Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Um lausnarhraða og loftsteina í MORGUNBLAÐ- INU 28. apríl er grein sem ber heitið „Upp- runi hrapsteina". Höf- undur fjallar þar um mælingar á hraða loft- steina og samanburð við svonefndan lausnarhraða. „Lausn- arhraða jarðar“ skýrir höfundur sem þann hraða, sem gervi- hnöttur þurfi að hafa í upphafi til þess að honum takist að „yfir- gefa þyngdarsvið jarð- arinnar", eins og höf- undur orðar það. Þarna er eflaust um pennaglöp að ræða. Réttara væri að segja „yfir- vinna“ en ekki „yfirgefa“, því að enginn hlutur yfirgefur þyngdar- svið jarðar, hversu hratt sem hann fer. En síðan bætir höfundur við: „Alveg eins og jörðin hefur sól- kerfíð í heild sinni eigin lausnar- hraða sem er því sem næst 73 km/sek.“ Hér gætir nokkurs misskilnings. í fyrsta lagi er villandi að tala um lausnarhraða jarðar eða lausnar- Af þeim mælingum sem lagt er út af í greininni, segir Þorsteinn Sæ- mundsson, verður ekk- ert ráðið um uppruna vígahnatta. hraða sólkerfisins þegar átt er við lausnarhraða frá jörð eða frá sól- kerfinu. í báðum tilvikum er lausn- arhraðinn háður því hvar lagt er af stað, og því er ekki um neina eina tölu að ræða. Lausnarhraði frá yfirborði jarðar reiknast rúm- lega 11 km/sek., en lausnarhraði gervitungls, sem er á braut um- hverfis jörð, er minni og fer eftir fjarlægðinni frá jörðu. Lausnar- hraði frá sólkerfinu fer fyrst og fremst eftir fjarlægð frá sólu. I fjar- lægð jarðar frá sólu er lausnarhrað- inn 42 km/sek. en ekki 73 km/sek. Töluna 42 km/sek. mætti með réttu kalla lausnarhraða jarðar, því að fengi jörðin þann hraða, myndi hún losna frá sólkerfinu. Þennan sama hraða myndi loftsteinn fá, ef hann kæmi úr óendan- legri fjarlægð og hefði allan sinn hraða af fallinu í átt til sólar. Talan 73 km/sék. er 'hins vegar fengin með því að leggja hraðann 42 km/sek. við hraða jarðar á braut hennar um sólina (30 km/sek.). Þá fæst sá hraði sem fyrmefndur loftsteinn myndi hafa miðað við jörð, ef svo vildi til að hann kæmi nákvæmlega úr þeirri átt sem jörðin hreyfist í. Áður en loftsteinninn rækist á jörðina, yrði lítilsháttar hraðaaukning vegna aðdráttarafls jarðar, og við það myndi lokahraðinn hækka úr 72 í 73 km/sek. Nú berast loftsteinar að jörð úr öllum áttum, og þeir sem eiga uppruna sinn í sólkerfi okkar, ættu því að öllum jafnaði að mæta jörðu með hraða sem er minni en 73 km/sek. Meiri hraði sannar þó ekki að loftsteinninn sé lengra að kominn, því að brautir steinanna geta truflast og hraðinn aukist ef þeir fara nálægt einhverri reiki- stjörnunni. Þannig hefur reiki- stjarnan Júpíter oftsinnis slöngvað heilum halastjörnum út úr sólkerf- inu. Rykið sem streymir frá hala- stjörnum, þegar þær eru í grennd við sól, getur líka komist yfir lausnarhraðann, þar sem margar halastjörnur fara svo nærri þeim mikla hraða. Umræddri grein í Mbl. fylgir mynd með textanum: „Hvaðan koma glóandi vígahnettir?“. Eftir því sem best verður séð, er mynd- in ekki af vígahnetti, heldur hala- stjörnu. En hvað sem því líður, er rétt að berida á, að þær mælingar sem lagt er út af í greininni, bein- ast fyrst og fremst að örsmáum geimögnum, sem naumast mynda sýnileg stjörnuhröp. Af þeim mæl- ingum verður ekkert ráðið um uppruna stærri loftsteina eða víga- hnatta. Höfundur er stjurnfræðingur. Þorsteinn Sæmundsson Dragtir. blússur, bolir, buxur, pils og Aiiniii* m óninli wuuruiUeh, v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1680. Um stjórnarhætti, réttindi og skyldur NÚ ER blessað vorið komið og 1. maí nýliðinn. Sá dagur var óvenju hlýr hér á suðvesturhorninu