Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 B 11 VIÐSKIPTI Unih verfissljórn un á erindi við Islendinga Sjónarhorn Umhverfísmál hafa á undanförnum misserum fengið æ meiri athygli hér á landi sem ann- ars staðar. Haraldur Á. Hjaltason og Einar K. Stefánsson telja að með umhverfisstjórn- un gætu íslensk fyrirtæki, einkum og sér í lagi fyrirtæki í útflutningi, mætt auknum kröfum markaða og auk þess náð rekstrarleg- um ávinningi með lækkun kostnaðar. Einar K. Haraldur Á. Stefánsson Hjaltason Ein af ástæðum þess að fyrir- tæki huga í auknum mæli að umhverfismálum er að kröfur og viðhorf viðskiptavina eru að breytast. Nú er t.d. ekki nóg að bjóða lægsta vöruverðið eða þá vöru sem endist best, heldur skiptir hegð- un fyrirtækisins sem framleiðir vör- una verulegu máli. Ekki er þar að- eins um að ræða beinar kröfur frá yfirvöldum í formi laga og reglna, eða aðgerðir öfgafullra umhverfis- sinna, heldur hafa neytendur í aukn- um mæli látið til sín taka. Fram hefur komið hjá framleiðendum í sjávarútvegi hér á landi, að þeir verða í auknum mæli varir við fyrirspurnir frá söluaðilum og neytendum erlend- is varðandi umhverfís- og fráveitu- mál. Það er því nauðsyn hverju fyrir- tæki að geta sýnt fram á með skýrum hætti að þau starfi á eins umhverfis- vænan hátt og unnt er. Umhverfiskerfi Til að taka markvisst á umhverf- ismálum hafa mörg fyrirtæki tekið upp það sem við nefnum umhverfís- stjórnun (Environmental Manage- ment) og byggt upp umhverfiskerfi (Environmental Management Sy- stem). Umhverfisstjórnun snýst um að minnka neikvæð áhrif fyrirtækisins á umhverfið á skipulegan hátt með því að marka skýra stefnu í umhverf- ismálum, setja markmið sem fela í sér umbætur og stýra þeim þáttum í starfseminni sem hafa áhrif á um- hverfið. Fyrir nokkrum árum var gefinn út í Bretlandi staðallinn BS 7750 sem gerir kröfur til umhverfís- stjórnunar fyrirtækja. Nýlega var einnig gefíð út frumvarp að ISO 14001 staðlinum sem er að mörgu leyti sambærilegur við þann breska, nema hvað hann er alþjóðlegur. Tækninefnd alþjóðastaðíaráðsins (ISO) mun í júní nk. ræða um þær ábendingar sem koma frá umsagnar- aðilum, en flestir reikna með að hann verði samþykktur án mikilla breyt- inga. Þegar ISO 14001 verður sam- þykktur munu mjög mörg fyrirtæki nýta sér hann til að koma á mark- vissri umhverfisstjórnun og reyndar eru mörg fyrirtæki nú þegar komin með hann í notkun þótt einungis sé um frumvarp að ræða. Staðallinn er um margt svipaður ISO 9000 stöðl- unum um gæðastjórnun sem hafa náð mikilli útbreiðslu um allan heim og er búist við að sama verði upp á teningnum með ISO 14000 staðlana. Reyndar eru tengsl gæða- og um- hverfisstaðlanna töluverð, þannig að fyrirtæki sem nú þegar hafa ISO 9000 gæðakerfí geta komið sér upp umhverfiskerfi á tiltölulega einfaldan hátt. Ýmsir hafa jafnframt spáð því að umhverfis- og gæðastaðlarnir al- þjóðlegu muni renna saman i einn staðal fyrir aldamót, sem jafnframt tæki til heilsu- og öryggismála í fyrir- tækjum. Reikna má með að margir þeirra sem taka