Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 4
„Magic" Johnson er hættur með Lakers KNATTSPYRNA Klinsmann og Bayem á spjöld UEFA-sögunnar JURGEN Klinsmann og Bayern Munchen skráðu nafn sitt á spjöld sögu UEFA-bikarkeppn- innar í Bordeaux i Frakklandi í gærkvöldi, þar sem Bæjarar tryggðu sér UEFA-bikarinn með því að leggja Bordeaux að velli, 1:3. Klinsmann skoraði eitt mark og setti markamet og Bayern varð fjórða liðið til að fagna sigri i öllum þremur Evrópukeppnun- um. Mörk frá Mehmet Scholl, Emil Kostadinov, sem lagði upp fyrsta markið og methafanum Klins- mann tryggðu Bayern fyrsta Evrópu- bikarinn í 20 ár. Kiinsmann bætti markametið um eitt mark, áður höfðu Jose Altafini, AC Milan, skorað fjórtán mörk 1962-63 og John Wark, Ipswich, 1980-81. Bayern vann sam- aniagt 5:1, þar sem þeir Thomas Helmer og Scholl skoruðu í fyrri leik liðanna á Ólympíuleikvanginum í Miinchen, 2:0. Bayern er komið í hóp Ajax, Juv- entus og Barcelona, sem hafa unnið alla Evrópubikarana þijá. „Við kom- um hingað til að ná í UEFA-bikar- inn, sem hafði ekki komið til Miinchen," sagði Klinsmann. Bayern varð sigurvegari í Evrópukeppni bik- arhafa 1967 og fagnaði síðan sigri í Evrópukeppni meistaraliða 1974, 1975 og 1976. Þá varð Bayern heimsmeistari félagsliða 1976, nokk- uð sem Ajax og Juventus afrekuðu einnig, en Barcelona ekki. Leikmenn Bayern og 1.600 stuðn- ingsmenn liðsins fögnuðu sigrunum gífurlega. Lothar Mattháus sagði að einn maður sem ekki væri á staðn- um, ætti stóran þátt í þessu afreki - Otto Rehhager, fyrrum þjálfari liðsins. „Þetta er jafnmikill sigur fyr- ir hann og okkur." Reuter LOTHAR Mattháus lyftir UEFA-blkarnum sigrlhrósandi í Bordeaux í gærkvöldi, þar sem hann fagnaðl ásamt félögum sínum á Parc Lescure-lelkvellinum. EARVIN „Magic“ Johnson, sem byrjaði að leika með Los Angeles Lakers í NBA-deild- inni fyrir þremur mánuðum, er hættur á ný. Johnson hætti fyrst fyrir fjórum árum, þeg- ar hann greindist HTV- jákvæður. Kom til baka í jan- úar sl. og hjálpaði Lakers til að komast í úrslitakeppnina. Liðið féll út í fyrstu umferð, tapaði fyrir meisturum Houst- on Rockets í fimm leikja við- ureign. Johnson, sem er 36 ára, hefur hug á að leika að- eins sýningaleiki víðs vegar um heirn 1 framtíðinui. ÍÞ/ém FOLK ■ EINAR Björnsson deildarstjóri hjá Flugleiðum hefur tekið við for- mennsku í handknatteiksdeild Sljörnunnar af Októ Einarssyni. ■ Á aðalfundi Stjörunnar í vik- unni kom fram í reikningum fé- lagsins að rúmlea 276 þúsund króna hagnaður var af rekstri handknattleiksdeildarinnar sl. starfsár. ' ■ JULIO Cester, varnarleikmað- ur Dortmund, sem á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið, seg- ist vilja komast heim til Brasilíu og vonast eftir að forráðamenn Dortmund verði við ósk hans eftir þetta keppnistímabil. ■ NÆSTA víster að Mario Basl- er, miðvallarspilari Werder Bremen, fari til Bayern Miinchen. Forráðamenn Bayern sögðu frá því í sigurvímu í Borde- aux í gærkvöldi. ■ JEAN-Pierre Papin, sóknar- leikmaður Bayern, er óánægður hjá liðinu og vill komast