Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Fyrirmæli dagsins Nýtt hugtak við tölvu- stjórn: Smellt í rýmið! EFTIR CHRIS MARKER SÝNDARVERULEIKI er mjög í tísku um þessar mundir. í hreinskilni sagt þurfa menn mikinn tækjakost og kunnáttu til að höndla þennan sýndarveruleika á einfaldan hátt. Mér hefur komið til hugar að fyrir hinn almenna notanda sé til ágæt náigun við sýndarveru- leikann, nefnilega raunveruleikinn, sem einnig er þekktur sem heimurinn fyrir utan. Til er frábær hugbúnaður, nefndur HyperStudio (frá Roger Wagner Productions í San Diego), sem meðal annars gerir okkur kleift að rannsaka veru- leikann eins og hann væri sýndarveruleiki. Með töfrum þessa forrits opna ég myndglugga á skjánum sem tengdur er við Hi-8 HandyCam myndbands- tökuvél. Ég frysti þrívíða mynd úr tökuvélinni, kannski ekki eins skrautlega og dæmigerð mynd úr sýndarveruleika-geiranum, en nægilega þrívíða þó. Hvað gerist nú ef við notum þetta þrívíða landslag sem venjulegt efni fyrir tvívíðan skjá, með hnöppum, brellum og öllu tilheyrandi? Allt sem þarf er: 1. Koma myndbandstökuvélinni fyrir á fyrirfram ákveðnum stað (sem hægt er að velja á undirbúningsskjá í sjálfu forritinu). 2. Búa til sýnishorn af dæmigerðri sýn í tökuvélinni (kyrr- mynd úr myndbandsskjánum nægir - mæli með sem víðustu sjónarhorni). 3. Til þess að velja eitthvert myndrænt form úr þessu sýnis- horni verður að einangra það með því að eyða afgangin- um af myndinni og líma afraksturinn á auðan mynd- ramma með skipuninni „addagraphicitem“. Þannig að næst þegar þú kemur myndbandstökuvélinni fyrir þarftu einungis að stilla hana þannig að umrætt form stemmi við upprunalega formið úr veruleikanum. Með þessu er tryggt að sjónarhorn tökuvélarinnar er hið sama og við upprunalegu myndatökuna. Ég geri ráð fyrir að þú hafir náð þessu núna: Þú getur fýllt auða skjáinn með eins mörgum hnöppum og þú kýst, þar sem hver þeirra birtir nýtt kort með stækkuðum myndum, athugasemdum og QuickTime-hreyfimyndum sem tengjast þeim hluta myndarinnar sem hnapparnir svaratil o.s.frv. Hér eru í raun engin takmörk nema eigið ímyndunarafl, eins og sagt er í hugbúnaðarauglýsingunum. Og þegar myndavélin er komin í gang sérðu þessi atriði eins og á sígildu korti, en nú spretta þau fram eftir að þú hefur miðað á veruleikann - smellt í rýmið. Ég gerði prufu með tveimur gagnstæðum veggjum í vinnu- stofu minni, sökum þess að það var þægilegast meðan ég vann að innihaldi fyrir forritið, en útkoman mundi auðvitað verða áhrifameiri með útsýni úr glugga, yfír landslag eða borg. San Francisco með öllum sínum hæðum mundi henta einstaklega vel fyrir slíka uppsetningu. Hægt væri að hugsa sér að myndavélinni væri beint að Coit-turninum, og fram kæmi ævisaga Lillie Hitchcock Coit, ásamt tilfinningaþrung- inni hyllingu til slökkviliðsins í San Francisco á tökustað kvik- myndarinnar Vertigo. QuickTime-hreyfimynd gæti síðan sýnt brot úr Vertigo. Við gætum einnig teiknað inn hinar gömlu útlínur borgarinnar, t.d. skömmu fyrir jarðskjálftann mikla (með litlínu sem dregin er yfir raunverulegu myndina, rétt eins og kauphallarlínurit). Á þessari mynd gætum við látið litla glugga birtast með fólki frá þeim tíma, fróðleik eða spurn- ingum („Hver skaut hvern á Embracadero?