Morgunblaðið - 15.05.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 15.05.1996, Síða 1
72 SÍÐUR B/C/D/E 109. TBL. 84.ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Rússar og Hvít-Rússar gegn stækkun Atlantshafsbandalagsins Útiloka ekki her til höfuðs NATO Moskvu. Reuter. PAVEL Gratsjov, varnarmálaráð- herra Rússlands, varaði ríki Atl- antshafsbandalagsins (NATO) við því í gær að Rússar kynnu að koma á fót „öflugri" herdeild með Hvíta-Rússlandi ef bandalagið héldi fast við fyrirætlanir sínar um stækkun til austurs. Sagði Gratsjov að Alexander Lúkasj- enkó, forseti Hvíta-Rússlands, styddi slíka hugmynd ef af stækk- un yrði. Gratsjov ræddi við frétta- menn í kjölfar fundar sem hann átti með starfsbróður sínum frá Hvíta-Rússlandi, Leoníd Maltsev. í frétt /níer/ax-fréttastofunnar í gær sagði að Gratsjov útilokaði ekki möguleikann á að mynda öfluga herdeild Rússa og Hvít- Rússa í Hvíta-Rússlandi. „Stjórn- völd í Moskvu og Minsk eru reiðu- búin að grípa til ákveðinna gagn- kvæmra aðgerða til að svara mögulegri stækkun NATO í aust- ur,“ var haft eftir ráðherranum. Nefndi Gratsjov sérstaklega stöðu Kalíníngrad, rússnesks svæðis sem liggur á milli Póllands og Litháen. Lýsti varnarmálaráð- herrann áhyggjum sínum vegna stöðu þess ef löndin tvö fengju aðild að NATO. Hafa Rússar ítrek- að þrýst á Pólverja að leggja fram tryggingar fyrir því að Rússar komist óhindrað til og frá Kalín- íngrad. Rússar eru stækkun NATO mjög andvígir og Lúkasjenkó, for- seti Hvíta-Rússlands, hefur áður lýst andstöðu sinni við stækkun NATO í austur. Kallaði hann bandalagið „skelfilegt skrímsli“ í ræðu í síðustu viku og sagði að Hvít-Rússar myndu grípa til „við- eigandi aðgerða" ef af stækkun yrði. ---» ♦ ♦- Evrópuráðið Aðild Króatíu frestað 400 látast í óveðri í Bangla- desh RÚMLEGA 400 manns létu lífið og 32 þúsund manns slösuðust þegar skýstrokkur gekk yfir Tangail-hérað í Bangladesh á mánudag og í gær var óttast að manntjónið gæti verið enn meira. Skýstrokkurinn fór yfir á 150 km hraða á klst. og olli gríðarlegu tjóni á nokkrum mínútum. Talið er að 100 þúsund manns hafi misst heimili sín og mörg hundruð manna er enn saknað. Heil þorp jöfnuðust við jörðu. Að sögn sjónarvotta varð him- inninn rauður og hiti geysimikill þegar óveðrið skall á. Aður hafði verið nokkuð hvasst. Tala látinna gæti náð þúsund Björgunarmenn sögðu að marg- ir hinna slösuðu væru í lífshættu og tala látinna gæti náð þúsund. Björgunarstarf er erfitt og á sjúkrahúsum er ekki pláss fyrir nema lítinn hluta hinna slösuðu. Vitni sögðu að björgunarmenn hefðu ekki haft tíma til að fjar- lægja lík fórnarlamba og slasaðir lægju margir enn á heimilum sín- um og hrópuðu á hjálp. Á myndinni sjást hermenn í Gopalpur bera slasaðan mann á börum. Árið 1991 reið yfir mannskæð- asta óveður í sögu Bangladesh. Þá létu 138 þúsund manns lífið. Chirac í Bretlandi JACQUES Chirac Frakklands- forseti hóf í gær fjögurra daga opinbera heimsókn sína til Bret- lands. Var tekið á móti forsetanum með mikilli