Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 12
TEYMI Sími 561 8131 teymi@oracle.is imih ORACIC HUOBÚNADUR Á ÍSLAND VIÐSKIFTIAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 ORACL6 Enabling the Information Age™ Fólk Nýr yfirmað- ur hjá Olíu- félaginu • STEFÁN Guðbergsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fast- eignadeildar Olíu- félagsins hf. og hóf hann störf 1. apríl sl. Stefán er 52 ára gamall og útskrifaðist sem byggingarverk- fræðingur frá Tækniháskólan- um í Þrándheimi í Noregi. Undanfarin 18 ár hefur hann rekið eigin verkfræðistofu. Um er að ræða nýtt starf hjá félag- inu og mun Stefán, auk annarra verkefna bera ábyrgð á verklegum framkvæmdum félagsins, sjá um eignaumsýslu og hafa umsjón með viðhaldi fasteigna. Stefán er giftur Sigríði Hjartar og eiga þau þijá syni. Ráðinn til Þinn- ar verslunar ehf. • PÁLMI Pálmason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Þinnar verslunar ehf. og tók hann við starf- inu/iú í maíbyijun af Árna Helga- syni, sem mun framvegis einbeita sér að rekstri Catco ehf. Þín verslun ehf. er keðja átján matvöruverslana í Reykjavík og úti á landsbyggðinni. Skrifstofa ÞV sér m.a. um viðskipta- samninga, tilboð, blaðaúgáfu, aug- lýsingar og að samræma rekstur verslana innan ÞV sem auðkenna sig og koma fram í dag sem ein heild undir nafninu Þín verslun. Pálmi Pálmason er fæddur 1951 og hóf störf eftir verslunarnám hjá Máln- ingarþjónustunni hf. á Ákranesi, fór þaðan til Bílvangs hf. og starf- aði síðan í nokkur ár sem trygginga- fulltrúi hjá Samvinnubanka og Samvinnutryggingum. Árið 1984 réðst Pálmi til verslunardeildar Sam- bandsins eða þar til 1986 að hann var ráðinn sölu- og markaðsstjóri hjá Íslensk-ameríska verslunarfélag- inu hf. Undanfarin ár hefur Pálmi starfað sem sölustjóri og yfirmaður söludeildar Íslensk-ameríska, en það fyrirtæki hefur vaxið hratt á síðustu árum og er í dag eitt af umsvifa- meiri og öflugri innflutningsfyrir- tækjum hér á markaði á sviði dag- vöruverslana. Pálmi Pálmason er kvæntur Helgu Olöfu Oliversdótt- ur sjúkraliða, Laugaskjóli og eiga þau þijú böm • SOLRÚN Margrét Þorsteins- dóttir hefur verið ráðin á skrifstofu Þinnar verslunar ehf. í alhliða skrif- stofustörf og sem fulltrúi fram- kvæmdastjóra. Sólrún Margrét er fædd 1964 og hefur eftir stúdentsnám starfað hjá Sölu- miðstöð hrað- frystihúsanna og hjá Asiaco hf. við inn- og útflutningsskjöl, tolla- og verðútreikninga, innheimtu, o.fl. skrifstofustörf. Undanfarin árhefur Sólrún Margrét starfað á skrifstofu samtakanna Barnaheill við bókhald, innheimtu og útgáfumál auk fjöl- breyttra starfa innan samtakanna. Skrifstofa Þinnar verslunar ehf. mun flytja starfsemi sína nk. föstudag, 17. maí, úr Húsi verslunarinnar í skrifstofuhúsnæði í Strangarhyl 3a. Nýr útibússtjóri Islandsbanka • VILHJÁLMUR Vilhjálmsson hefur verið ráðinn útibússtjóri í nýju útibúi íslandsbanka við Skútuvog 11. Vilhjálmur er þrítugur viðskipta- fræðingur frá Háskóla íslands og var með endurskoðun sem kjörsvið. Hann útskrifaðist vorið 1991 og hefur starfað hjá