Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG D PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 15. MA11996 BLAÐ EFNI Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipa Markaðsmál 6 Rekstrar- erf iðleikar hjá Royal Greenland Fiskmarkaðir íslandsmarkaður hf. með 56% hlutdeild Greinar 7 Hugleiðing um humar FÆREYINGUR DÆLIR YFIR í ÍSLENDING Ijósmynd/Haukur Andrésson •í BLÍÐVIÐRINU í SUdarsmugunni sl. laugardag þar sem íslensk veiði- skip voru tiltöhuega nýkomin og farin að leita fyrir sér af silfri hafsins gerðist það að færeyska sildveiðiskipið Nordborg ákvað að gefa Sunnu- berginu, síldarskipi Tanga hf. frá Vopnafirði, 350 tonn af sfld þar sem færeyska skipið var búið að fylla sig og kom ekki meira magni niður i lestarnar. Skipverjar á Sunnuberginu tóku boðinu feginsamlega og ISnduðu samtals um 800 tonnum á Vopnafirði á mánudag. Sunnubergið hélt síðan rakleiðis á síldarmiðin á ný. Haukur Andrésson, háseti á Sunnuberginu, festi það á filmu þegar verið var að dæla á milli skip- anna, úr Færeyingnum og yfir í íslendinginn. Haukur sagði það vera alvanalegt að islensk skip væru að dæta siid sín í milli, en að fá sildina með þessum hætti frá erlendu skipi væri þó nokkuð fréttaefni. Fleiri skip vilja í kolmunnann SEX skip til viðbótar hafa nú sótt um leyfi til kolmunnaveiða, en Beitir NK fékk leyfi til slíkra veiða í fyrri viku og hélt á kolmunnamiðin vestan við Færeyjar sl. föstudagskvöld. Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu, á von á því að skipin fái öll leyfi, en beðið er staðfestingar færey- skra stjórnvalda sem að líkindum berst á næstu dögum. Bedið eftir leyfi Færeyinga Samkvæmt upplýsingum frá sjávar- útvegsráðuneytinu, eru þetta allt skip, sem úthlutað var síldarkvóta úr norsk- íslenska síldarstofninum, en skipin eru: Sighvatur Bjarnason VE, Antares VE, Jón Sigurðsson GK, Heimaey VE, Huginn VE og Hólmaborgin SU. „Þetta eru allt skip, sem eru hæf til kolmunna- veiða, og svo virðist sem aukinn áhugi sé á því að reyna þessar veiðar," segir Jón. Gagnkvæmar veiAiheimildir Samningur var gerður í febrúar sl. á milli Islendinga og Færeyinga um gagnkvæmar veiðiheimildir á kol- munna í lögsögum landanna beggja. Góð kolmunnaveiði hefur verið við Færeyjar undanfarnar vikur. Kolmunni fannst óyænt í miklu magni við suður- strönd íslands um miðjan október í fyrra, allt frá Reykjanesgrunni austur í Hornafjarðardjúp. Beitir NK var þá eina skipið, sem reyndi fyrir sér við veiðarnar og landaði 400 tonnum sem fóru til bræðslu. Kolmunninn hrygnir út af írlandi og vesturströnd Skotlands en gengur svo norður eftir vestan við Færeyjar og jafnvel norður með austurströnd íslands. Kolmunnaveiðar hafa verið stundaðar hér á landi af og til á undan- förnum árum, en mest veiddist árið 1979 þegar heildaraflinn var á bilinu 20-30 þús. tonn. Kolmunninn fer að mestu leyti í bræðslu. Verð á lýsi og mjöli ræður því mestu um hvort veið- arnar borga sig. Daufara en búlst var vld Beitir NK kom á miðin sl. sunnu- dag, tók eitt hol vestan við Færeyjar og fékk þá um 40-50 tonn, hélt svo suður fyrir eyjarnar þar sem hann var ásamt nokkrum rússneskum togurum án mikils árangurs. Freysteinn Bjarna- son, útgerðarstjóri hjá Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað, sagði í gærkvöld að Beitir væri nú að leita að kolmunna