Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Bandarískír bókadagar Það er hægt að fá bækur um fjöldamorð- ingja, þróunarsöguna, nýöld og margt fleira á bandarískum bókadögum í Eymundsson í Austurstræti. Þröstur Helgason kynnti sér úrvalið og verðið sem boðið er upp á. BANDARÍSKIR bókadagar standa nú yílr í Ey- mundsson í Austurstræti. Er þar hægt að fá bækur í öllum stærðum og gerðum á góðu verði. Að sögn Jónfinn Joensen, verslunarstjóra, er lögð áhersla á að bjóða upp á bækur sem ekki hafa verið til á íslenkum bókamark- aði áður. „Þetta eru bækur fyrir alla, hér er mikið af sagnfræði ýmiss konar, bókum um dýralíf og mannlíf en einnig er boðið upp á talsvert af nýlegum skáldverkum í kiljuformi." í mars síðastliðnum voru haldnir danskir bókadagar og tókust þeir mjög vel að sögn Jón- finn. „Það verða svo þýskir dagar í haust. Við ákváðum að ráðast í þessa nýbreytni vegna þess að eins og alþjóð veit er frekar lítið um að vera í íslenskri bókaútgáfu á þess- um tíma auk þess sem það er sjálf- sögð þjónusta við kaupendur að kynna þeim erlendar bækur á við- ráðanlegu verði.“ Á bókadögunum eru rit af sagn- fræðilegum toga áberandi. Boðið er upp á fjölmargar bókaraðir frá Time-Life-útgáfunni um söguleg efni, til dæmis Víetnamstríðið sem sagt er frá í máli og myndum. Hver bók í þeim flokki kostar 999 kr. Sama verð er á öðrum mjög forvitnilegum bókaflokki frá Time- Life sem nefnist True Crime. Er þar fjallað um ýmiss konar glæpi og sakamál í máli og myndum; tek- ur hver bók fyrir ákveðið þema eins og ráða má af undirtitlum þeirra, Serial Killers, Assassination, Death and Celebrity og Most Wanted. Einnig er hægt að fá sérstakar bækur um fjöldamorðingja og maf- íuna. Frá Time-Life er einnig hægt að fá bókaflokka um náttúrufræði og nýaldarfræði. Komin af öpum? The Origin ofSpecies eftir Charl- es Darwin seldist upp á fyrsta degi þegar hún kom út árið 1859. Út- koma bókarinnar olli mikilli ringul- reið á meðal vísindamanna og al- mennings - og gerir jafnvel enn. „Komin af öpum? Drottinn minn dýri, við skulum vona að það sé eícki rétt, en ef svo er, þá fréttir það vonandi enginn,“ sagði bresk biskupsfrú þegar hún heyrði kenn- ingar þessarar „skelfilegu bókar“. Hana má finna í nýlegri útgáfu með níutíu svarthvitum myndum, orðskýringum og sögulegu yfirliti Darwins sjálfs um hugmyndir manna um uppruna mannsins á bandarískum bókadögum á 1.299 kr. Morgunbladið/Jón Svavarsson STANDUR með bókaflokkum um Víetnamstríðið, sakamál og náttúrufræði frá Time-Life-útgáfunni. HOLMES, Darwin og Churchill fást í ódýrum nýlegum útgáfum á bókadögunum. Churchill og Holmes Winston Churchill var í pólitískri einangrun á íjórða áratugnum, einkum vegna gagnrýni sinnar á tilhliðrunarstefnu Richards Chamb- erlains gagnvart Hitler. Á þessum árum byrjaði Churchill, sem varð persónugervingur baráttunnar gegn nasismanum í seinna stríði, að skrifa Sögu enskumælandi þjóða (e. History of the English-Speaking ÁLFHEIÐUR Steinþórsdóttir sagðist ekki vera að leita að neinu sérstöku á bandarísku bókadögunum í Eymundsson en hafði komið auga á safn- verk um grískar goðsagnir. Álfheiði leist vel á þetta fram- tak Eymundssonar, að efna til erlendra bókadaga af þessu tagi. Peoples). Bókinni lauk hann ekki fyrr en eftir að hafa leitt banda- menn til sigurs í seinna stríði og er hún því summa hugsunar og skrifa þessa eins mesta stjórnmála- skörungs aldarinnar í tvo áratugi. Bókin, sem upphaflega kom út í fjórum bindum, fæst á bókadögun- um í nýrri útgáfu í einu bindi með atriðisorðaskrá á 999 kr. Sir Arthur Conan Doyle skrifaði fjórar skáldsögur og fimmtíu og sex smásögur af einum frægasta einka- spæjara bókmenntasögunnar, Sherlock Holmes. Heildarútgáfu þessara verka með inngangi og ýmsu ítarefni má fá á einni bók á bókadögunum á 3.000 kr. Bandarískir bókadagar í Ey- mundssor, standa fram í lok maí. 1 t > [ i í I t í l Himnaríki Árna Ibsens fer á Tvíærmginn í Bonn Eins og að vinna til verðlauna H AFN ARF J ARÐ ARLEIKHÚ S- INU hefur verið boðið að sýna Himnariki (Geðklofinn gamanleik) á Tvíæringnum í Bonn 6. júní næstkomandi. Samkvæmt Árna Ibsen, höfundi verksins, er hér um verulega upphefð að ræða enda ku tvíæringur þessi vera virtasta leiklistarhátíð heims, sem einbeit- ir sér að samtímaleikritun. Upp- selt er á sýninguna. Tvíæringurinn í Bonn er stór í sniðum - 26 uppfærslur frá 20 Evrópulöndum verða í brennidepli dagana 6.