Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 10
 10 B FIMMTUDAGUR 16. MAÍ1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Harðar deilur í Aker ASA í Noregi Forystusveitin horfin af velli Ósló. Reuter. Nýr McDonald’s borgari á 5 milljarða dollara markaði New York. Reuter. HARÐAR deilur í fyrirtækjasam- steypunni Aker ASA í Noregi leiddu til þess fyrir skömmu að . Gerhard Heiberg stjórnarformaður sagði af sér. Hann skipulagði , vetrarólympíuleikana í Lilleham- mer 1994 og þótti gegna því starfi með miklum sóma. Hart hafði ver- ið deilt á Heiberg fyrir að reka vinsælan framkvæmdastjóra fyrir- tækisins, Tom Ruud, litlu áður. Heiberg sagði í yfirlýsingu sem hann sendi norsku kauphöllinni að hann hefði ákveðið að segja af sér eftir „vandlega íhugun". Aker er eitt af stærstu fyrir- tækjum í Noregi með ítök í ýmsum greinum, m.a. byggingastarfsemi, skipasmíðum og fjölmiðlun. Deilur í stjórn Aker hafa þótt harðvítugri , en gengur og gerist í norsku við- skiptalífi þar sem kurteisi og hóf- í semi einkenna yfirleitt slík mál, | að minnsta kosti á yfirborðinu. Er Ruud var rekinn var því borið við í tilkynningu frá Aker að ástæðan hefði verið ágreiningur um stefn- una en Ruud tók við 1988 af Hei- berg sem þá var gerður að stjórn- | arformanni. Er formaður starfsmannaráðs fyrirtæksins, Leif Furre, heyrði um afsögn Heibergs krafðist hann þess að öll stjómin segði af sér. Furre sagði stéttarfélögin íhuga aðgerðir til að neyða Aker til að NÝIR vendir sópa best segir máltækið og það vill Ja- mes Wolfensohn aðal- , bankastjóri Alþjóðabankans gjarn- an að sannist á sér, en hann hefur stjómað bankanum í tæpt ár. Bankinn hefur löngum verið gagn- rýndur fyrir svifaseint skrifræði og misheppnaða baráttu við fátækt og Wolfensohn hefur rekið sig á að þó starfslið bankans styðji við- horf hans og meti áhuga hans og hugsjónir, eigi gagnrýni á bankann við rök að styðjast. En margir yngri starfsmenn bankans kunna vel að meta tilþrif nýja bankastjór- ans og áherslu á að gera lánveit- ingar skilvirkari og huga að fjár- festingum, sem bæti í raun lífskjör almennings. Flugmaður og skylm- ingakappi í bankastjórastól Wolfensohn er Ástrali, fyrrum herflugmaður og keppti í skylm- ingum á Olympíuleikunum, áður en hann lagði fyrir sig lögfræði og bankastörf. Hann starfaði á sviði fjárfestinga og hafði getið sér gott orð sem harðsnúinn banka- maður áður en hann tók við stjórn bankans. Auk þessarar reynslu hefur hann í farteski sínu brenn- andi áhuga á baráttunni gegn fá- tækt. Það hefur tekið drjúgan tíma fyrir nýjar hugmyndir um sjálf- • \ bæra þróun að vinna sér sess inn- r án bankans, en nú eru þær viðtekn- . ar þar eins og víðar. Það varð forsíðuefni breska blaðsins Financial Times nýlega er Wolfensohn ávarpaði 300 yfir- 'menn bankans og kvartaði yfír því ‘að staðfest djúp væri á rnilli óska starfsmanna um breytingar annars vegar og þess að ýmsir héldu að endurráða Ruud en útskýrði ekki nánar hvaða aðgerðir hann ætti við. Hann sagðist ekki sætta sig við brottreksturinn. Sápa eða áll? „Ruud hefur séð um hreingem- ingu eftir svallveisluna sem Hei- berg stóð fyrir á níunda áratugn- um,“ sagði Furre. „Aker er nú vel rekið fyrirtæki. Það er erfítt fyrir Ruud að vinna undir stjómarform- anni með innræti Heibergs. Ég hef áður líkt honum [Heiberg] við sápu en það var of vægt til orða tekið. Núna myndi ég ef til vill kalla hann ál“. Sjálfur segir Heiberg að einn af stóm hluthöfunum í Aker, líf- eyrissjóðurinn Folketrygdfondet, hafí dregið til baka stuðning við brottrekstur