Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 33 ffiosiðum gMmmeti ag dveœti fuáíounnwt aegna Einn skammtur getur verið einn meðalstór ávöxtur, 50 g af grænmeti, 2-3 kartöflur eða glas af hreinum ávaxtasafa. Hjartavernd, Krabbameinsfélagið °8 Manneldisráð hvetja fólk á öllum aldri til að borða að minnsta kosti fimm skammta af grænmeti, ávöxtum eða kartöflum á dag. Smmm AÐSENDAR GREINAR Borðum grænmeti og ávexti - 5 á dag! r GfíLDiTiW HJARTAVERND, Krabbameinsfélagið og Manneldisráð hvetja landsmenn til aukinnar grænmetis- og ávaxtaneyslu undir yfirskriftinni Borðum grænmeti og ávexti - 5 á dag! Tilefni þessa átaks er ærið því ís- lendingar borða alit of lítið af þessum holl- ustuvörum, hvort held- ur miðað er við ráð- leggingar Alþjóðaheil- brigðismálastofnunar eða innlend manneldis- markmið. Hollusta grænmetis og ávaxta hefur löng- um verið lýðum ljós. Þótt ótrúlegt megi virðast er staðfesting á þessum gömlu sannindum þó með því áhugaverðasta sem fram hefur komið í næringarvísindum undan- farin ár. Að þessu sinni tengist holl- Laufey Steingrímsdóttir Með yfírskrift átaksins er átt við, segir Laufey Steingrímsdóttir, að æskilegt sé að borða a.m.k. 5 skammta af grænmeti eða ávöxtum á dag. ustan ekki aðeins fáum hitaeining- um og ríkulegu magni vítamína, steinefna og trefjaefna, þótt þessir eiginleikar standi svo sannarlega fyrir sínu, heldur sýnir hver rann- sóknin á fætur annarri að rífleg neysla þessara matvara getur minnkað líkur á hjarta- og æðasjúk- dómum og einstökum krabbamein- um. Varla þarf fleiri vitnanna við til að útskýra eða réttlæta samstarf Hjartaverndar, Krabbameinsfélags og Manneldisráðs um þetta málefni. Með yfirskrift átaksins, Borðum grænmeti og ávexti - 5 á dag, er átt við að æskilegt sé að borða að minnsta kosti 5 skammta af græn- meti, ávöxtum eða kartöfium á dag. Einn skammtur getur verið hvort heldur sem er einn meðalstór ávöxt- ur, 50 grömm af grænmeti (1 dl), 2-3 kartöflur eða glas af hreinum ávaxtasafa. Flest borðum við aðeins tvo til þijá skammta á dag, svo hér er sannarlega verið að hvetja menn til að taka hraustlega á málunum. Einhveijum kann jafn- vel að finnast takmark- ið óraunhæft, ekki síst í ljósi þess að verð á fersku grænmeti er oft á tíðum það hátt hér á landi að fólk með tak- mörkuð fjárráð veigrar sér við að kaupa þessa hollustuvöru. Græn- metisverð er hins vegar mun sveifiukenndara en verð á annarri mat- vöru þannig að oftast má finna einhveijar tegundir sem eru á lægra verði. Eins verð- ur að taka tillit til þess að grænmeti og ávextir koma yfirleitt í staðinn fyrir aðra matvöru, það er til dæm- is ódýrara að fá sér epli eða gulrót milli mála en súkkulaðistykki. Svo aftur sé vikið að hollustu grænmetis og ávaxta, þá hafa rann- sóknir vísindamanna meðal annars beinst að því að útskýra hvers vegna neysla þessara matvara minnki svo líkur á langvinnum sjúkdómum sem raun ber vitni. Hvaða efni eða efna- sambönd eru hér að verki? Þar eru svörin engan veginn einhlít enn sem komið er, og böndin berast í ýmsar áttir. Meðal annars má nefna áhugaverðar rannsóknir