Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1996 9 FRÉTTIR Morgunblaðið/Atli Vigfússon BÆNDURNIR Jónas Vilhjálmsson og Þröstur Jónasson við risatréð á Silalæk. ■t/CVÍ Rannsókn umboðsmanns barna Eðli og umfang starfs nemenda- ráðanna kannað Risatré á Skjálf- andaflöru Laxamýri. Morgunblaðið. RISAVAXIÐ rekaviðartré sem rak á fjöru á bænum Sílalæk í Aðaldal er talið eitt stærsta og verðmætasta tré sem til lands- ins hefur borist. Tréð er vel á annan metra í þvermál og um er að ræða gæðavið sem nota á til smíða. Undanfarið hefur fyrirtækið Háireki, sem er með færanlega sögunarvél, sagað mikið magn af trjám sem búið er að taka af Sílalækjarreka. Við talningu á árhringjum kom í ljós að hér er um nær 150 ára tré að ræða en hvar það ól aldur sinn skal ósagt látið. Reki við Skjálfanda hefur verið misjafn og stundum mjög lítill en fyrir tveimur árum rak mjög mikið magn af tijábolum á fjörur og menn geta sér til um að einhversstaðar hafi losn- að um viðinn í hafísbrúninni. Vaxandi áhugi er á nýtingu þessara hlunninda. UMBOÐSMAÐUR barna er nú að kanna eðli og umfangs þess starfs sem fram fer á vegum nemendaráða grunnskólanna en samkvæmt upp- lýsingum menntamálaráðuneytisins eru starfandi nemendaráð í 113 grunnskólum landsins. Samkvæmt grunnskólalögum er nemendum heimilt að stofna nem- endaráð sem vinnur m.a. að félags- og hagsmunamálum þeirra. Gert er ráð fyrir að skólastjóri feli einum af kennurum skólans að vinna með nemendaráði og á það jafnframt að setja sér starfsreglur. Spurningalisti sendur öllum nemendaráðum Skrifstofa umboðsmanns barna hefur sent öllum nemendaráðum spurningalista þar sem m.a. er spurt hvort kennari starfi með nemenda- ráðinu, hvort það hafi sett sér starfsreglur, hversu oft það haldi fundi og hvers konar verkefni hafi verið á dagskránni á liðnum vetri. Einnig er spurt hvort nemendar- áð skipti sér af sérstökum hags- munamálum nemenda og er þá átt við atriði eins og einelti, bæði með- al nemenda sjálfra og einstakra starfsmanna gagnvart nemendum, skólamáltíðum, skólaakstri, skóla- reglum, brottvikningu nemenda, aðbúnaði í skólanum o.fl. Svör eru að berast frá nemenda- ráðum þessa dagana en skilafrestur er til 25. maí. Með könnuninni hyggst umboðsmaður barna fá skýrari mynd af samtakamætti grunnskólanemenda og vísbending- ar um með hvaða hætti hann geti best orðið nemendaráðunum að liði í starfi þeirra. I^Jj£>j i ^ i. júní yppsELtoc 4. jOm' uppselý nÆStu sÝníncöRj. jOní 8. júní 11. júm' og 14. jOní miÐOSöLön opin KJ.. 15-19 riEmo món. SÍmÍ 511-1475 ÍSLEnSKO ÓPERpn Elizabeth Arden kYNNING í DAG Holtsapóteki, Glæsibæ frá kl. 14-18. 20% kynningarafsláttur 1926 1996 Frá Skóla ísaks Jónssonar Vegna 70 ára afmælis skólans verður haldin sýning á vinnu nemenda fimmtudaginn 16. maí, uppstigningardag, milli kl. 10 og 16. Allir velkomnir. Afmælisnefnd. N ÝJAR HÚSGAGNASENDINGAR Mikið úrval af lútuðum furuhúsgögnum, sófasettum, hornsófum, kommóðum, skenkum o.fl., o.fl. - Tilvalið í sumarhúsið - OSLO hornsófi. Verð kr. 98.900 stgr. □□□□□□ HÚSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, simi 565 4100 Ríkisvíxlaz! Fjármálastjórar - sjóðir - stofnanir - fyrirtæki • Ríkisvíxlar hafa fjölmarga kosti við fjárstýringu. • Ríkisvíxlar eru örugg skammtímaverðbréf með tryggri ávöxtun. Þau eru skráð á Verðbréfaþingi íslands sem tryggir greið viðskipti við kaup og sölu. • Ríkisvíxlar eru tæki til að skapa þann hreyfanleika sem þú þarfnast. Ríkisvíxlar eru til í 500.000,1.000.000 og 10.000.000 kr. einingum og fáanlegir með mismunandi gjalddögum. Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa um tilboð á vexti á ríkisvíxlum. Sími 562 6040. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) sími 562 6040, fax 562 6068. Hvaö sem þú gerir - sparaðu meö áskrift aö spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.