“ svo við höldum okkur við sögusvið Vertigo) og þannig lagt fortíðina yfir nútíð- ina. Með svolítilli lagni mætti hafa jafnmörg sjónarhorn og raunverulegi glugginn leyfir og stjórna myndavélinni með hnappi við hlið tölvunnar. Það mundi auka á blekkinguna að sjá raunverulegt landslag gegnum raunverulegt op myndavélar- innar á sama tíma og maður horfir á það á tölvuskjánum; notandanum fyndist hann draga fram myndirnar frá borginni sjálfri, ekki úr einhveiju forriti. I enn öðru kasti af mikil- mennskubijálæði datt mér í hug að við gætum dreift þessari hugmynd út í skólana. Uppsetning kerfisins er tiltölulega auð- veld og ég sé fyrir mér krakka komandi fyrir myndavélum um víðan völl ogtengja þær við Macintosh-vélar sínar til þess að smella á sitt eigið lými, hvort sem það er bærinn þeirra eða skólinn. Það sem mestu máli skiptir er að þau þurfa að mata forritið af upplýsingum: Hver býr hér? Hver er saga þessa húss, þessarar götu? Við gætum komið af stað umfangs- mikilli rannsókn þar sem annars vegar væru kannaðir mögu- leikarnir sem bjóðast við notkun HyperStudio með tökuvél og hins vegar væri gerð félagsfræðileg athugun á sviði menntun- ar. Verkefnið hefði merkileg hliðaráhrif: hér gæti sannast að tölvan þarf alls ekki að vera það sjálfhverfa skrímsli sem oft er sagt loka börnin af frá raunveruleikanum, heldur gæti hún þvert á móti verið frábært tæki til að opna augu og huga ungs fólks fyrir raunveruleikanum. Ein röksemd enn: Ólíkt flestum markaðsfyrirbrigðum er raunveruleikinn ókeypis! • Fyrirmælasýning í samvinnu við Kjarvalsstaði ogDagsljós CAPUT- hópurinn á æfingu fyrir skömmu Hauslausir höfuðpaurar TÓNLIST Sólon íslandus ERKITÍÐ ’96 Verk eftir Aldo Clementi, Atla Heimi Sveinsson og Lars Graugaard. Caput hópurinn u. stj. Guðna Franzsonar. Sóloni Islandusi, föstudaginn 10. maí kl. 20. UNDIR fyrirsögninni CAPUT: H'duskiusir var fimmtu og næstsíð- ustu tónleikunum í röðinni ErkiTíð ’96 ýtt úr vör á efri hæð veitingastað- arins Sólón Islandus sl. föstudags- kvöld við þokkalega góða aðsókn. Miðað við aðstæður. Aðstæður á Vesturlöndum hafa ekki verið hliðhollar þeirri grein í samtímatónlistinni sem kölluð hefur verið framsækin. Eins og Ríkharður H. Friðriksson kemur inn á í inn- gan'gsorðum Erkitíðarskrár, er framboðið af hverskonar afþreying- armúsík orðið slíkt nú á dögum, að athygli áheyrenda hefur minnkað. Á hinn bóginn verður heldur ekki sagt, að framsækna tónlistin hafi tekið tillit til aðstæðna. Þvert á móti hefur hún látið sér þær sem vind um eyru þjóta, enda liggur kannski í nafngiftinni, að framsækin tónlist hirðir minnst af öllu um þarfir „markaðarins” - orð sem fór ákaflega fyrir bijóstið á sumum tónskáldum og flytjendum í fjörugum umræðum höfunda, hljóðfæraleikara og tón- leikagesta eftir að ieiknum lauk. Sveif þar tal manna um skeið hættu- lega nærri spurningunni um fyrir hverja listmúsík vorra tíma sé eigin- lega samin, ef marka má tónleikaað- sókn og hljómplötusölu, og hefði