Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 B 7 VIÐSKIPTI og við fiskveiðar og -vinnslu. Allt bendir til þess að sams konar mælingarerfiðleika gæti gagnvart þjónustugreinum hér og í öðrum iðnríkjum og áhrifin eru rík hér vegna þess hve stór hluti mannaf- lans starfar við þær greinar. Það er því engan veginn rökrétt að bera saman 10% hagvöxt í Kína, í Austur-Þýskalandi og Póllandi eða öðrum nýiðnaðarríkjum við 3% hagvöxt á íslandi. I fyrrnefndu ríkjunum er stór hluti mannaflans bundinn við störf sín á heimilum rétt eins og var á íslandi á fyrri hluta aldarinnar. Sá hluti framleiðslunnar er eðli málsins samkvæmt utan við opin- berar mælingar eða skráningu á landsframleiðslu. Smám saman færist vinna á heimilum yfir til markaðshagkerfisins og þar með inn í mælingar og leiðir um leið til umtalsverðrar aukningar í fram- leiðslu, en aðeins einu sinni við til- færsluna. í stað þess að þvo þvott- inn heima notar fólk sér þjónustu þvottahúsa. I stað þess að kaupa í matinn og elda hann heima kaup- ir fólk tilbúinn mat til að borða heima eða borðar jafnvel á veit- ingahúsum, svo að aðeins tvo dæmi séu nefnd um tilfærslu þjónustu frá heimilum á almennan vinnumarkað. Önnur skýring á miklum mismun á hagvexti í ný- iðnaðarríkjum og iðnríkj- um er síðan að umfang þjónustu- greina er mun meira í þeim síðar- nefndu eins og áður hefur verið rakið með tilheyrandi hættu á van- mati á framleiðslu. Sérkennum hverrar þjóðar er ekki æskilegt að breyta í einu vetfangi Samkeppnisstaða íslendinga gagnvart viðmiðunarríkjunum lítur því betur út núna eftir að hagvöxt- ur hér náðist í svipað horf og .í iðnríkjunum. Til að standa sig sem best (og þegar öllu er á botninn hvolft er árangurinn ennþá metinn aðallega á mælikvarða framleiðslu- eða tekjuaukningar á mann) er hverri þjóð mikilvægt að hyggja að sérstöðu sinni og nýta sér hana til fulls. Með þessu er ekki átt við fiskimið og orkulindir íslendinga sem vissulega eru mikils virði eða mannauð Dana sem engar aðrar sérstakar náttúruauðlindir eiga. Hér er átt við sérkennin í atvinnu- uppbyggingu hverrar þjóðar, stjórnarhætti, eignarhald og stjórnun fyrirtækja, og þær leiðir sem færar eru til að bregðast við nýjungum, framþróun í tækni og vísindum eða í þjóðfélagsmálum. Aðeins liðlega tvö og hálft ár í Evró þann 1. janúar 1999 Þessum sérkennum þjóða sem hafa orðið til í tímans rás, stundum á áratugum eða öldum, verður ekki breytt í einu vetfangi. Mark- aðskerfi Bandaríkjamanna með stóran hlutabréfamarkað og mikið fijálsræði í viðskiptum hefur gefist þeim vel og leitt til þess að stund- um vegnar þeim betur en öðrum þjóðum. Þrí- hliða samráðskerfi Þjóð- veija þar sem atvinnu- rekendur, launþegar og stjórnvöld hafa náð að starfa saman, marka stefnu til framtíðar og finna lausnir á við- fangsefnum hefur gefist vel hjá þeim. Japanir búa síðan við enn annað kerfi, Danir við allt annað, Bretar við sitt eigið o.s.frv. Hæpið væri fyrir íslendinga að reyna að taka upp eitthvað af fyrir- komulagi einhverrar viðskiptaþjóð- ar