Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Læknar fjarlægðu kúlu BRESKIR skurðlæknar fjar- lægðu í gær byssukúlu úr höf- uðkúpu fimm ára gamallar afrískar stúlku. Aðgerðin tók þijár klukkustundir og sögðu læknar hana hafa tekist vel. Stúlkan særðist fyrir sextán mánuðum í borgarastyijöld- inni í Sierra Leone. Létu for- eldrar hennar lífið í átökum þar. Bresk mannúðarsamtök ijármögnuðu ferð hennar til Bretlands eftir að læknar í flóttamannabúðum uppgötv- uðu kúluna og gáfu læknarnir á Norfolk-sjúkrahúsinu í aust- urhluta Englands alla vinnu sína. Lítill árangur TALSMAÐUR Bandaríkjafor- seta sagði í gær að fátt benti til að árangur myndi nást í viðræðum Bandaríkjanna og Kína um verndun höfundarétt- ar. Hafa Bandaríkjamenn hót- að refsiaðgerðum ef sam- komulag næst ekki. Vísað úr landi RÚSSNESKA utanríkisráðu- neytið greindi frá því í gær að staðið yrði við fyrri ákvörð- un um að vísa hópi breskra stjómarerindreka úr landi, en þeir hafa verið sakaðir um njósnir. Ekki var tekið fram um hversu marga Breta væri að ræða. Bretar hafa gefið í skyn að þeir muni svara í sömu mynt. Ghana tekur við flótta- mönnum STJÓRNVÖLD í Ghana féllust í gær á að taka við um 3.000 flóttamönnum frá Líberíu, sem undanfama daga hafa siglt um vesturströnd Afríku í gömlu flutningaskipi. Skipið lagði úr höfn í Líberíu þann 5. maí og hafði tvisvar siglt inn í höfnina Takoradi í Ghana áður en ákvörðunin var tekin. Töluvert var um átök I Monróvíu, höfuðborg Líberíu, í gær. Helmingur vill lýðveldi RÚMUR helmingur þing- manna breska Verkamanna- flokksins er hlynntur því að komið verði á lýðveldi í Bret- landi, samkvæmt skoðana- könnun sem mánaðaritið Parl- iamentary Monitor birti í gær. Byggði hún á svörum 152 þingmanna. Alls sögðust 51% þingmanna flokksins hlynntir fullyrðingunni „Bretland á að vera lýðveldi". Einungis 56% þingmanna allra flokka er tóku þátt í könnuninni töldu Karl Bretaprins hæfan til að gegna embætti konungs. Norðmenn óttast stór- flóð SNJÓMAGN í Finnmörku, Troms og hluta Norðurlands í Noregi er allt að 150% meira en í meðalári á þessum árs- tíma. Verði veðuraðstæður óhagstæðar og snjórinn bráðn- ar hratt eru taldar líkur á tölu- verðum flóðum á næstu vikum. ERLENT Starfsmenn í norskum véla- og málm- iðnaði leggja niður störf Hætta sögð á löngu verkfalli Ósló. Reuter. HÆTTA er talin á að verkföll í norskum véla- og málmiðnaði er hófst á mánudag gætu orðið lang- varandi. Yngve Hágensen, formað- ur norska Alþýðusambandsins, seg- ist þeirrar skoðunar að verkfallið verði að halda áfram um hríð eigi að fá vinnuveitendur að samninga- borðinu. Um 37.000 starfsmenn í norsk- um véla- og málmiðnaði lögðu niður vinnu á mánudag og er þetta fyrsta verkfallið í starfsgreininni í 72 ár. Stöðvaðist vinna í um 500 fyrir- tækjum, þeirra á meðal skipasmíða- fyrirtækið Kvæmer og Aker, auk þess sem verkfallið kann að hafa áhrif á olíuiðnaðinn í Norðursjó. Norska alþýðusambandið og sam- tök vinnuveitenda telja að verkföllin kunni að breiðast