Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI SÍÐl ar ríl | ÍÐUSTU misserin hafa sum- þjóðir, ekki síst Banda- ríkjamenn, Bretar, Islend- ingar og þjóðir í Suðaustur-Asíu (auk íslendinga) notið ljómandi hagvaxtar en aðrir, ekki síst Jap- anir, Þjóðverjar og fleiri Mið-Evr- ópuþjóðir, hafa mátt sætta sig við minna. Vissar horfur eru á því að þetta sé að breytast. Undir lok ársins eru líkur á að flestar mikil- vægar þjóðir muni allar njóta góðs hagvaxtar á sama tíma en það hefur ekki gerst síðan undir lok níunda áratugarins. Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn reiknar með því að hagvöxtur allra ríkja samtals verði 4,3% á árinu 1997 og það er mesta framleiðsluaukning síðan á árinu 1988. Fyrir hagsveifluáhugamenn mætti því skjóta því inn að fyrir heimsstytjöldina fyrri var hagsvei- flan einmitt þannig að góður vöxt- ur og allharður samdráttur urðu á um tíu ára fresti með vægari sveifl- um inni á milii. Á árunum 1950 til 1980 gætti fimm ára sveiflu í ríkara mæli án mikilla toppa eða lægða en nú er að sjá að tiu ára sveifla með aðalvaxtartímanum í lok áratugs og samdrætti í byrjun þess næsta hafi tekið við aftur. Framleiðniaukning árin 1996 til 1999 gæti orðið yfir meðaltali iðnríkjanna Fyrir íslendinga skiptir það ríku máli að heimsbúskapurinn gangi bærilega vegna þess hve eftirspurn í viðskiptalöndunum hefur mikil áhrif á útflutningsverð og viðskip- takjör. Á síðari hluta tíunda ára- tugsins er reiknað með að allar þjóðir verði búnar að vinnd sig út úr samdráttarskeiðinu sem hófst í byrjun hans. Þess vegna er áhuga- vert að hyggja á nýjan leik að tekjumöguleikum íslendinga, hvernig íslenska þjóðarbúinu hefur reitt af í samanburði við sam- keppnisþjóðir okkar eða aðra sem hafðir eru til viðmiðunar. Efsta línuritið til vinstó sýnir glögglega að hagvöxtur á íslandi hefur náð sér á strik eftir sam- dráttarskeiðið á fyrri hluta ára- tugsins. Línuritið efst til hægri sýnir að framleiðsla á mann á ár- inu 1996 verður aftur komin í sama horf og hún var mest árið 1988. í framreikningi fyrir árin 1996 til 2000 á þeirri mynd er reiknað með allmikilli framleiðniaukningu hér eða 1,5-2% á ári, í og með vegna þess að fólksfjölgun verði minni en á fyrri árum. Hagvöxtur hér er nú svipaður og í ríkjum OECD sem oftast eru höfð til viðmiðunar. Sé árið 1980 eða níundi áratugurinn höfð til samanburðar vantar enn nokkuð upp á að slöku árin 1988 til 1993 hafí verið unnin upp. Á myndinni er sýnd áætlun til ársins 2000 þar sem reiknað er með svipuðum hag- vexti á íslandi og í ríkjum OECD en raunar þyrfti ekki mikið til árin 1996 til 2000 svo að íslendingar næðu meðaltalshagvexti þeirra áratugina 1980 til 2000. Fram- leiðniaukning (aukning framleiðslu á mann) gæti þá orðið vel viðun- andi, ef til vill hátt í 2% á mann. Framleiðslugreinar iðnríkjanna í örum vexti Súluritið neðst til vinstri sýnir að slík framleiðnibreyting stenst ekki samanburð við framleiðn- iaukningu Bandaríkjamanna og Japana í iðnaði árin 1980 til 1995 þótt hún sé ekki lakari en árangur Evrópusambandsríkjanna, Þjóð- vetja eða Breta á þeim árum (sjá súlurnar til hægri á myndinni). Hér er sem sagt verið --------- að bera saman sam- keppnisstöðu þjóða á mælikvarða getu þeirra til að auka sem best _____ framleiðslu vöru og þjónustu fyrir alþjóðlegan markað þannig að starfsemin sé við skil- yrði