Verðbréfamarkaði Is- landsbanka frá því haustið 1991. Vil- hjálmur er kvæntur Svövu B. Sigur- jónsdóttur leik- skólakennara og eiga þau 3 börn. Vilhjálmur tekur við útibússtjóra- starfinu föstudaginn 17. maí, en þann dag verður nýja útibúið opnað og á að sinna ört vaxandi svæði versl- unar og viðskipta. í tilefni opnunar- innar verður boðið til grillveislu í hádeginu á föstudaginn. Nýr yfirmaður hjá Pennanum og Eymundsson • INGIMAR Jónsson hefur verið ráðinn yfirmaður verzlunarsviðs Pennans og Ey- mundsson.ar Ingimar er 35 ára og útskrifaðist sem viðskiptafræð- ingurVrá Háskóla íslands árið 1988. Hann hóf sama ár störf hjá Fiskiðj- unni Skagfirðingi, sem fjármálastjóri, og hefur gegnt því starfi síðan. Sambýliskona Ingimars er Ingi- björg R. Friðbjörnsdóttir og eiga þau 3 drengi. Nýr fram- kvæmdasljóri J.S. Helgason • FRIÐRIK Einarsson hefur tekið við framkvæmda- stjórastarfi hjá J.S. Helgasyni ehf. Friðrik er fæddur árið 1968 og lauk stúdentsprófi frá _ Verslunarskóla Is- lands 1989 og lýk- ur nú í vor námi í jðnrekstrarfræði hjá Tækniskóla íslands. Með námi sínu við Tækniskólann hefurFriðrik gegnt ýmsum störfum fyrir Olafs- fjarðarbæ, annast kennslu í Gagn- fræðaskóla Ólafsfjarðar, verið framkvæmdastjóri knattspyrnu- deildar Leifturs og frá 1994 verið framkvæmdastjóri Skíðasambands Islands. Sambýliskona Friðriks er Hrund Steindórsdóttir flugfreyja. Nýir starfs- menn Strengs SJÖ nýir starfsmenn hafa ráðist til Strengs á síðustu tveimur mánuðum. • MATTHÍAS E. Matthíasson kerfisfræðingur, 31 árs, búsettur í Reykjavík. Útskrif- aðist frá st. Cloud state University, í Bandaríkjunum úr viðskiptafræði árið 1988. Starfaði áður hjá Reiknistofu bankanna, á kerf- issviði. Maki er Laufey Guðjóns- dóttir, viðskiptafræðingur í íslands- banka. Þau eiga einn dreng, Guðjón George. ■ BERGLJÓT Kristinsdóttir, þjón- ustufulltrúi, 34 ára, búsett í Kópa- vogi. Útskrifaðist með B A próf í landafræði frá HÍ árið 1977. Síðast- liðin rúm fímm ár starfaði hún hjá Banönum ehf. við bókhald. Maki er Andrés I. Guð- mundsson, jarð- fræðingur. Þau eiga 2 börn. • ANNA Rún Ingvarsdóttir, þjón- ustufulltrúi, 27 ára, búsett í Reykja- vík. Stúdent frá Verslunarskóla Is- lands árið 1988. Útskrifaðist úr Markaðsfræði árið 1992 frá Dan- mörku. Vann áður sem skrifstofustjóri hjá Tölvusam- skiptum hf. Maki er Einar F. Hilmarsson, tæknifræð- ingur. Þau eiga tvær dætur. • ÞORBJÖRN Trausti Njálsson, 24 ára, búsettur í Hafnarfirði. Stúd- ent úr Verslunarskóla íslands 1991. Eraðljúka námifráTVI. Starfaði áður í SPRON, en á sumrin hjá Gjögri við rækjuveiðar og í Netagerð Guð- mundar Sveins- sonar. Maki er Gunnhildur Harpa Sævarsdóttir. Börn eru Þór- unn Lind og Sævar Már. • EGGERT Guðmundsson, forrit- ari, 31 árs búsetturí Hafnarfírði. Stúdent úr Fjölbrautaskóla Suð- urnesja. Starfaði áðurhjá Víkur- hugbúnaði (1985- 1991), oghjáhug- búnaðardeild Tæknivals árin 1991 til 1996, var með umsjón yfir Fjölniskerfi Tæknivals (1991- 1993). Concorde/Progress/Delphi forritun. Maki er Berglind Þórðar- dóttir. Þau eiga 2 böm. • JÓNA Sigríður