Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ1996 B 5 _______VIÐSKIPTI____ Námstefna um um- bætur í stjómun dagbók • NÁMSTEFNA verður haldin dag- ana 23.-24. maí á vegum Iðntækni- stofnunar í þingstofu A, Hótel Sögu. Hún er ætluð ráðgjöfum sem hafa sérhæft sig í umbóta- og stjórn- unarverkefnum í litlum og meðal- stórum fyrirtækjum. Fjallað verður um aðferðir sem notaðar voru í ráð- gjafarverkefninu, „Gerum gott bet- ur“ og styrkt var af Evrópusam- bandinu. Markmið þess var að finna styrkleika og veikleika lítilla og meðalstórra fyrirtækja, þannig að þau gætu tileinkað sér nýjungar í stjórnun og tækni og eflt þannig samkeppnisstöðu sína. Sérstakur gestur verður Brendan Wickers frá Pera International. Alls verða haldnar 11 fyrirlestrar á námstefn- unni. Námskeið um erlenda við- skiptasamninga • ALÞJÓÐA verslunarráðið á ís- landi gengst fyrir námskeiðum í gerð alþjóðlegra viðskiptasamninga dagana 23. og 24. maí nk. Fyrirles- ari á báðum námskeiðum er Banda- ríkjamaðurinn Guillermo Jiménez, yfirmaður alþjóða viðskiptadeildar í höfuðstöðvum Aþjóða verslunar- ráðsins í París og einn eftirsóttasti fyrirlesari ráðsins. Fyrra námskeiðið nefnist Staðlaðar reglur og skilmálar Alþjóða verslunarráðsins í viðskipt- um. Á síðara námskeiðinu, Gerð al- þjóðlegra viðskiptasamninga, er far- ið lið fyrir lið yfir öll svið viðskipta á milli landa, allt frá upphafi til enda; frá gerð grunnsölusamnings- ins til dreifíngu og sölu sjálfrar vör- unnar/þjónustunnar. Skráningar- frestur rennur út 20. maí nk. Ráðstefna um alnetshugbúnað • SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ís- Iands gengst fyrir ráðstefnunni Hugbúnaðargerð fyrir Internetið þriðjudaginn 21. maí nk. Þar verð- ur m.a. fjallað um hvort hugbúnað- argerð fyrir alnetið (Internetið) sé í grundvaíalratriðum frábrugðin ann- arri hugbúnaðargerð, hvort nota þurfi nýjar þróunaraðferðir og nota nýtt forritunarmál, hvort tölvunar- og kerfisfræðingar séu hugsanlega að verða úreltir og hvort útlitshönn- uðir verði hugbúnaðarsmiðir fram- tíðar. Frummælendur verða Andrés Magnússonar frá Vefnaðarfyrir- tækinu Kjarnorku, Hörður Hauksson frá Skýrr, Kjartan PR Emilsson frá Oz, Freyr Þórarins- son frá Tölvuháskóla VÍ og Birgir Edwald kynnir lokaverkefni TVÍ sem unnið hefur verið í samvinnu við Veðurstofuna og er m.a. er skrifað í Java og CGI. Ráðstefnu- staður er Scandic Hótel Loftleiðir og hefst ráðstefnan kl. 13. Ráðstefna um upplýsinga- tækni ígæða- stjórnun • GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG íslands efnir til ráðstefnu um hag- nýtingu upplýsingatækni í gæða- stjórnun þann 23. maí á Hótel Loft- leiðum kl. 13.-19. Ráðstefnan er ætluð öllum sem hafa áhuga á gæða- stjórnun og upplýsingatækni. Aða- lerindi ráðstefnunnar flytur Eyjólf- ur Sveinsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar hf. og mun hann fjalla um upplýsingaþjóðfélag- ið og gæði. Þátttakendur geta síðan valið um tvo fyrirlestrasali. Fjallað verður um starfsgæði, og hagnýta upplýsingaöflun hjá Eimskip, gæða- handbækur á tölvutæku formi hjá Kassagerðinni, Sýnarhugarflug hjá OZ, vinnslueftirlit og gæðastarf hjá Meitlinum, alnetið og gæðagagna- grunna, erlent samstarf, gæði og styrki, ESB, skjalastýringu o.fl. Nánari upplýsingar veitir Arney Einarsdóttir hjá Gæðastjórnunar- félaginu í síma 511-5666. BMW 3-línan er einstök samsetning hæfileika og hátækni. Hún er þrekleg, tápmikil, nýtískuleg og vel úthugsuð. Straumlínulagað formið heldur loftmótstöðu í lágmarki. -* Hljóðeinangrun er með því besta og öryggið færhæstu einkunn. Fullkomið tölvustjórnkerfi skilar hámarks vinnslu með lágmarks eldsneytiseyðslu. í BMW 3-línunni eru m.a. ABS bremsur, driflæsing og endurmótun á stuðurum við minnstu árekstra, allt staðalbúnaður. 3-línan eróendanleg upplifun á ein- stökum akstursþægindum. Njóttu þess að aka í bíl sem hefur alla þessa hæfni, öryggi og stíl. ENGUM LIKUR ÁRMÚLA 13, SlMI: 568 1200 BEINNSlMI: 553 1236 - kjarni málsins! Icebreaker ’96 kynnir Nova Scotia á Islandi FULLTRÚAR viðskipta- og ferða- mála Nova Scotia fylkis, á austur- strönd Kanada, koma til Reykjavíkur 21. maí vegna sýningarinnar Icebreaker ’96, sem efnt er til í til- efni þess að Flugleiðir eru að hefja áætlunarflug þangað, að því er seg- ir í frétt. Icebreaker ’96 er ferða- og við- skiptasýning sem haldin verður dag- ana 22.-24. maí í Háskólabíói. Um eitt hundrað fulltrúar ferða- og við- skiptamála frá Nova Scotia koma hingað til lands með ítarlegar upplýs- ingar um land og þjóð og svara þeim spurningum sem upp kunna að koma. Islendingum gefst tækifæri til að kynnast sögu Nova Scotia, nátt- úrufegurð, umhverfí borgarinnar, skemmtanalífí og öllum þeim ævin- týrum sem landið býður, í gegnum skemmtiatriði og myndbandssýning- ar sem haldnar verða í salarkynnum Háskólabíós. Robbie Harrison, fjármálaráðherra, mun leiða mun sendinefndina frá Nova Scotia til ís- lands. Nú þegar annast rúmlega 30 fyrirtæki í Nova Scotia innflutning til íslands. Flugleiðir hófu beint flug til Halifax á Nova Scotia 14. maí og verður flogið á þriðjudögum og fimmtudögum. Þættir sem fyrirtæki kunna vel að meta í fjármálaþjónustu Lýsingar hf. Kynntu þér joá margvíslegu möguleika sem fjármögnunarleiga hefur umfram aðra kosti á lánamarkaSinum. FáSu ítarlegan upplýsingabækling í næsta útibúi Búnaöarbankans, Landsbankans eða hafSu beint samband viS okkur. FUOTLEGRI FJARMOGNUN SUÐURLANDSBRAUT 22, 108 REYKJAVIK SÍMI 553 1500, FAX 553 1505, 800 6515 - jf ORAHT Eigendur: . /Á'iBLINABARBANKI Vð/tsiANDS inkl StM. iENNAR \Aixicci\autixc ísianos ur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.