Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1996 C 3 IÞROTTIR BORIM OG UNGLINGAR URSLIT ÚRSLIT Auðunn og Jón settu fimm íslandsmet hvor rettán íslandsmet féllu á ís- landsmótinu í kraftlyftingum í íþróttahúsi Garðaskóla í Garðabæ um helgina. Jón Gunnarsson og Auðunn Jónsson settu báðir fímm íslandsmet. Jón keppti í í 100 kg flokki og setti tvívegis met í hné- beygju, 360 og 365 kg, tvö í bekk- pressu 211 og 215 kg og loks met í samanlögðum árangri 900 kg. Auðunn, sem er í 110 kg flokki, setti met í hnébeygju 370 kg, í rétt- stöðulyftu 360,5 kg og í saman- lögðu þríbætti hann metið; 940, 958,5 og 965 kg. Axel H. Guðmundsson setti tvö íslandsmet í 90 kg flokki. Hann lyfti fyrst 200,5 kg í bekkpressu og setti íslandsmet og bætti það síðan í 205 kg. Jón B. Reynisson bætti íslandsmetið í hnébeygju í +125 kg flokki, lyfti 402,5 kg. Loks setti Flosi Jónsson öldungamet í bekkpressu, 182,5 kg, í 100 kg flokki. Jón Gunnarsson fékk verðlaun fyrir besta stigaárangur í hné- beygju og Auðunn Jónsson fyrir bekkpressu, réttstöðulyftu og í samanlögðu. íslandsmeistarar ÍR ÍR-STÚLKUR slgruðu þrefalt í stúlknaflokki á nýafstaðinnl leiktíð körfuboltamanna. Þær sigruðu í íslandsmótinu, bikar- keppninni og í Reykjavíkurmótinu. Efri röð f.v., Jón Örn Guð- mundsson, þjálfari, Gunnur Bjarnadóttir, Kristín Halldórs- dóttir, Júlía Sveinbjörnsdóttir, Sara Friðgeirsdóttir, Heba Hauksdóttfr, Helga Mogensen, Birna Bjarnadóttir, Þórunn Blrgisdóttir. Neðri röð f.v., Rakel Viggósdóttir, Þórunn Sig- urðardóttir, Gréta Grétarsdóttir, fyrirliði, Erna Þórðardóttir, Jófríður Halldórsdóttir. Atlanta stöðvaði sigurgöngu Orlando ATLANTA stöðvaði sigur- göngu Orlando í úrslitakeppn- inni með því að sigra 104:99 á heimavelli ífyrrinótt. Or- lando hafði ekki tapað leik, sigraði Detroit 3:01'fyrstu umferð og hafði yfir 3:0 gegn Atlanta fyrir þennan leik. Stað- an er því 3:1 og þarf Orlando einn sigur til að tryggja sér úrslitaleikinn í Austurdeildinni og fær tækifæri til þess á heimaveili í nótt. Steve Smith skoraði 35 stig og þar af sjö þriggja stiga körfur fyrir Atlanta sem hafði 20 stiga forskot í hálfleik, 67:47. Orlando náði að minnka muninn niður í eitt stig, 98:97, þegar ein og hálf mínúta var eftir. Grant Long kom Atlanta í 100:97 með skoti úr horn- inu og í næstu sókn Orlando mis- notaði O’Neal tvö vítaskot. Steve Smith kom Orlando í 102:97 þegar 40 sekúndur voru eftir og tryggði sigurinn. Horace Grant gerði 29 stig og tók 20 fráköst fyrir Orlando og Penny Hardaway var einnig með 29 stig. Shaquille O’Neal hitti illa af vítalínunni - aðeins 5 af 17 skotum rötuðu rétta leið. Hann endaði leikinn með 19 stig. „Eg get ekki annað en hrósað Atlanta. Þetta var frábær leikur,“ sagði Hardaway. Fimm leikmenn Atlanta gerðu meira en tíu stig í leiknum. Christ- ian Laettner var með 17 stig, Atök Morgunblaðið/Bjami AUÐUNN Jónsson setti fimm íslandsmet á íslandsmótinu í kraftlyfting- um um helgina. Hér er eitt þeirra í fæðingu. Reuter SHAQUILLE O’Neal reynir hér skot úr teignum umkringdur leikmönnum Atlanta; Sean Rooks (t.v.), Grant Long (t.h.) og Steve Smith (fyrir aftan), sem var stigahæstur í leiknum með 35 stig. Mookie Blayloek 14 og átti auk þess 11 stoðsendingar, Stacey Augmon gerði 13 stig og Grant Long 11. „Þessi leikur var mjög góður,“ sagði Laettner. „Enginn okkar vildi tapa þessum leik. Við komum einbeittir til leiks og lékum með „hjartanu". Við vorum grimm- ir og Smitty hitti nánast úr öllum skotum sínum.