Morgunblaðið - 16.05.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 16.05.1996, Síða 1
RÍKISKAUP Opinber innkaup vanrækt /4 FJÁRMÁL Samkeppnisstaöa þjóöa /6 HUGBÚNADUR Ungtyrkir vefsins /8 fRwgtiiiHbifrife Bjór Olgerðin Egill Skallagrímsson hefur hafið framleiðslu á dökk- um bjór í margnota flöskum með 3,8% áfengisstyrkleika. Verð á hverri kippu er 640 krónur en kaupendur geta síðan fengið 90 krónur samtals endurgreiddar i söluturnum fyrir glerið. Innihald hverrar flösku kostar því 91 kr. Hlutabréf Hlutabréfaverð hefur haidið áfram að hækka í nokkrum hlutafélögum á Verðbréfaþingi að undanförnu. Töluverðar hækkanir urðu á þriðjudag og náði þingvisitala hlutabréfa þá hæsta gildi sínu frá áramótum. Vísitalan lækkaði um 0,2% á ný í gær. Hefur vísitalan nú hækkað um 28% frá áramótum. Verdlaun Umhverfissjóður verslunarinnar og Ungmennafélag Islands munu hefja átak 1. júni nk. um allt land undir kjörorðinu „Flöggum hreinu landi 17. júní“. Sérstök umhverfisverðlaun verða veitt fyrir besta árangur í hreinsun á rusli. SÖLUGENGIDOLLARS Kr. Síðustu fjórar vikur 69,00]----------------------- 68,50 66,50 66,00 65.50 65,00 64.50 64,00 17. apr. 24. I.maí 8. 15. Enn eykst bjórneyslan Markaðshlutdeild framleiðenda í jan.- apr. 1996 og 1995: Ölgerðin E.S. Víking hf. 132,9% B 32,2% 30,4% Heineken Becks Holsten Vífilfell Anhauser Aðrir Markaðshlutdeild bjortegunda í jan.- apr. 1996 og 1995: Egils Gull EJ|||— 1 19,1% mWB 22,2% Tuborg Grænn c Viking ® Becks Thule Heineken Holsten Pripps Budweiser Löwenbráu Prins Kristian Aðrar tegundir 1&12,4% -9,1% [10,9% mm 12,7% 7,7% 8,3% 6,4% * 7,2% 6,3% 6,0% ,6,3% 5,9% 4,5% : 5,5% , ■ —...m bjórsölu eftir um- búðum: 3,6% I 3,6% Dósir Flöskur V.h.-flö.* Kútar aas.x„- 14,1% Jan.-Apr. Jan.-Apr. lítrar lítrar 1.435.722 1.255.601 358.507 309.680 117.422 161.908 536.962 408.641 1996 199S 2.448.613 2.135.830 SALA á bjór hjá ÁTVR og öðrum áfengisinnflytjendum nam alls rösklega 2,4 milljónum lítra fyrstu fjóra mánuði ársins sem er um 15% aukning frá sama tímabili í fyrra. Eins og sést á myndinni að ofan hefur annar íslenski framleiðandinn, Víking hf. misst 5,6% markaðs- hlutdeild á þessu ári og hefur nú um 25% hlut. Ölgerðin hefur aftur á móti sótt í sig veðrið þrátt fyrir minni hlutdeild aðalsöluvörunnar Egils Gulls. Það má m.a. rekja til þess að fyrirtækið hefur verið að skipta út Egils Gulli fyrir Tuborg á minni veitingahúsum. Þá hefur Elephant og Guiness bjór bæst við hjá fyrirtækinu á þessu ári. Nokkrar breytingar hafa orðið á hlut erlendu tegundanna og ný tegund, Prins Kristian, er að ná nokkurri fótfestu. Loks vekur það athygli að salan er nú að dreifast á fleirri tegundir en áður. Tæp 40% hlutafjár í Jarðboranum föl Sala á hlut ríkis og borgar að hefjast SALA á hlutabréfum ríkissjóðs og Reykjavíkurborgar í Jarðborunum hf. hefst í næstu viku. í fyrstu lotu verður seldur 10% hlutur Reykjavík- urborgar og 8,5% hlutur ríkissjóðs, samtals að nafnvirði tæpar 44 millj- ónir króna. Jafnframt liggur fyrir að ríkissjóður muni selja afganginn af hlutabréfum sínum í fyrirtækinu síðar. Þar er alls um að ræða 20% eða rúmar 47 milljónir króna að