burt. ■ DORTMUND leggur mikla áherslu á að þýski landsliðsmaður- inn Thomas Hassler komi til liðs- ins frá Karlsruhe. Forráðamenn liðsins segja að hann og Andy Möller yrðu frábærir saman á miðjunni. Kristóf- ervill fráKR KRISTÓFER Sigurgeirsson, sem skipti úr knattspymuliði Breiðabliks í KRI vetur, vill fara frá KR samkvæmt heim- ildum blaðsins. Breiðabliks- menn viija fá hann til baka en KR-ingar vifja halda hon- um. Kristófer gerði eins árs samning við KR og getur því ekki gengið á nýjan leik til liðs við Breiðablik nema með samþykki KR-inga. Þess má geta að Kristófer lék með Vfistra Frölunda í Svíþjóð, áður en hann kom á ný til liðs við Breiðablik sl. sumar. * HANDKNATTLEIKUR Valdimar Grímsson ráðinn þjálfari Stjörnunnartil tveggja ára Var erfftt að segja nei Ieðan ég er leikmaður vil ég vera í baráttunni um titlana. Reyndar hafði ég hug- leitt að fara aftur heim t.il Vals en þegar mér bauðst að taka við Stjörnunni fannst mér að viss ögrun felast í því og reyna að vera fyrsti þjálfarinn til að vinna meistaratitil í meistaraflokki karla í Garðabæ. Það var erfitt að segja nei,“ sagði Valdimar Grímsson eftir að hann hafði í gær undirritað tveggja ára samning við Stjörnuna um þjálf- un liðsins. Valdimar mun einnig leika með liðinu. Valdimar sagði að aðdragand- inn að samningi hans við Stjörn- una hefði verið skammur. For- ráðamenn félagsins hefðu reynd- ar haft samband við sig í vor en ekkert hefði þá af frekari viðræð- um sökum þess að Valdimar var enn samningsbundinn Selfossi þar sem hann þjálfaði í vetur. „Eftir að Selfyssingar tilkynntu mér á sunnudaginn að þeir hefðu ekki í hyggju að endurnýja samninginn við mig komst á ný samband á milli mín og Stjörnu- manna. Við vorum síðan snöggir að komast að samkomulagi. Markmið mitt er að hlúa að þeim breiða hópi leikmanna sem hér er fyrir og ná meira út úr honum en tekist hefur. I hópnum hefur verið sundrung undanfarin ár en ástandið batnaði síðasta vetur og ég ætla að bæta það enn frekar og fá menn til að vinna saman alla sem einn. Ég set engar kröfur fram um að hópurinn verði styrktur frá því sem nú er, en hafi stjórnarmenn verið að vinna í einhveijum mál- um þá er sjálfsagt að þeir ljúki þeim.“ Frá nýliðnu keppnistímabili hafa Dmítrí Filippov og Magnús Sigurðsson yfirgefið herbúðir Garðbæinga en í stað þeirra hafa þeir endurheimt þijá leikmenn sem aldir voru upp hjá félaginu en hafa reynt fyrir sér að undan- förnu á öðrum vettvangi. Það eru Einar Einarsson sem lék með ÍR í vetur, Rögnvaldur Johnsen frá Fylki og Sæþór Ólafsson úr ÍH. „Biðin eftir titlum hjá karla- flokki Stjörnunnar hefur verið löng og vonandi styttist sú bið með komu Valdimars og fleiri góðra manna auk þess sem við eigum sterkan hóp leikmanna sem við vonumst til að springi út,“ sagði Októ Einarsson, frá- farandi formaður handknatt- leiksdeildar Stjörnunnar, eftir að hann hafði undirritað samning- inn við Valdimar en það var eitt hans síðasta verk sem formaður. VIKINGALOTTO: 5 8 16 21 33 35 + 20 26 42

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.