“ Markahrókar í sviðsljósinu Skagamenn og Blikar leika til úrslita um deildarbikarinn á Kaplakrikavelli Islandsmeistaralið ÍA og Breiða- blik, liðin sem hafa skorað flest mörk í deildarbikarkeppni KSÍ, verða í sviðsljósinu í Kaplakrika í Hafnarfirði í kvöld kl. 20, þar sem úrslitaleikurinn um bikarinn fer fram. Bæði liðin hafa skorað 37 mörk og hafa margir leikmenn kom- ið við sögu - alis hafa fjórtán Blikar skorað og tíu Skagamenn, níu þeirra í stórsigri gegn BÍ, 14:0. Blikar unnu næststærsta sigurinn, lögðu Reyni frá Sandgerði 10:0. Ljóst er að um verður að ræða baráttu markahróka. Leikurinn er að sjálfsögðu sögu- legur - fyrsti úrslitaleikurinn í hinni nýju deildarbikarkeppni og hann er jafnframt 100. leikurinn í keppn- inni. Fram til þessa hafa 417 mörk verið skor- uð, eða að meðaltali 4,2 mörk í leik. Skagamenn hafa verið mjög sigursælir á undanförnum árum, aftur á móti hafa Blikar ekki fagnað mörgum titlum. Sigurður Halldórsson, fyrrum iandsliðs- maður hjá ÍA, er þjálfari Breiðabliks og með liðinu leika tveir Skagamenn, sem léku með meistaraliði ÍA sl. keppnistímabil, Pálmi Har- aldsson og Theódór Hervarðsson. Þrír leikmenn liðanna eiga möguleikar á að verða markakóngar deildarbikarkeppninnar. Skagamaðurinn Mihjilo Bibercic hefur skorað flest mörk, eða tíu. Blikinn Arnar Grétarsson hefur skorað átta mörk, eins og Skagamaðurinn Stefán Þórðarson, sem skoraði mörk sín í fimm fyrstu leikjum IA, áður en hann meiddist. Tryggvi Guðmundsson, Vestmannaeyjum, hefur einnig skorað átta mörk, skoraði sex mörk í stórsigri Eyjamanna gegn ÍR, 9:0. KRAFTLYFTINGAR í kvöld Knattspyrna Deildarbikar, úrslit karla: Kaplakriki: Breiðablik - ÍA.kl. 20 Meistarakeppni kvenna: Ásvellir: Breiðablik - Valur.18 KORFUKNATTLEIKUR / NBA KNATTSPYRNA Fram spáð sigri í 2. deild og Þróttur Nes. í 3. deild FRAMARAR verða sigur- vegarar í 2. deild karla í knattspyrnu, samkvæmt spá þjálfara liðanna í deildinni. Fram hlaut 80 stig, FH kemur næst með 71, Þór, Akureyri, í þriðja sæti rneð 64, Þróttur, Reykjavík, 55, Skallagrímur 43, Víkingur 40, KA 39, Völs- ungur 22 og fallliðin, sam- kvæmt spánni, verða ÍR með 19 stig og Leiknir, Reykjavík, með 17 stig. Þjálfarar 3. deildarliðanna spáðu einnig um Iokaröðina í sinni deild. Þróttur, Neskaup- stað, hlaut 75 stig, Víðir 70, Dalvík 57, HK 48, Grótta 47, Selfoss 44, Ægir 40 og Reynir, Sandgerði, 30 stig. Fallliðin í 3. deild verða þá Höttur með 22stig og Fjölnir með 17 stig. íslandsmótið í knattspyrnu hefst á föstudag og fara þá fram þrír leikir í 4. deild; Léttir - Njarðvík, GG - Aftur- elding og Bruni - Haukar. Keppni í 1. deild kvenna hefst á sunnudag og verður þá heil umferð: IBV-Í A, KR- Stjarnan, Afturelding-ÍBA og Breiðablik-Valur. Keppni í 2. deild hefst á mánudag með leik Fram og Þróttar Reykjavík. Keppni í 1. deild karla hefst síðan fimmtudaginn 22. maí. Þessi/ið leika í fyrstu um- ferð: íA - Stjarnan, Keflavík - KR, Breiðablik - Fylkir, Leiftur - ÍBV og Valur - Grindavík. Leikurinn