umhverfísstaðalinn upp muni sækjast eftir vottun á umhverf- iskerfi fyrirtækisins, þar sem með slíkri vottun er staðfest af óháðum aðila að fyrirtækið taki ábyrga af- stöðu til umhverfisins, vinni mark- visst að góðri umgengni við umhverf- ið og uppfylli öll gildandi lög og regl- ur á hverjum stað, sem er grunn- krafan í stöðlunum. Evrópusambandið hefur gefið út reglugerð um EMAS (Eco Manage- ment and Audit Scheme) sem svipar mjög til fyrrnefndra staðla, nema hvað meiri áhersla er lögð á að upp- lýsingum um ástand umhverfismála fyrirtækisins verði miðlað til almenn- ings. Þar er einnig gert ráð fyrir að umhverfískerfí fyrirtækjanna verði tekin út á svipaðan hátt. Með því að taka upp umhverfisstjómun eru fyrirtæki að taka ábyrga afstöðu til um- hverfisins. Það mun nýtast fyrirtækinu við- skiptaiega, þar sem ímynd fyrirtækjanna í hugum neytenda er já- kvæðari en þeirra sem ekki taka upp umhverf- isstjórnun. Fyrirtæki geta einnig átt von á íjárhagslegum ávinn- ingi, þar sem ýmsar aðgerðir sem ráðist er í vegna umhverfismála munu leiða til hagræð- ingar í rekstri. Dæmi um það er minni orku- notkun, betri nýting hráefna og umbúða, flokkun úrgangs og endur- vinnsla, svo eitthvað sé nefnt. Það er því fyrirtækjum engin áþján að taka upp umhverfisstjórnun, þvert á móti má vænta verulegs rekstrar- legs ávinnings og ánægðari við- skiptavina sem ætti að vera íslensk- um fyrirtækjum nægjanleg hvatning til að taka frumkvæðið og innleiða umhverfisstjórnun. Kröfur til umhverfiskerfis eru m.a.: Stöðugar umbætur. Mat á umhverfisáhrifum fyrir- tækisins. Skýr stefna og markmið í um- hverfísmálum. Framkvæmdaáætlun um leiðir að markmiðum. Skýr ábyrgðarskipting. Skjalfesting á verklagsreglum. Vöktun mikilvægra þátta í starf- seminni. * Regluleg endurskoðun á um- hverfiskerfinu. Haraldur er verkfræðingur og rekstrarráðgjafi hjá VSÓ Rekstrarráðgjöf; Einar er umhverfisverkfræðingur hjá VSÓ Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar. Sparisjóður Bolungar- víkur með 32 milljóna hagnað REKSTRARAFKOMA Spari- sjóðs Bolungarvíkur batnaði verulega á síðasta ári og nam hagnaður sjóðsins eftir skatta 32 milljónum króna. Þetta er þriðjungi meiri hagnaður en árið 1994 er sjóðurinn skilaði 24 milljóna króna hagnaði. A aðalfundi sparisjóðsins þann 26. apríl sl. kom fram að þessa bættu afkomu mætti rekja til þess að kostnaður hefði staðið í stað og afskriftir dreg- ist saman. Arðsemi eiginfjár er 10,6%, að því er segir í frétt frá sparisjóðnum. Heildarinnlán Sparisjóðs Bolungarvíkur, að meðtalinni verðbréfaútgáfu, voru 1.091 milljónir króna á liðnu ári og höfðu aukist um 2,3%. Heildar- útlán námu í árslok 1.050 millj- ónir króna og höfðu aukist um 18,4% og stafaði þaðmest af aukningu afurðalána. í lok árs- ins var eigið fé sparisjóðsins 331,5 milljónir króna. Aukin samvinna sparisjóða á Vestfjörðum Fram kom í skýrslu stjórnar- formanns, Benedikts Bjarna- sonar, að mikil umskipti hafi orðið á undanförnum árum í skiptingu útlána. Sjávarútveg- ur væri með 46% af heildar- útlánum, en sparisjóðurinn