Ruuds. „Það veldur mér vonbrigðum að sjá hann skipta gersamlega um skoðun - núna,“ sagði Heiberg um stjórnarformann sjóðsins, Tore Lindholdt, í viðtali við Aftenposten um það leyti sem hann sagði af sér. Lindholt segist hafa haft áhyggjur af langtímastefnu fyrir- tækisins en hann hefði á hinn bóg- inn varað Heiberg við því að reka Ruud. Hefði Heiberg vitað um þessa afstöðu sína fyrir fundinn örlagaríka þar sem uppsögn Ruud var afráðin. sér höndunum á óskammfeilinn hátt. Á persónulegan og opinskáan hátt höfðaði hann til starfsmanna um að leggja sig fram um að vinna að stefnumiðum bankans, sem væri baráttan við fátækt heimsins. t samræmi við ný viðhorf undan- farin ár hefur bankinn einnig breytt útlánastefnu sinni. Á ráð- stefnu í Atlanta í Bandaríkjunum undirstrikaði Caio Koch-Weser bankastjóri bankans að besta leiðin til að beijast gegn fátækt væri að fjárfesta í krökkum, því það skil- aði sér til framtíðarinnar. Hann benti á að þriðjungur barna gengi svangur til sængur á hveiju kvöldi, án aðgangs að hreinu vatni. Hver rannsóknin á fætur annarri sýndi að efling skóla í fátækum löndum, sérstaklega fyrir stelpur, væri McDONALD’s fyrirtækið vonar að nýir „Arch Deluxe" hamborg- arar þess muni seljast fyrir einn milljarð dollara á ári og kynnir þá með hjálp skemmtikrafta og með risastórri eftirlíkingu í Los Angeles. „Þetta er fyrsta nýja samlokan, sem við höfum framleitt sérstak- lega handa fullorðnum," sagði Michael Quinlan stjórnarformað- ur í hádegisverðarboði á Manhatt- an. Andrew Selvaggio forsljóri kvað Arch Deluxe árangur hundr- uða prófana á mörgum efnum og sagði hann að 52 sinnepstegundir hefðu verið prófaðar. Sérstök „leynisósa" fylgir Arch Deluxe, sem verður fáanlegur á besta þróunaraðstoðin. Besta bar- áttuaðferðin væri að fjárfesta í fólki og menntun. í framhaldi af stefnu bankans á fjárfestingar fyrir konur og börn í fátækustu löndunum og sjálfbæra þróun hefur í auknum mæli verið tekið upp samstarf við fijáls fé- lagasamtök og aðra einkaaðila, en ekki aðeins við stjórnvöld eins og mest var gert áður fyrr. Þannig fór hópur frá bankanum nú í fyrsta skipti á stærstu iðnsýningu heims, sem haldin er í Hannover í lok apríl. Richard Frank, sem stýrir nýrri deild bankans er snýr að einkageiranum, bendir á að á tím- um minnkandi þróunaraðstoðar hins opinbera sé mikilvægt að bankinn sinni tengslum við einka- geirann. um 12.500 skyndibitastöðum McDonald’s í Bandaríkjunum og Kanada, og á nýi hamborgarinnn að keppa við það bezta sem aðal- keppinautar fyrirtækisins hafa á boðstólum. Markaður fyrir hamborgara með salati, tómötum og beikon er metinn á 5 milljarða Banda- ríkjadala og helzti keppinautur Arch Deluxe á þeim markaði er „Big Bacon Classic" frá Wendy International Inc. McDonald’s telur að tvær millj- ónir viðskiptavina muni kaupa Arch Deluxe á hveijum sólar- hring og 60 milljónir á mánuði. Á Times Square í New York fæst Arch Deluxe á 2,99 dollara, en 3,19 dollara með beikoni. Af nýlegri skýrslu bankans um fjárfestingar í þróunarlöndunum og efnahagsstöðu þeirra kemur fram að erlendar skuldir þróunar- landanna hækkuðu um átta pró- sent á síðastliðnu ári, en ljósa hlið- in er að útflutningsaukning land- anna er meiri, þannig að skuldir þeirra nema nú lægra hlutfalli af útflutningi þeirra en áður. Meðan hlutfall útflutnings miðað við skuldir hefur batnað í uppgang- slöndum Austur-Asíu, hefur það hins vegar versnað í fátækasta heimshlutanum, löndunum sunnan Sahara. Samkvæmt Micheal Bruno yfirhagfræðingi í hagdeild bank- ans fyrir