beint hjá Sýn ÚRSLITALEIKUR í A og Breiðabliks í deildarbikarkeppni KSI verður í beinni út- sendingu hjá sjónvarpstöðinni Sýn í kvöld og er þetta fyrsta beina útsending stöðvar- innar frá innlendum íþróttaviðburði. SUND Elín bætti þriggja ára met Bryndísar ELÍN Sigurðardóttir úr Sundfélagi Hafn- arfjarðar bætti þriggja ára gamalt met Bryndísar Ólafsdóttir í 50 m skriðsundi á Sundmeistaramóti Hafnarfjarðar á laug- ardaginn, er hún synti vegalengdina á 26,33 sek. Met Bryndísar var 26,57 sek., sett 1993. Elín og Hjalti Guðmundsson urðu sund- meistarar Hafnarfjarðar fjórða árið í röð, Elín varð sigurvegari í fjórum greinum eins og Orn Arnarson, Hjalti í þremur greinum. Körfuknattleikur Úrslitakeppni NBA: Austurdeild: Atlanta - Orlando..........104:99 ■ Orlando hefur yfir 3:1. GOLF LEK-mót í Sandgerði LEK-mót í golfi fer fram á golfvellinum í Sandgerði laugardaginn 18. maí klukkna 9. Keppt er f flokkum karla 55 ára og 50-54 ára svo og i A og B flokki kvenna 50 ára og eldri. Skráning er í síma 423 7802. Vormót Hafnarfjarðar Vormót Hafnarfjarðar í golfi fer fram á laug- ardaginn á Keilisvelli. Mótið er opið. Keppnis- fyrirkomulag er 18 holu höggleikur. Ræst verður út frá kl. 08.00. Skráning f síma 5553360. Pollamótið ívestmannaeyjum Boðsgestir frá Súðavík og Flateyri Undirbúningur er nú í fullum gangi fyrir pollamót knatt- spyrnufélagsins Týs í Vest- mannaeyjum í lok júnímánaðar. Öll félögin sem voru með í fyrra hafa boðað þátttöku að þessu sinni, eftir því sem segir í frétta- tilkynningu frá mótshaldara. Það eru: Afturelding, Breiðablik, Fjölnir, FH, Fram, Fylkir, Grindavík, Haukar, HK, ÍA, ÍR, KA, Keflavík, KR, Leiknir, Njarðvík, Selfoss, Stjarnan, Týr, Valur, Víkingur, Þór - Akureyri, Þór - Vestmannaeyjum og Þrótt- ur. Grótta er efsta félag á bið- lista. í tilkynningunni segir einnig að Flugleiðir og Knattspyrnufé- lagið Týr hafi ákveðið að bjóða krökkum frá Súðavík og Flat- eyri, sem eru á sama aldri og þátttakendur í mótinu, til að taka þátt. Þau munu þó ekki taka þátt í aðalkeppni mótsins heldur leika nokkra gestaleiki. Þá er einnig ljóst að í fyrsta sinn kemur erlent drengjalið til þátttöku í pollamótinu. Það er lið frá Birmingham í Alabama-ríki í Bandaríkjunum. Liðið er skipað tólf leikmönnum og líklegt er að um þijátíu aðstandendur komi með drengjunum. Bandarísku drengirnir keppa sem gestalið í flokki C-liða. IMemendur Húsaskóla sterkir Á SUMARDAGINN fyrsta hélt Ungmennafélagið Fjölnir í Grafarvogi skólamót í glímu og er þetta þriðja árið í röð sem mótiðfer fram. Keppend- ur voru 106,77 strákar og 29 stúlkur og hefur fjöldi kepp- enda vaxið ár frá ári. Mótið fór fram í íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum undir stjórn for- manns almenningsdeildar Fjölnis, Ingólfs Narfasonar, honum til aðstoðar var Jón M. ívarsson, formaður Glímu- sambandsins. Keppt var á tveimur dýnulögð- um völlum og glímdu stúlkur og drengir í 4., 5. og 6. bekk á öðrum en á hinum 1.-3. bekkur og 7.