Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ1996 37 Morgunblaðið/Arnor „Hverja fáum við sem mótherja í fyrstu umferðinni...“ Jón Bald- ursson og Jakob Kristinsson sljórnuðu drættinum í bikarnum í mótslok í paratvímenningnum. Fjöldi manns fylgdist með. BRIPS Umsjón Arnðr G. Ragnarsson Bikarkeppni Bridssambandsins AÐ LOKNU íslandsmótinu í para-' keppni um helgina var dregið í fyrstu umferð í bikarkeppni Bridssambands- ins og spila eftirtaldar sveitir saman í fyrstu umferðinni: Valdimar Elíasson - Guðmundur H. Sigurðsson Sveinn Aðalgeirsson - Sparisjóður Þingeyinga Mánamir - Logaland Guðmundur Ólafsson - Stefanía Skarphéðinsdóttir Jón St. Gunnlaugsson - Magnea Bergvinsd. Guðný Guðjónsdóttir - Gísli Þórarinsson Jóhann Mapússon - Svala Pálsdóttir Garðar Garðarsson - Egill Darri Brynjólfsson Aðalsteinn Sveinsson - Bændasamtök Islands Halldór Már Sverrisson - Héðinn Schindler lyftur TVB 16 - Stefán G. Stefánsson Tíminn - Bryndís Þorsteinsdóttir Guðni Hallgrimsson - Sérsveitin Ragnar Jónsson - Rúnar Einarsson Erla Siguijónsdóttir - Nectar Jón Ág. Guðmundsson - 66° Akureyri Guðlaugur Sveinsson - Borgey Hrafnhildur Skúladóttir - Tölvulínan Sigmundur Stefánsson - Halldór Svanbergsson Eftirtaldar sveitir sitja yfir í fyrstu umferð: +Films, Aðalsteins Jónssonar, Búlka hf., Erlends Jónssonar, Eurocards, Grandavegar 1, Hjólbarða- hallarinnar, Ingvars Jónssonar, Jóns Hjaltasonar, Landsbréfa, Samvinnuferða-Landsýnar, Sigmundar Stefánssonar, Suðurlands, VÍB. Bridsdeild Sjálfsbjargar LAUGARDAGINN 11. maí lauk vetrarstarfínu með verðlaunaafhend- ingu og góðu kaffi. 51. spilari tók þátt í starfinu í vetur. Þar sem úrslit úr 3. síðustu keppnum hafa ekki birst fylgja þau hér með. Minningarmót (um Pétur Þorsteins- son) 4. kv. tvímenningur á 11 borðum. N/S-riðill: Bragi Sveinsson - Sigrún Pálsdóttir 963 KarlH.Pétursson-IngólfÁgústsson 961 OmarOskarsson-SkúliSigurðsson 924 A/V-riðill: Páll Vermundsson - Þorvaldur Axelsson 1007 Jónína Jóhannsdóttir - Ragnar Þorvaldsson 942 Meyvant Meyvantsson - Gestur Pálsson 922 Einmenningur. 3. kv. á 8 borðum. Ingólf Ágústsson 312 Þorvaldur Axelsson 301 Páll Vermundsson 300 Tvímenningur. 3. kv. á 10 borðum. A-riðill: Sigurður Bjömsson - Sveinbjöm Axelsson 384 Kristján Albertsson - Halldór Aðalsteinsson 362 SævarHauksson-HelgiJónsson 337 B-riðill: Páll Sigurjónsson - Rósmundur Guðmundsson 388 ÓmarOskarsson-SkúliSigurðsson 363 Ruth Pálsdóttir - Guðmundur Þorbjömsson 343 Besti árangur vetrarins. Sveinbjöm Axelsson með 5.899 stig. Gísli, Heiðar og Jóhannes efstir á Suðurnesjum ÞRÍEYKIÐ Gísli Torfason, Jóhannes Sigurðsson og Heiðar Agnarsson unnu meistaramót Bridsfélags Suðurnesja í tvímenningi, sem lauk sl. mánudags- kvöld. 