Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐV-IKUDAGUK 1-5. MAÍ 1996 U CLVJÍ.HJÍCIJM ■......................................MORGPNBEAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Rannsóknarhola Skoðanakönnun Gallup um kjarasamninga og stéttarfélög 63% vilja auka völd al- mennra félagsmanna KONNUN GALLUP fapríl 1996 Ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með núverandi fyrirkomulag kjarasamninga?_____________ 3,7% Mfög ánægð(ur) Fremur ánægð(ur) Hvorki né Fremur óánægð/ur) Mjög óánægð(ur) Ert þú sammála eða ósammála því að auka völd hins almenna félaga í verkalýðsfálögunum á kostnað stjórna verkalýðsfélaga og trúnaðarmannaráða, eins og lagt er til í nýju frumvarpi um stéttarfélög og vinnudeilur? Mjog sammála Fremur sammála Fremur ósammála VIÐ ÍR-völlinn í Suður-Mjódd er Hitaveita Reykjavíkur að bora rannsóknarholu. Að sögn Einars Gunnlaugssonar jarð- fræðings, nýtir Hitaveitan jarð- hitasvæðið við Elliðaárnar með- fram Stekkjarbakka og er verið að kanna jaðra svæðisins. „Við erum að kanna kalt aðstreymi að svæðinu," sagði hann. „Við höfum orðið varir við kælingu á jarðhitasvæðinu, þar sem við dælum upp vatni og teyum að það komi úr þessari átt.“ Tveir þriðjuhlut- ar óánægðir með fyrirkomulag kjarasamninga MEIRIHLUTI fólks á aldrinum 15-75 ára, eða 63%, er sammála því að auka eigi völd almennra félaga í stéttarfélögum á kostnað stjórna verkalýðsfélaga og trúnaðarmanna- ráða. Þá segjast tveir þriðjuhlutar óánægðir með núverandi fyrirkomu- lag kjarasamninga. Þetta eru niður- stöður skoðanakönnunar, sem ÍM- Gallup gerði fyrir félagsmálaráðu- neytið um síðustu mánaðamót. í könnuninni var fyrst spurt: „Ert þú ánægður eða óánægður með nú- verandi fyrirkomulag kjarasamn- inga?“ Af 81,1% aðspurðra, sem tóku afstöðu, sögðust aðeins 3,7% mjög ánægðir, 19,3% frekar ánægðir, 11,1% hvorki né, 30,7% frekar óánægðir og 35,3% mjög óánægðir. Mest óánægja meðal verka- og skrifstofufólks Konur eru óánægðari með fyrir- komulag kjarasamninga en karlar. Óánægja vex jafnframt með aldri. Þeir, sem hafa lægri fjölskyldutekjur en 200.000 krónur, eru óánægðari en þeir, sem hafa hærri tekjur. Ef afstaða manna er skoðuð eftir starfsstéttum, er mest óánægja með fyrirkomulag kjarasamninga meðal verkafólks og fólks, sem vinnur ein- föld þjónustustörf, skrifstofufólks og faglærðs fólks í opinberri þjónustu og öryrkja, atvinnulausra og lífeyris- þega. í könnun Gallup var einnig spurt: „Ert þú sammála eða ósammála því að auka völd hins almenna félaga í verkaiýðsfélögum á kostnað stjórna verkalýðsfélaga og trúnaðarmann- aráða, eins og lagt er til í nýju frum- varpi um stéttarfélög og vinnudeil- ur?“ Rúmlega 83% aðspurðra tóku afstöðu. Af þeim sagðist 31% mjög sammála, jafnmargir fremur sam- mála, 11% kváðust, hlutlausir, 14% frekar ósammáia og 13% mjög ósam- mála. Minnstur stuðningur meðal kjósenda A-flokka Lítill munur er á afstöðu kynjanna í þessu máli. Munur eftir búsetu er heldur ekki marktækur. Hæst hlut- fall fólks á aldrinum 25-34 ára seg- ist sammála breytingunum, eins og þær voru settar fram í spurning- unni. Þegar afstaða fólks er skoðuð eftir tekjum kemur fram mestur stuðningur við breytingarnar í þeim hópi, sem hefur fjölskyldutekjur á bilinu 200-299 þúsund krónur. Þeg- ar skoðað er hvernig afstaða skiptist eftir stuðningi við stjórnmálaflokk- ana sést að hlutfall þeirra, sem eru sammála breytingum, er hæst á meðal kjósenda Framsóknarfiokks, Sjálfstæðisflokks og Kvennalista en lægst hjá Alþýðuflokks- og Alþýðu- bandalagsfólki. Könnunin var gerð dagana 26. apríl til 4. maí í gegnum. síma og náði til 1.150 manna slembiúrtaks úr þjóðskrá. Nettósvörun var um 70%. 