sem sýna að grænmeti og ávextir hafa að geyma andoxunarefni sem eiga það sameiginlegt að hindra myndun skaðlegra sindurefna í frumum lík- amans. Sindurefnin geta valdið ýmsum usla sem tengist frumu- hrörnun, æðakölkun og þeim for- stigsbreytingum sem eru undanfari krabbameina. Til þessara ágætu fæðuefna, sem þannig koma frum- unni til varnar á ögurstund, teljast meðal annars gamlir kunningjar eins og A-, C- og E-vítamín en einn- ig efnasambönd með framandlegri heiti eins og flavín en þau eru í miklu magni í eplum, lauk, hvítlauk og káli. En hollusta grænmetis og ávaxta verður ekki afgreidd með andoxun- arefnum einum saman. Fleiri efni og eiginleikar koma þar ótvírætt við sögu, og þá ekki síst B-vítamínið fólasín. Þetta vítamín, sem einmitt er að finna í miklu magni í græn- meti, ávöxtum og ávaxtasafa, hefur sýnt á sér nýjar og athyglisverðar hliðar bæði í rannsóknum á áhættu- þáttum hjartasjúkdóma og í mæðra- vemd. Komið hefur í ljós að rífleg fólasínneysla kvenna á barneigna- aldri minnkar líkur á alvarlegum fósturgöllum sem nefnast hryggrauf og heilaleysa. Af þessum sökum eru konur eindregið hvattar til að auka við neysluna á grænmeti og ávöxt- um, og þá ekki aðeins meðan þær eru bamshafandi því neysla fyrir þungun skiptir ekki síður máli í þessu sambandi. Fram til þessa hefur grænmeti síður en svo verið fyrirferðarmikið í fæði íslendinga. Arið 1994 var sala grænmetis og grænmetisvara tæp 40 kíló á mann að frátöldum kartöflum og er það minna magn en í nokkra öðra Evrópulandi. Þar af var ferskt grænmeti tæplega 30 kíló. Grænmetisneyslan er þó greini- lega að glæðast og áhugi almenn- ings á nýjum tegundum og mat- reiðsluaðferðum leynir sér ekki. Grænmeti má líka útbúa á ýmsa vegu bæði hrátt, soðið eða steikt í svolítilli olíu og auðvitað er rétt að nota þær tegundir sem eru ódýrast- ar og bestar hveiju sinni. Hvort heldur sem er ferskt eða fryst getur grænmeti breytt hversdagslegri máltíð í sannkallaða hollustuveislu. Höfundur er forstöðumaður Manneldisráðs. i. 4.7. 8. ii. oc 14. |úní miÐöSALö 15-19 nEmö mán. sími 511-1475. ísLEnsi^A ÓPERfin Amerísku heilsudýnumar Veldu þab allra besta heilsunnar vegna íslensku, Amerisku og Kanadísku Kirópraktora-samtökin mæla með Springwall Chiropractic Hagstætt verð Urval af rúmgöflum, svefnhcrbergishúsgögnum, heilsukoddum og fI. Stéttarfélög veita félagslegt öryggi Kjarasamningar stéttarfélaga veita launafólki og fjölskyldum þess dýrmæt réttindi sem stuðla að félagslegu öryggi. Hver vill missa laun í veikindum, eiga von á fyrirvaralausum uppsögnum, fá ekki greiðslur í orlofi eða missa rétt til sjúkrabóta? Samiðn hvetur iðnaðarmenn til að standa vörð um stéttarfélag sitt. Teflum ekki félagslegu öryggi fjölskyldunnar í tvísýnu. Samiðn er samband stéttarfélaga í byggingar- iðnaði, málmiðnaði, bíliðnaði, garðyrkju og netagerð. í Samiðn er 31 félag um land allt með um 5500 félagsmenn. Sainiðn SAMBANDIÐNFÉLAGA Siiðiirlandsbraut 30. 108 Rcykjavík. Sítni 568 6055. Fax 568 1026. Hcimasíða: http://www.rl.is/samidn.html
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.