25 pör spiluðu í mótinu. Helztu keppinautar þeirra um efsta sætið voru sveitarfélagamir Arnór Ragnarsson og Karl Hermannsson, en lokastaðan varð þessi: Jóhannes - Gísli - Heiðar 152 AmórRagnarsson-KarlHermannsson 143 KarlG.Karlsson-KarlEinarsson 118 RandverRagnarsson-GuðjónJensen 106 Einar Jónsson - Hjálmtýr Baldursson 105 GarðarGarðarsson-ÓliÞórKjartansson 104 Gestur Rósinkarsson - Karl Sigurbergsson 71 Svala Pálsd. - Vignir Sigursveins. - PéturJúliuss. 65 Gísli R. ísleifsson - Hafsteinn Ögmundsson 54 Hæsta skor síðasta spilakvöldið: Karl G. Karlsson - Karl Einarsson 33 ÆvarJónasson-JónH.Gíslason 29 Randver Ragnarss. - Guðjón Jensen 28 Garðar Garðarsson - Óli Þór Kjartanss. 25 1 kvöld kl. 20 hefst sameiginleg sumarspilamennska beggja félaganna og er áætlað að spila alla miðvikudaga í sumar. Árshátíð og bæjarkeppni Nk. laugardag verður haldin bæjar- keppni milli Bridsfélagsins Munins og Bridsfélags Suðurnesja (Keflavík - Sandgerði). Keppnin hefst kl. 13 og em spilarar beggja félaganna hvattir til að vera með. Um kvöldið verður sameiginleg árshátíð í Vitanum í Sand- gerði og hefst hún kl. 20. CILh Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Ferðir Ferðafélagsins Miðvikudagur 15. maí kl. 20.00 (kvöld) Þingnes- Hólms- borg (F-4). Fjórði áfangi Minja- göngunnar (féll niður 8. maí). Gengið frá Elliðavatni meðfram Suðurá að Hólmi og áfram að Hólmsborg. Verð kr. 600. Fimmtudagur 16 maf 1) Kl. 10.30 Reykjavegur 2. ferð. Gengið norðan Þorbjarnarfells og áfram sem leið liggur um Vatns- heiöi, Beinvörðuhraun, Sandakra- veg (gömul þjóðleið) að Skála- Mælifelli við þjóðveginn austan Slögu og vestan Núpshlíðarháls (5 klst.). Verð kr. 1.000. 2) Kl. 10.30 Skíðaganga á Esju fyrir vant skíðagöngufólk. Gengið upp Þverfellshorn. Verð kr. 1.200. Brottför frá Umferðarmiðstööinni, austanmegin, og Mörkinni 6. Ferðafélag íslands. SAMBAND ÍSLENZKRA ý KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaieitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20.30 í Kristniboðssalnum. Ræðumað- ur: Gunnar Jóhannes Gunnars- son. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjart Fíladelfía Biblíulestur fellur niður í kvöld. Sálarrannsóknafélagið Geislinn, Túngötu 22, Keflavík. Einstakur viðburður - skyggnilýsingáfundur. Fimmtudaginn 16. maí kl. 21.00 starfa saman í húsi félagsins fjórir miðlar. Þeir eru: Lára Halla Snæfells Ingibjörg Þengilsdóttir, Margrét Hafsteinsdóttir og Sig- urður Geir Ólafsson. Húsið oþnað kl. 20.30. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Stjórnin. jplNNLENT Uppstigriingardag'ur til- einkaður eldri borgurum Guðsþjónustur og sýningar á verkum aldraðra ELDRI borgurum er sérstaklega boð- ið til kirkju á uppstigningardag, en sá dagur er tileinkaður öldruðum. Víða taka guðsþjónustur mið af þessu og jafnframt gefst kirkjugest- um kostur á að skoða afrakstur vetr- arstarfs eldri borgara. Sýnt á Skólabraut HIN árlega handavinnusýning Fé- lagsstarfs aldraðra á Seltjarnarnesi verður haldin á uppstigningardag, 16. maí, á Skólabraut 3-5. Aldraðir sýna þar afrakstur vetr- arstarfsins, sem er m.a. útsaumur, tréskurður, bókband og margt fleira. Sýningin verður opin frá kl. 15-18. Dómkirkjusókn UPPSTIGNINGARDAGUR er dagur aldraðra í þjóðkirkjunni. Þann dag, 16. maí, verður guðsþjónusta kl. 14 í Dómkirkjunni. Sr. Pétur Sigurgeirs- son, biskup, predikar og Þóra Einars- dóttir, sópran, syngur. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónar fyrir altari. Á eftir verður kirkjugestum boðið til samsætis á Hótel Borg. Vídalínskirkja UPPSTIGNINGADAGUR hefur um árabil verið sérstaklega helgaður öldruðum. Guðsþjónusta verður í Vídalínskirkju kl. 14 þar sem sr. Þórir Jökull Þorsteinsson, prestur á Selfossi, þjónar fyrir altari. Sérstakir gestir að þessu sinni verða aldraðir frá Selfossi. Eftir guðsþjónustuna verður öldr- uðum boðið upp á kaffiveitingar og sýning verður í Safnaðarheimilinu á munum úr starfi aldraðra kl. 15-17. Grafarvogskirkja Á UPPSTIGNINGARDAG, fimmtu- daginn 16. maí, verður guðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 14. Frú Salome Þorkelsdóttir, fyrrverandi forseti Al- þingis, prédikar. Kirkju- og barnakór Grafarvogskirkju syngja undir stjórn Ágústar Ármanns og Aslaugar Berg- steinsdóttur. Kristinn Hallsson, óperusöngvari, syngur stólvers í guðsþjónustunni og nokkur létt lög í kaffisamsæti á eftir sem Safnaðar- félag og sóknarnefnd kirkjunnar bjóða til: Eins og undanfarin ár verður upp- stigningardagur tileinkaður eldri borgurum þjóðarinnar. Sýning verður á verkum eldri borgara sem komið hafa saman á þriðjudögum í kirkjunni í vetur. Frú Unnur Malmquist hefur stjórnað því starfi en yfirumsjón með starfí eldri borgaranna hefur Valgerð- ur Gísladóttir, formaður Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma haft. Einnig er minnt á listsýningu sem er til staðar í kirkjunni og ber yfir- skriftina: Fimm brauð og tveir fiskar. Listamaðurinn er sýnir verk sín heitir Ai-nar Herbertsson ættaður frá Siglu- fírði. Seltjarnarneskirkja DAGUR aldraðra verður haldinn hátíðlegur í Seltjarnarneskirkju á uppstigningardag nú um nokkurra ára skeið. I ár mun Erna Kolbeins, sem setið hefur í sóknarnefnd Sel- tjarnarneskirkju um árabil predika í messunni sem hefst kl. 14 og Unnur Þórleifsdóttir og Halldóra Þórsdóttir, nemendur úr Tónlistar- skóla Seltjarnarness, leika á fiðlu við undirleik Jakobs Hallgrímsson- ar. Sóknarprestur, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, þjónar fyrir altari og organisti er Violeta Smid. Að messu lokinni verður veislu- kaffi í safnaðarheimili kirkjunnar og Jakob Hallgrímsson leikur undir almennan söng. Allir aldraðir Seltirningar eru hvattir til að mæta til kirkjunnar þennan dag og taka með sér fjöi- skyldur sína og gesti en messan er um leið lokaþáttur í vetrarstarfi safnaðarins fyrir aldraða. Hafnarfjarðarkirkja SVO sem tíðkast hefur undanfarin ár er öldruðum boðið sérstaklega til guðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju á uppstigningardegi sem nú ber upp á fimmtudaginn 16. maí og