frjálsrar og eðilegrar sam- keppni. Til að fá vit í slíkan saman- burð verður að skoða málin alveg ofan í kjölinn. Samkeppnis- staða þjóða og sérkenni þeirra Fjármál á fimmtudegi Líkur eru á miklum breytingum í atvinnumálum íslendinga næstu tvo áratugina og líklega eru aðeins tvö og hálft ár í Evró, sameiginlegan gjaldmiðil Evrópusambandsins, skrifar Sigurður B. Stefánsson og segir þörf á opinni og málefnalegri umræðu um breytingar næstu ára Framleiðsla á íslandi og i OECD-ríkjum 1980-2000 Áætlað Vísitala, 1980 = 100 OECD-ríki - ÍSLAND ~1—1—1—1 1980 1985 1990 1995 2000 u ■ - Framleiðsla á mann á íslandi 1980-2000 ____________ Vísitala, 1980 = 100 200 Áætlað 1980 1985 1990 1995 2000 Heimsframleiðslan og framleiðsla iðnríkja 1975-1998 A Vísitala, 1975 = 100 Öll ríki, samtals -sJ' - Iðnríkin 1975 1980 1985 1990 1995 2000 200 180 160 140 120 100 - 5%, Landbúnaður Fiskveiðar og -vinnsla Iðnaður Þjónusta og samgöngur Mannafli eftir atvinnugreinum á íslandi 1995 JlLIí Er Evrópa að dragast aftur úr í iðnaðarframleiðslu? Árlegur meðalvöxtur (%) framleiðni og framleiðslu 1980-95 5%------------------------------------------1--- Framleiðsla Bandaríkin Japan ESB Þýskaland Bretland p fil ■ 27%X /l26% V Evrópu- sambandið § ' i \l5%i Japan • 32%/ Skipting heims- j framleiðslunnar i Önnur ríki 1990 \ Framleiðni- aukning van- metin Lítum fyrst á tölur frá Banda- ríkjunum. Súluritið neðst til vinstri sýnir að framleiðni (framleiðsla á mann) í iðnaði þar hefur aukisí um nærri 4% árin 1980 til 1995 sem er vel viðunandi. Hér er raun- ar átt við aukningu í iðnaðarfram- leiðslu á hvem vinnandi mann svo -------- að framleiðni getur að öðru jöfnu aukist þegar atvinnuleysi í þeim grein- um eykst. Útkoman er þó miklu lakari ef litið er á aukningu framleiðni í öllum greinum samtals eða rétt um 1% og á þann mælikvarða standa Bandaríkjamenn að baki flestum iðnríkjum. Hvað er það sem veldur þessum mikla mun? Skýringar geta verið margvís- legar og engin þeirra er einhlít. Framleiðsla á mann var við upphaf tímabilsins mest í Bandaríkjunum og því auðveldara að auka hana meðal þjóða þar sem hún var lægri. Þá hefur fjárfesting verið hlutfalls- lega minni í Bandaríkjunum en í flestum öðrum ríkjum en að jafn- aði leiðir mikil fjárfesting til auk- innar framleiðslu á hvern vinnandi mann. Þriðja skýringin á minni framleiðniaukningu í Bandaríkjun- um er afar áhugaverð. Eins og fyrr sagði er árangur Bandaríkja- manna í aukningu iðnaðarfram- leiðslu ágætur en á því sviði er auðvelt að mæla breytingu á fram- leiðslu (t.d. fjöldi sinnum verðmæti framleiddra bifreiða, flugvéla, kvenhatta o.s.frv.) Mælingavandamál gætu skýrt minni framleiðniaukningu En framleiðsla. á iðnaðarvörum (þar sem góðra mælinga nýtur við) nemur lægra hlutfalli af lands- framleiðslu í Bandaríkjunum en nokkurs staðar á byggðu bóli eða aðeins um 17%. Stærsta _______ hlutann af landsfram- leiðslu þar er að rekja til þjónustugreina (t.d. bankaþjónustu, heil- brigðisþjónustu, öryggis- þjónustu o.s.frv.). Þar er ekki hægt um vik að mæla raunverulega framleiðslu og þar með breytingu á framleiðslu á mann. Minni fram- leiðniaukningu í Bandaríkjunum en í öðrum iðnríkjum kann því að vera að rekja til þess að hærra hlutfall framleiðslunnar sé í grein- um þar sem framleiðsla - og þar með framleiðniaukning - er þrá- faldlega vanmetin. Þessu til