viðhöfn, en hann ferðaðist með Eurostar-lestinni í gegnum Ermarsundsgöngin. Chirac snæddi hádegisverð í höll Elísabetar drottningar og var nautakjöt á borðum, skýr skilaboð til Frakka um þá áherslu sem Bretar leggja á að banni Evrópusambandsins við bresku nautakjöti verði aflétt. Kvaðst Chirac styðja þá kröfu Breta. Strassborg. Reuter. EVRÓPURÁÐIÐ samþykkti í gær að fresta inngöngu Króatíu í ráðið um óákveðinn tíma. Mun framhaldið ráðast af lýðræðisþróun í landinu. Þetta er í fyrsta sinn í 49 ára sögu ráðsins sem það staðfestir ekki nið- urstöðu úr atkvæðagreiðslu þing- manna. Þing Evrópuráðsins samþykkti þann 24. apríl sl. að samþykkja að- ildarumsókn Króatíu. Á þeim tíma sem liðinn er, hafa efasemdir um stöðu mannréttindamála og lýðræð- isþróun í landinu aukist mjög. Eru ástæðurnar m.a. sú ákvörðun Franjo Tudjmans, forseta landsins, að leysa upp lýðræðislega kjörið borgarráð í höfuðborginni Zagreb, ofsóknir stjórnvalda gegn óháðum dagblöðum í Króatíu og tilraunir til að standa í vegi fyrir sameiningu borgarhlut- anna í Mostar í Bosníu. ------» ♦ ♦------- Stofnsáttmáli ESB i Færeyjum, takist stjórnarflokkun- um ekki að ná samkomulagi í deilu þeirra um tillögur að stjórnarskrá Færeyja. Slitni upp úr stjórnarsam- starfmu verður gengið til kosninga í Færeyjum um mánaðamótin júní-júlí. Þjóðveldisflokkurinn lagði i mars sl. til að skipuð yrði nefnd til að gera færeyska stjórnarskrá. Lög- þingið skipaði nefnd til að fjalla um málið og mælti meirihluti hennar með því að tillagan yrði samþykkt. Hins vegar var meirihluti ekki fyrir því í þinginu. Einn nefndarmanna lagði þá fram nýja tillögu um stjórnarskrá, sem svipaði mjög til hinnar fyrri. Náðu stjórnarandstöðuflokkarnir og jafn- aðarmenn, sem sitja í stjórn, sam- komulagi um nýju tillöguna og er meirihluti fyrir henni á þingi. Það vill Sambandsflokkurinn, sem sæti á í stjórninni, ekki fallast á og sagði Edmund Joensen, lögmaður Færeyja, að yrði tillagan samþykkt, kæmi til stjórnarslita. Ekki er ljóst hvenær til atkvæðagreiðslu um til- löguna kemur en jafnvel er búist við að það verði í dag. Vilja þjóðar- atkvæði um breytingar Brussel. Reuter. NÆRRI þrír af hveijum fjórum íbú- um aðildarlanda Evrópusambandsins, ESB, eða um 71%, vilja að allar breyt- ingar á sáttmála ESB á næsta ári verði bornar undir þjóðaratkvæði. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem gerð var í aðildarlöndunum. Mestur var stuðningurinn við þjóðaratkvæði í Bretlandi, 82%. Portúgalir, Frakkar og Þjóðverjar komu næstir, en um 78% vildu at- kvæðagreiðslu. Irar hafa minnstan áhuga á sliku, 51% var því fylgjandi. Könnunin tengist ríkjaráðstefnu ESB sem nú stendur yfir. Aðeins 20% aðspurðra reyndust vita um hvað hún fjallar. Stuðningur við Evrópusambandið er um 58% í aðildarlöndunum. Mest- ur er hann í írlandi og Hollandi, um 81%, en minnstur í Svíþjóð, 26%. Reuter Stjómarkreppa yfir- vofandi í Færeyjum Þórshöfn. Morgunblaðið. STJÓRNARKREPPA er yfirvofandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.