Grétarsdóttir, ritari, 21 árs, búsett í Reykjavík. Stúd- ent úr Kvennaskó- lanum í Reykjavík árið 1995. Starfaði á sumrin sem gjald- keri hjá Pósti og síma. Sambýlis- maður er Ásgeir Jónsson, nemi. • ÞORSTEINN Valur Guðmunds- son, kerfisfræðingur, 22 ára, búsett- ur í Reykjavík. Stúdent af versl- unarbraut VMA, en er nú að ljúka námi við TVÍ. Hefur áður unnið hjá Tölvu- tækjum og í tölvu- deild Hans Petersen síðastliðið sumar. Maki er Hildur Sigurðardóttir, sonur er Kristján Ingi. Torgið Fjármögnun sem brýtur blad SAMNINGAR um fjármögnun Hval- fjarðarganganna fela í sér merkar nýjungar fyrir fjármálalíf Islendinga ekkert síður en framkvæmdin sjálf fyrir verktakastarfsemi hér á landi. Þar tóku saman höndum íslenskir og erlendir bankar, íslenskir lífeyris- sjóðir og bandarískt tryggingafélag. Raunar er það svo að samningarnir hafa vakið nokkra athygli á alþjóða fjármagnsmarkaði bæði austan hafs og vestan. Þannig fjallaði tímaritið Project & Trade Finance nýlega all- ítarlega um samninginn, en þar er m.a. skýrt frá því að líklega sé þetta fyrsti lánasamningurinn þar sem ■ kveðið er á um rétt lánveitanda til að þreyta myntsamsetningu lánsins í sameiginlega mynt Evrópusam- þandsríkjanna, Euro, á lánstíman- um. Hvalfjarðargöngin verða í upphafi fjármögnuð með sérstöku fram- kvæmdaláni til þriggja ára að fjár- hæð 64,6 milljónir bandaríkjadala, eða sem svarar til um 4,3 milljarða króna. Lánið er veitt Speli hf., en lánveitendur eru Skandinaviska En- skilda Banken, ING Barings og Landsbanki (slands. Verktakafyrir- tækið Fossvirki veitir fulla ábyrgð á láninu, en aðilar að því fyrirtæki eru sem kunnugt er Skanska Internati- onal Civil Engineering, E. Pilh & Sons og ístak. Langtímalán frá bandarískum fjárfesti og íslenskum lífeyrissjóðum leysa síðan af hólmi framkvæmdalániö, Tímaritið skýrir frá því að við gangagerðina sé notuö norsk aðferð sem felur í sér að borað er gegnum bergið í hafsbotninum. Þessi aðferð þyki ódýr en ekki sé unnt að áætla nákvæmlega kostnaðinn, þar sem hann ráðist af aðstæðum við borun- ina. Norræn fyrirtæki hafi þótt hæf- ust til að meta þessa áhættu og féllst verktakafyrirtækið á að taka grunnáhættuna. Beinar greiðslur fyrir verkið geta ekki orðið hærri en sem svarar langtímafjármögnun. Komi til þess að verktakinn öðlist rétt til hærri greiðslna fyrir verkið verða þær í formi víkjandi skulda- bréfa. Aðstandendur þessarar fram- kvæmdar gerðu sér Ijóst að þeir þyrftu að leita til fleiri lánveitenda en banka sem væru reiðubúnir að taka langtímaáhættu. Útvega þurfti langtímalán að fjárhæð 75,94 millj- ónir dollara. Samningar tókust um 40,45 milljóna fjölmyntalán frá bandaríska tryggingafélaginu John Hancock fyrir milligöngu ING Bar- ings-bankans. Er þetta í fyrsta sinn sem bandarískt tryggingafélag fjár- magnar verkefni af þessu tagi í Evr- ópu. Fjárfestingar þessara félaga í Evrópu höfðu fram til þessa ein- skorðast við verðbréf. Hópur ís- lenskra lífeyrissjóða veitir síðan 28 milljóna dollara lán, en Landsbréf hf. hafa umsjón með þeirri lántöku. Þar að auki veitir íslenska