vestan við eyjarnar, en væri eina skip- ið sem gerði leitina erfiðari en ella. „Þetta hefur verið daufara en menn áttu von á miðað við fréttir af afla- brögðum þarna undanfarið. Ég geri ráð fyrir að Beitir verði við þessar athugan- ir í tvo daga í viðbót, en ef árangurinn er engin, þá verðum við að endurmeta stöðuna og senda hann í eitthvað ann- að." Fréttír Söluverð um 20% hærra nú •MARKAÐSHORFUR eru ágætar fyrir úthafskarfa og söluverð um 20% hærra en á sama tima í fyrra, að sðgn Gylfa Þórs Magnússonar, framkvæmdastjóra hjá SH. „Að því leyti er markaðurinn opnari en hann var í fyrra þegar viðræður voru að hefj- ast," segir hann./2 Kostnaðarauki úthafsveiðiskipa •MEÐ sljórnarfrumvarpi um úthafsveiðar, sem lagt verður fram á Alþingi á næst- unni, er verið að leggja á úthafsveiðiskipin kostnað vegna eftirlits, sem getur numið a 111 að 3% af aflaverð- mæti, að sögn Snorra Snorra- sonar, formanns Félags út- hafsútgerða./2 Faggilding skoðunarstofa •SJÁVARÚTVEGSRÁÐU- NEYTIÐ hefur óformlega til- kynnt skoðunarstofum að óskað verði eftir faggildingu þeirra, sem að mati Sturlaugs Daðasonar hjá SH, þýðir kostnaðarauka. Einnig segir hann að sett séu takmörk við eignaraðild og geti Sölumið- stöðin þá ekki átt skoðunar- stofu oni og sér./2 Ákvörðun Unilever veldur ugg •ÁKVÖRÐUN stórfyrirtæk- isins Unilever um að hætta notkun lýsis úr bræðslufiski i afurðir sínar er áhyggjuefni að mati forsvarsmanna ís- lenskra lýsisframleiðenda./3 Gaffalbitar á Rússamarkað •Á VEGUM Borgeyjar hf. á Hornafirði er hafin niður- lagning síldar fyrir Rúss- landsmarkað. Framleiðsla á gaffalbitum hefur legið niðri hjá fyrirtækinu i nokkur ár, en nú áætlar Borgey að fram- leiða 1,3 milljóiiii- dósa á ár- inu./3 700 milljónir í endurbætur •AFKASTAGETA fiski- mjölsverksmiðju Haraldar BSðvarssonar hf. á Akranesi eykst úr 600 í 1.000 tonn á sólarhring eftir að endurbót- um, sem nú eru í bígerð, verð- ur lokið. Kostnaður, sem áætlaður 700 uiilljóiiir./8 Síldveiöi Veiðar úr Norsk-íslenska síldarstofninum 1959-1968 700------- þús. tonn 600 500—- 400^ 300 200 100- C.ll II 1959 '60 '61 '62 '63 '64 '65 '66 '67 '68 253 þús. tonn að meðaltali •Á SÍLDARÁRUNUM 1959- 1968 veiddu íslendingar að meðaltali 253,3 þús. tonn af síld, en við fongmn úthlutað nú 190 þúsund tonnum úr norsk-islenska síldarstofnin- um. Árið 1966 var aflinn mestur eða 691 þús. tonn. Árið áður veiddum við 540 þús. tonn og 1967 veiddum við 359 þús. tonn. Árið 1968 var ævintýrið á enda, en þá hrapaði veiðin niður í 75 þús. tonn. Síðan hefur það tekið stofninn um þrjátíu ár að byggja sig upp að nýju, að sögn fiskifræðinga. Minnstur afli á þessum áruni vár árið 1960, en þá veiddum við 27 þús. tonn og árið áður 35 þús. tonn. Jar úr Noi nska síldarstof nin um 1959-1968 100 % ! ¦¦ II lÁðrírl 1959 '60 '61 '62 '63 '64 '65 '66 '67 '68 17,2% nú til íslendinga •HLUTDEILD íslendinga í veiðunum nú miðað við hin strandríkin er 17,2%. Hlutur Noregs í veiðunum er 62,8% eða 695 þús. tonn. Hlutur Rússlands er 14,1% eða 156 þús. tonn og Færeyingar fá 6% hlutdeild í stofninum eða 66 þús. tonn. Til samanburð- ar má nefna að á árunum 1959-68, var meðalhlutdeild Islendinga í veiðum úr stofn- inum 18,3%. Hlutur Norð- manna var 47,6%, Rússa 32,1%, Færeyinga 1,7% og annarra 0,3%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.