Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 19 ERLENT Jeltsín með forskot í þremur könnunum Moskvu. Reuter. ÞRJÁR nýjar skoðanakannanir í Rússlandi benda til þess að Borís Jeltsín forseti sé nú með ívið meira fylgi en Gennadí Zjúganov, fram- bjóðandi kommúnista og helsti andstæðingur hans í komandi for- setakosningum. Jeltsín hefur náð 0,5-4 prósentu- stiga forskoti á Zjúganov, ef marka má kannanimar, sem voru birtar á sunnudag. Skekkjumörkin voru sögð 4%, þannig að munurinn telst ekki marktækur. Samkvæmt skoðanakönnun Fé- lagsvísindastofnunar þingræðisins, sem birt var nokkrum dögum áður, var fylgi Zjúganovs hins vegar 43-45% og Jeltsíns 25%. Kannanir stofnunarinnar hafa reynst áreiðanlegri en aðrar kannanir í Rússlandi í síðustu kosningum. Fréttaskýrendur sögðu að taka bæri niðurstöðum kannananna þriggja með varúð en þær gæfu þó vísbendingu um fylgissveiflurn- ar almennt. Kannanirnar staðfestu þá niðurstöðu Félagsvísindastofn- unar þingræðisins að Jeltsín hefði sótt í sig veðrið á síðustu tveimur mánuðum. Þær bentu ennfremur til þess að Jeltsín myndi fara með sigur af hólmi ef enginn fengi meirihluta atkvæða í kosningunum 16. júní og kjósa þyrfti milli tveggja efstu frambjóðendanna í júlí. Lebed hafnar samvinnu Kannanirnar eru góð tíðindi fyr- ir Jeltsín, sem reynir nú að sam- eina þá frambjóðendur 'er kenna sig við lýðræði og umbætur í bar- áttunni gegn kommúnistum. Hag- fræðingurinn Grígorí Javlínskí, umbótasinnaður frambjóðandi, sagði um helgina að erfitt yrði að ná samkomulagi um stuðning við Jeltsín og miðjumaðurinn Alek- sander Lebed, fyrrverandi hers- höfðingi, sagði að ekki kæmi til greina að semja um slíkt. „Því miður get ég ekki gengið í slíkt bandalag einfaldlega vegna þess að ég tel núverandi stjórn engu betri en kommúnista," sagði Lebed. Kappræðum hafnað Jeltsín sagði á kosningafundi um helgina að hann og Javlínskí væru „að sameinast" en hagfræð- ingurinn vísaði því á bug og kvaðst ekki ætla að ganga til liðs við for- setann. Hann hefði „enga ástæðu til að gefa út slíkar yfirlýsingar nema í þágu eigin kosningabar- áttu“. Javlínskí kynnti stuðningsmönn- um sínum í Pétursborg tveggja ára áætlun sem hann hyggst fram- fylgja nái hann kjöri. Henni var strax gefið nafnið „700 daga áætl- unin“ og er þar vísað til „500 daga áætlunarinnar", sem var rædd á síðustu vikum Sovétríkjanna, en Javlínskí var einn af höfundum hennar. I nýju áætluninni lofar Javlínskí að flytja rússnesku hersveitirnar frá Tsjetsjníju innan hundrað daga eftir að hann næði kjöri og efna síðan til þjóðaratkvæðis um fram- tíð héraðsins. Næsta forgangs- verkefni yrði að bæta lífskjör aldr- aðra, námsmanna og opinberra starfsmanna, fjárins yrði aflað með skattahækkunum. Huggun Nokkurrar taugaveiklunar hefur gætt að undanförnu meðal stuðn- ingsmanna Jeltsíns og einn þeirrs lagði jafnvel til að hann frestað kosningunum. Þeim ætti þó ac vera nokkur huggun í nýjusti skoðanakönnununum. Könnun VTsIOM, sem náði til 1.600 manns, benti til þess að meðal þeirra, sem ætla að kjósa, styddu 28% Jeltsín og 27% Zjúg- anov. RAMIR-stofnunin, sem tengist Gallup, spáði Jeltsín 29% og Zjúg- anov 25%. Samkvæmt þriðju könn- uninni, sem Stofnun almennings- álitsins framkvæmdi, er fylgi Jelts- íns 25% og Zjúganovs 24,5%. Þátttakendurnir voru einnig spurðir hvorn þessara tveggja frambjóðenda þeir myndu styðja ef kjósa þyrfti á milli þeirra í júlí. 37% sögðust þá myndu kjósa Jelts- ín og 31% Zjúganov samkvæmt könnun VTsIOM, 41% Jeltsín og 33% Zjúganov samkvæmt RAMIR, og 39,2% Jeltsín og 31,7% Zjúg- anov í könnun Stofnunar almenn- ingsálitsins. Reuter GENNADÍ Zjúganov, frambjóðandi rússneskra kommúnista, á kosningafundi í Nizhní Novgorod á sunnudag. r Sjóðheit sending frá New York! WBBBIBBBUBSEá ■ ■ Bandarískir bókadagarí Eymundsson Austurstræti í dag hefjast bandarískir bókadagar í Eymundsson í Austurstræti. Á boðstólum verða hundruð glænýrra bókatitla frá Bandaríkjunum. Allt frá einstökmn bókum til heilla bókaflokka, skemmtiritum til fag*urbókmennta. Athugið aö þessar nýju bækur eru á einstaklega hagstæðu verði! l&k'W Góðar bækur - segin saga aW Eymundsson AUSTURSTRÆTI 18 • SÍMAR 51 1 1140 OG511 1130
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.