Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ1996 21 LISTIR Morgunblaðið/Sig. Jóns. ELÍN Gunnlaugsdóttir tón- skáld með verk sitt tilbúið til flutnings. Diaphonia Elínar í sam- keppni hjá Sinfóníunni í Stavanger VERK Elinar Gunnlaugsdóttur Diaphonia var flutt á tónsmíða- verkstæði Sinfóníuhljómsveitar- innar í Stavanger í Noregi í gær 14. maí og í dag 15. maí. Verkið keppir ásamt þremur öðrum verkum um að verða valið sem viðfangsefni hljómsveitarinnar í haust. Auk Elínar eru það Svíi, Norðmaður og Finni sem eiga verkin sem valið stendur um. Á tónsmiðaverkstæðinu fer hljómsveitin í gegnum verkin og höfundarnir geta gert á þeim smávægilegar breytingar. „Mað- ur fær tækifæri til að heyra hvað má betur fara og hvort verkið virkar. Ég er auðvitað spennt og hlakka til að fylgjast með flutn- ingi verksins," sagði Elín Gunn- laugsdóttir, sem unnið hefur að samningu verksins í vetur. Hún var valin síðastliðið haust til að fullgera verkið eftir að hún sendi inn skissur að því. Niðurstaða dómnefndar í smásagnasamkeppni MENOR og Dags NIÐURSTAÐA dómnefndar í smá- sagnasamkeppni Menningarsam- taka Norðlendinga og dagblaðsins Dags er fengin. 25 sögur bárust í keppnina, en þetta er fjórða smá- sagnasamkeppni sem Menor og Dagur standa að. Fyrstu verðlaun hlaut Hjörvar Pétursson fyrir söguna „Grettir". Önnur verðlaun komu í hlut Snæ- fríðar Ingadóttur fyrir söguna „Dagatalið“ og þriðju verðlaun hlaut Hilmar Trausti Haraldssori fyrir söguna „Endurfundir“. Hjörvar Pétursson er 24 ára gamall, búsettur á Hólum í Hjalta- dal. Hann lauk stúdentprófí frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1992 og lýkur í vor BS-námi í líf- fræði við Háskóla íslands. Hjörvar hefur fengist töluvert við að skrifa smásögur og ljóð, en þetta er í fyrsta skipti sem hann fær viður- kenningu fyrir skrif sín. í dómnefndi.nni voru: Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir, menntaskóla- kennari á Akureyri, formaður, Kristján Kristjánsson dósent við Háskólann á Akureyri og Vigfús Björnsson rithöfundur á Akureyri. Fyric t'arsíma kerfíð Danmerkurferð Harmoniku- félags Reykjavíkur Benefon Delta Léttur og meðfœrilegur handfarsúni ► Einfaldur í notkun »- Vegur aðeins 350 g ► Ýmiss aukabúnaður fáanlegur »- Skammvalsminni fyrir 99 númer og nöfn ► 2w sendiorka ► Litir: Blár og vínrauður HARMONIKUFÉLAG Reykjavikur heldur til Kaupmannahafnar í tón- leikaför í dag, 15. maí. Stórsveit félagsins mun leika í Tívolí fimmtu- daginn 16. maí kl. 17.30. Þá mun félagið láta til sín heyra víðar í Kaupmannahöfn og ná- grenni á föstudag, laugardag og sunnudag, 17.-19. maí. Nvafstaðnir eru tónleikar félae-s- ins hérlendis undir heitinu Hátíð harmonikunnar. Hátíðin var að þessu sinni haldin dagana 3.-5. maí í Súlnasal Hótel Sögu og í Sjallan- um á Akureyri. Heiðursgestir á Hátíðinni voru hinir norsku og heimsþekktu harmonikuleikarar, Arnstein Johansen og Cornelius Lund. Mikið fjölmenni kom á hátíð- ina. PÓSTUR OG SÍMI Söludeild Ármúla 27, sími 550 7800 Söludeild Kringlunni, simi 550 6690 pjónustudeild í Kirkjustraeti, simi 550 6670 og á póst-og símstöðvum um land allt. Nýjar bækur • ÚT ER komin bókin Óðsmál, sem Goþrún Dimmblá skráði. í kynn- ingu segir: „Þetta er samtal Óðs og litlu kjaftforu völvu um Háva- mál og Völuspá, okkar helgiljóð. Það er okkar helgu hljóð. Oðsmál kryfja til mergjar sköpun heims, Om og Ymi, átrúnað manna, þekk- ingarþrá, vísindin, leitina að hinum mikla sannleika sem er innan alls í veröld, sem er samsviðið = guð = ginnungagap.“ „Fjölmargir textar í sanskrit veita okkur óvænta innsýn í menn- ingararf okkar. Hér er ýmislegt sem við vissum ekki“, segir ennfremur. Útgefandi er Freyjukettir. Bókin er 216 opnur. Hægri síðan er á ís- lensku en sú vinstri á ensku. Verð íkiljuformi er 4.980 kr. úr búð en forlagsverð er 3.980 kr. HÚSGÖGN f SUMARBÚSTADINN Willy skenkur kr. 36.300 Willy skenkur kr. 44.600 Willy fataskápur kr. 37.500 Furusófasett 3+1 + 1 (Ath. annað áklæði en á mynd) Kr. 97.300. Borð 25.800. Vandaður hornsófi úr gegnheilli furu. (Ath. annað áklæði en á mynd) Kr. 107.800. Sófaborð kr. 22.800. Suðurlandsbraut 22 Sími 553 Willy hilla kr. 23.200 dioxðum gwenmeti og óveocti fieilóunnwc vegna ÉíISéÍÍ ’' ; Hjartavernd, Krabbameinsfélagið og Manneldisráð hvetja fólk á öllum aldri til að borða að minnsta kosti fimm skammta af grænmeti, ávöxtum eða kartöflum á dag. Einn skammtur getur verið einn meðalstór ávöxtur, 50 g af grænmeti, 2-3 kartöflur eða glas af hreinum ávaxtasafa. mmm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.