Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ1996 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Evrósmokkur handa Islendingum Frá Guðlaugu Richter: ÞAÐ vakti nokkra athygli þegar greint var frá því fyrir skömmu að kominn væri út Evrópustaðall um gúmmíveijur fyrir karlmenn. Eða með öðrum orðum að búið væri að samræma kröfur til smokka á evrópska efnahags- svæðinu. Ragnar Reykás lýsti því yfir að honum þætti helv... skítt að þurfa að lúta stærðarkröfum Evrópusambandsins og sjálfsagt eru aðrir sama sinnis þótt ekki fari það hátt í svo viðkvæmu máli. Frá því að ísland varð hluti af evrópska efnahagssvæðinu höfum við þurft að lúta kröfum Evróipu- sambandsins á ýmsum öðrum svið- um, t.d. hvað varðar öryggi leik- fanga, véla og ýmissa lækninga- tækja. Grundvallaratriði þessara krafna eru sett fram í tilskipunum en kröfurnar eru síðan nákvæm- lega útfærðar í Evrópustöðlum sem samdir eru á vegum evrópsku staðlasamtakanna CEN og CEN- ELEC. Og þá komum við að góðu fréttunum. Staðlarnir eru sum sé ekki samdir af ráðherrum Evrópu- sambandsins heldur af hagsmuna- aðilum í þeim löndum sem eiga aðild að evrópsku staðlasamtökun- um. Þannig geta t.d. Ragnar Reykás og aðrir ísíenskir karlmenn sem telja 17 cm fullmiklar stærð- arkröfur bundist samtökum og sótt um það hjá Staðlaráði íslands að senda fulltrúa til að taka þátt í að semja næsta staðal um Evró- smokk. EN 600, smokkastaðall- inn sem nú var að taka gildi hér á landi, verður fljótlega settur í endurskoðun og þá gefst þeim sem vilja veija sína hagsmunli tækifæri til að leggja eitthvað af mörkum til að saminn verði stað- all um evrósmokk sem hentar ís- lendingum. GUÐLAUG RICHTER, kynningarfulltrúi Staðlaráðs íslands. Hrotuhljóð í borginni? Frá Guðvarði Jónssyni: LAUGARDAGINN 4. maí var í Morgunblaðinu bréf frá Margréti Sæmundsdóttir formanni um- ferðarnefndar Reykjavíkur. í þessu bréfí er Margrét að fjalla um efni bréfs sem ég skrifaði og birtist í Morgunblaðinu 18. apríl. Margrét kvartar undan því að ég veitist ómaklega að borgar- stjóra í bréfi mínu. Það er nú svo, þótt núverandi borgarstjóri hafi ekki búið til þær reglur sem hindra að hægt sé að stöðva bifreiðaakst- ur um göngustíginn fyrir utan húsið hjá mér, þá ber hann ábyrgð á afleiðingum kerfisins sem borgarstjóri. Að öðru leyti virðumst við Margrét vera sammála, varðandi vandamálið. Hún staðfestir líka Eplasafi en ekki áfengi hjá Reykja- víkurborg Frá Kristínu A. Árnadóttur: í VELVAKANDA nýlega var at- hugasemd frá Ingibjörgu Arnýju undir yfirskriftinni Osmekkleg vígsla. Vígslan sem vísað er til var opnun á sérhæfðri dagvistunar- deild fyrir aldraða, sem opnuð var 26. apríl sl. að Lindargötu 59. Ingibjörg Árný segir þetta stór- kostlegt framtak, en henni hafi þótt hræðilegt að sjá fólk skála í áfengi og það alls ekki hæfa tilefn- inu. Það er ekki gott að segja af hveiju sú ályktun er dregin að boðið hafi verið upp á áfengi við þetta tækifæri, en það er rétt að fram komi að svo var alls ekki. Hvorki var skálað í áfengi né það á boðstólum og það tiðkast ekki hjá Reykjavíkurborg við tilefni sem þetta. Veitingarnar sem boðið var upp á var eplasafi með ávaxta- bitum í, sem er ferskur og góður sumardrykkur. Líklega vita of fáir af því að töluverð breyting hefur orðið á síðustu