út. I Dagens Næringsiiv sagði að kostnaður við hveija verkfallsviku væri áætlaður um 15 milljarðar ísl. kr. auk þess sem hætt væri við einhveijum gjald- þrotum vegna verkfallsins. Verkfallið gæti brátt farið að hafa áhrif utan Noregs, ekki síst í evrópskum bílaiðnaði. Starfsemi í fyrirtækinu Raufoss, sem framleiðir hluti í bifreiðar, liggur niðri en fyrir- tækið framleiðir m.a. fyrir þýsku fyrirtækin BMW, Audi og Porsche og sænsku fyrirtækin Volvo og Saab. Verða sum þeirra uppi- skroppa með hluti á allra næstu dögum. Gæti stöðvað olíuframleiðslu Boðað var til verkfallsins á föstu- dag, daginn eftir að starfsmenn á olíuborpöllum aflýstu verkfalli, sem hafði lamað olíuframleiðslu á um 40% norsku borpallanna í Norðursjó í sex daga. Verkfallið nú gæti stöðv- að framleiðsluna að nýju þar sem margir verkamenn á borpöllunum eru í verkalýðsfélögunum sem boð- uðu til verkfallsins. Að sögn tals- manna olíufélaganna hefur verk- fallið enn sem komið er ekki haft áhrif. Gunnar Berge, sem fer með sveit- arstjómarmál í norsku ríkisstjórn- inni, sagði á mánudag að ekki væri fýrirhugað að grípa til aðgerða til að stöðva verkfallið. Norski ríkis- sáttasemjarinn hafði þá nýverið lýst því yfir að hann sæi ekki ástæðu til að biðja deiluaðila til að taka upp viðræður að svo stöddu. Til verkfallsins er boðað vegna óánægju verkamannanna með eftir- launaþátt nýgerðra kjarasamninga, auk þess sem þeir eru ósáttir við að 15 ísl. kr. hækkun á tímakaup reyndist lægri en sú sem samið var um hjá hinu opinbera. Reuter Beðið eftir leiðtogum HÓPUR aldraðra Tyrkja bíð- ur makindalega eftir því að bílalest leiðtoga múslimaríkja í Mið-Asíu aki framhjá. Leið- togarnir komu saman í As- hagabat í Tyrklandi í gær til að halda upp á opnun lestar- leiðar milli Irans og Túrkm- enistan. Átökin í Tsjetsjníju Boða við- ræður án skilyrða Moskvu. Reuter. VIÐRÆÐUR um frið gætu hafist á næstu dögum milli fulltrúa stjórnvalda í Kreml og skæruliða í Tsjetsjníju, að sögn /níerfax-fréttastofunnar rúss- nesku í gær. Staðfest var í gær að Viktor Tsjernomýrdín for- sætisráðherra hefði beðið Ör- yggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, um að reyna að koma á sambandi við skæru- Iiða. Interfax hafði eftir háttsett- um félaga í nefnd sem fæst við Tsjetsjníjudeiluna, að milli- göngumaður hefði þegar hitt Zelimkhan Jandarbíjev, helsta leiðtoga aðskilnaðarsinna í Kákasushéraðinu. Báðir aðilar væru samþykkir því að hefja viðræður án fyrirfram skil- yrða. Rússar hafa áður sagt að fulltrúar stjórnar sem þeir hafa komið á Iaggimar í hér- aðinu verði að taka þátt í við- ræðunum, þær verði að vera þríhliða en ekki er ljóst hvort þeir falla frá þessu skilyrði. Indverskir vinstrimenn Bjóða flokki hindúa birginn Nýju Delhí. Reuter. VINSTRI hreyfingin á Indlandi bauð í gær flokki hindúa birginn og gerði tilkall til forsætisráðherra- embættisins, sem hefur verið í höndum Congress-flokksins frá því að Indveijar fengu sjálfstæði frá Bretum árið 1947 ef frá eru skiiin