þótt það kunni að freista hér eins og víðar þegar einhverri þeirra gengur sem best. íslendingar búa við sitt eigið stjórnarfyrirkomulag í atvinnumálum og þjóðmálum og best er að vinna út frá því og þró- un þess í tímans rás. Með sívax- andi breytingahraða kann þó að þurfa að skerpa verkfærin og taka viðfangsefni lítið eitt öðrum tökum vegna breyttra tíma. Fjölmörg stórmál eru til umræðu og úrlausn- ar hjá grannþjóðunum en í minna mæli hér. Meðal þeirra er ekki síst að nefna sameiginlega mynt Evr- ópusambandsþjóðanna og þær breytingar í stjórn peningamála í álfunni sem af henni leiða en nú er aðeins um 31,5 mánuður til 1. janúar 1999. Nefna mætti það sérstaka við- fangsefni íslendinga hvernig unnt er að auka framleiðni í atvinnu- rekstri í ljósi þess að samkeppni á markaði er minni hér en víðast. Hlutur þjónustu- og samgöngu- greina í atvinnulífinu hér er um 62% sem er ekki fjarri því sem gerist hjá nágrannaþjóðunum en á Islandi er um þriðjungur mannaf- lans bundinn í atvinnugreinum, bæði framleiðslu- og þjónustu- greinum, sem eru án eðlilegrar og fijálsrar samkeppni. Þá mætti nefna að hér er tekið að örla á vanda- máli sem betur er þekkt hjá sumum viðskipta- þjóðanna. Kaupmáttur hefur hækkað nokkuð síðustu misserin en líkur eru á því að tekjudreifing hafi raskast. Þótt atvinnuleysi hafi aðeins minnkað nú með vorinu fjölgar þeim sem hafa verið án atvinnu lengi. M.ö.o. tekjur þeirra sem eru betur stadd- ir aukast meira en þeirra sem hafa lág laun og þeim sem eru utan vinnumarkaðs fjölgar. Loks mætti nefna eignarhald og stjórnun í atvinnurekstri í ljósi þeirra miklu breytinga sem orðið hafa í fjármálum þjóðarinnar síð- asta áratuginn og eru í vændum á þeim næsta. Allur langtíma- sparnaður einstaklinga að heita má rennur nú í gegnum opinbert lífeyriskerfi landsmanna. Lengi voru þessir fjármunir einkum ávaxtaðir með lánum til sjóðsfé- laga og kaupum á skuldabréfum ríkisins eða íbúðalánasjóða. Smám saman rennur þó meira og meira fé til atvinnufyrirtækja, innlendra og erlendra, eftir því sem tæki- færi gefast á markaði. Líkur eru á miklum breytingum í atvinnumálum næstu tvo áratugina Á næstu einum til tveimur ára- tugum er líklegt að hluti af þeim mikla atvinnurekstri sem nú er í höndum ríkis og sveitarfélaga (t.d. fjármálafyrirtæki, fyrirtæki í orkuframleiðslu og -dreifingu, fyr- irtæki á fjarskiptamarkaði (Póstur og sími), í samgöngum (hafnir og flugvellir) og jafnvel í heilsugæslu og fræðslumálum) færist til ann- arra eigenda. Til að fjármagna slíkar eignabreytingar er þörf á hluta af eftirlauna- sparnaði landsmanna auk fjármuna frá inn- lendum fyrirtækjum og erlendum fjárfestum. Margar af nágranna- þjóðunum hafa þegar gengið í gegnum slíkar breytingar eða eru í miðjum klíðum og mikilvægt er að hefja umræðuna hér til að unnt sé að fylgjast með í almennri þró- un atvinnumála. Höfundur er framkvæmdastjóri VIB - Verðbréfamarkaðs Islands- banka hf. Matreiðslumaður ársins Sturla Birgisson P E R L A N SUMARTÍMI 2. maí til 15. sept. opnum við kl. 