tveimur árum á þeim veit- ingum sem bornar eru fram í móttökum á vegum Reykjavíkur- borgar. Sú stefna var mörkuð strax í upphafi kjörtímabilsins að hætta að veita sterka drykki og heyrir til algerra undantekninga að það sé gert. Eftir þessu hefur verið tekið og fólk er almennt ánægt með þessa stefnubreytingu og ekki síður þann sparnað sem af hlýst. Með sumarkveðju. KRISTÍN A. ÁRNADÓTTIR, aðstoðarkona borgarstjóra. að kerfið hindri afskipti borgar- stjórnar af málinu og að við sem viljum tryggja öryggi barna á göngustígnum, megum ekki gera neitt, nema þeir sem ekki virða líf barna meira en rottunnar séu því samþykkir. Mér finnst undirtónninn í bréfi Margrétar vera sá að hún vildi gjarnan leysa svona vanda, en kerfið banni það. Þess vegna legg ég til að hún beiti sér fyrir því að kerfinu verði breytt þannig að hægt sé að leysa svona vandamál. Hugmynd mín er sú að settar verði reglur, sem heimili borginni að loka göngustígum fyrir bí- laumferð á kostnað lóðareigenda, þegar svona aðstaða skapast og öryggi barna er ógnað á jafngróf- an hátt og hér er gert. Ég held að það myndi draga úr umferð á göngustígum almennt, ef fólk vissi að slíkur akstur gæti haft í för með sér, fjárhagslegan kostn- að fyrir það og lokun á göngustíg- um. Að undanförnu hef ég heyrt undarleg hrotuhljóð í borginni, sem hljóðnuðu rétt sem snöggvast um mánaðamótin. Gæti verið að þau tengdust eitthvað umboðs- manni barna? GUÐVARÐURJÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. Með þessu stórkostlega fyrir- komulagi næst hámarksnýting á lagersvæði. Mjög hentugt kerfi og sveigjanlegt við mis- munandi aðstæður. Greiður aðgangur fyrir lyftara og vöru- vagna. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SÍMI564 4711 • FAX 564 4725 GuðmnduK Rapi Gemdal væntanlegur forsetaframbjóðandi „Halda þarf í'orsetaembættinu innan ramma fjárlaga hvers árs. Ég styð stefnu núverandi ríkisstjómar um ríkisjöfnuð á næsta ári, það er að í fyrsta sinn í mörg ár verði fjárlög afgreidd án fjárlagahalla... og við það verði staðið! Verði ég forseti er ég til í að spara það mikið að ég verði vel innan fjárlaga, til að mynda skýrt fordæmi öðrum til eftirbreytni, án þess þó að skaða ímynd embættisins eða draga úr áætluðum arðsemisáhrifum þess fyrir útflutningsafurðir okkar að mati Utflutningsráðs." BÍLSKÚRS- & IÐNAÐAR HURÐIR Lindab hurðirnar eru dönsk hágæða framleiðsla. Þær eru þéttar með sterkar og efnismikilar brautir, sem ;erir opnun og lokun auðvelda og tryggir langa endingu. Hurðagormar eru sérstaklega prótaðir og spenna reiknuð út nteð hjálp tölvu. Lindab hurðirnar eru einangraðar og fást í fjölmörgum útfærslum allt eftir óskum viðskiptavina. Lindab hurðirnar eru fáanlegar úr áli og stáli með plastisol yfirborði, með eoa án glugga og gönguhurða. Hurðabrautir geta verið láréttar, eða fylgjandi þakhalla. Opnun getur verið handvirk, hálfsjálfvirk eða sjálfvirk. Lindab hurðirnar eru fáanlegar í lit- unt að ósk viðskiptavina. TÆKNIDEILD iXlí-K ö&ggP,c * Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavik s Sími 587 5699 • Fax 567 4699 Hvað mundir þú gera ef þú ynnir rúmlega 44 milljónir í Víkingalottóinu? V I K I N G A 77/ niikils að vinna! AUa miðvikudaga fyrirkl. 16.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.