fjármagnaði nær allt atvinnulíf á Suðureyri og í Bolungarvík. Þrátt fyrir miklar afskriftir og gjaldþrot á starfsvæði spari- sjóðsins á síðari árum væri eig- infjárstaða sjóðsins sú besta af peningastofnunum sem greiða skatta eða 35,1% sam- kvæmt BIS reglum. Stjórnarformaður gat þess að samvinna hefði aukist á milli sparisjóðanna á norðan- verðum Vestfjörðum og hefðu þeir hug á að koma upp af- greiðslu á ísafirði. Góð ávöxtun á hlutabréfamarkaði Gengi hækkað um 61% á sL ári ÞINGVÍSITALA hlutabréfa á Verð- bréfaþingi íslands hefur hækkað um 61% undanfarna 12 mánuði. Þetta er umtalsvert meiri hækkun en varð á gengi vístölunnar árið 1995, en þá nam hækkunin 36%. Velta á Verð- bréfaþingi fyrstu íjóra mánuði þessa árs nam 32 milljörðum króna og hefur hún tvöfaldast frá sama tíma í fyrra. Vaxtalækkanir í apríl virðast hafa virkað sem vítamínsprauta fyrir við- skipti á Verðbréfaþingi, sérstaklega hvað varðar viðskipti með spariskír- teini og húsbréf. Viðskipti með spari- skírteini fyrstu ljóra mánuði þessa árs voru rúmir 5,5, milljarðar króna. Tæplega helmingur þeirra viðskipta átti sér stað í apríl eða röskir 2,3 milljarðar króna og eru það nærri helmingi meiri viðskipti en áttu sér stað fyrstu fjóra mánuði síðasta árs. Tæplega helmingur þessara við- skipta var með 20 ára spariskírteini. Á hlutabréfamarkaði var velta fyrstu íjögurra mánuða ársins rúmir 1,3 milljarðar króna, sem er liðlega 81% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Hækkun á hlutabréfavísi- tölunni í apríl var 3%, en alls hefur vísitalan hækkað um tæp 28% frá áramótum. Johann Olafur Arsælsson er framkvæmdasljóri véladeildar Merkúr hf. Hann er Starf hans felst í kynningu og sölu á margflóknum vélbúnaði og tækjum. Meðal viðskiptavina Olafs em aðilar í sjávarútvegi sem og verktakar og bændur. Vélfræðimenntunin nýtist honum einstaklega vel í þessu starfi. I 7 Við skiptum við s SPARISJÓÐ VÉLSTJÓRA MimrMur! Vanti ykkur traustan starfsmann med víðtæka sérmenntun á bæði bóklega og verklega, þá eru þid ad ieita að vélfræðingi. Nánari upplýsingar veitir: Vélstjórafélag íslands Borgartúni 18,105 Reykjaví Sími: 562-9062 Markmið verkefnisins Frumkvæði - Framkvæmd er að aðstoða fyrirtæki við að afla sér ráðgjafar. Það er gert undir stjórn verkefnisstjóra og með fjárhagslegum stuðningi. Aðstoð er veitt á eftirtöldum sviðum: Stefnumótun Markaðsaðgerðir Fjármálastjórn un Skipulagning framleiðslu Hönnun og vöruþróun Umhverfisstjórnun !$*• Gæðastjórnun Umsóknareyðublöð fást hjá Iðnlánasjóði, Iðntæknistofnun og atvinnuráðgjöfum víðs vegar um landið. Frekari upplýsingar gefur Karl Friðriksson í síma 587-7000. IÐNAÐAR- RÁÐUNEYTIÐ #IÐNLÁNASJÓÐUR Éi iðnþróunarsjóður Iðntæknistofnuníl Ármúla 13A. 1SS Revkiavík. Kalkofnsvegi 1.101 Revkiavík. Keldnaholt, 112 Reykiavík. Ármúla 13A, 155 Reykjavík. Sími 588-6400. Fax 588-6420 Kalkofnsvegi 1, 101 Reykjavík. Sími 569-9990. Fax 562-9992 Keldnaholt, 112 Reykjavík. Sími 587-7000. Fax 587-7409 ATAKTll. Gísli B. & SKÓP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.