Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bill Clinton Bandaríkjaforseti Andvígur hjóna- bandi sam- kynhneigðra Washington. Reuter. TALSMAÐUR Bills Clintons Bandaríkjaforseta sagði á mánudag að forsetinn. væri andvígur því að samkynhneigðir gengju í hjónaband og sögðu fréttaskýrendur að greini- lega væri hér um að ræða tilraun til að koma í veg fyrir að repúblik- önum tækist að gera réttindi sam- kynhneigðra að kosningamáli. Mike McCurry, talsmaður Clint- ons, var spurður á blaðamanna- fundi hvort forsetinn mundi styðja löggjöf þess efnis að einstök ríki Bandaríkjanna mættu ákveða hvort hjónabönd fólks af sama kyni yrðu viðurkennd. „Forsetinn er andvígur hjóna- böndum fólks af sama kyni,“ svar- aði McCurry. „Við munum fara vandlega í saumana á lagafrum- varpinu, sem er til umfjöllunar." Sögð grafa undan fjölskyldunni McCurry gaf einnig í skyn að Clinton væri þeirrar hyggju að hjónabönd samkynhneigðra græfu undan íjölskyldunni og gæti sú af- staða vakið reiði meðal samkyn- hneigðra, sem studdu Clinton í for- setakosningunum 1992. Um þessar mundir er mál um hjónabönd fólks af sama kyni fyrir dómstólum á Hawaii. Fari málið þannig að stjórnvöld á Hawaii verði að taka slík hjónabönd gild yrðu öll önnur ríki að gera slíkt hið sama vegna ákvæðis, sem er í bandarísku stjórnarskránni. Repúblikanar lögðu í síðustu viku fram frumvarp, þar sem hjónaband er skilgreint sem lögbundið sam- band karls og konu og kveðið er á um það að stjórnvöldum hvers ríkis fyrir sig verði í sjálfsvald sett hvort hjónabönd samkynhneigðra verði viðurkennd. Gildra egnd fyrir Clinton? Réttindasamtök homma og lesbía hafa gagnrýnt repúblikana fyrir að leggja frumvarpið fram. Hér sé um kosningabragð að ræða og tilgang- urijin að egna gildru fyrir Clinton. í fyrstu vikunni eftir að Clinton tók við embætti 1993 skipaði hann varnarmálaráðuneytinu að taka til endurskoðunar þá stefnu að banna samkynhneigðum að gegna her- þjónustu eins og hann hafði lofað í kosningabaráttunni. Hann var gagnrýndur harðlega fyrir og úr varð mikið fjölmiðlafár. Niðurstað- an var sú að herinn spyrði nýliða ekki um kynhneigð þeirra, en þeim, sem yrðu uppvísir að því að vera samkynhneigðir, mætti vísa úr hernum. MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1996 19 [^iinni sögufrægu Viðeyjarstofu „Slotinu" er rekinn vandaður veitingastaður og þar kikna borðin undan krásunum, rétt eins og þau gerðu fyrir 200 árum. Má freista ykkar með ævintýralegri ferð og sælkeramáltíð á góðu verði? Stórfjölskyldan, starfsmannafélögin, átthagasamtökin, félagssamtökin, niðjamótin og allir hinir hópanir - kvöldverður í Viðey situr eftir í minningunni. Sigling út í Viðey tekur aðeins skemmtiiegar 5 mínútur. jBKEigCBBISI, Upplýsingar og borðapantanir hjá Hótel Óðinsvéum í síma 552 8470 og 552 5090 VIÐEYJARSTOFA NÓATÚN Grillsteikurnar fást í Nóatúni! Verslanir Nóatúns eru opnartil kl. 21, öll kvöld NOATUN NÓATÚN 17 - S. 561 7000, R0FABÆ 39 - S. 567 1200, LAUGAVEG 116 - S. 552 3456, HAMRABORG 14 KÓP -S. 554 3888, FURUGRUND 3, KÓP - S. 554 2062, ÞVERH0LT 6, M0S - S. 566 6656, JL-HÚSINU VESTUR ( BÆ - S. 552 8511, KLEIFARSEL18 - S. 567 0900, AUSTURVER, HÁALEITISBRAUT 68 - S. 553 6700.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.