35 stunda þing- umræðu lokið Vorkvef lætur á sér kræla í blíðunni Léztí bílslysi STÚLKAN, sem lézt í bíislysi á Sauðárkróki í fyrradag, hét Sandra Dröfn Björnsdóttir. Hún var á átj- ánda ári, til heimilis að Kárastíg 8 á Hofsósi. MEÐ blaðinu í dag fylgir fjög- urra síðna auglýsingablað frá BYKO. ANNARRI umræðu um lagafrum- varp um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins lauk á Alþingi í gær og hafði umræðan þá staðið í nærri 35 klukkustundir. Umræðan hófst á þriðjudag í síð- ustu viku en lauk í gær eins og áður sagði. Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra gerði lengd umræð- unnar að umtalsefni í gær og vitn- aði til ummæla Svavars Gestssonar þingmanns Alþýðubandalags um að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu haldið langar ræður þegar umhverfisráðuneytið var sett á stofn veturinn 1989-1990. Tveggja vikna ræðutími Friðrik sagðist hafa látið taka það saman, að frumvarpið um umhverf- FLUGLEIÐIR fóru í gær fyrsta áætlunarflug sitt til Halifax í Nova Scotia, og var athöfn á alþjóðaflug- vellinum í Halifax af því tilefni þar sem frú Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands, klippti á borða til marks um opnun flugleiðarinnar. Flugleiðir munu til að byrja með fljúga tvisvar í viku til Halifax og nota Boeing 737-400 vélar í flugið. Við komuna til Halifax tóku ýmsir frammárSenn á móti forseta Islands og föruneyti, en í för með forsetanum eru m.a. Halldór Ás- isráðuneytið hefði farið gegn um þrjár umræður í tveimur þingdeild- um, sex umræður samtals, og heild- arræðutíminn hefði verið 26 klukku- stundir og 50 mínútur. Hins vegar væri samanlagður ræðutími í ann- arri umræðu um frumvarpið um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkisins rúmar 34 klukkustundir. Meðal- ræðutími á viku á Alþingi væri 17 klukkustundir og þetta jafngilti því tveggja vikna ræðutíma. Fyrir liggur að frumvarpið fer aftur til efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis áður en kemur til þriðju og síðustu umræðu. Það staf- ar m.a. af því að fylgifrumvarp, sem kveður á um breytingar á sérákvæð- um í lögunum, verður ekki afgreitt á þessu þingi. grímsson utanríkisráðherra og Francois A. Mathys, sendiherra Kanada á íslandi og í Noregi. í gærkvöldi sat frú Vigdís Finn- bogadóttir og fylgdarlið kvöldverð- arboð St. Mary’s háskóla, en við athöfn í kvöld hlýtur Vigdís heiðurs- doktorsnafnbót við háskólann. í þessu fyrsta flugi til Halifax voru fulltrúar hátt í 20 íslenskra fyrirtækja, einkum í útflutningi eða alþjóðaviðskiptum, sem nýta þetta tækifæri til að kynna viðskipti ís- lenskra og kanadískra fyrirtækja. NOKKUÐ hefur borið á svoköll- uðu vorkvefi í blíðviðrinu að undanförnu. Skúli Johnsen, hér- aðslæknir í Reykjavík, staðfestir að fleiri tilfelli af kvefi og iðra- kvefi, þ.e. snöggum niðurgangi, greinist í apríl til júní og septem- ber til nóvember alla jafna en aðra mánuði. Sjúkdómstíðnin allt að fjórfaldist á umræddum tímabilum. Skúli sagði að samfara því ykist tíðni lungnabólgu hjá eldra fólki og fólki með veiklaða mót- stöðu. Mannslát meðal háaldr- aðra vegna lungnabólgu væru því fleiri en á öðrum árstímum. Ekki einhlit skýring Skúli sagði að um úðasmit væri að ræða. „Veiran fer með hósta út í loftið og getur verið þar á sveimi í nokkra klukku- tíma. Viðkomandi getur svo gengið með veiruna í hálsinum í nokkra mánuði áður en hún brýst fram. Af einhverjum ástæðum gerist það við þessi árstíðaskipti," sagði hann og tók fram að ekki hefði fengist einhlít skýring á því hvernig á þessu stæði. Hann sagði að einu hugsan- legu varnaðarorðin væru að hvetja fólk til að klæða sig miðað við aðstæður. Þau varn- aðarorð ættu ekki síst við í jafn tíðum veðrabreytingum og vor og haust á íslandi. „Við ráð- íeggjum svo fólki með slæmt kvef að vera frekar heima í nokkra daga til að dreifa ekki smitinu of mikið á vinnustaðn- um. Pólk með veiklaða mót- stöðu ætti svo að passa sig sér- staklega vel.“ Fyrsta áætlunar- flugið til Halifax Halifax. Morjfunblaðið. J I \ I > l I I I 1 I i 1 1 I f f f f f f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.