þá jafnvel getað hvarflað að manni strákslegur grunur um að slík músík - að ógleymdum fórnfúsum hágæða- flytjendum á við Caput - sé oftar en ekki sniðin fyrir önnur tónskáld. Og opinbera styrki. Einn blaðamaður suðurskandí- navískur gekk svo langt í vetur að fullyrða, að styrkjakerfi eins og NOMUS væri sambærilegt við súr- efnistjald, án hvers megnið af fram- sækinni samtímatónlist myndi sam- stundis deyja drottni sínum. Breyt- inga væri þörf, er tækju meira mið af óskum almennings, í stíl við þá nýju vinda, sem farnir eru að leika um opinbera fjármögnun í evrópskri kvikmyndagerð. Fyrir 30 árum var öll samtíma- „fagur“tónlist framúrstefnuleg. Svo er ekki lengur. Hlustendur hafa flest- ir kvatt fyrir löngu, og jafnvel höf- undar eru margir hvetjir farnir að „linast“ í afstöðunni. M.a.s. erki- ímyndir framúrstefnu eins og Pend- erecki hafa á síðustu tímum látið eftir sér að dútla við „gamaldags" rómantík. Þess gætti þó ekki á þessum tón- leikum. Oðru nær. Tónverkin hefðu að mörgu leyti getað verið samin fyrir 30 árum, og verkuðu á köflum furðu þvæld og óögrandi. Fátt er eins þreytulegt og öfgar hins ný- liðna. Eða eins og Rolling Stones sungu um árið: „Who wants yest- erday’s papers?“ Það eina, ef nokkuð var, sem hafði breytzt, var heildaráferðin. Eins og stjómandinn orðaði það eru menn farnir að gefa sér meiri tíma, halda sér við einn keip, í stað þess að flögra milli ólíkra stemninga og satzgerða. Sem bendir til þess, að framsækna tónlistin sé nú búin að skorða sig endanlega af í ofurlitlu hólfi, er gerir ekki lengur ráð fyrir að grandlausir áheyrendur álpist inn fyrir forvitni eða tilviljun. Tónleikagestir vita að hvetju þeir ganga, og þolrifin eru sterkari en áður var. Fyrsta verkið var eftir ítalann Aldo Clementi, „Impromptu" fyrir klarínett og strengjasveit, hér leikið af strengjakvartett. Hvort sem nokk- ur langfeðgaskyldleiki hafi verið við sónatínuhöfundinn með sama ættar- nafni, samtímamann Beethovens, eður ei, þá leyndi tilfinning ítala fyr- ir laglínu sér ekki í þessu stutta verki, þó í pólýfónísku formi þéttspunnins vefnaðar væri, svo þéttum, að undir- ritaður áttaði sig ekki á þrítekningu verksins (með mismunandi spilun- aráferð þó), fyrr en Guðni Franzson benti hlustendum á þetta í umræðu- hluta tónleikanna. Áhöfnin klarínett + strengjakvart- ett mun sem kunnugt er umfram allt fræg fyrir eitt sígilt tónverk, Klarínettkvintett Mozarts, og kann það að hafa haft sín áhrif, því í frá- bærum flutningi Caput-félaganna Auðar Hafsteinsdóttur, Zbigniews Dubiks, Guðmundar Kristsmunds- sonar og Sigurðar Halldórssonar, auk Guðna, er stjómaði frá klarí- netti sínu, nálgaðist stykkið að feta fegurðargildi fyrri tíma, þrátt fyrir að vera kirfilega handan við dúr og moll. Hafi Clementi verið stuttur (og þéttur) í spuna, vílaði „Grand Duo Concertante III: Opnar dyr“ Atla Heimis Sveinssonar frá í fyrra fyrir flautu, selló og tónband ekki fyrir sér að hirða bróðurpart tónleika- tímans. Að svo miklu leyti sem und- irr. heyrði rétt úr kynningu Atla gegnum umferðarklið og vertshús- do. frá neðri hæðinni, mun verkið innblásið af frönsku