þróunarlöndin er brýnt að beina þróunaraðstoð til landa sem einbeita sér að sjálfbærri þró- un og baráttu við fátækt. Fyrir móttökulöndin skipti öllu máli að gera aðstoðina skilvirkari. Ríku löndin auðgast - þróunaraðstoð minnkar Samkvæmt skýrslunni verða ríku löndin ekki aðeins ríkari, held- ur um leið nískari á þróunarað- stoð. Þannig minnkaði þróunar- framlag OECD-landanna um sex prósent 1994, er nú 0,29 prósent af þjóðarframleiðslu þeirra og hef- ur ekki verið jafn lágt síðan 1973. Lengi hefur verið barist fyrir að framlag OECD næði einu prósenti af þjóðarframleiðslu þeirra, en lítil hreyfing er í þá átt. Það er því kreppt að þróunarstarfi, svo áskor- un Wolfensohns er ekki lítil, en hann leggur áherslu á að þróunar- aðstoð sé ekki aðeins spurning um fé heldur hugarfar og biðlar nú ákaft til starfsfólks bankans um að ganga að starfi sínu með opn- ari hug en áður og reka af sér slyðruorðið. Mesti hagnaður BP í tíu ár London. Reuter. HAGNAÐUR British Petrole- um á á fyrsta ársfjórðungi hefur ekki verið meiri í 10 ár vegna hærra olíuverðs og að sögn olíufélagsins bendir allt til þess að afkoman á árinu í heild batni umtalsvert. Nettóhagnaður jókst um 37% í 633 milljónir punda úr 461 milljón punda á fyrsta ársfjórðungi 1995. Auk mik- illar hækkunar á hráolíuverði stafaði bætt afkoma af auk- inni sölu á gasi og minni til- kostnaði. John Browne aðalfram- kvæmdastjóri sagði að BP væri á réttri leið að því yfir- lýsta marki að auka hagnað í ár um 300-400 milljónir punda, ef markaðsskilyrði versnuðu ekki. BP greiðir 4,5 pens í arð eins og á síðasta ársfjórðungi 1995, en greiddi 3 pens fyrir ári. Browne sagði að of stutt væri liðið á árið til að auka arðgreiðslu. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu um 13 pens í 569 vegna þess að arðgreiðslan olli vonbrigðum. Sérfræðing- ar höfðu spáð 522-584 millj- óna punda hagnaði, en nokkr- ir þeirra höfðu búizt við að greiddur yrði 4,5 pensa arður á hlutabréf. Olíu- og gasframleiðsla BP í ár verður líklega meiri en í fyrra vegna þess að ný fram- leiðsla á Harding, Fornaven og Andrew olíusvæðunum í Bretlandi og á Mars-svæðinu í Bandaríkjunum mun auka heildarframleiðsluna á síðara árshelmingi. Duisen- berg for- seti EMI og evrópsks seðlabanka Amsterdam. Reuter. HOLLENZKI seðlabanka- stjórinn Wim Duisenberg verður forseti gengisstofnun- ar Evrópu, EMI, á næsta ári að sögn hollenzka seðlabank- ans og búizt er við að hann verði síðan forstöðumaður seðlabanka Evrópu, sem tek- ur við af EMI. Duisenberg tekur væntan- lega við stjórn EMI í julí 1997 og „heita má víst“ að hann taki við stjórn evrópska seðla- bankans að sögn fréttastof- unnar ANP, sem vitnar í hol- lenzka fjármálaráðherrann, Gerrit Zalm. Talsmaður fjár- málaráðuneytisins vildi þó ekki staðfesta fréttina. Hollenzki seðlabankinn sagði að Duisenberg mundi taka við af Alexandre Lamfa- lussy, sem hefði samþykkt að halda áfram að stjórna EMI í sex mánuði þegar starfstíma hans lyki í desem- ber 1996. Zalm fjármálaráðherra sagði að skipun Duisenbergs yrði mikil viðurkenning fyrir Hollendinga og peningamála- stefnu þeirra. Stjórnmála- flokkar í Hollandi fagna vali Duisenbergs og hæla honum á hvert reipi. Ný vinnubrögð og nýir tímar hjá Alþjóðabankamim Meðan mótmælagöngur voru og hétu á Vest- urlöndum voru mótmæli gegn Alþjóðabank- anum fastur liður eins og venjulega. Nú er hins vegar hlustað eftir grasrótarsamtökum á þeim bæ og sjálfbær þróun viðtekin, eins og Sigrún Davíðsdóttir rekur hér á eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.