og óvenju margir tóku þátt í kröfu- göngu stéttarfélaganna í Reykjavík þar sem mótmælt var kröftuglega frumvörpum ríkisstjórnarinnar um samskiptareglur á vinnumarkaði og um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins, en þar er vegið harkalega að réttindum og kjörum launafólks. í þessum mánuði verður tekist á um það hvort ríkisstjórnin þvingar það fram á Alþingi að frumvörpin verði að lögum eða hvort launafólki tekst að verjast þeirri aðför. Maí er einnig sá tími þegar starfsfólk er almennt ráðið til skól- arina fyrir næsta skólaár. Og það ætla ég reyndar að gera að umtals- efni í þessari grein. Fólk hefur komið sér saman um ákveðnar regl- ur um hvernig að því skuli staðið, væntanlega í því skyni að sem best takist til við að ráða fólk til skól- anna, að þeir fái hæfasta starfsfólk sem völ er á á hveijum tíma og til þess að tryggja sem best að starfs- fólk - og þá hef ég einkum í huga kennara - geti sótt um þau störf sem laus eru, á jafnréttisgrund- velli. Ég mun sérstaklega fjalla um málið eins og það snýr að fram- haldsskólum, þar þekki ég best til sem trúnaðarmaður stéttarfélags í framhaldsskóla, fulltrúi í skóla- nefnd og sem umsækjandi. í menntamálaráðuneyti, sem hefur eftirlit með ráðningum kenn- ara, hafa verið útbúnar leiðbeining- ar til handa skólastjórnendum og skólanefndarmönnum um kennar- aráðningar í framhaldsskólum. Það sem nú er í gildi er sex síðna bækl- ingur, gefinn út í mars 1994. Þess- ar leiðbeiningar byggjast á lögum, s.s. um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins, um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum, á lögum og reglugerð um framhalds- skóla, stjórnsýslulögum, lögum um fæðingarorlof, lögum um kjara- samninga opinberra starfsmanna, lögum um stéttarfélög og vinnu- deilur. I leiðbeiningum er m. a. fjall- að um hvernig staðið skuli að aug- lýsingum um störf, um umsóknir og meðferð þeirra, um hlutverk undanþágunefndar, svo það helsta sé hér nefnt. Ég tel að leiðbeiningarnar og lögin sem að baki þeim liggja séu nokkuð skýr og með vönduðum vinnubrögðum ætti að vera hægt að fylgja þeim þannig að allir megi vera við það sáttir: skólastjórnend- ur, umsækjendur og ekki síst nem- endur og aðstandendur þeirra, því það eru nú einu sinni þeir sem eiga hvað mest undir því að áhugasamt og hæft starfsfólk ráðist til skól- anna. Því miður hafa skólastjórnendur í framhaldsskólunum nú síðustu árin ekki verið færir um að fylgja þeim reglum um ráðningar sem í gildi eru og gert er ráð fyrir að sé fylgt. Þar má í fyrsta lagi nefna auglýsingar og um- sóknarfrest, en skýrt er kveðið á um að hann sé fjórar vikur, væntan- lega til að tryggja að allir sem áhuga hafa á starfinu sjái auglýsing- una og hafi ráðrúm til að taka saman sín gögn og sækja um. Þetta getur hver sem rennir augum yfir auglýsing- amar í Lögbirtinga- blaðinu og Morgunblaðinu séð að ekki er haldið. Önnur atriði eru al- menningi minna áberandi, svo sem hvemig unnið er úr umsóknum og fjallað um þær, en skólanefnd við- komandi skóla á að fjalla um um- sóknir og gera tillögur um ráðningu starfsfólks til skólameistara sem síðan ræður starfsfólk. Á síðustu misserum hafa komið upp skýr Við getum ekki búið við að ekki sé skylt að aug- lýsa störf. Steinar Matthíasson telur betra að hafa ákveðnar reglur að styðjast við. dæmi um að störf í framhaldsskól- um hafi ekki verið auglýst eins og vera ber, að umsóknir hafi verið lagðar til hliðar án þess að hljóta eðlilega umíjöllun, og að ráðið hafí verið starfsfólk sem ekki hafði eins góða menntun og ekki eins mikla starfsreynslu og annar/aðrir um- sækjendur. Þá má spyrja: hvers vegna hefur fólk ekki risið upp til handa og fóta og kvartað yfir óréttlátri með- ferð? (Það hafa í raun fáir gert.) Ég tel að það eigi sér ýmsar skýr- ingar. í fyrsta lagi eiga umsækj- endur ekki hægt um vik að bera saman umsóknir, þeir sjá yfirleitt ekki aðrar en sína eigin. í öðru lagi vill fólk helst ekki trúa því að ekki hafi verið farið rétt að, það vill enn treysta skólastjórnendum. í þriðja lagi finnst áreiðanlega mörgum að þeir eigi töluvert mikið undir .