nafn- virði. Borgin hyggst hins vegar halda eftir 20% hlut í fyrirtækinu. Hreinn Loftsson, formaður Einka- væðingarnefndar, segir það ljóst að hlutur ríkisins verði seldur í beinu framhaldi af þessari fyrstu lotu, ef vel gangi með sölu bréfanna. Ella verði tekin um það sjálfstæð ákvörð- un hvert framhaldið verði. Hreinn segir það hins vegar óheimilt að upplýsa um á hvaða gengi bréfin verði seld fyrr en á fyrsta útboðs- degi, vegna þeirra reglna sem gildi um slík útboð á Verðbréfaþingi. Síðustu viðskipti með hlutabréf í Jarðborunum áttu sér hins vegar stað á genginu 2,71 og má því áætla að samanlagt markaðsverðmæti þess- ara bréfa sé í kringum 246 milljónir króna. Fyrirkomulagið á sölu bréf- anna verður með svipuðu sniði og við sölu á bréfum ríkissjóðs í Lyfja- verslun íslands og verður hveijum einstaklingi heimilt að kaupa hluta- bréf að hámarki að nafnvirði 111 þúsund krónur. Það er Kaupþing sem er umsjónaraðili sölunnar. I dag eru ríkissjóður og Reykjavík- urborg stærstu hluthafamir, sam- anlagt með tæp 60% hlutafjár. Aðrir hluthafar eiga ekki stærri hlut en 4% en hluthafar eru alls 450 og heild- arhlutafé í árslok 1995 var 236 millj- ónir króna. Jarðboranir hafa á undanförnum árum verið að færa út kvíarnar utan landsteinanna og á síðasta ári sköp- uðu verkefni fyrirtækisins erlendis um 54% tekna þess. Fyrirtæki um byggingu raforkuvers í athugun Bent S. Einarsson, framkvæmda- stjóri Jarðborana, segir margt vera á döfinni í rekstri fyrirtækisins. Þó sé ekki víst að umfang starfseminnar erlendis verði jafnmikið á þessu ári og því síðasta, enda hafi umsvifin verið óvenjumikil þá. „Jarðboranir hafa haft um það frumkvæði að stofnað verði fjölþjóðlegt fyrirtæki um jarðhitarannsóknir og byggingu u.þ.b. 10 MW raforkuvers á eyjunni Terceira í Azoreyjaklasanum. Það mun koma í ljós á næstu mánuðum hvort af þessu verkefni verði. Þá eru ýmis stærri verkefni í farvatninu hér á landi, tengt auknum áhuga á jarð- hita hjá ýmsum opinberum aðilum." Hagnaður Jarðborana á síðasta ári nam tæplega 31 milljón króna og velta þess var 242 milljónir. Veru- leg veltuaukning varð þá á milli ára en undanfarin þijú ár þar á undan hafði velta fyrirtækisins verið um 180 milljónir. Rekstraráætlanir þessa árs gera ráð fyrir því að velta verði um 220-240 milljónir og að hagnaður verði á bilinu 20-30 milljónir. Hvar ætlar þú að leggja fyrir til eftirlaimaáranna? I $ Eini sércixmirsjc'iðurinii sem tryggir iífeyri til æviloka Gerðu samanburð...og taktu síðan ákvörðun. Við starfslok eru réttindi í lífeyrissjóði og annar eftirlaunasparnaður oftast stærsti hluti af eignum fólks. Við viljum benda á ALVÍB sem góðan kost fyrir þá sem geta valið sér lífeyrissjóð eða vilja greiða viðbótar- iðgjöld í séreignarsjóð. ALVÍB hefur samið við SAMLlF um að bjóða sjóðfélögum tryggingar á hagstæðum kjörum en þannig geta þeir tryggt fjárhagslegt öryggi sitt alla ævina. Hafðu samband við ráðgjafa okkar og fáðu nánari upplýsingar. Það skal vanda sem lengi skal standa. FORYSTA í FJARMÁLUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi Islands • Kirkjusandi, 155 Rcykjavík. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.