hefst kl. 14. Rúta kemur frá Hrafnistu kl. 13.15, Höfn um kl. 13.30, Sóivangi kl. 13.35 og Sólvangshúsum um kl. 13.45 og ekur þaðan að kirkju og þangað aftur síðar. Einkabílar verða líka í förum. Þeir sem óska eftir bílferð geta haft samband við kirkju- þjóna í kirkjunni eða safnaðarheim- ilinu, Strandbergi þar sem tekið er á móti pöntunum kl. 10-12 þennan dag. Sr. Þórhildur Olafs predikar við guðsþjónustuna en báðir prestar kirkjunnar þjóna fyrir altari. Gafl- arakórinn, Kór eldri borgara í Hafn- arfirði leiðir söng í guðsþjónustunni undir stjórn Guðrúnar Ásbjörnsdótt- ir í samsæti mun Sigurður Skag- fjörð Steingrímsson syngja. Fundur veð- urstofu- stjóra í V-Evrópu HALDINN er hér á landi fundur 17 veðurstofustjóra í V-Evrópu dagana 15.-17. maí. Slíkur fundur er haldinn árlega til skiptis í þátttökulöndunum en síðast var fundur haldinn hér á landi 1978. Þau mál sem efst eru á baugi veðurstofanna nú er annars vegar sú þróun sem á sér stað í átt til aukinnar santkeppni og markaðs- væðingar margra veðurstofa og hins vegar aukin samvinna ríkisveðurstof- anna til að bæta veðurþjónustuna og auka hagkvæmni á tímum aðhalds í ríkisrekstri. Ríkisveðurstofur í V-Evr- ópu eru ólíkar stofnanir bæði að stærð og starfsemi þótt allar eigi veðurfræði- starfsemina sameiginlega. Þannig er sú franska 3000 starfsmanna stofnun meðan Veðurstofa íslands er með um 80 starfsmenn. Þótt mikilvægi þessara stofnana sé öllum ljós eru aðstæður ólíkar í löndunum. Á íslandi, sem býr við nánast allar tegundir náttúruvár og það í ríkum mæli, kostar rekstur veðurstofunnar um 1000 kr. á hvert mannsbam í landinu en í Þýskalandi um fímmtung þess. Lega landsins, stærð þess og fámenni em okkur óhagstæð í þessu sambandi. Þess vegna er svo mikilvægt að eiga náið samstarf við aðrar þjóðir á þessu sviði. Samstarf Norðurlandaveðurstofa er mjög mikið og ásamt hollensku og írsku veðurstofunni eiga þær sameig- inlega eitthvert öflugasta veðurspá- reiknilíkan sem notað er í heiminum, segir í fréttatilkynningu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Vann Honda-bifreið GÍRÓTOMBÓLA Landsbjarg- ar er í fullum gangi þessa dagana. Otto Geir Haraldsson á Sauðárkróki leysti út kröf- una sína á pósthúsinu þar í bæ í síðustu viku og datt í lukku- pottinn. Otto Geir vann Honda Civic bifreið. Gírótombóla Landsbjargar stendur til 6. júní og eru marg- ir glæsilegir vinningar eftir í pottinum. Má m.a. nefna aðra Honda Civic bifreið, utan- landsferð, fjallahjól, tölvur með margmiðlunarpakka auk fjölda smærri vinninga. Þátt- takendum í leiknum gefst kostur á að leggja vinninginn sinn undir með því að senda hann til Bylgjunnar og taka þar með þátt í svokölluðum Bylgjupotti. A myndinni sést Otto Geir taka við bifreiðinni að við- stöddum Gunnari Gunnars- syni, fulltrúa Honda- umboðs- ins á íslandi og Kolbeini Gísla- syni, fulltrúa Landsbjargar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.