Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Vinsælustu iðngreinarnar Yfirlit yfir gildandi iðnnámssamninga í ársbyrjun 1996 í löggiltum iðngreinum ul/ít uimun 1 Húsasmíði . XV 145 VX 14 7 . 12 26 23 46 46 44 10 373 .1 2. Vélsmfði 51 10 7 12 24 29 6„ 0 18 5 162 3. Matreiðsla 113 2 0 1 16 2 2 2 9 1 148 1 á, Málaraiðn 65 4 1 3 13 1 .2 21 16 2 128 . I K. Framreiðsluiðn 80 2 0 0 9 1 2 , 2 3 0 99 i 6, Múraraiðn 36 4 0 2 3 2 4 4 ,18 1 74 , 7. Hárgreiðsluiðn 52 3 2 1 2 2 2 1 5 .3 73 i 8. IQötiðn 40 Q 0 3 ia 3 6 3 1 0 69 9. Bakaraiðn 39 4 2 0 4 6 2 1 6 .. . 4 68 32 2 1 5 5 7 . 4 J2 7 1 66 ll 1 Tíárqnyi+iSn 45 1 1 0 . 5 1 1 0 5 0 59 j 11. Pípulagnir 29 1 0 1 4 0 1 .15 7 1 59 12. Rafvirkjun 12 1 1 2 13 2 4 5 4 1 45 1 13. Netagerð 13 3 2 1 . 5 2 0 1 0 4 51 23 0 0 0 . 0. 0 0 0 2 0 25 i 14. Snyrtifræði 20 0 0 f) 1 0 . 1 0 1 2 25 •15. Skrúðe:arðvrkia 16 0 0 0 2 0 0 0 5 0 23 i 16. Blikksmíði 12 5 0 0 1 0 1 1 Q 0 20 , 16. Prentsmíði 20 0 0 0. 0 0 Q.. 0 0 0 20 ! 17 Hársk. ng rakaraiðn 10 1 0 0 4 Ql 1 ,X 1 1 19 18. Gull- og silfursmlði 11 . . 0 1 0 .......3.... 0 1 Q 1 0 17 18, Btálskipasmfði 0 0 0 ft 7 0 Q 0 2 8 17 19. Bifreiðasmíði 8 0 0 0 1 1 2 1 1 . 0 14 19. VeggfoðruiL .8 0 0 0 1 Q 0 3- 2 Q 14 Sfl. Mjnlknriðn 3 0 2 3 0 0 13 2L Bflqmálnn 5 0 0 0 1 Q. Q 3 1 0 10 Í21. Bókband 10 0 0 .. 0 0 0 0 0 0 0 10 9.9. PprsnnnijnsmynHnn 8 0 0. 0 0 0 0 0 1 0 ..... .9...... 23. Rafveituvirkjun 3 0 0 ..... 2.... 3 0 0 0 0 0 8 23. Eennismíði 4 1 0 1 ft 0 0 0 1 1 8 í>4 Hnsjrafmasmíði 7 n 0 0 0 0 0 0 0 0 .7. 25. Stálvirkjasmíði 0 1... 0 0 0 Q 1 1 Q .6 26. Rafsuða 2 0 0 0 0 Q 1 1 Q 1 5 26, Skósmíði 4 . 0 ft 0 fl 0 0 Q. 1 0 5 „ Ö7 Almenn IjnsmynHnn 3 0 . 0 .. o.. .0 . . Q Q 0 0 0 3 2 . 0 0 0 0 0 Q Q . .. 0. 1 3 98 RnLncrnrð 1 0 fl Q 1 0 0 0 0 0 2 9.9,. Sknviðgnrð 2 0 Q Q 0 Q 0 Q Q 0 2 29. Mótasmíði 0 0 .. (L. 0 . - 0 0 0 0 1 0 1 29. Söðlasmiði 0 0 ft . 0 0 0 0 1 0 Q„ 1 SAMTALS 937 58 26 48 J.7D. 83 93 115 164 47 1741 LANGMEST aðsókn er um þessar mundir í húsasmíði og eru 373 manns á samningi í þeirri grein, en aðeins einn nemi er í söðlasmíði og sömuleiðis í mótasmíði, sem tilheyrir málmiðnaði. I nokkrum iðngreinum fer nám eingöngu eða að mestu fram innan skólanna og fara nemar því ekki á samn- ing. Dæmi um slíkar greinar eru: rafeindavirkjun, klæðaskurður karla og kvenna, kjólasaumur og feldskurður. Nokkrar iðngreinar eru að mestu stundaðar erlendis eins og flugvélavirkjun og úr- smíði. Nokkrar iðngreinar eru orðnar mjög sjaldgæfar eins og glerslípun og speglagerð og hattasaum- ur, sem enginn hefur farið á samning í undanfarin 20 ár. í tágariðn og hljóðfærasmíði hefur einung- is einn maður stundað nám í hvorri grein fyrir sig og 1-2 menn hafa lært leturgröft frá upphafi. skólar/námskeið Samkeppni um kennsluforrit tölvur ■ Tölvunámskeið Starfsmenntun: - 64 klst tölvunám - 84 klst. bókhaldstækni Stutt námskeið: - PC grunnnámskeið - Windows 3.1 og Windows 95 - Word grunnur og framhald - WordPerfect fyrir Windows - Excel grunnur og framhald - Access grunnur - PowerPoint - Paradox fyrir Windows - PageMaker fyrir Windows - Intemet námskeið - Tölvubókhald - Novell námskeió fyrir netstjóra - Barnanám - Unglinganám í Windows - Unglinganám í Visual Basic - Windows forritun Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja öllum námskeiðum. Upplýsingar og skráning í síma 561 6699, netfang tolskrvik@treknet .is, veffang www.treknet.is/tr. Tölvuskóli ReykJavíkur BorKartúni 28, sími 561 6699. ýmlslegt j myndmennt ■ Glerlistanámskeið Jónas Bragi, glerlistamaður, heldur nám- skeið í steindu gleri og glerbræðslu. Nánari upplýsingar í sfmum 562 1924 og 554 6001. handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Samvinna við Burda. Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Sigríður Pétursd., s. 551 7356. tungumál ■ Enskunám í Englandi I boði er enskunám aUt árið við virtan enskuskóla. Barna- og unglinganámskeið 6-18 ára í sumar. Fararstjóm með yngstu nemendum. Fjölskyldur velkomn- ar. Fámennir hópar. Fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Skoðunarferðir og iþróttir í lok skóladags og um helgar. Allar nánari upplýsingar gefur Marteinn M. Jóhannsson eftir kl. 18.00 í síma 581 1652. Þrettán tillögnr bárust ÞRETTÁN tillögur bárust í hug- myndasamkeppni um kennslufor- rit í íslensku, raungreinum eða dönsku, sem Grandaskóli efndi til fyrir skömmu, en skiladagur var 10. maí sl. „Þetta eru jafnvel held- ur fleiri tillögur en menn gerðu ráð fyrir,“ sagði Örn Halldórsson aðstoðarskólastjóri eftir fyrsta fund dómnefndarinnar. Hugmyndir að forritum sem skilað var inn voru aðallega í líf- fræði auk íslensku og dönsku. „Hugmyndirnar eru misjafnlega mikið unnar, eins og við gáfum raunar kost á, en við fyrstu sýn líst mér vel á þær. Greinilegt er að þeir sem skilað hafa inn þekkja vel möguleikana sem eru fyrir hendi í tölvum. Við teljum hug- myndirnar ekki óraunhæfar. Við eigum hins vegar alveg eftir að skoða kennslufræðilega þáttinn.“ Niðurstöður verða kynntar laugardaginn 18. maí á 10 ára afmæli Grandaskóla. ■ Nám í cranio sacral- jöfnun 1. hluti af þremur 22.-28. júnf. Kennari: Svarupo H. Pfaff, lög- giltur „heilpraktikerin" frá Þýskalandi. Uppl. og skráning í síma 564 1803. Blað allra landsmanna! HHofgmihliihlh - kjarni málsins! Morgunblaðið/Árni Sæberg SIGRÚN Gísladóttir skólastjóri Flataskóla segir að svo virðist sem margir uppalendur hafi gleymt því að börn þurfi meiri svefn en þeir sjálfir. Aðstöðumunur skólabama vegna skorts á uppeldi I HRÓPLEGUR aðstöðumunur er meðal 6 ára barna við upphaf skólagöngu, að mati Sigrúnar Gísladóttur skólastjóra Flata- skóla og forseta bæjarstjórnar i Garðabæ. Á fundi um skólamál fyrir skömmu kom fram að hún telur að þarna megi sjá hina eig- inlegu stéttaskiptingu nútímans á íslandi. „Annars vegar eru börn sem eru í andlegu jafnvægi með góðan málþroska, þau sem hafa með öðrum orðum fengið gott uppeldi og atlæti. Hins veg- ar eru börn sem hafa lítið sem ekkert fengið, eru hömlulaus, óörugg og kunna ekki skil á þvi sem má og ekki má,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið. Sigrún telur ýmislegt benda til að fólk almennt átti sig ekki á hversu mikilvæg hin fyrstu ár barnsins séu í uppeldi. Hún kveðst sjá börn við upphaf skóla- göngu sem virðast vera taparar frá byrjun vegna skorts á að- hlynningu og uppfræðslu. „Þeg- ar ég var við nám í Skotlandi var okkur sýnd mynd af barnahópi, sem var fylgt eftir frá upphafi skólagöngu og fram eftir aldri. Þar kom bersýnilega í ljós að bömin eru að miklu leyti mótuð þegar þau koma í skóla.