800 og lokum kl. ló00 I I •a Aukið lang- tímaatvinnu- leysi Góðar horfur í heimsbú- skapnum geislaprentara MÍKItÓ ehf., hefur kynnt nýjan og fyrirferðalítinn geislaprentara frá OKI, OKIPAGE 4w fyrir Windows stýrikerfi. Ný sam- skiptatækni milíi tölvu og prent- ara tryggir fljóta útprentun og 600 dpi prentgæði. Míkró ehf. hefur selt yfir 11 þúsund OKI tölvuprentara á þeim 14 árum sem þeir hafa verið seld- ir á íslandi. í frétt frá Míkró kem- ur fram að OKI tölvuprentarar eru þekktastir sem nótu- og bók- haldsprentarar, en fyrirtækið hef- ur á undanförnum árum haslað sér völl á sviði geislaprentara og faxtækja. OKI er talið meðal 300 stærstu fyrirtækja í heimi. Það þróaði sína eigin geislatækni í stað hinnar venjulegu leisigeisla- tækni. í stað einstaks geislagjafa með einum hreyfanlegum spegli þá byggir OKI geislaprentara sína á LED (light emitting diode) þ.e. 2.500 ljósdíóður sem lýsa allar í einu á ljósnæma hluta tromlunn- ar. Þetta er sagt tryggja meira rekstraröryggi og býður OKI fyr- irtækið 5 ára ábyrgð á LED ein- ingunni. OKI tölvuprentarar fást hjá tölvufyrirtækjum um land allt þ.á.m, Tæknivali, BT tölvum, ACO, Heimilistækjum, Einari J. Skúlasyni, Hugver, Tölvutækni, Bókval á Akureyri, Tölvuþjón- ustunni á Akranesi, Bókabúð Jón- asar á ísafirði o.fl. V 4 y. Hagkvæmur valkostur í fjármagnsflutningum Póstgíró kynnir nýja, hraðvirka, örugga og ódýra leið til fjármagnsflutninga milli landa Eurogiro Eurogiro veitir fyrirtækjum og einstaklingum nýjan valkost (fjármagnsflutningum milli landa. Þessi valkostur byggir á þeirri hagkvæmni sem samstarf aðildarríkja Eurogiro leiðir af sér. Tölvukerfi þeirra er samtengt þannig að fjármagn og upplýsingar eru sendar með hraðvirkum, ódýrum og öruggum hætti milli landanna. Allar kostnaðarupplýsingar er hægt að-fá gefnar fyrirfram, þannig að sendandi og viðtakandi viti hvaða gjöld á að greiða ( báðum löndum. Eurogiro er hlutafélag 16 evrópskra póststjórna og póstbanka með um 50 milljón póstgíróreikninga um alla Evrópu. Japan er auk þess aðili að Eurogiro sem þýðir 2 milljónir póstgíróreikninga til viðbótar. ( ár munu Chase Manhattan bankinn og bandaríska póstþjónustan gerast aðilar að Eurogiro. Það samstarf mun breiða þjónustunet Eurogiro um allan heim. Póstgíró er 25 ára á þessu ári og hefur því öðlast aldarfjórðungs reynslu (fjármagnsflutningum, bæði innanlands og utan. Póstgíró leggur ríka áherslu á að bjóða hagkvæma þjónustu varðandi alla almenna fjármagnsflutninga sem jafnframt er einföld og þægileg fyrir viðskiptavini. Fjölmargir þeirra hafa opnað póstgtróreikning, eingöngu til að geta valið ólíkar lausnir, t.d. Eurogiro. Þeir halda hins vegar öðrum viðskiptum við sinn helsta viðs kiptabanka óbreyttum. Til einföldunar og þæginda fyrir viðskiptavini millifærir Póstgíró yfir á bankareikning þeirra eins oft og óskað er og þar af ókeypis tvisvar í viku. i2z'i ® y ivr ara 1971-1996 post giro Armúla 6,150 Reykjavík. Slmi: 550 7497 Fax: 568 0121

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.