Ijögur ár. Leiðtogar vinstri hreyfingarinnar og Bharatiya Janata-flokksins, stjórnmálaafls þjóðernissinnaðra hindúa, gengu í gær á fund Shank- ars Dayals Sharmas forseta og nú kemur í hans hlut að tilnefna forsæt- isráðherra. Á laugardag veitti Sharma forystumönnum flokkanna frest til gærdagsins til að leggja fram skriflegan lista yfir stuðnings- menn á þingi og sýna þannig fram á að þeir gætu myndað meirihluta- stjórn. Baharatiya Janata-flokkurinn, er stærsti flokkur Indlands eftir kosn- ingarnar með 187 þingsæti af 545 sætum á þingi og á vísan stuðning 11 þingmanna til viðbótar eftir að Alkali Dal-flokkur síkha lýsti yfir skiiyrðislausum stuðningi við hann. Congress-flokkurinn er með 136 sæti og Þjóðfylkingin-Vinstri fylk- ingin er með 117. Bæði vinstri hreyfingin og hindúa- flokkurinn hafa lýst yfir því að þeir geti hvor um sig myndað starfhæfan meirihluta á þingi með aðstoð ýmissa smáflokka og óháðra þingmanna, sem samanlagt hafa 92 þingsæti. 11 þingsætum er enn óráðstafað. ESB ræðir tillögu um að slaka á útflutningsbanni á breskt nautakjöt Afstaða Frakka ræður úrslitum Brussel. Reuter, The Daily Telegraph. NEFND evrópskra yfirdýralækna kemur saman til fundar í Brussel í dag til að taka ákvörðun um hvort aflétta eigi að hluta útflutnings- banni á breskum nautgripaafurð- um, líkt og fram- kvæmdastjómin hefur lagt til. Malcolm Rif- kind, utanríkis- ráðherra Bret- lands, átti fund með starfsbræðrum sínum á mánu- dag og sagði að honum loknum að töluverður stuðningur væri við að aflétta banninu að hluta. Horst Seehofer, _heilbrigðisráð- herra Þýskalands, lýsti þvi hins vegar yfir í gær að Þjóðveijar myndu leggjast gegn því á fund- inum. „Við höfum sett okkar skil- yrði og ég sé ekki að þau hafi verið uppfyllt," sagði Seehofer. Hann sagði ekki nóg að Bretar legðu til slátrun á sýktum naut- gripum. Einnig yrði að koma þeim áformum í fram- kvæmd. Austurríki, Spánn og Holland eru sömuleiðis andvíg því að slakað verði á útflutningsbanninu. Reuter. Umhverfisverndarsinnar mót- mæltu áformum Breta um slátrun á ungkálfum, fyrir utan breska sendiráðið i Brussel í gær. Afstaða Frakklands gæti hins vegar ráðið úrslitum en Frakkar eru sú þjóð sem mest flutti inn af bresk- um nautgripaafurðum. Hervé de Charette, utanríkisráðherra Frakk- lands, sagði á mánudag að Frakkar myndu taka „uppbyggilega" af- stöðu er kæmi til móts við Breta. Talsmaður Jacques Chiracs Frakk- landsforseta, er hóf opinbera heimsókn til Bretlands í gær, varaði hins vegar við því að ákvarðanir yrðu teknar of snemma. Reiðir íhaldsmenn Breskir íjölmiðlar segja að allt að fimmtíu þingmenn íhaldsflokks- ins muni snúast gegn ríkisstjórninni í umræðum um landbúnaðarstefnu ESB á fimmtudag ef ekki verði slakað á útflutningsbanninu. Verkamannaflokkurinn hefur knúið fram atkvæðagreiðslu i lok umræðnanna um þingsályktunartil- lögu og hóta íhaldsþingmennirnir að snúast á sveif með stjórnarand- stöðunni. *★★★* EVRÓPA^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.