Ijóði, „Portes ouvertes" í þýðingu Sigfúsar Daða- sonar. Það var sagt í 4 þáttum og flíkaði mörgu ef ekki flestu því sem nútímahöfundar hafa látið sér detta í hug að leggja fyrir hljóðfæraleikara undanfarin 40-50 ár, án þess að greina mætti með góðu móti neitt heildarsamhengi. Það kann þó auð- vitað að hafa verið falið einhvers staðar, þó að undirrituðum hafi mis- tekizt að koma auga á það - hafi höfundur ekki kosið að leggja áherzlu á annað í þessu verki, sbr. titilinn „Opnar dyr“. Hljóðin af tónbandinu voru af ýmsu tagi; kliðmjúkur strokkvartett í byijun, en síðan ýmist rafeindahljóð og (einkum) konkrethljóð, þ. á m. lófatak. Eftirminnilegust voru þó barnshljóðin úr munni ónafngreinds hvítvoðungs, er virtist stundum gera næstum því rökrænar athugasemdir við „skrýtnu" hljóðin frá þeim full- orðnu, Kolbeini Bjarnasyni og Sig- urði Halldórssyni, með hjali sínu, hlátri og grát. í 3. þætti reyndi gífurlega á ár- vekni og - sérstaklega - úthald blás- aranna í púlsbundnum minimalisma- leitum sí-ítrekunarsatzi, þar sem brá fyrir antífónískum áköllum milli spil- ara og tónbands. Undir lok verksins settist höfundur við flygilinn í kyrr- þey og sló nokkra staka lágstemmda mollhljóma, og rödd á tónbandinu tuldraði „Opnar dyr!“ með undarlega digrum karlaróm við undirleik þjóð- legra fimmundabordúna úr knéfiðlu, unz músíkin fjaraði endanlega út morendissimo. Það kom fæstum á óvart, að höf- uðpaurar Caputs, einhverra fremstu málsvara nútímatónlistar á Islandi úr hljóðfæraleikarastétt, Kolbeinn Bjarnason og Guðni Franzson, skyldu gera verkinu eftirminnileg skil, þrátt fyrir dijúga lengd og ótal fingurbijóta. Sami hái gæðastaðall á flutningi var til staðar í síðasta verkinu, „Tongues Enrobed” (íklæddar tung- ur) fyrir sextett bassaflautu, gítars, píanós, slagverks, fiðlu og sellós eftir Danann Lars Graugaard. Aðaleinkenni þessa annars frem- ur óeftirminnilega verks var áherzla þess á neðra tónsviðið. Með fjölda hæggengra þyrla á ketilbumbu, ýmist með eða án fetilgliss, ásamt stöku leiftrandi boldungshöggi, minnti tónlistin helzt á slow-motion lýsingu á þrumuveðri að nálgast úr fjarska, og var timpanistinn, Steef van Oosterhout, að sama skapi áber- andi í hlutverki þórdunumeistara. Voru þær stundum svo raunveruleg- ar, að maður seildist ósjálfrátt eftir regnhlífinni. Að öðru leyti vakti gizka fátt athygli, og m.a.s. framúr- stefnufiff eins og óblásið kiappa- skrölt á flautu, sem eitt sinn þótti með „hottari” effektum, gat nú varla einu sinni kreist fram geispa hjá áheyrandanum. Að venju var lítt út á spila- mennsku að setja, og Guðni Franz- son stjórnaði af röggsemi þess er þekkir litaspjald róttækninnar eins og rassvasa sinn. En að manni lædd- ist samt það hugboð, að þó að nýtt tónverk eigi á sinn hátt meiri alúð skilda í flutningi en verk sem þegar hefur sannað tilverurétt sinn, þá gæti endrum og eins hafa farið svo, að eitt og annað „loft frá öðrum plánetum" hlyti vandaðri meðferð en það á í rauninni skilið. Ekki sízt þegar spilarar eins og Caput-hópur- inn eiga í hlut. Ríkarður Ö: Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.