-16. júní og verður fjöl- breytnin sem endranær i fyrir- rúmi. Hátíðin er haldin af Schauspiel Bonn í samvinnu við Evrópska leikhúsþingið en þýska innan- og utanríkisráðuneytið stendur straum af kostnaði, ásamt Schauspiel Bonn. Verndari tvíær- ingsins er Roman Herzog, forseti Þýskalands. Markmið hátíðarinnar er, að sögn Árna Ibsens, að safna því nýjasta í evrópskri leikritun sam- an á einum stað. Fjöldi leikhús- fólks hvaðanæva úr heiminum sæki hátíðina, auk þess sem fjallað sé ítarlega um hana í flestum helstu leikhústímaritum heims. „Það er nánast eins og að vinna til verðlauna að komast á þessa hátíð, enda fylgir henni veruleg kynning. í boðinu felst meðal ann- ars þýðing, þar sem verkin á hátíð- inni eru þýdd jafnóðum fyrir Morgunblaðið/Kristinn ATRIÐI úr leikritinu Himnaríki, sem sýnt verður í Bonn. áhorfendur á sýningum," segir Árni. Vonast hann til að þýska þýð- ingin á Himnaríki verði gefin út innan tíðar en auk þess er dönsk þýðing Eriks Skyum-Nielsens væntanleg á markað. Vel tekið í Svíþjóð Aðstandendur Himnaríkis eru nýkomnir heim frá Svíþjóð, þar sem verkið tók þátt í leikhúsdög- um Riksteatern í Stokkhólmi - eitt fárra erlendra verka. „Við sýndum tvær sýningar þar fyrir troðfullu húsi og fengum stórkost- legar móttökur. Svíunum fannst ekki einungis til um verkið heldur jafnframt þennan kraftmikla leik sem er í sýningunni. Frammiköllin voru þvi fjölmörg og það er óhætt að segja að við séum alsæl eftir þessa ferð.“ Ekkert lát er því á velgengni Himnaríkis en skyldu viðtökurn- ar sem leikritið hefur fengið, bæði hér heima og erlendis, hafa komið höfundinum í opna skjöldu? „Það er erfitt að segja enda getur maður eiginlega aldr- ei gert sér neinar hugmyndir um viðtökur fyrirfram. Þegar maður hefur verið á kafi í æfingum verð- ur maður óhjákvæmilega ónæm- ur fyrir þvi hvað sé í vændum. Viku fyrir frumsýningu á Himna- ríki fannst mér til dæmis geta brugðið til beggja vona um við- tökur.“ Árni Ibsen hefur í mörg horn að líta um þessar mundir en hafn- ar eru æfingar á nýjasta leikriti hans, Ef væri ég gullfiskur, hjá Leikféiagi Reykjavíkur. Verður það fyrsta frumsýning afmælis- leikárs félagsins í september. 8. stigs tónleikar Söngskólans ÚTSKRIFTARNEMENDUR SJÖ af nemendum Söngskólans í Reyklja- vík tóku í vetur 8. stigs próf í einsöng, loka- próf úr almennri deild skólans. Lokaáfangi prófsins eru einsöngs- tónleikar sem verða fimmtudaginn 16. maí, uppstigningar- dag, í, íslensku óper- unni. Tónleikarnir verða tvennir: Fyrri tónleik- arnir hefjast kl. 15. Þar koma fram Jón Rósmann Mýrdal bari- tón, Kristbjörg Kari Sólmundsdóttir sópr- an, Kristjána Stefáns- dóttir sópran og Soffía Stefánsdóttir mezzo- sópran, ásamt píanó- leikurunum Elínu Guð- mundsóttur, Kolbrúnu Sæmundsdóttur og Ólafi Vigni Alberts- syni. Á seinni tónleikun- um kl. 20.30 koma fram Diljá Sigursveinsdóttir sópr- an, Guðbjörg R. Tryggvadóttir sópran og Rein A. H. Korshamm baritón ásamt píanóleikurunum Hólmfríði Sigurðardóttur, Iwonu Jagla og Ólafi Vigni Albertssyni og gítarleikaranum Þresti Þor- björnssyni. Á efnisskrá beggja tónleikanna Söngskólans í Reykjavík. eru islensk og erlend sönglög og aríur, þverskurður þeirra verkefna sem nemendur hafa unnið í námi sínu við Söngskólann í Reykjavík undanfarin ár. Píanóleikararnir eru allir kennarar við Söngskólann í Reykjavík. Aðgangur að tónleikunum er öllum heimill og ókeypis. 1 i . i I i I I j « i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.