Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens 7 EG AD þu » HAPTAÐ þé/Z, I I <S#P/ /M/Á/aj... ^ rfrTi £N BNG/NH TV6L MEE> STALFS- i/lfZEHNGU fWYNOJ UNGA ÚT ( £66/ /' 3UONA Hótc/c£0/ HVaRNlG /VIA t>Afi> VETSA AÐÉcSSA /VlOS SKXJTAST HÉR VFIR BORÐIP?' _ y > VENJOLEGA ( MVNDIKBO GKW , © 1996 PAWS. INC/D«l'«m*6 by Urwvertal Prest Syrv>C«le * EM FÓSI FEITI ER.) FTEMUR SEINN > SéR) PA.V1& 3-5 Ferdinand BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Hvað borga líf- eyrisþegar fyrir slysahjálp? Frá Svölu Jónsdóttur: í BRÉPI sínu til Velvakanda sem birtist 27. apríl spurði Sigrún Þórar- insdóttir um komugjöld fyrir lífeyr- isþega á slysadeild. Hún hafði greitt 940 kr. fyrir komu á heimsókn á slysadeild auk 300 kr. fyrir rönt- genmyndatöku. Hún spurði um lág- marksgjald fyrir lífeyrisþega og sagði „Á spjaldi við lúguna stóð hins vegar að lágmarksgjald fyrir komu væri 500 kr.“ Hún lagði svo fram spurningar í þremur liðum, sem verður svarað hér. 1. Hvaða þjónusta fæst fyrir lág- marksgjald? Samkvæmt slysastofutaxta, sem gefínn er út af heilbrigðis- ogtrygg- ingamálaráðuneytinu, er komum á slysadeild raðað í þijá flokka. Flest- ar komur falla undir þriðja flokk- inn, sem hjá Sjúkrahúsi Reykjavík- ur kostar 3.820 kr. skv. taxtanum. Af því greiðir sjúklingur ákveðinn hluta og Tryggingastofnun ríkisins greiðir sjúkrahúsinu afganginn. 2. Fyrir hvaða þjónustu fær slysadeildin kr. 3.300 (13,3% af 3.300 eru 440)? Eins og áður sagði er algengasta gjaldið fyrir slysahjálp 3.820 kr. Sama gjald er greitt hvort sem er, t.d. er gert að fingurmeini, tekinn- er aðskotahlutur úr auga sjúklings eða búið er um meiriháttar bruna- sár. Fyrir slíka komu greiðir lífeyr- isþegi fyrstu 500 krónurnar auk 13,3% af þeim 3.320 kr. sem eftir eru. 3. Ef kr. 940 er lágmarksgjald fyrir lífeyrisþega, hvers vegna er gefið upp að lágmarksgjald sé kr. 500 (veggspjald frá TR frá 1. febr- úar 1996)? Á spjaldinu sem Tryggingastofn- un ríkisins gefur út og vitnað er til, stendur skýrum stöfum að fyrir komu til sérfræðings, á göngudeild, slysadeild eða bráðamóttöku greiði lífeyrisþegar 500 _ kr. +13,3% af umframkostnaði. í þessu tilfelli er það 500 kr. + 440 kr. (13,3% af 3.320). Hluti sjúklings er því alls 940 kr. Að lokum er rétt að benda á, að lífeyrisþegar geta fengið afsláttar- kort þegar þeir hafa greitt 3.000 kr. fyrir læknisþjónustu á alman- aksárinu. Þau fást hjá sjúkratrygg- ingadeild Tryggingastofnunar, Tryggvagötu 28, gegn framvísun kvittana. Lífeyrisþegi með afslátt- arkort greiðir aðeins 300 krónur fyrir venjulega komu á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. SVALA JÓNSDÓTTIR, deildarstjóri fræðslu- og útgáfudeildar Tryggingastofnunar ríkisins. Flutningur iðnfræðslu- deilda Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti Frá Gísla Júlíussyni og Sigurði Má Heigasyni: FJÖLBRAUTASKÓLINN í Breið- holti er fyrsti fjölbrautaskólinn í landinu, og er því brautryðjandi á því sviði. Undir stjórn Guðmundar Sveins- sonar, fyrrum skólameistara, og núverandi skólameistara, Kristínar Amalds, og þeirra ágætu kennara, sem þau fengu til samstarfs, var lyft grettistaki í starfsemi skólans og fjölbreytt skólastarf byggt upp, sem hefur borið hróður skólans til annarra landa, og hafa skólamenn frá öðrum löndum komið til að kynna sér starfið í skólanum. Eink- um hefur það vakið athygli, að nem- endur þurfa aldrei að lenda í blind- götu. Þetta má m.a. þakka iðn- kennsludeildum skólans sem byggj- ast að verulegu leyti á kvöldskólan- um. Flutningur iðnfræðsludeilda frá skólanum verður til þess, að hið fjölbreytta nám, sem hefur verið byggt upp innan skólans, skerðist verulega, og má því búast við, að kvöldskólinn leggist niður. Ibúar Breiðholts eru á þriðja tug þúsunda, og mun þessi breyting hafa veruleg áhrif á möguleika íbú- anna til að mennta sig. Því er brýnt, að íbúarnir láti í sér heyra um þetta mál. Við upphaf starfsemi Fjölbrauta- skólans í Breiðholti var stofnað fé- lag, sem nefndist Félag áhuga- manna um Fjölbrautaskólann í Breiðholti, og hafði það á stefnu- skrá sinni að styðja við bakið á skólanum. Fyrstu verkefnin voru að ýta undir, að stofnaður yrði kvöldskóli (öldungadeild) við skól- ann og að lokið yrði við sundlaug- ina. Einnig tók félagið þátt í kynn- ingardögum skólans og átti áheyrn- arfulltrúa í skólastjórn o.fl. Þegar fram liðu stundir virtist ekki vera nauðsyn á þessum samtökum, þannig að áhuginn á þátttöku hvarf, þar sem starfíð gekk vel. Nú virðist, aftur á móti vera þörf fýrir slík samtök aftur. GÍSLI JÚLÍUSSON, fv. formaður Félags áhugamanna í FB, SIGUÐRUR MÁR HELGASON, fv. fulltrúi Félags áhugamanna um FB. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.