“ Sigrún segir það ráðast algjör- lega af þeim undirbúningi sem börn hafi fengið fyrir skóla- göngu hveraig þeim gangi að meðtaka námsefnið. „Auðvitað hafa upplag og erfðir eitthvað að segja, en það skiptir sköpum hvað foreldrar hafa gefið börn- um sínum af atlæti og ögun. Ef þetta hefur ekki átt sér stað eru börain ekki tilbúin að læra,“ sagði hún. Að þora að segja nei Þá tekur Sigrún fram að for- eldrar virðist óöruggir og viti ekki hvað sé barninu best. Bestu foreldrarnir séu þeir sem þori að segja nei sérstaklega þegar barnið er orðið unglingur. Hún segist oft hafa rekist á börn sem séu mjög ókurteis, en hún hafi fyrir löngu áttað sig á að það sé ekki vísvitandi heldur sé ástæðan sú að barnið viti ekki hvar mörkin eru. Það megi relq'a til þess að böra séu lítið í samvist- um við fullorðna og þá vanti eðli- leg viðmið. „Þau eru oft ein heima og þá er besti vinurinn oft ísskápurinn, myndbandið og sjónvarpið.“ Sigrún leggur mikla áherslu á að foreldrar taki svefnvenjur barna sinna til alvarlegrar end- urskoðunar. „Það er eins og allt- of margir uppalendur hafi gleymt því að börn þurfa að sofa meira en fullorðnir. Börn á barnaskólaaldri þurfa að sofa 10-12 tíma og þá frekar nær efri mörkunum," sagði hún og bætti við að svefn ásamt hollri fæðu væri undirstaða alls. Það dugi j hins vegar ekki eitt sér heldur verði andlegt atlæti að haldast í * hendur við hið líkamlega. „Ég segi stundum í gríni og alvöru við þau sem koma geispandi og syfjuð, að það sé miklu betra fyrir þau að vera heima og sofa!“ Markmið að halda börnum vakandi Sigrún segist þó binda vonir við að þegar skólinn verði einset- j inn komist meiri regla á svefn- | tíma barna. Hún heldur því fram “ að þegar börn séu eftir hádegi hafi sumir foreldrar það að markmiði að halda börnum sín- um, allt niður í 6 ára, vakandi fram eftir kvöldi til að þau sofi lengur að morgni, þar sem þau séu oft ein heima. „Það er eins og lenska að börnin passi sig sjálf. Hugsunin er: Ef hinir leyfa Þ börnum sínum að vera einum þá hlýt ég að geta það líka.“ | Sigrún segist vel geta tekið undir þá fullyrðingu sem oft hafi verið fleygt fram að ísland sé barnfjandsamlegt þjóðfélag. „Foreldrar eru að reyna að bjarga sér og af því að verð- mætamatið er skekkt gleymist aðhlynningin. Lífsbaráttan er hörð og þeir sem hafa það fjár- hagslega erfiðast eru einmitt unga fólkið sem er að ala upp börnin. Gerðar eru óraunhæfar | kröfur í þjóðfélaginu. Uppeldi snýst ekki bara um að skaffa nóg, að börain eigi fín föt og nóg af græjum. Þau fá miklu meira út úr því að vera meira með for- eldrum sínum.“ Hún kveðst finna til með þeim börnum sem hafa fengið lítið atlæti og litla ögun því þau standi | mjög höllum fæti. Ekki sé hægt að horfa framhjá því að mörg þeirra baraa sem era óróleg, | erfitt er að kenna og rekast illa í hópi eða bekk megi rekja til meinsemda á heimilum. „Barnið er afsprengi heimilisins. Alltof oft verða börn undir 12 ára aldri að bjarga sér á eigin spýtur og töluvert er um að þau séu gerð ábyrg fyrir yngri systkinum. Þau segjast jafnvel ekki geta verið | lengur í skólanum, þ.e. fram yfir j daglegan skólatima því þau eigi ' að passa yngri systkini." I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.