Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 1
1 I BLAÐ ALLRA LANDSMANNA pltrigíMiMa&iiíí C 1996 FIMMTUDAGUR 16. MAI BLAÐ Tryggva boð- ið til Kína TRYGGVA Nielsen, íslandsmeistara í bad- minton, barst í gær boð um tveggja vikna dvöl í æfingabúðum í Kína fyrir badminton- menn 21 árs og yngri, á vegum Evrópusam- bandsins í badminton. Badmintonsamband Evrópu (EBU) velur 16 manna hóp til ferðarinnar og þar af er sex bestu Evrópuþjóðunum uthlutað 12 sæt- um fyrirfram. Hin fjögur sætin eru fyrir keppendur frá öðrum Evrópuþjóðum, þann- ig að það er til vitnis um góða stöðu Tryggva í þessum aldursflokki í álfunni að honum skuli boðið, því valið er eftir styrkieika. Ferðin til Kina stendur frá 24. júlí til 8. ágúst i sumar. HANDKNATTLEIKUR HSÍ skuldar 74 milljónir en á útistandandi 36 milljónir Oskað eftir stuðningi ríkisvaldsins og þjóðarátaki til að bjarga sambandinu Handknattleikssamband ís- lands skuldar 74,3 millj. kr. en á útistandandi tæplega 36 millj- ónir króna og þar af um 33 millj. kr. vegna Heimsmeistarakeppn- innar í fyrra. Höfuðstóllinn er nei- kvæður um 35,3 millj. kr. en í fjár- hagsáætlun fyrir næsta ár er gert ráð fyrir tæplega 500 þús. kr. hagnaði og engum niðurgreiðslum lána. Þetta kom fram á ársþingi HSÍ, sem hófst í Valsheimilinu að Hlíðarenda í gærkvöldi og lýkur í dag. í áritun endurskoðenda reikn- inga sambandsins kemur fram að áframhaldandi rekstur þess sé háður afstöðu lánadrottna til starfseminnar en um það ríki mik- il óvissa. Ólafur B. Schram, for- maður HSÍ, sagði í skýrslu stjórn- ar að skuldastaðan væri slík að varla yrði haldið áfram við óbreytt- ar aðstæður. „Vegna erfiðleika í kjölfar Heimsmeistarakeppninnar hefur stjórn sambandsins óskað eftir stuðningi frá ríkisstjórn ís- lands. Nokkrir fundir hafa þegar farið fram með þingmönnum og ráðherrum og gerir stjórn sam- bandsins sér vonir um að þessi mál skýrist verulega á næstu vik- um.“ Engar umræður urðu um skýrslu stjórnar og reikninga sem voru samþykktir með öllum greiddum atkvæðum. Ellert B. Schram, forseti íþróttasambands Íslands, sagði að framkvæmd HM hefði tekist mjög vel en sigið hefði á ógæfuhliðina vegna vanskila og vanefnda. Fjárhagsvandamálið væri mjög alvarlegs eðlis og ekki væri um einkamál handknattleiks- forystunnar að ræða heldur allrar íþróttahreyfingarinnar og henni bæri skylda til að taka þátt í lausn málsins. „Handknattleikurinn á ítök á meðal þjóðarinnar, þetta er nánast þjóðaríþrótt. íslendingar vilja veg handknattleiksins sem mestan og höfða verður til þjóðar- innar við lausn vandans." Hann sagði ennfremur að ÍSÍ hefði tekið á málinu með HSÍ af fullri ábyrgð og myndi veita alla mögulega ábyrgð. Öllu skipti við lausn máls- ins að horfa til framtíðar frekar en finna blóraböggla og söku- dólga. Júlíus Hafstejn, formaður Ólýmpíunefndar Islands, tók í sarna streng. Rætt væri um að HSÍ væri að verða gjaldþrota en það væri verkefni allra að koma í veg fyrir það. „Þetta er mál sem allir eiga að taka á og við munum standa með ykkur í að reyna að bjarga þessu.“ Hann sagði að nið- urskurður væri sár en óhjákvæmi- legur en samstaða yrði að vera um að vinna bug á vandamálinu. ■ Blásið.../C2 Lárus Orri og félagar ekki á Wembley LÁRUS Orri Sigurðsson og félagar hans hjá Stoke náðu ekki að tryggja sér farseðilinn á Wembley, til að leika um sæti í úrvals- deildinni. Stoke tapaði í gærkvöldi heima fyrir Leicester, 0:1, eftir markalaust jafntefli á Filbert Street. Leicester mætir Cryst- al Palace á Wembley, þar sem Crystal Pala vann Charlton heima 1:0 og samanlagt 3:1. ' KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Sverrir Annar kossinn! BLIKASTÚLKURNAR fögnuðu sínum öðrum sigri á stuttum tíma, þegar þær urðu meistarar meistar- anna á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöldi - lögðu bikarmeistara Vals 3:0. Margrét Sigurðardóttir, fyrirliði, kynnir hér bikarinn sem Blikastúlkurnar tryggðu sér. Þær tryggðu sér sigur í deildarbikar- keppninni á Ásvöllum í sl. viku. Vinstra megin við fyrirliðann er Katrín Jónsdóttir og hinum megin fylgist Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari þeirra, með. ■ Leikurinn / C2 KNATTSPYRNA: SKAGAMENN FYRSTU DEILDARBIKARMEISTARARNIR / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.