viðbótar koma erfið- leikar við að mæla verðlagsbreyt- ingar rétt. Ef ekki tekst að meta til fulls batnandi gæði þjónustunn- ar (sem aukin samkeppni knýr að jafnaði fram nú á tímum) eða kos- takjörin sem neytendum standa til boða með sérstökum tilboðsdögum, - vikum, -vörum eða - verslunum leiðir það til þess að verðbólga mælist hærri en hún er í raun og þar með framleiðsla minni en hún er í raun. Framleiðriiaukning er þannig vanmetin og í því ríkara mæli sem þjónustugreinar með vanmatsvandamál eru fyrirferðar- meiri. Þessar skýringar eru m.a. raktar í frásögn af rannsóknum banda- rísks hagfræðings, Roberts Gor- dons, sem starfar við Northwest- ern University, í nýjasta tölublaði The Economist (11. til 17. maí, bls. 86). Gordon telur jafnframt að meiri skilvirkni á vinnumarkaði í Bandaríkjunum og lágar tekjur verkafólks leiði til þess að þjón- ustufyrirtæki þar hafi að jafnaði fieira fólk í vinnu en sambærileg fyrirtæki í Evrópuríkjum þar sem iágmarkslaun eru hærri og styrkur verkalýðsfélaga meiri. Þannig sé lítil framleiðniaukning í Bandaríkj- unum þar sem atvinnuleysi er til- tölulega lítið í raun spegilmynd af atvinnuleysisvanda margra Evr- ópuþjóða. Nýiðnaðarríkin nálgast óðum 50% heimsframleiðslunnar Hvernig aukið fijálsræði í þjón- ustugreinum og afnám hafta getur leitt til meiri samkeppni meðal þjónustufyrirtækja er einnig sér- stakt viðfangsefni í OECD Ec- onomic Output frá desember 1995 (bls. 17). Þar er vísað til þess að erfitt sé um vik við mæiingar á framleiðniaukningu vegna aukins fijálsræðis og á sviði þjónustu- greina. Þó er hægt að færa sönnur á meiri framleiðni og/eða lækkun í verði á þjónustu í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Nýja Sjálandi þar sem lengst hefur verið gengið í átt til frelsis, en í minna mæli í Ástral- íu, Þýskalandi og í Hollandi þar sem umbætur eru skemmra á veg komnar. Sumar þessara skýringa á lágri framleiðniaukningu eiga við á Is- landi en eru ekki til þess fallnar að skýra beint hvers vegna íslend- ingar drógust aftur úr samkeppnis- þjóðunum fyrr á þessum áratug. Þjóðarbúskapur á íslandi er svo næmur fyrir áföllum í sjávarafla og lækkandi fiskverði á alþjóðleg- um markaði að frekari skýringa er ekki þörf. Greiningin hér að framan er afar gagnleg til að skýra út hvers vegna framleiðniaukning og hagvöxtur er eðlilega minni á íslandi (og í iðnríkjunum) en í ný- iðnaðarríkjunum í Suðaustur-Asíu, Austur-Evrópu eða jafnvel í Suður- Ameríku. Línuritið í miðröðinni sýnir hvernig hagvöxtur í iðnríkjunum árin 1975 til 1995 ásamt áætlun fyrir 1996 og 1997 hefur dregist aftur úr hagvexti í öllum ríkjum samtals (iðnríkjum og nýiðnaðar- ríkjum). Neðra kökuritið sýnir að árið 1990 var liðlega tvo þriðju hluta heimsframleiðslunnar að rekja til Bandaríkjanna, ríkja Evr- ópusambandsins og Japans en 32% til annarra ríkja, einkum nýiðn- aðarríkjanna. Hlutur þeirra í heimsframleiðslunni hefur hækkað ------------------- verulega á sex árum eða Hagvöxtur hér í 46% úr 32% vegna þess svipaður og í ^ve framleiðsla þeirra OECD vex hraðar en í iðnríkj- unum (sjá línuritið í mið- röðinni). Kökuritið í miðröðinni sýnir skiptingu mannafla eftir atvinnu- greinum á íslandi en um 62% vinn- andi manna starfa nú í þjónustu- greinum og við samgöngur. Aðeins 5% og 11% starfa við landbúnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.