ríkið 300 milljóna króna víkjandi lán. Framkvæmdalánið er í fimm myntum, íslenskum krónum, banda- ríkjadölum, þýskum mörkum, frönsk- um frönkum og sterlingspundum. Þegar framkvæmdum lýkur munu íslensku lífeyrissjóðirnir yfirtaka þann hluta fjármögnunarinnar sem er í íslenskum krónum, en John Hancock sinn hluta með láni fjórum myntum. Samsetning þessara fjög- urra mynta miðar að því að lágmarka gengisáhættu bandaríska trygginga- félagsins. Vægi myntanna á að end- urspegla íslensku viðskiptavogina, þar sem ekki er mögulegt að gera framvirkan gjaldmiðlasamning um krónuna til 20 ára. Fyrsti lánssamningurinn með „Euro-ákvæði“ Langtímafjármögnunin leysir framkvæmdalánið af hólmi árið 1999. Bandaríski lánveitandinn hef- ur hinsvegar rétt til að breyta mynt- samsetningu lánsins úr umræddum fjórum myntum yfir í „Euro“ ef svo fer að Evrópusambandsríkin taki upp sameiginlega mynt. Þeir erlendu lögfræðingar sem skrifuðu samning- inn telja að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkt ákvæði sé að finna í lánasamn- ingi í heiminum. Samningur Spalar hf. og íslenska ríkisins um framkvæmdirnar er ótímasettur, en rennur út þegar búið er að endurgreiða lánin og greiöa ákveðna ávöxtun af eigin fé. Aðstandendur Spalar hf. eru eins og fram hefur komið (slenska járn- blendifélagið, Sementsverksmiðjan hf. og nokkur sveitarfélög ásamt rík- inu. Göngin stytta aksturstímann milli Akraness og Reykjavíkur um 45 mínútur og verða 6 kílómetra löng. Þátttaka iífeyrissjóðanna jók tiltrú erlendu fjárfestanna Þátttaka lífeyrissjóðanna jók tiltrú erlendu fjárfestanna og renndi styrk- ari stoðum undir umferðarspár sér- fræðinga, að því er fram kemur í tímaritinu. Erlendur Magnússon, framkvæmdastjóri hjá Nomura Bank International, sagði í samtali við Morgunblaðið að fjármögnun ís- lensku lífeyrissjóðanna og fjárhags- legur styrkur þeirra hefði vakið at- hygli erlendis. „Það styrkti verkefnið að lífeyrissjóðirnir skyldu taka þátt, því þeir þekkja auðvitað til sinna heimahaga. Ef enginn íslenskur aðili hefði viljað leggja fjármagn í þetta verkefni hefði orðið erfitt að fjár- magna það erlendis. Menn hefðu spurt sig af hverju þeir ættu að fjár- magna göng á íslandi ef enginn ís- lenskur aðili vildi taka þátt í því." Fyrsta alþjóðlegafjár- festingln á Norðurlöndum Þá segir Erlendur að hér sé um að ræða fyrstu alþjóðlegu fjárfest- inguna í slíku verkefni á Norðurlönd- unum. Nokkrum vikum síðar hefðu Svíar farið svipaða leið með fjár- mögnun á framkvæmdum við lestar- tenginguna milli Arlanda-flugvallar og Stokkhólms. „Það að vera fyrstir gerði þó vinnuna að mörgu leyti þyngri, því fara þurfti í gegnum marga lagalega þætti og finna lausn- ir á nýjum vandamálum," segir hann. Þannig má vera Ijóst að fjármögn- unarhlið Hvalfjarðarganganna hefur á ýmsan hátt brotið blað í fjármála- lífi íslendinga. Þá er þessi samningur skýrt dæmi um vaxandi tiltrú er- lendra aðila á efnahagslífinu og ætti að ryðja brautina til frekari verkefna að þessu tagi í framtíðinni. KB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.