-9. bekkur. Dómarar voru Rögnvaldur Ólafsson og Hjálmur Sigurðsson en glímustjórar Magn- ús Jónsson og Orri Björnsson. Þrír efst menn í hveijum bekk hlutu verðlaunapeninga en allir aðrir við- urkenningarskjöl. Keppnin fór þannig fram að væru keppendur fleiri en fjórir fór fram útsláttur og voru menn úr leik við aðra byltu þar til fjórir stóðu eftir. Þeir kepptu síðan í hópglímu til úrslita. Þá var einnig stigakeppni á milli skólanna og voru gefin stig þannig að fyrsti maður hlaut fjögur, annar þrjú, þriðji tvö og fjórði eitt. Stigakeppn- inni var þrískipt og í keppni 1.-4. bekkjar sigraði Húsaskóli með 47 stig og næstur kom Rimaskóli með 21 stig. Hjá 5.-7. bekk bar Húsa- skóli einnig sigurorð, fékk 29 stig FIMM bestu stúlkurnar í 3. Auður Óskarsdóttir, og Foldaskóli kom næstur með 10 stig. Nemendur Húsaskóla gerðu það ekki enda- sleppt og urðu einnig hæstir í stigakeppni 8.-10. bekkjar, hlaut 13 stig en Rimaskóli kom næstur með 4 stig. Veittir voru farandbikarar fyrir sigur í -hverjum flokki og komu þeir allir í hlut Húsaskóla. bekk, frá vinstri, Katrín Árnadóttir, Erla Ósk GuAmundsdóttir, Guðrún ísabella Þráinsdóttir og Giovanna Róbertsdóttir. VASKIR glímudrengir úr 3. bekk, frá vinstri Fannar Friðgeirsson, Tryggvi G. Teitsson, Jóhann Jónsson og Þorgrímur Björnsson. Glíma og júdó í sókn á Króknum Björn Björnsson skrifar frá Sauöárkróki ÁRNI Friðriksson glímukennarl á Sauðárkrókl sýnlr einum nemanda sínum réttu brögðin. Júdó og íslensk glíma eiga vax- andi vinsældum að fagna á Sauðárkróki um þessar mundir. Allstór hópur barna og unglinga æfir báðar þessar grein- ar, júdó á vegum júdódeildar Tinda- stóls, en glímumenn eru deild í knattspyrnufélaginu Þrym. Nýverið fóru þrír félagar úr júdó- deildinni á Meistaramót íslands og þar náði Jakob Smári Pálmason þeim glæsilega árangri að verða Islandsmeistari í flokki 15 til 17 ára, en Jakob er 15 ára og keppti í +78 kg fiokki. Karl Lúðvíksson formaður deild- arinnar og þjálfari sagði áhuga á íþróttinni góðan og væru að jafnaði tvær æfingar i viku allan veturinn og um 20 krakkar sem æfðu að staðaldri. Árni Friðriksson þjálfari glímu- manna og formaður glímudeildar- innar fór með keppendur á Grunn- skólamótið í glímu og Meistaramót íslands og að hans sögn náðist góður árangur á báðum mótunum. Kristján Ó. Másson, Tinna Björk Guðmundsdóttir og Valdimar Pét- ursson unnu öll til verðlauna og sagði Árni það sérstaklega ánægju- Glíma Skólamót Fjölnis STÚLKUR 1. bekkur: Hlín V. Aðalsteinsdóttir.. 2. bekkur: Sandra Lind Jónsdóttir.... Rut Ingólfsdóttir......... Jódís L. Aðalsteinsdóttir. Berglind Ólafsdóttir...... 3. bekkur: Giovanna Róbertsdóttir.... Guðrún í. Þráinsdóttir.... Auður Óskarsdóttir........ Erla Ó. Guðmundsdóttir.... Katrín Ámadóttir.......... 4. bekkur: Anna R. Harðardóttir...... Harpa Guðmundsdóttir...... Ragnheiður Snorradóttir... Sonný L. Þráinsdóttir..... 5. bekkur: Hildur Guðjónsdóttir...... Guðrún E. Ottósdóttir..... Ólöf M. Guðjónsdóttir..... 6. bekkur: Hallveig Guðmundsdóttir... Eva Kristjánsdóttir....... 7. bekkur: Rósa Jónsdóttir........ Helena Bjarnadóttir..... Anna M. Sighvatsdóttir... Sólveig Svavarsdóttir.. Margrét Ólafsdóttir.... ...Húsaskóla ...Húsaskóla ..Kársnesskóla ...Foldaskóla ...Húsaskóla ....Húsaskóla ....Rimaskóla ....Rimaskóla ....Húsaskóia ....Húsaskóla ....Húsaskóla ....Húsaskóla ....Húsaskóla ....Húsaskóla ....Húsaskóla ....Húsaskóla ....Húsaskóla ....Húsaskóla ....Húsaskóla ....Foldaskóla ....Rimaskóla ....Foldaskóla ....Foldaskóla ....Foldaskóla JAKOB Smári Pálmason, Tindastóll, íslandsmeistari i Júdó. legt hversu vel þessum keppendum hefði gengið. Árni er með eina æf- ingu á viku og skipta þessar tvær íþróttagreinar með sér salnum á sama tíma. Ekki sögðu þeir Árni og Karl, að nokkuð bæri á milli þeirra sem íþróttirnar stunduðu og óþekkt að til átaka kæmi þó að mönnum hlypi kapp í kinn. DRENGIR 1. bekkur; Daníel I. Þórhallsson.........Rimaskóla Þór H. Hrafnsson..............Húsaskóla Sverrir Hermannsson...........Húsaskóla Haukur V. Alfreðsson..........Húsaskóla 2. bekkun Ottó M. Ingason...............Rimaskóla Þórhallur Pétursson...........Rimaskóla Sæmundur I. Johnsen...........Húsaskóla Jóhann Friðgeirsson...........Rimaskóla 3. bekkur: Fannar Friðgeirsson...........Rimaskóla Tryggvi Teitsson..............Húsaskóla Jóhann Jónsson................Húsaskóla Þorgrímur Björnsson...........Húsaskóla 4. bekkur: Frans V. Kjartansson..........Húsaskóla Gísli Indriðason..............Húsaskóla Einar Einarsson...............Húsaskóla Orri Ingólfsson............Kársnesskóla 5. bekkur: ívar Bjömsson.................Húsaskóla GunnarÖrn Jónsson............Foldaskóla Jörgen Úlfarsson..............Húsaskóla 6. bekkur: Völundur Jónsson.......Lækjarbotnaskóla Níls Lyngdal..................Húsaskóla Ólafur Karlsson...............Rimaskóla Tandri Waage................. Rimaskóla 7. bekkur: Ómar R. Magnússon.............Húsaskóla 8. bekkur: Hafsteinn Þ. Eggertsson.......Húsaskóla 9. bekkur: Narfi í. Geirsson.............Rimaskóla Viggó Jensson.................Húsaskóla Ingólfur Kolbeinsson..........Húsaskóla Skíðaganga Skíðadeild Leifturs í Ólafsfirði hélt sitt ár- lega göngumót fyrir börn þann 1. maí í samvinnu við Kiwanisklúbbinn Súlur. Úrlsit urðu sem hér segir. 7 ára strákar -1 km:..............mín. Birkir Fannar Gunnlaugsson, Sigluf..5,48 BrynjarLeó Kristinsson, Ólafsf......6,34 Ágeir Frímannsson, Ólafsf...........7,06 Sigmundur Jónsson, Ólafsf...........8,20 8 ára stúlkur -1 km:...............mín Lena Margrét Konráðsdóttir, Ólafsf......6,56 9 ára stúlkur -1,5 km:......,,....mín. Elsa Guðrún Jónsdóttir, Ólafsf......7,15 Kristín Inga Þrastardóttir, Sigluf......7,34 Anna Lóa Svansdóttir, Ólafsf........8,07 ÁsgerðurEinarsdóttir, Ólafsf............8,58 9 ára strákar -1,5 km:............mín. Hjalti Már Hauksson, Ólafsf.........6,21 ÖrvarTómasson, Sigluf...................7,52 10 ára strákar -1,5 km:...........mín. Hjörvar Maronsson, Ólafsf...............5,46 Sigurður Guðgeirsson, Sigluf........8,52 11 ára stúlkur - 2,5 km:..........mín. Freydís Heba Konráðsdóttir, Ólafsf.11,59 Guðný Ósk Gottlíebsdóttir, Olafsf..12,33 Elín MariaKjartansdóttir, Sigluf...13,16 11 ára strákar - 2,5 km:..........mín. Freyr Steinar Gunnlaugsson, Sigluf. ...10,46 Jóhann Örn Guðbrandsson, Sigluf....12,01 Sigurjón Óskarsson, Sigluf.........13,00 Jakob Sigurðsson, Sigluf...........13,18 Jón Örvar Gestsson, Sigluf.........13,32 Jón Þorri Kristjánsson, Sigluf.....13,37 12 ára strákar - 2,5 km:..........mín. Árni Teitur Steingrímsson, Sigluf..10,34 Bragi Sigurður Óskarsson, Ólafsf...11,36 Gunnlaugur Ingi Haraldsson, Ólafsf. ..12,40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.