetra, er þotan fórst. Kubeck flugstjóri hafði tæplega 9.000 flugstundir að baki, þar af um 2.000 sem flugmaður ValuJet. Hún var gift flugstjóra sem starfar hjá American West-flugfélaginu. Fulltrúar FAA sögðu að vegna slyssins yrði gerð ítarleg úttekt á öryggis- og viðhaldsmálum hjá ValuJet-flugfélaginu næstu 30 dag- ana. Fulltrúar stofnunarinnar myndu á þeim tíma setjast í auka- sæti í stjórnklefa flugvéla félagsins til að fylgjast með starfi flugmanna, flugvélar félagsins yrðu teknar til sérstakrar skoðunar og gæðastjórn- unarkerfi þess yrði grannskoðað. Ör vöxtur ValuJet Ekkert bandarískt flugfélag hefur vaxið með sama hraða og ValuJet. Fargjöld félagsins hafa verið mun lægri en annarra félaga og leitt til þess að keppinautar stórir sem smá- ir hafa lækkað sín gjöld talsvert. Það var stofnað í Atlanta og hóf flugrekstur með tveimur DC-9 þot- um í lok október 1993. Flogið var til þriggja borga. í dag rekur það 36 slíkar þotur og flýgur til 26 borga. Flugvélarnar eru allar komn- ar til ára sinna og flestar keyptar af Delta-flugfélaginu, sem einnig er með höfuðstöðvar í Atlanta. Nýlega gerði ValuJet hins vegar samning við McDonnel Douglas verksmiðjurnar um að verða fyrsti kaupandi að nýrri þotugerð, MD-95. Hefur félagið staðfest pantanir í 50 slíkar flugvélar og gert óstaðfesta pöntun í 50 til viðbótar. Vegna skjóts vaxtar ValuJet- félagsins hafa efasemdir um að flug- rekstur þess væri ekki í nógu föstum skorðum kviknað. Lewis Jordan for- stjóri sagði áhyggjur af því tagi óþarfar. Margar bilanir hafa orðið í þotum félagsins og ein þeirra eyði- lagðist eftir að eldur kviknaði í hreyfli hennar á flugvellinum í Atl- anta. Áhyggjur hafa verið látnar í ljós um öryggi hreyfla flugflotans en þeir hafa verið keyptir notaðir frá Tyrkalandi. Undir eftirliti Nú er um það bil að ljúka fiög- urra mánaða eftirliti FAA með rekstrinum. Gerður hefur verið fjöldi tilmæla um breytta starfshætti varð- andi þjálfun áhafna, viðhald og rekstur sem félagið hefur tekið til greina. Þrír af hverjum fjórum flug- mönnum ValuJet hafa verið ráðnir til starfa frá stórum flugfélögum, 70% flugmannanna voru herflug- menn og hafa sín á milli flogið sam- tals 4.338 árásarferðir í hernaði og hlotið 473 heiðursmerki hersins. Aðild Króatíu að Evrópuráði frestað? Strassborg. Reuter. EVRÓPURÁÐIÐ kann að fresta því í vikunni að taka Króatíu í hóp aðildarríkja sinna. Ástæðan er áhyggjur aðildar- ríkjanna af nýleg- um ákvörðunum Franjos Tudjman forseta í málum, sem snerta borg- araleg réttindi í landinu. Búizt er við að fastafulltrúar hinna 39 aðildarríkja Evrópuráðsins geri út um málið í dag eða á morgun. Samkvæmt heimildum Reutere-fréttastofunnar í Strassborg stafa áhyggjur aðild- arríkjanna einkum af ákvörðun Tudjmans um að leysa upp lýðræð- islega kjörna borgarstjóm Zagreb, þar sem andstæðingar hans eru í meiri- hluta, og að lög- sækja nokkur óháð dagblöð. Evrópuráðið hefur það hlutverk að standa vörð um lýðræði og mannréttindi í álf- unni. Öll ríkin 39 verða að veita samhljóða samþykki sitt fyrir aðild *★★★* EVRÓPA^ fc V. V Lena Hjelm-Wallen utanríkisráðherra Svíþjóðar og írskur starfs- bróðir hennar, Dick Spring, ræðast við í upphafi fundar utanríkis- ráðherra ESB. nýs ríkis að ráðinu. Þing Evrópu- ráðsins samþykkti aðild Króatíu 24. apríl síðastliðinn, eftir að stjórnvöld í landinu höfðu gefið 21 loforð um umbætur, þar á meðal um lýðræðislegt kjör borgarstjóra í Zagreb og um að frjáls fjölmiðlun yrði tryggð. 1 Simpson fær blendnar móttökur BANDARÍSKA ruðningshetj- an O.J. Simpson, sem sýknað- ur var á síðasta ári af ásökun- um um að hafa myrt eiginkonu sína og vin hennar, hefur fengið heldur blendnar móttökur í Bretlandi. Hann kom þangað á sunnudag og mun m.a. ræða við nemendur í Oxford og koma fram í sjónvarpi. Hafa fjölmiðlar fjallað töluvert um komu hans og þá að mestu á neikvæðum nótum. Þá hafa verið gerð hróp að Simpson og hann kallaður „morðingi". Simpson Ástandið versnar í N- Kóreu MATVÆLA- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna varaði í gær við því að ástand- ið í Norður-Kóreu hefði versn- að mjög og að búist væri við að matarskorturinn í landinu myndi aukast til muna á næstu mánuðum. Uppskera síðasta árs væri uppurin og nær engar matarbirgðir í landinu. Nýtt hneyksli í Tyrklandi NÝTT hneykslismál skók tyrk- nesku stjórnina í gær en þá upplýsti Mesut Yilmaz, forsæt- isráðherra, að um 430 milljón- ir kr. vantaði í leynilegan sjóð stjómarinnar, sem aðallega átti að nota til að fjármagna aðgerðir hers og öryggislög- reglu. Sökuðu flokksmenn Tansu Ciller, sem situr í ríkis- stjóm með Yilmaz og var fyrir- rennari hans í embætti, Yilmaz um að reyna að sverta Ciller en hún á nú þegar yfir höfði sér ákæru um að hafa notfært sér aðstöðu sína til að hagnast á einkavæðingu bílafyrirtækis. Kasta vatni í klögnskyni ÍBÚAR i Stigtomta í Suður- Svíþjóð gripu um helgina til óvenjulegra aðgerða til að mótmæla mengun í nágrenni bæjarins. Gripu um 2.000 bæjarbúar, karlar, konur og börn, til þess ráðs að kasta af sér vatni opinberlega til að vekja athygli á málstað sínum. Deilt um skipsflak HART er nú deilt fyrir írskum dómstólum um eignarrétt yfir flaki farþegaskipsins Lusita- niu, sem Þjóðveijar sökktu fyrir rúmum 80 árum, í heims- styijöldinni fyrri. Stendur deil- an á milli bandarísks auðkýf- ings og írska ríkisins sem telja sig eiga flakið en sögusagnir hafa verið á kreiki um að mik- il verðmæti og töluvert magn vopna hafi verið um borð þeg- ar skipinu var sökkt. Yfir 1.200 manns fórust með því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.