því að styggja ekki skóla- stjórnendur, það er jú til þeirra sem þeir verða að snúa sér um atvinnu. Einnig má sjálfsagt nefna að til að leita réttar síns þarf töluvert átak: fólk þekkir ekki rétt sinn, stendur frammi fyrir gerðum hlut, búið er að ráða í starfið, það stend- ur einsamalt í baráttunni, aðrir eru almennt ekki ginn- keyptir fyrir því að blanda sér í þannig mál. Að gefnu tilefni leyfi ég mér því að gefa þeim sem um þessar mundir eru að senda sínar umsóknir til skólanna nokkrar ábendingar: a) Vandið til um- sóknarinnar, sendið með henni gögn um menntun og störf, skrifaðar umsagnir fyrri vinnuveitenda (eða sjáið til þess að þær séu örugglega sendar til skólameistara þar sem sótt er um). Gleymið ekki að til- greina nákvæmlega á umsókninni hvaða gögn fylgja með. b) Sendið umsóknina í ábyrgðar- pósti og gætið þess að halda um- sóknarfrestinn (treystið ekki faxi). c) Reynið að fylgjast með því hvort umsóknin hafi borist og hve- nær hún verði tekin til umfjöllun- ar. Látið það ekki á ykkur fá hvern- ig skólastjórnendur svara í símann (sumir eiga það til að fara að tala um „platauglýsingar" og „alvöru- auglýsingar“ , hvað sem það nú er. Um það atriði verður ekki fjall- að hér, enda þótt það sé allrar at- hygli vert). d) Ef þið fáið synjun og hafið minnsta grun um að sá sem ráðinn hefur verið standi ykkur að baki hvað varðar hæfni, menntun og starfsreynslu, skrifið þá bréf innan tilskilins tíma og farið fram á rök- stuðning fyrir ákvörðuriinni (sbr. stjórnsýslulög). Svo að vikið sé aft- ur að upphafi greinarinnar: er þá einhver ástæða til að standa gegn því að lögum um réttindi og skyld- ur ríkisstarfsmanna verði breytt og ráðningarréttindi skert eins og rík- isstjórnin vill? Ég tel að svo sé. Ég tel að við öll getum ennþá síður búið við að ekki verði skylt að aug- lýsa störf, að forstöðumenn ráði fólk og reki svo til að eigin geð- þótta. Þá er betra að þeir búi við eitthvert aðhald, hafi ákveðnar reglur að styðjast við. Það er líka okkar að veita þeim þetta aðhald. Ég hef í máli mínu hér viljandi rætt um skólastjórnendur sem einn og einlitan hóp. Skylt er að geta þess að ég er þess fullviss að með- al stjórnenda er líka að finna þá sem fara fullkomlega að öllum regl- um og vinna sér og stofnun sinni virðingar að því leyti. Ég tel hins vegar að þeir beri einnig nokkra ábyrgð á því sem miður fer hjá hinum. Ég bendi á samstarfsnefnd framhaldsskóla þar sem ætti að vera hægt að taka málið upp. Höfundur er frnmhaldsskólakcnnari. Steinar Matthíasson Híð árlega hvftasunnumót Fáks verður haldið dagana 23.-27. maí nk. Keppt verður í A. og B. flokki gæðinga. Opin tölt- keppni. Ungmennaflokkur, unglingar og barnaflokkur. 150 og 250 m skeið, stökk, brokk og kerrubrokk ef næg þátttaka fæst. Skráningar á skrifstofu Fáks miðvikudaginn 15. og föstudaginn 17. maí kl. 17-20. Mótanefnd. V Góð barnaföt á betra verði! LAUGAV. 20, S. 552-5040 - FAKAFENI52, S. 568-3919 KIRKJUVEG110, VESTM., SÍMI 481-3373 LÆKJARGÖTU 30 HAFNARFIRÐI, S. 5655230
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.