Morgunblaðið - 15.05.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 15.05.1996, Síða 1
| BRANPARAR\ | þrautir! Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Revkiavík PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 15. MA11996 Vorboðinn í vegarkantinum SUMAR ÁNDRI Indriðason, 9 ára, Klettatúni, 781 Höfn, er listamaður úr Austur- Skaftafellssýslu, sem er höfundur þessarar fallegu og vel gerðu myndar. Höfundurinn kallar hana Vorboðann í vegarkantin- um. Andri er mikill ná- kvæmnismaður, sem sést á smáatriðum myndarinn- ar, það er ekkert sem gleymist á fólksbílnum á myndinni, sem er greini- lega sænskur, Volvo 245; gulu vegarstikurnar, þessar nýju, frá Vega- gerðinni eru á sínum stað og blessaður vorboðinn ljúfi, lóan, stendur á steini við vegarkantinn og fylg- ist með öllu sem hreyfist í nágrenninu. Það er eng- in furða, sjáið þið þúfu- kollinn þarna lengst til vinstri á myndinni - þar virðist vera lóuhreiður! í Skaftafellssýslum er stærsti jökull landsins, Vatnajökull, með alla sína skriðjökla, og er einn þeirra á myndinni á milli tveggja fjallstinda. Kvöld- sólin skín á vesturhimnin- um og roðar hann. Það er sumar á íslandi og lífið er dásamlegt. Njótum náttúrunnar, hún er svo fjölbreytt og alltaf eitthvað spennandi að sjá og heyra. Myndasögur Moggans þakka Andra kærlega fyr- ir myndina. ÞAÐ þarf ekki að segja mikið um þessa fallegu mynd eftir Evu Björgu Stefánsdóttur, 10 ára, Hjallavegi 18, 530 Hvammstangi. Hún segir sjálf svo margt og mikið um sumar- ið á landinu okkar, nema hvað við tölum ekki útlensku hérna hvert við annað, og allra síst þegar við tjáum ást okkar. ís- lenskan á svo mörg falleg orð til þess að tjá sig með, enda stundum kölluð ástkæra yl- hýra málið. Eva Björg mín, þakkir fyrir fallega mynd. Leiðrétting MISTÖK urðu þegar heimilisfang stúlkunnar Katrínar Oskar Grétars- dóttur birtist í Pennavin- um um daginn. Biðjast Myndasögurnar velvirð- ingar og birta rétt nafn og heimilisfang. Ef ein- hver ykkar hafið þegar sent bréf til Katrínar Ósk- ar ættuð þið að bíða í nokkrar vikur og sjá til hvort þið fáið svar, ef það gerist ekki skuluð þið endilega senda bréf til hennar aftur á rétt heimil- isfang. Katrin Ó. Grétarsdóttir 4180 Bonway Drive Pensacola FL 32504 U.S.A.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.